| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool byrjar leiktíðina 2015-16 á sunnudag, þegar liðið sækir Stoke heim á Brittania Stadium. Varla er hægt að hugsa sér vænlegri andstæðing í fyrsta leik.
Það er okkur öllum auðvitað enn í fersku minni hvernig síðasta viðureign Liverpool og Stoke fór, en lærisveinar Mark Hughes rótburstuðu okkar menn 6-1 í lokaleik síðustu leiktíðar. Örugglega ömurlegasta frammistaða liðsins á síðustu leiktíð, þótt reyndar sé af talsverðu að taka í þeim efnum. Versta tap liðsins í 52 ár og fyrri hálfleikurinn einhver sá hrikalegasti sem við höfum nokkurn tíma orðið vitni að.
Leikmenn Liverpool hljóta að fagna því að fá strax í fyrsta leik tímabilsins tækifæri til að hefna ófaranna og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn í sögu Úrvalsdeildarinnar sem lið sem mættust í síðustu umferð leiktíðar lenda saman á sama velli í fyrstu umferð þeirrar næstu.
Eftir ófarir liðsins á síðustu leiktíð hefur heilmikið gengið á hjá Liverpool. Skipt hefur verið um þjálfarateymi og 8 nýir leikmenn hafa bæst í hópinn, ef Divock Origi er talinn með. Þá hefur ein helsta vonarstjarna liðsins á undanförnum misserum, Raheem Sterling, verið seldur til Manchester City fyrir metfé. Rickie Lambert hefur einnig verið seldur og fleiri leikmenn eru annaðhvort farnir eða eru á útleið.
Brendan Rodgers hefur í raun fengið afdráttarlausan stuðning eigenda félagsins, eftir að hafa þótt afar valtur í sessi í vor. Hann mun hafa fengið alla þá leikmenn sem hann hafði augastað á í sumar og eftir því sem hann segir sjálfur eru breytingarnar á þjálfarateymi aðalliðsins einnig eftir hans höfði. Það er því ljóst að hann mun ekki geta gripið til margra afsakana ef gengi liðsins verður rysjótt í vetur.
Þó nokkuð hefur verið rætt um hvaða leikkerfi Brendan Rodgers mun notast við í vetur. Af æfingaleikjum sumarsins má ráða að meginkerfið verði einhver útgáfa af 4-3-3. Simon Mignolet verður örugglega í markinu og flestir spekingar tippa á að vörnin muni samanstanda af Nathaniel Clyne, Martin Skrtel, Dejan Lovren og hinum 18 ára gamla Joe Gomez. Líklega verður fyrirliðaparið Jordan Henderson og James Milner aftast á miðjunni og Coutinho þar fyrir framan. Það er síðan nokkuð öruggt að Christian Benteke verður uppi á topp og væntanlega verða þeir Jordon Ibe og Adam Lallana til sinn hvorrar hliðar við hann.
Ef þessi liðsuppstilling gengur eftir þá munu hvorki meira né minna en fjórir nýir leikmenn hefja leikinn. Ekki er talið líklegt að Roberto Firmino byrji leikinn, en hann verður örugglega í hóp og vonandi fáum við að sjá eitthvað til þess stórskemmtilega leikmanns. Þá verða Danny Ings, Divock Origi og Adam Bogdan næsta örugglega allir í hópnum, þannig að öll sumarkaupin fara með í rútunni til Stoke.
Af Stoke er einnig heilmikið að frétta en rétt eins og í okkar herbúðum hafa 8 nýir leikmenn bæst í vopnabúr Mark Hughes í sumar. Glen Johnson, sem yfirgaf Liverpool í sumar eftir að samningur hans rann út, er einn þeirra, en hann skoraði einmitt sigurmark Liverpool þegar liðið lagði Stoke að velli á Anfield í fyrri umferð síðustu leiktíðar. Hann bætist þar með í ört stækkandi hóp fyrrum púllara á Brittania
Athyglisverðustu kaup Stoke í sumar eru kaupin á hollenska landsliðsmanninn Ibrahim Affelay, sem eins Spánverjann Bojan Kirkic sem gekk til liðs við Stoke fyrir ári síðan, kemur frá Barcelona. Þeir Affelay og Bojan eiga það báðir sameiginlegt að vera mjög öflugir leikmenn á góðum degi, en þeir hafa verið heilmikið frá vegna meiðsla og þessvegna í raun ekki með fullu víst hversu mikið þeir styrkja Stoke liðið. Bojan var meira og minna meiddur á seinustu leiktíð og komst aftur á ferðina í júlí, til þess eins að meiðast aftur. Það er allsendis óvíst hvort hann verður með á sunnudaginn.
Þá er Ryan Shawcross einnig meiddur og eins er vert að geta þess að Stoke missti einn sinn allra besta mann í sumar þegar Steven N´Zonzi var seldur til Sevilla.
Liverpool hefur fimm sinnum mætt Stoke í opnunarleik efstu deildar og alltaf haft betur ef undan er skilin viðureign félaganna árið 1899, en þá vann Stoke 3-2 sigur. Síðan þá hefur Liverpool alltaf unnið þegar liðin hafa mæst í opnunarleik, síðast 1-0 á Anfield fyrir tveimur árum síðan, en þá skoraði Daniel Sturridge eina mark leiksins. Sturridge verður vitanlega fjarri góðu gamni á sunnudaginn, en hann verður frá vegna meiðsla fram í september.
Stoke gengur reyndar yfirleitt ekki vel í opnunarleikjum deildarinnar, en frá stofnun Úrvalsdeildar hefur liðið aðeins einu sinni farið með sigur af hólmi í fyrsta deildarleik. Það var í ágúst 2009, þegar liðið lagði Burnley að velli 2-0.
Þrátt fyrir að tölfræðin sé með Liverpool í liði þegar kemur að opnunarleikjum þá er frammistaða liðsins á Brittania Stadium hreint ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ef litið er til síðustu sjö viðureigna liðanna á heimavelli Stoke þá hafa okkar menn einungis einu sinni farið með sigur af hólmi. Það var leiktíðina 2013-14 þegar Liverpool vann 5-3. Hinar sex viðureignirnar hafa farið þannig að tvisvar hafa liðin skilið jöfn og fjórum sinnum hefur Stoke unnið.
Ég er mjög hræddur við þennan leik, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég er alls ekki viss um að Liverpool liðið sé tilbúið í átökin og þrátt fyrir að æfingaleikirnir í sumar hafi flestir unnist, enda andstæðingar engin stórlið, þá hugsa ég að sjálfstraustið sé enn nokkuð laskað. Á móti kemur að Stoke liðið er einnig að ganga í gegnum talsverðar breytingar. Í rauninni er jafntefli líklegasta niðurstaðan, en ég get ekki með nokkru móti fengið mig til að spá neinu öðru en sigri í fyrsta leik. Ég ætla því að segja að við förum með sigur af hólmi, 2-1 í töluvert stressandi leik.
YNWA!
Það er okkur öllum auðvitað enn í fersku minni hvernig síðasta viðureign Liverpool og Stoke fór, en lærisveinar Mark Hughes rótburstuðu okkar menn 6-1 í lokaleik síðustu leiktíðar. Örugglega ömurlegasta frammistaða liðsins á síðustu leiktíð, þótt reyndar sé af talsverðu að taka í þeim efnum. Versta tap liðsins í 52 ár og fyrri hálfleikurinn einhver sá hrikalegasti sem við höfum nokkurn tíma orðið vitni að.
Leikmenn Liverpool hljóta að fagna því að fá strax í fyrsta leik tímabilsins tækifæri til að hefna ófaranna og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn í sögu Úrvalsdeildarinnar sem lið sem mættust í síðustu umferð leiktíðar lenda saman á sama velli í fyrstu umferð þeirrar næstu.
Eftir ófarir liðsins á síðustu leiktíð hefur heilmikið gengið á hjá Liverpool. Skipt hefur verið um þjálfarateymi og 8 nýir leikmenn hafa bæst í hópinn, ef Divock Origi er talinn með. Þá hefur ein helsta vonarstjarna liðsins á undanförnum misserum, Raheem Sterling, verið seldur til Manchester City fyrir metfé. Rickie Lambert hefur einnig verið seldur og fleiri leikmenn eru annaðhvort farnir eða eru á útleið.
Brendan Rodgers hefur í raun fengið afdráttarlausan stuðning eigenda félagsins, eftir að hafa þótt afar valtur í sessi í vor. Hann mun hafa fengið alla þá leikmenn sem hann hafði augastað á í sumar og eftir því sem hann segir sjálfur eru breytingarnar á þjálfarateymi aðalliðsins einnig eftir hans höfði. Það er því ljóst að hann mun ekki geta gripið til margra afsakana ef gengi liðsins verður rysjótt í vetur.
Þó nokkuð hefur verið rætt um hvaða leikkerfi Brendan Rodgers mun notast við í vetur. Af æfingaleikjum sumarsins má ráða að meginkerfið verði einhver útgáfa af 4-3-3. Simon Mignolet verður örugglega í markinu og flestir spekingar tippa á að vörnin muni samanstanda af Nathaniel Clyne, Martin Skrtel, Dejan Lovren og hinum 18 ára gamla Joe Gomez. Líklega verður fyrirliðaparið Jordan Henderson og James Milner aftast á miðjunni og Coutinho þar fyrir framan. Það er síðan nokkuð öruggt að Christian Benteke verður uppi á topp og væntanlega verða þeir Jordon Ibe og Adam Lallana til sinn hvorrar hliðar við hann.
Ef þessi liðsuppstilling gengur eftir þá munu hvorki meira né minna en fjórir nýir leikmenn hefja leikinn. Ekki er talið líklegt að Roberto Firmino byrji leikinn, en hann verður örugglega í hóp og vonandi fáum við að sjá eitthvað til þess stórskemmtilega leikmanns. Þá verða Danny Ings, Divock Origi og Adam Bogdan næsta örugglega allir í hópnum, þannig að öll sumarkaupin fara með í rútunni til Stoke.
Af Stoke er einnig heilmikið að frétta en rétt eins og í okkar herbúðum hafa 8 nýir leikmenn bæst í vopnabúr Mark Hughes í sumar. Glen Johnson, sem yfirgaf Liverpool í sumar eftir að samningur hans rann út, er einn þeirra, en hann skoraði einmitt sigurmark Liverpool þegar liðið lagði Stoke að velli á Anfield í fyrri umferð síðustu leiktíðar. Hann bætist þar með í ört stækkandi hóp fyrrum púllara á Brittania
Athyglisverðustu kaup Stoke í sumar eru kaupin á hollenska landsliðsmanninn Ibrahim Affelay, sem eins Spánverjann Bojan Kirkic sem gekk til liðs við Stoke fyrir ári síðan, kemur frá Barcelona. Þeir Affelay og Bojan eiga það báðir sameiginlegt að vera mjög öflugir leikmenn á góðum degi, en þeir hafa verið heilmikið frá vegna meiðsla og þessvegna í raun ekki með fullu víst hversu mikið þeir styrkja Stoke liðið. Bojan var meira og minna meiddur á seinustu leiktíð og komst aftur á ferðina í júlí, til þess eins að meiðast aftur. Það er allsendis óvíst hvort hann verður með á sunnudaginn.
Þá er Ryan Shawcross einnig meiddur og eins er vert að geta þess að Stoke missti einn sinn allra besta mann í sumar þegar Steven N´Zonzi var seldur til Sevilla.
Liverpool hefur fimm sinnum mætt Stoke í opnunarleik efstu deildar og alltaf haft betur ef undan er skilin viðureign félaganna árið 1899, en þá vann Stoke 3-2 sigur. Síðan þá hefur Liverpool alltaf unnið þegar liðin hafa mæst í opnunarleik, síðast 1-0 á Anfield fyrir tveimur árum síðan, en þá skoraði Daniel Sturridge eina mark leiksins. Sturridge verður vitanlega fjarri góðu gamni á sunnudaginn, en hann verður frá vegna meiðsla fram í september.
Stoke gengur reyndar yfirleitt ekki vel í opnunarleikjum deildarinnar, en frá stofnun Úrvalsdeildar hefur liðið aðeins einu sinni farið með sigur af hólmi í fyrsta deildarleik. Það var í ágúst 2009, þegar liðið lagði Burnley að velli 2-0.
Þrátt fyrir að tölfræðin sé með Liverpool í liði þegar kemur að opnunarleikjum þá er frammistaða liðsins á Brittania Stadium hreint ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ef litið er til síðustu sjö viðureigna liðanna á heimavelli Stoke þá hafa okkar menn einungis einu sinni farið með sigur af hólmi. Það var leiktíðina 2013-14 þegar Liverpool vann 5-3. Hinar sex viðureignirnar hafa farið þannig að tvisvar hafa liðin skilið jöfn og fjórum sinnum hefur Stoke unnið.
Ég er mjög hræddur við þennan leik, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég er alls ekki viss um að Liverpool liðið sé tilbúið í átökin og þrátt fyrir að æfingaleikirnir í sumar hafi flestir unnist, enda andstæðingar engin stórlið, þá hugsa ég að sjálfstraustið sé enn nokkuð laskað. Á móti kemur að Stoke liðið er einnig að ganga í gegnum talsverðar breytingar. Í rauninni er jafntefli líklegasta niðurstaðan, en ég get ekki með nokkru móti fengið mig til að spá neinu öðru en sigri í fyrsta leik. Ég ætla því að segja að við förum með sigur af hólmi, 2-1 í töluvert stressandi leik.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan