| Sf. Gutt
Stoke City v Liverpool
Þá er það sá allra síðasti. Síðasti leikur hjá Liverpool á leiktíðinni og síðasti leikur Steven Gerrard. Þetta á að vera í þessari röð því það er enginn mikilvægari félaginu. Ekki skal dregið úr mikilvægi Steven Gerrard og hans hæfileikum en það mætti næstum halda á köflum síðustu vikuna eða svo að Liverpool Football Club væri að enda sögu sína. Steven á eftir að skilja eftir sig risastórt skarð. Á því er enginn vafi! En lífið heldur áfram og maður kemur í manns stað. Það kemur auðvitað enginn í hans stað en Liverpool spilar þó ekki einum færri þegar næsta leiktíð hefst.
Síðustu tvær leiktíðir hafa flestir reyndustu leikmenn Liverpool farið og núna í sumar fari sem horfir verða aðeins Martin Skrtel og Lucas Leiva eftir sem hafa einhverja reynslu hjá Liverpool. Reyndar gæti Lucas farið ef marka má sögusagnir en við sjáum til. Jose Reina, Daniel Agger, Glen Johnson, Luis Suarez, Jamie Carragher og Steven Gerrard eru farnir eða við það að fara. Reynsluleysi leikmannahópsins og líka framkvæmdastjórans hefur mikið að segja. Brendan sjálfur er núna að ljúka sinni fjórðu leiktíð með lið í efstu deild. Flestir framkvæmdastjórar þeirra liða sem Liverpool er að keppa við hafa áratugareynslu að leita í. Þessu má ekki gleyma. Brendan er í raun að afla sér reynslu á meðan hann er að stjórna einu stærsta félagi í heimi. Reynslan sem hann er að afla sér er dýmæt er líka dýrkeypt.
Þó Raheem Sterling sé ekki með reyndustu leikmönnum Liverpool þá er hann þó búinn að vera í herbúðum liðsins frá því á valdatíma Rafael Benítez þegar hann kom kornungur. Hann vill fara eða í það minnsta vill umboðsmaður hans að hann fari. Þó hann sé meðal allra efnilegustu leikmanna á Englandi verður það svo að vera skipti hann ekki um skoðun. Fari þeir sem fara vilja en það yrði verra. Hann er dæmi um ungan leikmann sem félögum og framkvæmdastjóra líkar við, hann nýtur þess að spila knattspyrnu og vill ná langt. Þessa alls vegna gæti hann verið áfram hjá Liverpool. En hann er með umboðsmann sem hrærir í honum og þeir eru ekki allir góðir hvað slíkt varðar þegar þeir sjá fram á að geta makað krókinn sjálfir!
Steven Gerrard spilar sem sagt allra síðasta leik sinn fyrir Liverpool á hvítasunnudegi. Það hefði mátt halda að síðasti leikurinn hefði verið um síðustu helgi en það er einn eftir. Kveðjuleikurinn á Anfield var skammarlegur fyrir leikmenn Liverpool sem voru upp til hópa sofandi alla tímann og því fór sem fór. Þetta hefur stundum gerst þegar einhvers sérstakst er að minnast fyrir leiki. En það var skelfilegt að horfa upp á leikmenn Liverpool tapa í stað þess að gera síðasta leik Steven á Anfield eftirminnilegan með sigri. Þeir einu sem stóðu undir nafni á Anfield síðasta laugardag voru stuðningsmenn Liverpool sem voru frábærir. Þeir kvöddu fyrirliða sinn með eftirminnilegum hætti en það sama var ekki hægt að segja um félagar hans í liðinu!
Steven er einn allra besti leikmaður í sögu Liverpool og sumir telja hann jafnvel þann allra besta. Steven er í það minnsta besti uppaldi leikmaðurinn sem hefur komið frá félaginu. Hann hefur verið merkisberi félagsins í áraraðir og það verður sannarlega sjónarsviptir af honum bæði innan vallar sem utan. Hann er farinn að gefa sig sem leikmaður en leiðtogahæfileikar hans eru miklir og persónulega hefði ég viljað hafa hann í eina leiktíð í viðbót. Það leggur þó enginn Elli kerlingu og Steven er að tapa þeirri glímu eins og aðrir dauðlegir menn.
Ég spáði Liverpool öruggum sigri um síðustu helgi. Annað kom á daginn. Stoke City hefur staðið sig mjög vel á leiktíðinni og Liverpool þarf að öllu sínu að halda til að vinna sigur. Að auki hefur nú ekki gengið vel þar síðustu árin þrátt fyrir eftirminnilegan sigur 3:5 á síðustu leiktíð. Ég spái þó því að leikmenn Liverpool verði með meðvitund að þessu sinni. Steven skorar kveðjumark sitt og Simon Mignolet heldur hreinu. Nú er komið að kveðjustundinni og hún verður bæði ljúf og sár!
YNWA!
Ég hef haft það fyrir venju að leyfa spá Mark Lawrenson um fyrsta og siðasta leik leiktíðarinnar að fylgja en spár hans voru lengi þýddar hér af vefsíðu BBC. Hér er spá Mark fyrir leikinn.
Þetta hefur verið önnur fín leiktíð fyrir Mark Hughes. Hann hefur á sínum fyrstu tveimur leiktíðum leitt liðið í topp tíu og slegið stigamet. Á sama tíma hefur leiktíðin hjá Liverpool runnið út í sandinn. Crystal Palace vann sanngjarnan sigur á þeim á Anfield í síðasta leik. Það var mögnuð stemmning á kveðjuleik Steven Gerrard en leikurinn var eins og góðgerðarleikur og leikmennirnir gleymdu að mæta til leiks.
Málefni Raheem Sterling hafa yfirgnæft allt annað í vikunni. Það er enn eitt málið sem Brendan Rodgers þarf að leysa. Þrátt fyrir allt held ég að Liverpool endi í fimmta sæti og það er kannski ekki svo slæmt ef haft er í huga að Luis Suarez fór og Daniel Sturridge var lítið með á leiktíðinni. Rodgers þarf að fara í mikla enduruppbyggingu í sumar. Það verður þó erfiðara að fá leikmenn í hæsta gæðaflokki og með reynslu því liðið spilar ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Úrskuður: 1:1.
Hér eru leikmenn Liverpool að æfa á Melwood.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Stoke City v Liverpool
Þá er það sá allra síðasti. Síðasti leikur hjá Liverpool á leiktíðinni og síðasti leikur Steven Gerrard. Þetta á að vera í þessari röð því það er enginn mikilvægari félaginu. Ekki skal dregið úr mikilvægi Steven Gerrard og hans hæfileikum en það mætti næstum halda á köflum síðustu vikuna eða svo að Liverpool Football Club væri að enda sögu sína. Steven á eftir að skilja eftir sig risastórt skarð. Á því er enginn vafi! En lífið heldur áfram og maður kemur í manns stað. Það kemur auðvitað enginn í hans stað en Liverpool spilar þó ekki einum færri þegar næsta leiktíð hefst.
Síðustu tvær leiktíðir hafa flestir reyndustu leikmenn Liverpool farið og núna í sumar fari sem horfir verða aðeins Martin Skrtel og Lucas Leiva eftir sem hafa einhverja reynslu hjá Liverpool. Reyndar gæti Lucas farið ef marka má sögusagnir en við sjáum til. Jose Reina, Daniel Agger, Glen Johnson, Luis Suarez, Jamie Carragher og Steven Gerrard eru farnir eða við það að fara. Reynsluleysi leikmannahópsins og líka framkvæmdastjórans hefur mikið að segja. Brendan sjálfur er núna að ljúka sinni fjórðu leiktíð með lið í efstu deild. Flestir framkvæmdastjórar þeirra liða sem Liverpool er að keppa við hafa áratugareynslu að leita í. Þessu má ekki gleyma. Brendan er í raun að afla sér reynslu á meðan hann er að stjórna einu stærsta félagi í heimi. Reynslan sem hann er að afla sér er dýmæt er líka dýrkeypt.
Þó Raheem Sterling sé ekki með reyndustu leikmönnum Liverpool þá er hann þó búinn að vera í herbúðum liðsins frá því á valdatíma Rafael Benítez þegar hann kom kornungur. Hann vill fara eða í það minnsta vill umboðsmaður hans að hann fari. Þó hann sé meðal allra efnilegustu leikmanna á Englandi verður það svo að vera skipti hann ekki um skoðun. Fari þeir sem fara vilja en það yrði verra. Hann er dæmi um ungan leikmann sem félögum og framkvæmdastjóra líkar við, hann nýtur þess að spila knattspyrnu og vill ná langt. Þessa alls vegna gæti hann verið áfram hjá Liverpool. En hann er með umboðsmann sem hrærir í honum og þeir eru ekki allir góðir hvað slíkt varðar þegar þeir sjá fram á að geta makað krókinn sjálfir!
Steven Gerrard spilar sem sagt allra síðasta leik sinn fyrir Liverpool á hvítasunnudegi. Það hefði mátt halda að síðasti leikurinn hefði verið um síðustu helgi en það er einn eftir. Kveðjuleikurinn á Anfield var skammarlegur fyrir leikmenn Liverpool sem voru upp til hópa sofandi alla tímann og því fór sem fór. Þetta hefur stundum gerst þegar einhvers sérstakst er að minnast fyrir leiki. En það var skelfilegt að horfa upp á leikmenn Liverpool tapa í stað þess að gera síðasta leik Steven á Anfield eftirminnilegan með sigri. Þeir einu sem stóðu undir nafni á Anfield síðasta laugardag voru stuðningsmenn Liverpool sem voru frábærir. Þeir kvöddu fyrirliða sinn með eftirminnilegum hætti en það sama var ekki hægt að segja um félagar hans í liðinu!
Steven er einn allra besti leikmaður í sögu Liverpool og sumir telja hann jafnvel þann allra besta. Steven er í það minnsta besti uppaldi leikmaðurinn sem hefur komið frá félaginu. Hann hefur verið merkisberi félagsins í áraraðir og það verður sannarlega sjónarsviptir af honum bæði innan vallar sem utan. Hann er farinn að gefa sig sem leikmaður en leiðtogahæfileikar hans eru miklir og persónulega hefði ég viljað hafa hann í eina leiktíð í viðbót. Það leggur þó enginn Elli kerlingu og Steven er að tapa þeirri glímu eins og aðrir dauðlegir menn.
Ég spáði Liverpool öruggum sigri um síðustu helgi. Annað kom á daginn. Stoke City hefur staðið sig mjög vel á leiktíðinni og Liverpool þarf að öllu sínu að halda til að vinna sigur. Að auki hefur nú ekki gengið vel þar síðustu árin þrátt fyrir eftirminnilegan sigur 3:5 á síðustu leiktíð. Ég spái þó því að leikmenn Liverpool verði með meðvitund að þessu sinni. Steven skorar kveðjumark sitt og Simon Mignolet heldur hreinu. Nú er komið að kveðjustundinni og hún verður bæði ljúf og sár!
YNWA!
Ég hef haft það fyrir venju að leyfa spá Mark Lawrenson um fyrsta og siðasta leik leiktíðarinnar að fylgja en spár hans voru lengi þýddar hér af vefsíðu BBC. Hér er spá Mark fyrir leikinn.
Þetta hefur verið önnur fín leiktíð fyrir Mark Hughes. Hann hefur á sínum fyrstu tveimur leiktíðum leitt liðið í topp tíu og slegið stigamet. Á sama tíma hefur leiktíðin hjá Liverpool runnið út í sandinn. Crystal Palace vann sanngjarnan sigur á þeim á Anfield í síðasta leik. Það var mögnuð stemmning á kveðjuleik Steven Gerrard en leikurinn var eins og góðgerðarleikur og leikmennirnir gleymdu að mæta til leiks.
Málefni Raheem Sterling hafa yfirgnæft allt annað í vikunni. Það er enn eitt málið sem Brendan Rodgers þarf að leysa. Þrátt fyrir allt held ég að Liverpool endi í fimmta sæti og það er kannski ekki svo slæmt ef haft er í huga að Luis Suarez fór og Daniel Sturridge var lítið með á leiktíðinni. Rodgers þarf að fara í mikla enduruppbyggingu í sumar. Það verður þó erfiðara að fá leikmenn í hæsta gæðaflokki og með reynslu því liðið spilar ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Úrskuður: 1:1.
Hér eru leikmenn Liverpool að æfa á Melwood.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan