| Sf. Gutt
Liverpool endaði síðustu leiktíð með því að tapa á skammarlegan hátt 6:1 í Stoke. Svo vill til að ný leiktíð hefst á sama stað því Liverpool mætir Stoke á Britannia leikvanginum í fyrstu umferð deildarinnar á sunnudaginn. Jamie Carragher telur að með því að byrja á leik í Stoke gefist tækifæri til að hefna fyrir stórtapið í vor.
,,Ég held að þarna gefist upplagt tækifæri fyrir Liverpool að bæta fyrir það sem gerðist í lok síðustu leiktíðar. Ný leiktíð er að hefjast og það er kannski farið að fenna yfir það sem gerðist. En allir eru með bak við eyrað að það sem þarna gerðist var til skammar fyrir Liverpool Football Club."
,,Það var auðvitað skammarlegt að tapa 6:1 í Stoke en ég held að skellurinn hafi haft þau áhrif að Liverpool hafði hraðar hendur með að kaupa nýja leikmenn. Það var mikilvægt að færa góðar fréttir úr herbúðum félagins um að nýir leikmenn hafi verið keyptir. Flestir leikmennirnir eru ennþá hjá félaginu og vonandi sjá þeir og þjálfaraliðið þarna tækifæri til að hefna fyrir það sem gerðist."
TIL BAKA
Tækifæri til hefnda

,,Ég held að þarna gefist upplagt tækifæri fyrir Liverpool að bæta fyrir það sem gerðist í lok síðustu leiktíðar. Ný leiktíð er að hefjast og það er kannski farið að fenna yfir það sem gerðist. En allir eru með bak við eyrað að það sem þarna gerðist var til skammar fyrir Liverpool Football Club."
,,Það var auðvitað skammarlegt að tapa 6:1 í Stoke en ég held að skellurinn hafi haft þau áhrif að Liverpool hafði hraðar hendur með að kaupa nýja leikmenn. Það var mikilvægt að færa góðar fréttir úr herbúðum félagins um að nýir leikmenn hafi verið keyptir. Flestir leikmennirnir eru ennþá hjá félaginu og vonandi sjá þeir og þjálfaraliðið þarna tækifæri til að hefna fyrir það sem gerðist."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan