| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Loksins sigur!
Liverpool tók á móti QPR á Anfield í dag. Eftir slakt gengi að undanförnu tókst okkar mönnum loks að innbyrða 3 stig. Niðurstaðan 2-1 eftir töluverða dramatík.
Brendan Rodgers gerði 3 breytingar á liðinu frá síðasta leik. Gerrard, Lallana og Lambert komu inn fyrir Allen, Ibe og Balotelli. Bæði lið spiluðu með sorgarbönd í dag til minningar um eiginkonu Rio Ferdinand, Rebecku Ellison, sem lést úr krabbameini í gærkvöldi.
Leikurinn byrjaði fremur illa hjá okkar mönnum og gestirnir voru betra liðið á vellinum fyrstu 10-15 mínúturnar. Á 7. mínútu skoruðu þeir mark eftir hornspyrnu, en það var réttilega dæmt af þar sem boltinn fór aftur fyrir á leiðinni inn í teiginn. Það breytir því ekki að vandræðagangurinn á okkar mönnum var algjör í aðdraganda marksins.
Á 16. mínútu fékk Rickie Lambert ágætt færi eftir feilsendingu Joye Barton, en Robert Green sá við honum, en á 19. mínútu skoraði Coutinho stórglæsilegt mark eftir góðan undirbúning Rickie Lambert. Staðan 1-0, nokkuð gegn gangi leiksins.
Eftir markið má segja að Liverpool hafi tekið yfirhöndina í leiknum. Okkar menn voru miklu meira með boltann, en sköpuðu svosem ekki nein sérstök færi. Steven Gerrard var næst því að bæta marki við með góðu skoti úr aukaspyrnu á 40. mínútu, sem Green varði í horn. Staðan 1-0 í hálfleik og okkar menn með undirtökin í leiknum eftir slaka byrjun.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og var miklu betra liðið á vellinum fyrstu 25 mínútur leiksins. Adam Lallana og Raheem Sterling fengu báðir dauðafæri en skutu báðir framhjá. Sérstaklega fór Sterling illa að ráði sínu þegar hann fékk frábæra sendingu frá Henderson inn fyrir vörnina. Aleinn á markteig skaut Sterling framhjá markinu. Algjörlega ófyrirgefanleg afgreiðsla hjá ungstirninu.
Á 68. mínútu endaði mjög góð sókn Liverpool með skoti frá Steven Gerrard, sem fór af varnarmönnum QPR og aftur fyrir. Upp úr hornspyrnunni átti Lovren hörkuskalla á markið, sem Robert Green í marki gestanna varði mjög vel.
Þegar þarna var komið sögu voru yfirburðir Liverpool algjörir og hreint með ólíkindum að forystan skyldi aðeins vera eitt mark. Svo fór síðan auðvitað að gestirnir refsuðu okkar mönnum fyrir að fara illa með færin. Á 73. mínútu tók Joey Barton hornspyrnu frá hægri, boltinn fór á Leroy Fer sem var aleinn á vítapunktinum og afgreiddi hann laglega í markið. Afleitur varnarleikur okkar manna, sérstaklega Martin Skrtel sem var alveg í ruglinu. Staðan 1-1 og 17 mínútur eftir.
Á 78. mínútu reif Nedum Onuoha Martin Skrtel niður í teignum og Martin Atkinson dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Fáránlegt brot hjá Nígeríumanninum, enda ekki mikil hætta sem stafaði af Skrtel í þessari stöðu. Boltinn niðri við jörð og Slóvakinn sneri baki í markið. Steven Gerrard fór á punktinn, en Robert Green varði fremur slaka spyrnu fyrirliðans í horn. Hrikaleg vonbrigði.
Á 82. mínútu fékk Nedum Onuoha sitt annað gula spjald, fyrir brot á Jordon Ibe, en hann fékk fyrra spjaldið fyrir að taka Skrtel niður þegar vítið var dæmt. Brotið álíka glórulaust og hið fyrra og ekkert annað í stöðunni hjá Atkinson en að henda Onuoha út af. Okkar menn léku þar með einum fleiri það sem eftir lifði leiks.
Á 87. mínútu fékk Liverpool síðan enn eina hornspyrnuna í leiknum. Coutinho sendi boltann inn í teig þar sem Steven Gerrard náði að stinga sér á milli Joey Barton og Bobby Zamora og stanga boltann niður í hornið, algjörlega óverjandi fyrir Green. Stórglæsilegt mark hjá fyrirliðanum og það sást alla leið til Íslands hversu létt honum var að hafa náð að bæta fyrir mistökin tæpum 10 mínútum áður. Strax eftir markið skipti fyrirliðinn við Lucas Leiva og uppskar standandi hyllingu áhorfenda á Anfield.
Niðurstaðan naumur 2-1 sigur á fallbaráttuliði QPR, í leik þar sem okkar menn voru mun betri stærstan hluta leiksins en var næstum því refsað grimmilega fyrir að fara illa með færin sín.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Lovren, Johnson (Markovic á 84. mín.), Gerrard (Leiva á 89. mín.), Henderson, Lallana (Ibe á 68. mín.), Coutinho, Sterling og Lambert. Ónotaðir varamenn: Ward, Manquillo, Toure og Moreno
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho á 19. mín. og Steven Gerrard á 87. mín.
Gul spjöld: Dejan Lovren og Steven Gerrard.
QPR: Green, Dunne, Onuoha, Caulker (Yun á 46. mín.), Hill, Phillips, Sandro, Barton, Henry (Zamora á 71. mín.), Austin og Fer. Ónotaðir varamenn: Hoilett, McCarthy, Wright-Philips, Kranjcar og Grego-Cox.
Mark QPR: Leroy Fer á 73. mín.
Gul spjöld: Austin, Dunne, Sandro, Onuoha (2 gul, rautt á 82. mín.)
Áhorfendur á Anfield Road: 44,707.-
Maður leiksins: Mér fannst Jordan Henderson og Philippe Coutinho bestu menn Liverpool í dag. Henderson var eins og hann á að sér að vera, eftir nokkuð dapra frammistöðu að undanförnu, og Coutinho er hreinlega allt í öllu í sóknarleik okkar manna. Ég vel Coutinho, fyrir að skora þetta glæsilega mark í fyrri hálfleik.
Brendan Rodgers: „Það er auðsjáanlegt að sjálfstraust okkar hefur beðið hnekki. Við sköpuðum fullt af færum í dag og hef sjálfstraustið hefði verið í lagi hefðum við líklega getað skorað 3-4 mörk, en við sýndum góðan karakter að koma til baka eftir að þeir jöfnuðu. Steven Gerrard sýndi í dag úr hverju hann er gerður."
Rodgers endaði blaðamannafundinn á því að votta Rio Ferdinand og fjölskyldu samúð. „Mig langar að segja eitt að lokum og beini orðum mínum til Rio Ferdinand og fjölskyldu. Ég held, með fullri virðingu, að fótboltinn hafi verið í öðru sæti í dag. Rio hefur átt frábæran feril og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Það var mikið áfall að heyra fréttirnar af fráfalli eiginkonu hans í morgun. Fyrir hönd okkar allra, leikmannanna, stuðningsmannanna og fólksins í borginni sendum við Rio og fjölskyldu okkar dýpstu samúðaróskir."
Brendan Rodgers gerði 3 breytingar á liðinu frá síðasta leik. Gerrard, Lallana og Lambert komu inn fyrir Allen, Ibe og Balotelli. Bæði lið spiluðu með sorgarbönd í dag til minningar um eiginkonu Rio Ferdinand, Rebecku Ellison, sem lést úr krabbameini í gærkvöldi.
Leikurinn byrjaði fremur illa hjá okkar mönnum og gestirnir voru betra liðið á vellinum fyrstu 10-15 mínúturnar. Á 7. mínútu skoruðu þeir mark eftir hornspyrnu, en það var réttilega dæmt af þar sem boltinn fór aftur fyrir á leiðinni inn í teiginn. Það breytir því ekki að vandræðagangurinn á okkar mönnum var algjör í aðdraganda marksins.
Á 16. mínútu fékk Rickie Lambert ágætt færi eftir feilsendingu Joye Barton, en Robert Green sá við honum, en á 19. mínútu skoraði Coutinho stórglæsilegt mark eftir góðan undirbúning Rickie Lambert. Staðan 1-0, nokkuð gegn gangi leiksins.
Eftir markið má segja að Liverpool hafi tekið yfirhöndina í leiknum. Okkar menn voru miklu meira með boltann, en sköpuðu svosem ekki nein sérstök færi. Steven Gerrard var næst því að bæta marki við með góðu skoti úr aukaspyrnu á 40. mínútu, sem Green varði í horn. Staðan 1-0 í hálfleik og okkar menn með undirtökin í leiknum eftir slaka byrjun.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og var miklu betra liðið á vellinum fyrstu 25 mínútur leiksins. Adam Lallana og Raheem Sterling fengu báðir dauðafæri en skutu báðir framhjá. Sérstaklega fór Sterling illa að ráði sínu þegar hann fékk frábæra sendingu frá Henderson inn fyrir vörnina. Aleinn á markteig skaut Sterling framhjá markinu. Algjörlega ófyrirgefanleg afgreiðsla hjá ungstirninu.
Á 68. mínútu endaði mjög góð sókn Liverpool með skoti frá Steven Gerrard, sem fór af varnarmönnum QPR og aftur fyrir. Upp úr hornspyrnunni átti Lovren hörkuskalla á markið, sem Robert Green í marki gestanna varði mjög vel.
Þegar þarna var komið sögu voru yfirburðir Liverpool algjörir og hreint með ólíkindum að forystan skyldi aðeins vera eitt mark. Svo fór síðan auðvitað að gestirnir refsuðu okkar mönnum fyrir að fara illa með færin. Á 73. mínútu tók Joey Barton hornspyrnu frá hægri, boltinn fór á Leroy Fer sem var aleinn á vítapunktinum og afgreiddi hann laglega í markið. Afleitur varnarleikur okkar manna, sérstaklega Martin Skrtel sem var alveg í ruglinu. Staðan 1-1 og 17 mínútur eftir.
Á 78. mínútu reif Nedum Onuoha Martin Skrtel niður í teignum og Martin Atkinson dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Fáránlegt brot hjá Nígeríumanninum, enda ekki mikil hætta sem stafaði af Skrtel í þessari stöðu. Boltinn niðri við jörð og Slóvakinn sneri baki í markið. Steven Gerrard fór á punktinn, en Robert Green varði fremur slaka spyrnu fyrirliðans í horn. Hrikaleg vonbrigði.
Á 82. mínútu fékk Nedum Onuoha sitt annað gula spjald, fyrir brot á Jordon Ibe, en hann fékk fyrra spjaldið fyrir að taka Skrtel niður þegar vítið var dæmt. Brotið álíka glórulaust og hið fyrra og ekkert annað í stöðunni hjá Atkinson en að henda Onuoha út af. Okkar menn léku þar með einum fleiri það sem eftir lifði leiks.
Á 87. mínútu fékk Liverpool síðan enn eina hornspyrnuna í leiknum. Coutinho sendi boltann inn í teig þar sem Steven Gerrard náði að stinga sér á milli Joey Barton og Bobby Zamora og stanga boltann niður í hornið, algjörlega óverjandi fyrir Green. Stórglæsilegt mark hjá fyrirliðanum og það sást alla leið til Íslands hversu létt honum var að hafa náð að bæta fyrir mistökin tæpum 10 mínútum áður. Strax eftir markið skipti fyrirliðinn við Lucas Leiva og uppskar standandi hyllingu áhorfenda á Anfield.
Niðurstaðan naumur 2-1 sigur á fallbaráttuliði QPR, í leik þar sem okkar menn voru mun betri stærstan hluta leiksins en var næstum því refsað grimmilega fyrir að fara illa með færin sín.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Lovren, Johnson (Markovic á 84. mín.), Gerrard (Leiva á 89. mín.), Henderson, Lallana (Ibe á 68. mín.), Coutinho, Sterling og Lambert. Ónotaðir varamenn: Ward, Manquillo, Toure og Moreno
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho á 19. mín. og Steven Gerrard á 87. mín.
Gul spjöld: Dejan Lovren og Steven Gerrard.
QPR: Green, Dunne, Onuoha, Caulker (Yun á 46. mín.), Hill, Phillips, Sandro, Barton, Henry (Zamora á 71. mín.), Austin og Fer. Ónotaðir varamenn: Hoilett, McCarthy, Wright-Philips, Kranjcar og Grego-Cox.
Mark QPR: Leroy Fer á 73. mín.
Gul spjöld: Austin, Dunne, Sandro, Onuoha (2 gul, rautt á 82. mín.)
Áhorfendur á Anfield Road: 44,707.-
Maður leiksins: Mér fannst Jordan Henderson og Philippe Coutinho bestu menn Liverpool í dag. Henderson var eins og hann á að sér að vera, eftir nokkuð dapra frammistöðu að undanförnu, og Coutinho er hreinlega allt í öllu í sóknarleik okkar manna. Ég vel Coutinho, fyrir að skora þetta glæsilega mark í fyrri hálfleik.
Brendan Rodgers: „Það er auðsjáanlegt að sjálfstraust okkar hefur beðið hnekki. Við sköpuðum fullt af færum í dag og hef sjálfstraustið hefði verið í lagi hefðum við líklega getað skorað 3-4 mörk, en við sýndum góðan karakter að koma til baka eftir að þeir jöfnuðu. Steven Gerrard sýndi í dag úr hverju hann er gerður."
Rodgers endaði blaðamannafundinn á því að votta Rio Ferdinand og fjölskyldu samúð. „Mig langar að segja eitt að lokum og beini orðum mínum til Rio Ferdinand og fjölskyldu. Ég held, með fullri virðingu, að fótboltinn hafi verið í öðru sæti í dag. Rio hefur átt frábæran feril og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Það var mikið áfall að heyra fréttirnar af fráfalli eiginkonu hans í morgun. Fyrir hönd okkar allra, leikmannanna, stuðningsmannanna og fólksins í borginni sendum við Rio og fjölskyldu okkar dýpstu samúðaróskir."
Fróðleikur:
-Þetta var í 23. sinn sem QPR heimsækir Liverpool á Anfield. Það hefur ekki gengið neitt sérstaklega hjá þeim í Bítlaborginni, Liverpool hefur unnið 20 af þessum 23 leikjum, tveir hafa endað með jafntefli og QPR hefur aðeins einu sinni unnið. Það gerðist í mars 1991.
- Philippe Coutinho leiðist ekki að leika gegn QPR. Hann hefur nú spilað þrjá leiki í Úrvalsdeildinni gegn Lundúnaliðinu og skorað í þeim öllum.
-Liverpool og QPR mættust síðast á Anfield tímabilið 2012-2013. Þá kom Jordon Ibe inn á sínum fyrsta aðalliðsleik fyrir Liverpool og lagði upp eina mark leiksins, fyrir Coutinho að sjálfsögðu. Sá leikur var einnig 737. og seinasti leikur Jamie Carragher fyrir Liverpool.
-Steven Gerrard skoraði 184. mark sitt fyrir Liverpool og varð þar með fimmti markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
-Markið sem Steven skoraði í dag var 118. deildarmark hans fyrir Liverpool, hann hefur þar með skorað jafnmörg mörk fyrir félagið og Michael Owen.
-Hér má sjá myndir úr leiknum, af Liverpoolfc.com
-Hér má sjá viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
- Philippe Coutinho leiðist ekki að leika gegn QPR. Hann hefur nú spilað þrjá leiki í Úrvalsdeildinni gegn Lundúnaliðinu og skorað í þeim öllum.
-Liverpool og QPR mættust síðast á Anfield tímabilið 2012-2013. Þá kom Jordon Ibe inn á sínum fyrsta aðalliðsleik fyrir Liverpool og lagði upp eina mark leiksins, fyrir Coutinho að sjálfsögðu. Sá leikur var einnig 737. og seinasti leikur Jamie Carragher fyrir Liverpool.
-Steven Gerrard skoraði 184. mark sitt fyrir Liverpool og varð þar með fimmti markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
-Markið sem Steven skoraði í dag var 118. deildarmark hans fyrir Liverpool, hann hefur þar með skorað jafnmörg mörk fyrir félagið og Michael Owen.
-Hér má sjá myndir úr leiknum, af Liverpoolfc.com
-Hér má sjá viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan