| Sf. Gutt
TIL BAKA
Skipbrot gegn West Ham!
Eftir góða byrjun í fyrstu þremur leikjunum leiktíðarinnar beið Liverpool skipbrot á heimavelli gegn West Ham United og tapaði 0:3. Þetta var fyrsti útisigur West Ham á Liverpool frá því 1963.
Brendan Rodgers stillti upp sama liði og stóð sig vel á útivelli gegn Arsenal á dögunum. Flestir áttu von á framhaldi á góðri byrjun Liverpool á leiktíðinni en það fór á annan veg því gestirnir komust yfir strax á á 3. mínútu. Martin Skrtel náði ekki að skalla almennilega frá þegar fyrirgjöf kom frá hægri. Boltinn fór beint á leikmann West Ham sem átti mislukkað skot en Manuel Lanzini var vel vakandi fyrir framan markið og stýrði boltanum í markið. Mjög slakur varnarleikur og ekki í síðasta skiptið.
Sem mínútum seinna var Liverpool nærri því að jafna þegar Roberto Firmino átti gott skot við vítateiginn sem small í stönginni. Liverpool reyndi og reyndi en náði ekkert að opna vörn West Ham. Gestirnir skoruðu svo í annan gang á 29. mínútu og aftur kom markið eftir mistök í vörninni og nú voru þau hálfu verri en í fyrra markinu. Dejan Lovren lék Manuel hirða af sér boltann úti við hornfána í stað þess að hreinsa. Manual gaf fyrir á Mark Noble og hann skoraði óvaldaður með hárnákvæmu skoti. Liverpool hélt áfram að vera með boltann fram að hléi en ekkert gekk.
Brendan tók Emre Can út af í hálfleik og setti Alberto Moreno inn á. Hafi gengið illa í fyrri hálfleik þá syrti enn í álinn í byrjun síðari hálfleiks þegar Philippe Coutinho var rekinn af velli. Hann var búinn að fá gult spjald fyrir litlar sakir og nú rann hann klaufalega á einn leikmann West Ham. Dómurinn var harður en ekkert við honum að segja.
Liverpool náði loksins skoti sem markmaður West Ham þurfti að verja á 55. mínútu en langskot Dejan var auðvelt að fást við. Á 64. mínútu fékk James Milner gott skotfæri við vítateiginn en hann hitti ekki markið. Rétt áður kom Danny Ings til leiks í fyrsta sinn og hann kom sterkur inn í leikinn. Það vantaði ekki að leikmenn Liverpool lögðu sig fram en það kom ekkert út úr leik liðsins og engin almennileg færi náðist að skapa.
Simon Mignolet varði tvívegis áður en Mark var rekinn út af, á 79. mínútu, fyrir að tækla Danny. Var sá dómur líka harður og reyndar út í hött. Nú voru jafn margir í liðunum og Liverpool hefði átt að geta notfært sér það. Tækifæri gafst litlu síðar eftir horn frá hægri. Christian Benteke, sem lítið sást til, skallaði boltann á Dejan en hann hitti ekki markið á markteig. Gestirnir gulltryggðu sér svo sigur á lokamínútunni þegar Diafra Sakho náði boltanum rétt utan vítateigs og skoraði auðveldlega enda vörn Liverpool galopin.
Sanngjarn sigur West Ham en þeir eiga ekki eftir að skora mörg ódýrari mörk á leiktíðinni en þeir fengu gefins í dag. Eftir býsna góða byrjun á leiktíðinni beið Liverpool skipbrot í dag og Brendan Rodgers og aðstoðarmenn hans eiga mikið verk óunnið fyrir næsta leik Liverpool sem verður á Old Trafford gegn Manchester United eftir landsleikjahlé. Þessi leikur minnti alltof mikið á síðustu leiktíð!
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Gomez (Ibe 78. mín.), Leiva, Firmino (Ings 61. mín.), Can (Moreno 46. mín.), Milner, Coutinho og Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Sakho, Origi og Rossiter.
Gul spjöld: Philippe Coutinho, Lucas Leiva, Nathaniel Clyne og Danny Ings.
Rautt spjald: Philippe Coutinho.
West Ham United: Randolph, Tomkins, Reid, Ogbonna, Cresswell, Obiang, Kouyate, Lanzini (Oxford 81. mín.), Noble, Payet (Jarvis 88. mín.) og Sakho (Cullen 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Spiegel, Lee, Samuelson og Knoyle.
Mörk West Ham United: Manuel Lanzini (3. mín.), Mark Noble (29. mín.) og Diafra Sakho (90. mín.)
Gul spjöld: Mark Noble og Manuel Lanzini.
Rautt spjald: Mark Noble.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.680.
Maður leiksins: James Milner. Barðist vel en það kom svo sem ekki mikið út úr því sem hann gerði frekar en hjá öðrum leikmönnum Liverpool.
Brendan Rodgers: Við getum þegar á allt er litið kennt okkur sjálfum um hvernig fór í dag. Mestu vonbrigðin eru að við gáfum þeim mörkin.
- Danny Ings lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni.
- Simon Mignolet fékk á sig þrjú mörk eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu þremur leikjunum.
- West Ham United vann sinn fyrsta útisigur á Liverpool frá því 1963.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Brendan Rodgers stillti upp sama liði og stóð sig vel á útivelli gegn Arsenal á dögunum. Flestir áttu von á framhaldi á góðri byrjun Liverpool á leiktíðinni en það fór á annan veg því gestirnir komust yfir strax á á 3. mínútu. Martin Skrtel náði ekki að skalla almennilega frá þegar fyrirgjöf kom frá hægri. Boltinn fór beint á leikmann West Ham sem átti mislukkað skot en Manuel Lanzini var vel vakandi fyrir framan markið og stýrði boltanum í markið. Mjög slakur varnarleikur og ekki í síðasta skiptið.
Sem mínútum seinna var Liverpool nærri því að jafna þegar Roberto Firmino átti gott skot við vítateiginn sem small í stönginni. Liverpool reyndi og reyndi en náði ekkert að opna vörn West Ham. Gestirnir skoruðu svo í annan gang á 29. mínútu og aftur kom markið eftir mistök í vörninni og nú voru þau hálfu verri en í fyrra markinu. Dejan Lovren lék Manuel hirða af sér boltann úti við hornfána í stað þess að hreinsa. Manual gaf fyrir á Mark Noble og hann skoraði óvaldaður með hárnákvæmu skoti. Liverpool hélt áfram að vera með boltann fram að hléi en ekkert gekk.
Brendan tók Emre Can út af í hálfleik og setti Alberto Moreno inn á. Hafi gengið illa í fyrri hálfleik þá syrti enn í álinn í byrjun síðari hálfleiks þegar Philippe Coutinho var rekinn af velli. Hann var búinn að fá gult spjald fyrir litlar sakir og nú rann hann klaufalega á einn leikmann West Ham. Dómurinn var harður en ekkert við honum að segja.
Liverpool náði loksins skoti sem markmaður West Ham þurfti að verja á 55. mínútu en langskot Dejan var auðvelt að fást við. Á 64. mínútu fékk James Milner gott skotfæri við vítateiginn en hann hitti ekki markið. Rétt áður kom Danny Ings til leiks í fyrsta sinn og hann kom sterkur inn í leikinn. Það vantaði ekki að leikmenn Liverpool lögðu sig fram en það kom ekkert út úr leik liðsins og engin almennileg færi náðist að skapa.
Simon Mignolet varði tvívegis áður en Mark var rekinn út af, á 79. mínútu, fyrir að tækla Danny. Var sá dómur líka harður og reyndar út í hött. Nú voru jafn margir í liðunum og Liverpool hefði átt að geta notfært sér það. Tækifæri gafst litlu síðar eftir horn frá hægri. Christian Benteke, sem lítið sást til, skallaði boltann á Dejan en hann hitti ekki markið á markteig. Gestirnir gulltryggðu sér svo sigur á lokamínútunni þegar Diafra Sakho náði boltanum rétt utan vítateigs og skoraði auðveldlega enda vörn Liverpool galopin.
Sanngjarn sigur West Ham en þeir eiga ekki eftir að skora mörg ódýrari mörk á leiktíðinni en þeir fengu gefins í dag. Eftir býsna góða byrjun á leiktíðinni beið Liverpool skipbrot í dag og Brendan Rodgers og aðstoðarmenn hans eiga mikið verk óunnið fyrir næsta leik Liverpool sem verður á Old Trafford gegn Manchester United eftir landsleikjahlé. Þessi leikur minnti alltof mikið á síðustu leiktíð!
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Gomez (Ibe 78. mín.), Leiva, Firmino (Ings 61. mín.), Can (Moreno 46. mín.), Milner, Coutinho og Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Sakho, Origi og Rossiter.
Gul spjöld: Philippe Coutinho, Lucas Leiva, Nathaniel Clyne og Danny Ings.
Rautt spjald: Philippe Coutinho.
West Ham United: Randolph, Tomkins, Reid, Ogbonna, Cresswell, Obiang, Kouyate, Lanzini (Oxford 81. mín.), Noble, Payet (Jarvis 88. mín.) og Sakho (Cullen 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Spiegel, Lee, Samuelson og Knoyle.
Mörk West Ham United: Manuel Lanzini (3. mín.), Mark Noble (29. mín.) og Diafra Sakho (90. mín.)
Gul spjöld: Mark Noble og Manuel Lanzini.
Rautt spjald: Mark Noble.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.680.
Maður leiksins: James Milner. Barðist vel en það kom svo sem ekki mikið út úr því sem hann gerði frekar en hjá öðrum leikmönnum Liverpool.
Brendan Rodgers: Við getum þegar á allt er litið kennt okkur sjálfum um hvernig fór í dag. Mestu vonbrigðin eru að við gáfum þeim mörkin.
Fróðleikur
- Danny Ings lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni.
- Simon Mignolet fékk á sig þrjú mörk eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu þremur leikjunum.
- West Ham United vann sinn fyrsta útisigur á Liverpool frá því 1963.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan