| Heimir Eyvindarson
Það vakti athygli í leiknum gegn Swindon í gær að í hægri bakverði var 16 ára drengur sem fáir könnuðust við. Hann heitir Trent Alexander-Arnold og er alinn upp hjá Liverpool.
Trent Alexander-Arnold er fæddur í október 1998 í West Derby, sem er úthverfi Liverpool. Hann er gríðarlegt efni og þykir mikill leiðtogi.
Hann var fyrirliði U-16 ára liðs Liverpool þegar Pepijn Lijnders, sem nú er orðinn einn af þjálfurum aðalliðsins, stjórnaði því og hefur einnig verið fyrirliði í yngri landsliðum Englendinga.
Hann var fljótlega færður upp í U-18 ára lið Liverpool og ekki leið á löngu þar til hann var einnig kominn með fyrirliðabandið þar. Á síðustu leiktíð lék hann tvo leiki með U-18 ára liðinu í UEFA Youth League, meðal annars gegn Real Madrid. Frammistaða hans með U-18 ára liði Liverpool tryggði honum sæti í U-17 ára landsliði Englands á Evrópumeistaramótinu nú í sumar.
Alexander-Arnold lék í klukkutíma gegn Swindon í gær og þótti standa sig vel. Hann uppskar mikið hrós frá Brendan Rodgers eftir leikinn.
„Trent er mikið efni. Hann spilaði æfingaleik með okkur í vetur og ég var mjög hrifinn af honum. Ég var ákveðinn í að gefa honum færi á að sýna sig með aðalliðinu núna í sumar, ef hann væri tilbúinn til þess. Hann stóð sig mjög vel í gær."
Það er ljóst að það er mikill efniviður í þessum unga dreng og ekki annað að sjá en að pilturinn búi yfir miklum leiðtogahæfileikum. Það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.
TIL BAKA
Hver er Trent Alexander-Arnold?

Trent Alexander-Arnold er fæddur í október 1998 í West Derby, sem er úthverfi Liverpool. Hann er gríðarlegt efni og þykir mikill leiðtogi.
Hann var fyrirliði U-16 ára liðs Liverpool þegar Pepijn Lijnders, sem nú er orðinn einn af þjálfurum aðalliðsins, stjórnaði því og hefur einnig verið fyrirliði í yngri landsliðum Englendinga.
Hann var fljótlega færður upp í U-18 ára lið Liverpool og ekki leið á löngu þar til hann var einnig kominn með fyrirliðabandið þar. Á síðustu leiktíð lék hann tvo leiki með U-18 ára liðinu í UEFA Youth League, meðal annars gegn Real Madrid. Frammistaða hans með U-18 ára liði Liverpool tryggði honum sæti í U-17 ára landsliði Englands á Evrópumeistaramótinu nú í sumar.
Alexander-Arnold lék í klukkutíma gegn Swindon í gær og þótti standa sig vel. Hann uppskar mikið hrós frá Brendan Rodgers eftir leikinn.
„Trent er mikið efni. Hann spilaði æfingaleik með okkur í vetur og ég var mjög hrifinn af honum. Ég var ákveðinn í að gefa honum færi á að sýna sig með aðalliðinu núna í sumar, ef hann væri tilbúinn til þess. Hann stóð sig mjög vel í gær."
Það er ljóst að það er mikill efniviður í þessum unga dreng og ekki annað að sjá en að pilturinn búi yfir miklum leiðtogahæfileikum. Það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan