| Elvar Guðmundsson
TIL BAKA
Rothögg á KC Stadium
Okkar menn fóru í ferðalag austur á bóginn fyrr í kvöld er við sóttum Hull heim. Leikurinn tapaðist 1-0 með marki frá Michael Dawson seint í fyrri hálfleik er rangstöðugildra okkar brást illa.
Afar slæmt og hrikalega pirrandi tap gegn stjóra sem við bara virðumst ekki geta unnið. Þetta var einn af þessum leikjum þar sem við hefðum ekki skorað þótt spilað hefði verið til miðnættis.
Þessi leikur auðvitað settur svipað upp af Bruce og WBA setti upp sinn leik gegn okkur á laugardaginn var. Þéttir til baka og áttu í rauninni aldrei í teljandi vandræðum með máttlitlar sóknir okkar manna. Kredit til Hull, þeir gerðu allt rétt og spiluðu eins og ég myndi stilla mínu liði upp gegn Liverpool. Spila fast og liggja til baka og treysta á skyndisóknir eða föst leikatriði.
Brendan gerði eina breytingu frá WBA leiknum, Stevie G fékk frí og inn kom Joe Allen. Það þýddi að hann hélt sig við Johnson og Can í bakvörðunum sem er ekki vænlegt til árangurs fram á við að mínu viti.
Hull fékk fyrsta færi leiksins á 7. mínútu en Mignolet varði vel. Liverpool var mun meira með boltann en gekk illa að skapa færi en sniðug hornspyrna Henderson út í teiginn á 19. mínútu á Coutinho sem skaut að marki en Harper varði vel enda skotið nokkurn veginn beint á hann.
Skömmu síðar átti Balotelli, sem byrjaði sinn annan leik í röð, hælspyrnu að marki Hull af löngu færi sem Harper átti ekki í vandræðum með. Hinum megin bjargaði Mignolet vel í tvígang áður en Glen Johnson bægði hættunni endanlega frá.
Á 37. mínútu gerði Hull svo eina mark leiksins. Liverpool náði ekki að hreinsa almennilega eftir horn og Elmohamady átti sendingu inní teiginn, beint á kollinn á frían Dawson sem skallaði frábærlega í hornið, óverjandi fyrir Mignolet. Þarna svaf Balotelli illa á verðinum og lék Dawson réttstæðan.
Undir lok hálfleiksins tók sig upp gömul rispa frá Glen Johnson, komst alveg innað endamörkum við markteig þar sem hann renndi boltanum fyrir markið án þess að nokkur gerði árás á boltann sem rúllaði útúr teignum hinum megin. Þarna vantaði bara Rush týpu sem væri klár til að renna svona boltum í netið.
Í síðari hálfleik vorum við mikið með boltann en testuðum Harper í rauninni ekki meira en með léttum æfingaboltum. Henderson átti besta færið en Harper varði vel út við stöng. Annars var lítið að gerast og allt traust lagt á Couthinho að opna vörn heimamanna með stungusendingum. Það vantaði hins vegar allt hugmyndaflug og flæði í leik okkar manna til þess að brjóta sterka vörn Hull á bak aftur.
Léleg frammistaða heilt yfir og nú er 4. sæti endanlega farið. Næsta verkefni er því að verja þetta fimmta sæti sem við sitjum í núna og allt annað væri algerlega óviðunandi.
Hull: Harper, Chester, Dawson, McShane, Elmohamady, Livermore, Huddlestone, Quinn (Ramirez, 85. mín.), Brady, N'Doye (Rosenior, 90. mín.), Aluko (Bruce, 86. mín.)
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Lovren (Markovic, 76. mín.), Johnson, Ibe (Lallana, 65. mín.), Allen, Henderson, Sterling, Couthinho, Balotelli (Lambert, 65. mín.)
Áhorfendur á KC Stadium: 24.843.
Maður leiksins: Flestir í meðalmennsku eða þaðan af verra en Simon Mignolet átti fínan leik og bjargaði okkur nokkrum sinnum frábærlega. Gat ekkert gert í markinu.
Brendan Rodgers: "Við vorum í raun aldrei líklegir til að skora í kvöld. Við áttum okkar moment og vorum nógu mikið með boltann en sköpuðum í raun aldrei neina alvöru hættu. Við erum afar vonsviknir með það hvernig við vörðumst í markinu, við gáfum ekki mörg færi á okkur en þarna klikkuðum við illa. Leikmennirnir voru að leggja sig fram en það vantaði gæði á síðasta þriðjung til að skapa færi. Ég man þegar við töpuðum hér 3-1 í fyrra, eftir þann leik sagði ég ekki mikið við leikmennina en þeir brugðust við með frábærum leik í þeim næsta. Ég minnti þá á það eftir þennan leik."
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Hér má sjá viðtal við Brendan Rodgers eftir leik.
Afar slæmt og hrikalega pirrandi tap gegn stjóra sem við bara virðumst ekki geta unnið. Þetta var einn af þessum leikjum þar sem við hefðum ekki skorað þótt spilað hefði verið til miðnættis.
Þessi leikur auðvitað settur svipað upp af Bruce og WBA setti upp sinn leik gegn okkur á laugardaginn var. Þéttir til baka og áttu í rauninni aldrei í teljandi vandræðum með máttlitlar sóknir okkar manna. Kredit til Hull, þeir gerðu allt rétt og spiluðu eins og ég myndi stilla mínu liði upp gegn Liverpool. Spila fast og liggja til baka og treysta á skyndisóknir eða föst leikatriði.
Brendan gerði eina breytingu frá WBA leiknum, Stevie G fékk frí og inn kom Joe Allen. Það þýddi að hann hélt sig við Johnson og Can í bakvörðunum sem er ekki vænlegt til árangurs fram á við að mínu viti.
Hull fékk fyrsta færi leiksins á 7. mínútu en Mignolet varði vel. Liverpool var mun meira með boltann en gekk illa að skapa færi en sniðug hornspyrna Henderson út í teiginn á 19. mínútu á Coutinho sem skaut að marki en Harper varði vel enda skotið nokkurn veginn beint á hann.
Skömmu síðar átti Balotelli, sem byrjaði sinn annan leik í röð, hælspyrnu að marki Hull af löngu færi sem Harper átti ekki í vandræðum með. Hinum megin bjargaði Mignolet vel í tvígang áður en Glen Johnson bægði hættunni endanlega frá.
Á 37. mínútu gerði Hull svo eina mark leiksins. Liverpool náði ekki að hreinsa almennilega eftir horn og Elmohamady átti sendingu inní teiginn, beint á kollinn á frían Dawson sem skallaði frábærlega í hornið, óverjandi fyrir Mignolet. Þarna svaf Balotelli illa á verðinum og lék Dawson réttstæðan.
Undir lok hálfleiksins tók sig upp gömul rispa frá Glen Johnson, komst alveg innað endamörkum við markteig þar sem hann renndi boltanum fyrir markið án þess að nokkur gerði árás á boltann sem rúllaði útúr teignum hinum megin. Þarna vantaði bara Rush týpu sem væri klár til að renna svona boltum í netið.
Í síðari hálfleik vorum við mikið með boltann en testuðum Harper í rauninni ekki meira en með léttum æfingaboltum. Henderson átti besta færið en Harper varði vel út við stöng. Annars var lítið að gerast og allt traust lagt á Couthinho að opna vörn heimamanna með stungusendingum. Það vantaði hins vegar allt hugmyndaflug og flæði í leik okkar manna til þess að brjóta sterka vörn Hull á bak aftur.
Léleg frammistaða heilt yfir og nú er 4. sæti endanlega farið. Næsta verkefni er því að verja þetta fimmta sæti sem við sitjum í núna og allt annað væri algerlega óviðunandi.
Hull: Harper, Chester, Dawson, McShane, Elmohamady, Livermore, Huddlestone, Quinn (Ramirez, 85. mín.), Brady, N'Doye (Rosenior, 90. mín.), Aluko (Bruce, 86. mín.)
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Lovren (Markovic, 76. mín.), Johnson, Ibe (Lallana, 65. mín.), Allen, Henderson, Sterling, Couthinho, Balotelli (Lambert, 65. mín.)
Áhorfendur á KC Stadium: 24.843.
Maður leiksins: Flestir í meðalmennsku eða þaðan af verra en Simon Mignolet átti fínan leik og bjargaði okkur nokkrum sinnum frábærlega. Gat ekkert gert í markinu.
Brendan Rodgers: "Við vorum í raun aldrei líklegir til að skora í kvöld. Við áttum okkar moment og vorum nógu mikið með boltann en sköpuðum í raun aldrei neina alvöru hættu. Við erum afar vonsviknir með það hvernig við vörðumst í markinu, við gáfum ekki mörg færi á okkur en þarna klikkuðum við illa. Leikmennirnir voru að leggja sig fram en það vantaði gæði á síðasta þriðjung til að skapa færi. Ég man þegar við töpuðum hér 3-1 í fyrra, eftir þann leik sagði ég ekki mikið við leikmennina en þeir brugðust við með frábærum leik í þeim næsta. Ég minnti þá á það eftir þennan leik."
Fróðleikur:
- Þetta var fyrsta mark Dawson síðan 2013
- Liverpool nú 7 stigum frá Meistaradeildarsætinu mikilvæga
- Þetta var þriðja deildartap okkar í síðustu 4 leikjum
- Liverpool nú 7 stigum frá Meistaradeildarsætinu mikilvæga
- Þetta var þriðja deildartap okkar í síðustu 4 leikjum
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Hér má sjá viðtal við Brendan Rodgers eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan