| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sigur í Tælandi
Liverpool byrjaði undirbúningstímabilið með öruggum sigri í Tælandi. Liðið mætti úrvalsliði Tælands á Rajamangala leikvanginum í Bangkok og vann 4:0. Fimm nýir leikmenn spiluðu með.
Liverpool fékk óskabyrjun því Lazar Markovic skoraði strax á 3. mínútu. Hann fékk boltann inni í vítateignum eftir frábæra sendingu frá Joao Carlos Teixeira, lék á markmanninn og skoraði úr þröngu færi.
Liverpool léði lögum og lofum en meira var ekki skorað fyrr en rétt fyrir hálfleik en þá skallaði Mamadou Sakho í markið eftir horn frá Joao sem var mjög góður. Danny Ings skoraði um miðjan hálfleikinn en markið var af ókunnum ástæðum dæmt af.
Brendan Rodgers setti nýja menn inn á í síðari hálfleiknum sem leikinn var í úrhellisrigningu með þrumuveðri sem hafði undirleik til að byrja með. Við bættist að hitinn var um 30 stig. Liverpool bætti við marki snemma í síðari hálfleik. Adam Lallana skoraði þá með öruggu skoti utarlega í vítateignum eftir stórfenglega sendingu frá Jordan Henderson. Reyndar var varla hægt að spila boltanum þegar leið á hálfleikinn þar sem völlurinn var gersamlega á floti.
Divock Origi var mjög grimmur í sókninni og átti tvívegis skot í tréverkið á stuttum tíma. Heimamenn komust næst því að skora þegar skot eins þeirra úr aukaspyrnu fór í varnarmann Liverpool og af honum upp í þverslána. Stuttu fyrir leikslok skoraði Divock loks þegar hann skallaði óáreittur hornspyrnu Jordan í markið. Öruggur sigur og vel spilað á köflum það er að segja á meðan hægt var að spila knattspyrnu á vellinum!
Jordan Henderson, nýskipaður fyrirliði, tók við verðlaunagrip eftir leikinn og allir Rauðliðar fóru ánægðir upp í flugvél sem flaug til Ástralíu. Liverpool spilar tvo leiki þar.
Liverpool - Fyrri hálfleikur: Adam Bogdan, Joe Gomez, Kolo Toure (Fyrirliði), Mamadou Sakho, Andre Wisdom, Lucas Leiva, Jordan Rossiter, Joao Carlos Teixeira, Lazar Markovic, Danny Ings og Rickie Lambert.
Liverpool - Seinni hálfleikur: Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Martin Skrtel, Dejan Lovren, Joe Maguire, Joe Allen, Jordan Henderson (Fyrirliði), James Milner, Jordan Ibe, Adam Lallana og Divock Origi.
Ónotaðir varamenn: Ryan Fulton, Daniel Cleary, Alberto Moreno, Pedro Chirivella, Ryan Kent, Harry Wilson og Sheyi Ojo.
Mörk Liverpool: Lazar Markovic, Mamadou Sakho, Adam Lallana og Divock Origi.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Liverpool fékk óskabyrjun því Lazar Markovic skoraði strax á 3. mínútu. Hann fékk boltann inni í vítateignum eftir frábæra sendingu frá Joao Carlos Teixeira, lék á markmanninn og skoraði úr þröngu færi.
Liverpool léði lögum og lofum en meira var ekki skorað fyrr en rétt fyrir hálfleik en þá skallaði Mamadou Sakho í markið eftir horn frá Joao sem var mjög góður. Danny Ings skoraði um miðjan hálfleikinn en markið var af ókunnum ástæðum dæmt af.
Brendan Rodgers setti nýja menn inn á í síðari hálfleiknum sem leikinn var í úrhellisrigningu með þrumuveðri sem hafði undirleik til að byrja með. Við bættist að hitinn var um 30 stig. Liverpool bætti við marki snemma í síðari hálfleik. Adam Lallana skoraði þá með öruggu skoti utarlega í vítateignum eftir stórfenglega sendingu frá Jordan Henderson. Reyndar var varla hægt að spila boltanum þegar leið á hálfleikinn þar sem völlurinn var gersamlega á floti.
Divock Origi var mjög grimmur í sókninni og átti tvívegis skot í tréverkið á stuttum tíma. Heimamenn komust næst því að skora þegar skot eins þeirra úr aukaspyrnu fór í varnarmann Liverpool og af honum upp í þverslána. Stuttu fyrir leikslok skoraði Divock loks þegar hann skallaði óáreittur hornspyrnu Jordan í markið. Öruggur sigur og vel spilað á köflum það er að segja á meðan hægt var að spila knattspyrnu á vellinum!
Jordan Henderson, nýskipaður fyrirliði, tók við verðlaunagrip eftir leikinn og allir Rauðliðar fóru ánægðir upp í flugvél sem flaug til Ástralíu. Liverpool spilar tvo leiki þar.
Liverpool - Fyrri hálfleikur: Adam Bogdan, Joe Gomez, Kolo Toure (Fyrirliði), Mamadou Sakho, Andre Wisdom, Lucas Leiva, Jordan Rossiter, Joao Carlos Teixeira, Lazar Markovic, Danny Ings og Rickie Lambert.
Liverpool - Seinni hálfleikur: Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Martin Skrtel, Dejan Lovren, Joe Maguire, Joe Allen, Jordan Henderson (Fyrirliði), James Milner, Jordan Ibe, Adam Lallana og Divock Origi.
Ónotaðir varamenn: Ryan Fulton, Daniel Cleary, Alberto Moreno, Pedro Chirivella, Ryan Kent, Harry Wilson og Sheyi Ojo.
Mörk Liverpool: Lazar Markovic, Mamadou Sakho, Adam Lallana og Divock Origi.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan