| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sigur í Ástralíu
Liverpool lék í morgun að íslenskum tíma fyrri leik sinn í Ástralíu og vann sigur 2:1 á Brisbane Roar. Það var svali í lofti enda vetur í Ástralíu og allt aðrar aðstæður en í Bangkok.
Brendan Rodgers tefldi fram sterku liði og það átti greinilega að taka þennan leik alvarlega. Brisbane er með mun sterkara lið en úrsvalsliðið í Tælandi og þeir komust yfir eftir rúman stundarfjórðung þegar Dimitri Petratos lék sig í góða stöðu og skoraði með skoti neðst í hornið óverjandi fyrir Simon Mignolet.
Liverpool var sterkari aðilinn allan leikinn og á 28. mínútu jafnaði Adam Lallana leikinn. Hann fékk boltann við vinstra vítateigshornið og skoraði með fallegu bogaskoti út í hornið fjær. Rétt fyrir hálfleik átti Mamadou Sakho skalla eftir horn sem var bjargað á línu. Jafnt í hálfleik.
Á 63. mínútu varði markmaður heimamanna meistaralega frá Jordan Henderson sem var atkvæðamikill. Litlu síðar átti einn heimamanna gott langskot sem fór rétt yfir. Varamenn voru settir inn á þegar leið á leikinn meðal annars ungliðarnir Joe Maguire, Ryan Kent og þeir nafnar Jordan Ibe og Rossiter. Sigurmark Liverpool kom þegar um stundarfjórðungur var eftir. Liverpool vann þá boltann rétt við vítateiginn. Boltinn barst til James Milner sem komst framhjá varnarmanni og skoraði með skrýtnu skoti um leið og hann datt. Nýliðinn var mjög góður í leiknum og lofar góðu. Jordan Ibe hefði getað aukið forystuna undir lokin eftir magnaða rispu frá miðju en skot hans var varið.
Góður sigur og liðið nokkuð sannfærandi. Menn voru ákveðnir og lögðu sig fram. Það eitt er breyting frá síðustu leikjunum í vor!
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho (Toure 61. mín.), Gomez (Maguire 61. mín.), Leiva (Rossiter 69. mín.), Milner, Henderson, Lallana (Ibe 61. mín.), Ings (Lambert 77. mín.) og Origi (Kent 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Bogdan, Fulton, Lovren, Moreno, Allen, Wisdom, Markovic, Teixeira, Ojo, Wilson, Cleary og Chirivella.
Mörk Liverpool: Adam Lallana og James Milner.
Áhorfendur í Suncorp leikvanginum: 50.000.
Liverpool leikur aftur í Ástralíu á mánudaginn.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá og heyra hvernig áhorfendur sungu You´ll Never Walk Alone fyrir leikinn.
Brendan Rodgers tefldi fram sterku liði og það átti greinilega að taka þennan leik alvarlega. Brisbane er með mun sterkara lið en úrsvalsliðið í Tælandi og þeir komust yfir eftir rúman stundarfjórðung þegar Dimitri Petratos lék sig í góða stöðu og skoraði með skoti neðst í hornið óverjandi fyrir Simon Mignolet.
Liverpool var sterkari aðilinn allan leikinn og á 28. mínútu jafnaði Adam Lallana leikinn. Hann fékk boltann við vinstra vítateigshornið og skoraði með fallegu bogaskoti út í hornið fjær. Rétt fyrir hálfleik átti Mamadou Sakho skalla eftir horn sem var bjargað á línu. Jafnt í hálfleik.
Á 63. mínútu varði markmaður heimamanna meistaralega frá Jordan Henderson sem var atkvæðamikill. Litlu síðar átti einn heimamanna gott langskot sem fór rétt yfir. Varamenn voru settir inn á þegar leið á leikinn meðal annars ungliðarnir Joe Maguire, Ryan Kent og þeir nafnar Jordan Ibe og Rossiter. Sigurmark Liverpool kom þegar um stundarfjórðungur var eftir. Liverpool vann þá boltann rétt við vítateiginn. Boltinn barst til James Milner sem komst framhjá varnarmanni og skoraði með skrýtnu skoti um leið og hann datt. Nýliðinn var mjög góður í leiknum og lofar góðu. Jordan Ibe hefði getað aukið forystuna undir lokin eftir magnaða rispu frá miðju en skot hans var varið.
Góður sigur og liðið nokkuð sannfærandi. Menn voru ákveðnir og lögðu sig fram. Það eitt er breyting frá síðustu leikjunum í vor!
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho (Toure 61. mín.), Gomez (Maguire 61. mín.), Leiva (Rossiter 69. mín.), Milner, Henderson, Lallana (Ibe 61. mín.), Ings (Lambert 77. mín.) og Origi (Kent 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Bogdan, Fulton, Lovren, Moreno, Allen, Wisdom, Markovic, Teixeira, Ojo, Wilson, Cleary og Chirivella.
Mörk Liverpool: Adam Lallana og James Milner.
Áhorfendur í Suncorp leikvanginum: 50.000.
Liverpool leikur aftur í Ástralíu á mánudaginn.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá og heyra hvernig áhorfendur sungu You´ll Never Walk Alone fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan