| Sf. Gutt
Liverpool v Newcastle United
Eftir gleðina sem fylgdi bikarsigrnum í Blackburn er aftur komið að deildarleik. Möguleikar Liverpool á einu af fjórum efstu sætunum í deildinni byggjast á því að liðunum fyrir ofan verði á og Liverpool vinni svo til alla sína leiki. Margir telja að möguleikar Liverpool á fjórum efstu dætunum hafi horfið í síðustu tveimur deildarleikjum sem töpuðust. Sannleikurinn er þó sá að slakt gengi í haust og fram að jólum gerði það að verkum að ekkert mátti út af bera til loka leiktíðar. Frábær rispa eftir jól kom Liverpool í góða stöðu en eftir stóð að ekkert mátti fara úrskeiðis.
Eftir úrslit helgarinnar er helst að Liverpool geti náð Manchester City. Það verður þó erfitt enda getur Manchester City einbeitt sér að hverjum einasta deildarleik sem er eftir. En möguleikinn er fyrir hendi á meðan tölfræðin gefur kost á því. En Liverpool þarf að vinna sína leiki en nú er liðið komið í undanúrslit í F.A. bikarnum og menn hafa auðvitað augu á bikarnum!
Í kvöld kemur Newcastle United í heimsókn á Anfield og Liverpool á að vinna þann leik miðað við slakt gengi gestanna upp á síðkastið. Newcastle vann fyrri leik liðanna 1:0 á St James Park og hann var einmitt einn af þessum slöku leikjum Liverpool fram að jólum. Ekkert gerðist hjá Liverpool, liðið lék illa og var andlaust. Kannski eins og verið hefur hjá Newcastle núna.
Steven Gerrard og Martin Skrtel ljúka þriggja leikja leikbanni sínu í kvöld en Emre Can er laus og gæti komið inn í liðið. Annars stóð liðið sem spilaði í Blackburn sig mjög vel og það er kannski ekki ástæða til að breyta því. Mamadou Sakho sem var í byrjunarliðinu þá meiddist reyndar og einhver þarf að koma inn í liðið í hans stað. Kolo Toure leysti hann af með sóma og heldur kannski stöðu sinni. Svo er spurning hvort Brendan Rodgers breytir varnarskipulagi sínu en hann hafði fjóra í vörn í síðasta leik. Daniel Sturridge hefur verið gangrýndur upp á síðkastið. Hann hefur ekki spilað vel og er greinilega ennþá ryðgaður eftir langvarandi meiðsli. Ég spái því að hann komist í gang í kvöld og skori tvö mörk í 3:0 sigri. Raheem Sterling skorar lika. Nú verða allir leikir að vinnast!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Newcastle United
Eftir gleðina sem fylgdi bikarsigrnum í Blackburn er aftur komið að deildarleik. Möguleikar Liverpool á einu af fjórum efstu sætunum í deildinni byggjast á því að liðunum fyrir ofan verði á og Liverpool vinni svo til alla sína leiki. Margir telja að möguleikar Liverpool á fjórum efstu dætunum hafi horfið í síðustu tveimur deildarleikjum sem töpuðust. Sannleikurinn er þó sá að slakt gengi í haust og fram að jólum gerði það að verkum að ekkert mátti út af bera til loka leiktíðar. Frábær rispa eftir jól kom Liverpool í góða stöðu en eftir stóð að ekkert mátti fara úrskeiðis.
Eftir úrslit helgarinnar er helst að Liverpool geti náð Manchester City. Það verður þó erfitt enda getur Manchester City einbeitt sér að hverjum einasta deildarleik sem er eftir. En möguleikinn er fyrir hendi á meðan tölfræðin gefur kost á því. En Liverpool þarf að vinna sína leiki en nú er liðið komið í undanúrslit í F.A. bikarnum og menn hafa auðvitað augu á bikarnum!
Í kvöld kemur Newcastle United í heimsókn á Anfield og Liverpool á að vinna þann leik miðað við slakt gengi gestanna upp á síðkastið. Newcastle vann fyrri leik liðanna 1:0 á St James Park og hann var einmitt einn af þessum slöku leikjum Liverpool fram að jólum. Ekkert gerðist hjá Liverpool, liðið lék illa og var andlaust. Kannski eins og verið hefur hjá Newcastle núna.
Steven Gerrard og Martin Skrtel ljúka þriggja leikja leikbanni sínu í kvöld en Emre Can er laus og gæti komið inn í liðið. Annars stóð liðið sem spilaði í Blackburn sig mjög vel og það er kannski ekki ástæða til að breyta því. Mamadou Sakho sem var í byrjunarliðinu þá meiddist reyndar og einhver þarf að koma inn í liðið í hans stað. Kolo Toure leysti hann af með sóma og heldur kannski stöðu sinni. Svo er spurning hvort Brendan Rodgers breytir varnarskipulagi sínu en hann hafði fjóra í vörn í síðasta leik. Daniel Sturridge hefur verið gangrýndur upp á síðkastið. Hann hefur ekki spilað vel og er greinilega ennþá ryðgaður eftir langvarandi meiðsli. Ég spái því að hann komist í gang í kvöld og skori tvö mörk í 3:0 sigri. Raheem Sterling skorar lika. Nú verða allir leikir að vinnast!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan