| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sigur í síðasta æfingaleiknum
Eftir að hafa spilað í Finnlandi lauk æfingadagskrá Liverpool í Swindon. Þar hafðist sigur 1:2 með marki undir lok leiksins.
Leikmannahópnum var skipt í tvennt fyrir þessa tvo síðustu æfingaleiki. Reyndar voru nokkrir ungliðar í báðum leikjunum en Pedro Chirivella var sá eini sem kom við sögu í báðum leikjunum.
Í Swindon voru þeir Christian Benteke og Roberto Firmino í byrjunarliðinu en mikil eftirvænting hefur verið fyrir því að sjá þá í búningi Liverpool. Ekki vakti minni athygli að 16 ára strákur Trent Alexander-Arnold var hægri bakvörður.
Hvorki fleiri né færri en þrír lánsmenn frá Liverpool voru í liði heimamanna. Lawrence Vigourou var í markinu auk þeirra Jordan Williams og Kevin Stewart.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Liverpool því Joe Allen haltraði af velli eftir að hafa tognað aftan í læri. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en þeir Christian og Roberto þóttu eiga góða spretti.
Christian skoraði svo eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Hann drap þá boltann með brjóstkassanum og þrumaði honum svo meistaralega í markið frá vítateig. Glæsilegt mark og vonandi verður framhald á svona tilþrifum frá honum. Belginn fór illa með gott færi litlu seinna og það kom í bakið þegar heimamenn jöfnuðu á 63. mínútu. Jonathan Obika skoraði þá með góðu bogaskoti sem Adam Bogdan átti ekki möguleika í. Anton Rodgers, sonur Brendan, lagði upp markið!
Allt stefndi í jafntefli þar til nokkuð óvænt sigurmark kom þegar þrjár mínútur voru eftir. Löng sending kom þá fram á varamanninn Sheyi Ojo sem þrumaði að marki frá vítateignum. Lawrence varði skotið með því að slá boltann upp í loftið en það fór svo að boltinn datt niður í markið fyrir aftan hann. Lawrence var þarna óheppinn en félagi hans úr yngri liðum Liverpool fagnaði á hinn bóginn. Sheyi var sprækur eftir að hann kom inn á og er mikið efni. Góður endir á æfingaleikjunum og nú er að sjá hvað gerist um næstu helgi þegar alvaran hefst.
Liverpool: Bogdan (Fulton 67. mín.); Arnold (Cleary 58. mín), Toure, Sakho, Moreno; Leiva, Can (Chirivella 76. mín.); Markovic, Allen (Teixeira 13. mín.), Firmino (Ojo 67. mín.) og Benteke (Kent 67. mín.). Ónotaðir varamenn: Cleary og Maguire.
Áhorfendur í County Ground: 14.591.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Leikmannahópnum var skipt í tvennt fyrir þessa tvo síðustu æfingaleiki. Reyndar voru nokkrir ungliðar í báðum leikjunum en Pedro Chirivella var sá eini sem kom við sögu í báðum leikjunum.
Í Swindon voru þeir Christian Benteke og Roberto Firmino í byrjunarliðinu en mikil eftirvænting hefur verið fyrir því að sjá þá í búningi Liverpool. Ekki vakti minni athygli að 16 ára strákur Trent Alexander-Arnold var hægri bakvörður.
Hvorki fleiri né færri en þrír lánsmenn frá Liverpool voru í liði heimamanna. Lawrence Vigourou var í markinu auk þeirra Jordan Williams og Kevin Stewart.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Liverpool því Joe Allen haltraði af velli eftir að hafa tognað aftan í læri. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en þeir Christian og Roberto þóttu eiga góða spretti.
Christian skoraði svo eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Hann drap þá boltann með brjóstkassanum og þrumaði honum svo meistaralega í markið frá vítateig. Glæsilegt mark og vonandi verður framhald á svona tilþrifum frá honum. Belginn fór illa með gott færi litlu seinna og það kom í bakið þegar heimamenn jöfnuðu á 63. mínútu. Jonathan Obika skoraði þá með góðu bogaskoti sem Adam Bogdan átti ekki möguleika í. Anton Rodgers, sonur Brendan, lagði upp markið!
Allt stefndi í jafntefli þar til nokkuð óvænt sigurmark kom þegar þrjár mínútur voru eftir. Löng sending kom þá fram á varamanninn Sheyi Ojo sem þrumaði að marki frá vítateignum. Lawrence varði skotið með því að slá boltann upp í loftið en það fór svo að boltinn datt niður í markið fyrir aftan hann. Lawrence var þarna óheppinn en félagi hans úr yngri liðum Liverpool fagnaði á hinn bóginn. Sheyi var sprækur eftir að hann kom inn á og er mikið efni. Góður endir á æfingaleikjunum og nú er að sjá hvað gerist um næstu helgi þegar alvaran hefst.
Liverpool: Bogdan (Fulton 67. mín.); Arnold (Cleary 58. mín), Toure, Sakho, Moreno; Leiva, Can (Chirivella 76. mín.); Markovic, Allen (Teixeira 13. mín.), Firmino (Ojo 67. mín.) og Benteke (Kent 67. mín.). Ónotaðir varamenn: Cleary og Maguire.
Áhorfendur í County Ground: 14.591.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan