| Sf. Gutt
TIL BAKA
Skammarlegt stórtap í síðasta leik!
Liverpool beið afhroð í Stoke í dag og tapaði 6:1! Þetta er versta tap Liverpool frá því árið 1963. Steven Gerrard skoraði í kveðjuleik sínum fyrir Liverpool. Ekki er gott að segja hvernig Liverpool liðið verður skipað þegar næsta leiktíð hefst og hver stjórnar liðinu!
Það gerðist fátt á fyrstu mínútum leiksins. Philippe Coutinho lagði upp færi fyrir Adam Lallana á 19. mínútu en bogaskot hans fór rétt framhjá.
Heimamenn hófu markaksorun sína á 22. mínútu. Charlie Adam átti þá skot sem Simon Mignolet hálfvarði. Mame Biram Diouf tók frákastið og skoraði. Nú fór allt til fjandans og vörn Liverpool var ekki til staðar til leikhlés. Fjórum mínútum seinna skoraði Mame aftur og nú með þrumuskoti frá vítateig. Enn liðu fjórar mínútur. Charlie sendi fyrir og Emre Can tók þá undarlegu ákvörðun að skalla aftur að sínu marki. Þar var Jon Walters. Simon varði reyndar frá honum en allt kom fyrir ekki og Jon skallaði frákastið í markið.
Rétt á eftir hefði Adam átt að fá víti eftir að hann var greinilega felldur inni í vítateig Stoke en dómarinn sá ekkert athugavert sem var ótrúlegt. Í stað þess að Liverpool hefði getað lagað stöðuna bætti Stoke í. Á 41. mínútu missti Lucas boltann. Charlie hirti hann, lék fram að vítateignum og skoraði neðst í markhornið. Á lokamínútunni fékk Steven N´Zonzi boltann á miðjum vallarhelmingi Liverpool, lék aðeins nær markinu og skoraði svo með stórkostlegu skoti upp í hornið. Leikmenn Liverpool vissu ekkert hvað sneri upp og hvað niður þegar þeir gengu til leikhlés. Stoke var komið með 5:0 forystu!!!
Emre Can og Alberto Moreno var teknir af velli í leikhléinu en það hefði mátt skipta hverjum sem var af velli. Ljóst var að síðari hálfleikurinn myndi ganga út á að koma í veg fyrir enn verra tap en stefndi í. Eftir klukkutíma átti Liverpool að fá víti eftir hendi en ekkert var dæmt. Rétt á eftir náði Liverpool loksins skoti á markrammann þegar Adam komst inn í vítateiginn en Asmir Begovic varði.
Á 70. mínútu skallaði varamaðurinn Rickie Lambert boltann inn fyrir vörn Stoke. Steven Gerrard slapp einn í gegn, lék inn í vítateiginn og skoraði laglega með því að renna boltanum neðst í fjærhornið. Ekki náði Liverpool að laga stöðuna og hún versnaði aftur þegar fjórar mínútur voru eftir. Peter Crouch skoraði þá með fríum skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri. Algjört afhroð var staðfest með lokaflauti dómarans. Að tapa 6:1 í Stoke var ömurlegur endir á leiktíðinni og ferli Steven Gerrard. Í stað þess að hann og félagar hans væru hylltir af stuðningsmönnum Liverpool létu þeir sig hverfa til búningsherbergja.
Tveir síðustu leikir leiktíðarinnar voru kveðjuleikir Steven Gerrard. Fyrst á Anfield og svo nú allra síðasti leikurinn. Báðir leikirnar voru til skammar en það var ekki Steven að kenna. Liðið fékk á sig níu mörk og skoraði tvö! Nú er að sjá hvað gerist í sumar en margar ákvarðanir bíða þeirra sem ráða hjá Liverpool Football Club! Þetta er ekki ásættanlegt og langt frá því!!!
Stoke City: Begovic, Cameron, Shawcross, Muniesa (Wilson 71. mín.), Pieters, Nzonzi, Whelan, Walters (Odemwingie 67. mín.), Adam, Arnautovic (Crouch 77. mín.) og Diouf. Ónotaðir varamenn: Butland, Wollscheid, Sidwell og Ireland.
Mörk Stoke City: Mame Biram Diouf (22. og 26. mín.), Jon Walters (30. mín.), Charlie Adam (40. mín.), Steven N'Zonzi (45. mín.) og Peter Crouch (86. mín.).
Gul spjöld: Charlie Adam, Glen Whelan, Ryan Shawcross og Erik Pieters
Liverpool: Mignolet, Can (Toure 46. mín.), Skrtel, Sakho, Moreno (Ibe 46. mín.), Leiva, Henderson, Allen (Lambert 69. mín.), Gerrard, Lallana og Coutinho. Ónotaðir varamenn: Ward, Lovren, Markovic og Sterling.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (70. mín.).
Gul spjöld: Lucas Leiva og Martin Skrtel.
Áhorfendur á Britannia leikvanginum voru: 27.602.
Maður leiksins: Það er auðvitað rugl að nefna nokkurn leikmanna Liverpool sem voru inni á vellinum en Steven Gerrard kvaddi Liverpool með marki eftir glæsilegan feril!
Brendan Rodgers: Til byrja með legg ég fram afsökunarbeiðni. Stuðningsmenn Liverpool skammast sín fyrir þetta eins og við allir. Þeir verðskulda að verða beðnir afsökunar.
Fróðleikur
- Liverpool endar leiktíðina í sjötta sæti.
- Liðið spilar í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
- Steven Gerrard skoraði 13. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var um leið 186. og síðasta mark hans fyrir Liverpool.
- Lokaleikur hans var númer 710 fyrir félagið.
- Þetta var stærsta tap Liverpool frá því í apríl 1963. Liverpool tapaði þá 7:2 fyrir Tottenham á White Hart Lane.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Það gerðist fátt á fyrstu mínútum leiksins. Philippe Coutinho lagði upp færi fyrir Adam Lallana á 19. mínútu en bogaskot hans fór rétt framhjá.
Heimamenn hófu markaksorun sína á 22. mínútu. Charlie Adam átti þá skot sem Simon Mignolet hálfvarði. Mame Biram Diouf tók frákastið og skoraði. Nú fór allt til fjandans og vörn Liverpool var ekki til staðar til leikhlés. Fjórum mínútum seinna skoraði Mame aftur og nú með þrumuskoti frá vítateig. Enn liðu fjórar mínútur. Charlie sendi fyrir og Emre Can tók þá undarlegu ákvörðun að skalla aftur að sínu marki. Þar var Jon Walters. Simon varði reyndar frá honum en allt kom fyrir ekki og Jon skallaði frákastið í markið.
Rétt á eftir hefði Adam átt að fá víti eftir að hann var greinilega felldur inni í vítateig Stoke en dómarinn sá ekkert athugavert sem var ótrúlegt. Í stað þess að Liverpool hefði getað lagað stöðuna bætti Stoke í. Á 41. mínútu missti Lucas boltann. Charlie hirti hann, lék fram að vítateignum og skoraði neðst í markhornið. Á lokamínútunni fékk Steven N´Zonzi boltann á miðjum vallarhelmingi Liverpool, lék aðeins nær markinu og skoraði svo með stórkostlegu skoti upp í hornið. Leikmenn Liverpool vissu ekkert hvað sneri upp og hvað niður þegar þeir gengu til leikhlés. Stoke var komið með 5:0 forystu!!!
Emre Can og Alberto Moreno var teknir af velli í leikhléinu en það hefði mátt skipta hverjum sem var af velli. Ljóst var að síðari hálfleikurinn myndi ganga út á að koma í veg fyrir enn verra tap en stefndi í. Eftir klukkutíma átti Liverpool að fá víti eftir hendi en ekkert var dæmt. Rétt á eftir náði Liverpool loksins skoti á markrammann þegar Adam komst inn í vítateiginn en Asmir Begovic varði.
Á 70. mínútu skallaði varamaðurinn Rickie Lambert boltann inn fyrir vörn Stoke. Steven Gerrard slapp einn í gegn, lék inn í vítateiginn og skoraði laglega með því að renna boltanum neðst í fjærhornið. Ekki náði Liverpool að laga stöðuna og hún versnaði aftur þegar fjórar mínútur voru eftir. Peter Crouch skoraði þá með fríum skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri. Algjört afhroð var staðfest með lokaflauti dómarans. Að tapa 6:1 í Stoke var ömurlegur endir á leiktíðinni og ferli Steven Gerrard. Í stað þess að hann og félagar hans væru hylltir af stuðningsmönnum Liverpool létu þeir sig hverfa til búningsherbergja.
Tveir síðustu leikir leiktíðarinnar voru kveðjuleikir Steven Gerrard. Fyrst á Anfield og svo nú allra síðasti leikurinn. Báðir leikirnar voru til skammar en það var ekki Steven að kenna. Liðið fékk á sig níu mörk og skoraði tvö! Nú er að sjá hvað gerist í sumar en margar ákvarðanir bíða þeirra sem ráða hjá Liverpool Football Club! Þetta er ekki ásættanlegt og langt frá því!!!
Stoke City: Begovic, Cameron, Shawcross, Muniesa (Wilson 71. mín.), Pieters, Nzonzi, Whelan, Walters (Odemwingie 67. mín.), Adam, Arnautovic (Crouch 77. mín.) og Diouf. Ónotaðir varamenn: Butland, Wollscheid, Sidwell og Ireland.
Mörk Stoke City: Mame Biram Diouf (22. og 26. mín.), Jon Walters (30. mín.), Charlie Adam (40. mín.), Steven N'Zonzi (45. mín.) og Peter Crouch (86. mín.).
Gul spjöld: Charlie Adam, Glen Whelan, Ryan Shawcross og Erik Pieters
Liverpool: Mignolet, Can (Toure 46. mín.), Skrtel, Sakho, Moreno (Ibe 46. mín.), Leiva, Henderson, Allen (Lambert 69. mín.), Gerrard, Lallana og Coutinho. Ónotaðir varamenn: Ward, Lovren, Markovic og Sterling.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (70. mín.).
Gul spjöld: Lucas Leiva og Martin Skrtel.
Áhorfendur á Britannia leikvanginum voru: 27.602.
Maður leiksins: Það er auðvitað rugl að nefna nokkurn leikmanna Liverpool sem voru inni á vellinum en Steven Gerrard kvaddi Liverpool með marki eftir glæsilegan feril!
Brendan Rodgers: Til byrja með legg ég fram afsökunarbeiðni. Stuðningsmenn Liverpool skammast sín fyrir þetta eins og við allir. Þeir verðskulda að verða beðnir afsökunar.
Fróðleikur
- Liverpool endar leiktíðina í sjötta sæti.
- Liðið spilar í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
- Steven Gerrard skoraði 13. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var um leið 186. og síðasta mark hans fyrir Liverpool.
- Lokaleikur hans var númer 710 fyrir félagið.
- Þetta var stærsta tap Liverpool frá því í apríl 1963. Liverpool tapaði þá 7:2 fyrir Tottenham á White Hart Lane.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan