| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Eftir eitt skemmtilegasta landsleikjahlé sem við Íslendingar höfum upplifað er loks komið að enska boltanum aftur. Og það er enginn smá leikur á dagskrá á morgun!
Okkar menn halda á Old Trafford á morgun og mæta þar sjálfum erkifjendum okkar í Manchester United kl. 16.30. Það er ekki oft sem leikir þessara liða eru svo seint á dagskrá, en lögreglan í Manchester segir að hegðun aðdáenda liðanna undanfarin ár gefi ekki tilefni til þess að hafa miklar áhyggjur.
Bæði lið töpuðu nokkuð óvænt í síðustu umferð og þurfa því nauðsynlega á sigri að halda til að koma sjálfstraustinu í lag. Þar fyrir utan eru auðvitað fáir leikir stærri en viðureignir þessara liða og alveg ljóst að það verður lítið mál fyrir stjórana að mótivera sína menn.
Louis Van Gaal er sigurviss að vanda. Hann hefur lýst því yfir í ensku pressunni að United muni sigra Liverpool á morgun. ,,Við verðum ekki meistarar í vor, en við munum vinna Liverpool á laugardaginn", sagði Hollendingurinn hrokafulli í samtali við BBC í gær.
Það getur auðvitað vel verið að okkar menn þurfi enn eina ferðina að sætta sig við tap á Old Trafford. Sagan er heimamönnum heldur betur í hag, því miður. Frá árinu 2000 hafa liðin mæst 15 sinnum í deildinni á Old Trafford og Liverpool hefur einungis unnið fimm sinnum, en United tíu sinnum. Ekki eitt einasta jafntefli takk fyrir.
Á árunum 2000-2004 gekk okkar mönnum reyndar ljómandi vel á Old Trafford, en þá vann geysisterkt varnarlið Gérard Houllier þrjá 0-1 sigra á Old Trafford. Og Danny Murphy skoraði sigurmarkið í þeim öllum! Eitt úr víti, eitt úr aukaspyrnu og eitt úr opnum leik.
Á tímum Rafa Benítez gekk Liverpool yfirleitt afleitlega með Alex Ferguson og co. Fimm af sex leikjum á Old Trafford töpuðust, en reyndar var eini sigurleikurinn svo ótrúlega skemmtilegur að hann bætti næstum upp öll töpin. 1-4 leikurinn er leikur sem við gleymum líklega aldrei.
Brendan Rodgers hefur einu sinni stýrt Liverpool til sigurs á Old Trafford. Það var á leiktíðinni 2013-2014, en þá unnu okkar menn 0-3 í leik þar sem Mark Clattenburg dæmdi þrisvar sinnum víti á Manchester United! Það þarf ekki að taka það fram að þá var Sir Ferguson hættur, annars hefði Clattenburg þurft að leita sér að annarri vinnu.
Á síðustu leiktíð sigraði Manchester United viðureign liðanna á Old Trafford 3-0. Sá leikur var merkilegur fyrir margra hluta sakir, en í leiknum tók Rodgers þriggja manna vörnina í gagnið og hlutirnir fóru að ganga mun betur en áður. Raunar var liðið taplaust í deildinni frá tapinu á Old Trafford og alveg þangað til liðið mætti Manchester United aftur, á Anfiled í lok mars.
Í leiknum gegn United í desember s.l. var Simon Mignolet settur út úr liðinu eftir afar ósannfærandi frammistöðu allt haustið. Brad Jones tók við hönskunum og réð ekkert við Van Persie, Rooney og Mata. Hinum megin var David DeGea hinsvegar í miklum ham og varði meðal annars fjórum sinnum þegar okkar menn áttu hann einan eftir. Alveg örugglega besti maðurinn á vellinum þann daginn.
De Gea hefur verið mjög ósáttur að undanförnu og munaði ekki nema nokkrum mínútum að hann hefði farið til Real Madrid í lok ágústgluggans, eins og frægt er orðið. Hann og Van Gaal hafa ekki verið allt of sáttir hvor við annan, en í dag munu þeir eiga að setjast niður á sáttafundi. Ef sá fundur gengur vel er nokkuð öruggt að Spánverjinn fer rakleitt í byrjunarliðið, enda einn allra besti markvörður deildarinnar. Það væri eftir öðru að hann ætti endurkomu lífs síns á morgun. Mætti ég þá frekar biðja um Sergio Romero.
De Gea er reyndar ekki eini leikmaður United sem er ósáttur við Van Gaal þessa dagana. Fregnir frá Manchester herma að leikmenn, sérstaklega þeir eldri og reyndari, séu ansi ósáttir við æfingarnar hjá Hollendingnum og víst er að sumir í hópnum eru allt annað en sáttir við framkomu kallsins. Það breytir þó því ekki að þeir munu alveg örugglega leggja sig 100% fram á morgun.
Okkar menn munu líka alveg örugglega leggja sig alla fram, enda hlýtur þeim að vera mikið í mun að rétta skútuna við eftir áfallið gegn West Ham í síðustu umferð. Það tap var mikill skellur, eftir góða byrjun á leiktíðinni. Vörnin, sem fram að því hafði ekki fengið á sig mark í deildinni, var í algjöru rugli. Þá sérstaklega Dejan Lovren, sem minnti óþægilega á hversu mikill trúður hann getur verið blessaður kallinn. Ungstirnið Joe Gomez sem hefur að öðru leyti byrjað afar vel í vinstri bakverðinum var líka frekar slappur og raunar liðið allt, ef út í það er farið.
Kevin Friend vísaði Coutinho af velli fyrir litlar sakir í leiknum gegn West Ham og Brassinn verður þessvegna í banni á morgun, sem er auðvitað alveg ferlegt. Enskir sparkspekingar telja líklegt að Danny Ings taki stöðu Coutinho. Þá er talið næsta víst að Roberto Firmino verði í byrjunarliðinu og eins Christian Benteke, en hann hefur verið að glíma við einhver smávægileg meiðsli. Lallana og Henderson eru tæpir, en stóru fréttirnar eru kannski að talið er að Jose Enrique verði í hópnum á morgun í fyrsta sinn í mjög langan tíma.
Leikir Liverpool og Manchester United eru alltaf stórleikir, algjörlega óháð stöðu liðanna í deildinni í það og það skiptið. Liðin eru nokkurnveginn hnífjöfn í deildinni, bæði með sjö stig eftir fjórar umferðir, en United er með örlítið betra markahlutfall.
Ég veit ekki afhverju, en einhvernveginn er ég óþægilega bjartsýnn fyrir þennan leik. Ég ætla að spá öruggum 3-1 sigri og hananú. Benteke, Firmino og Clyne skora mörkin.
YNWA!
Okkar menn halda á Old Trafford á morgun og mæta þar sjálfum erkifjendum okkar í Manchester United kl. 16.30. Það er ekki oft sem leikir þessara liða eru svo seint á dagskrá, en lögreglan í Manchester segir að hegðun aðdáenda liðanna undanfarin ár gefi ekki tilefni til þess að hafa miklar áhyggjur.
Bæði lið töpuðu nokkuð óvænt í síðustu umferð og þurfa því nauðsynlega á sigri að halda til að koma sjálfstraustinu í lag. Þar fyrir utan eru auðvitað fáir leikir stærri en viðureignir þessara liða og alveg ljóst að það verður lítið mál fyrir stjórana að mótivera sína menn.
Louis Van Gaal er sigurviss að vanda. Hann hefur lýst því yfir í ensku pressunni að United muni sigra Liverpool á morgun. ,,Við verðum ekki meistarar í vor, en við munum vinna Liverpool á laugardaginn", sagði Hollendingurinn hrokafulli í samtali við BBC í gær.
Það getur auðvitað vel verið að okkar menn þurfi enn eina ferðina að sætta sig við tap á Old Trafford. Sagan er heimamönnum heldur betur í hag, því miður. Frá árinu 2000 hafa liðin mæst 15 sinnum í deildinni á Old Trafford og Liverpool hefur einungis unnið fimm sinnum, en United tíu sinnum. Ekki eitt einasta jafntefli takk fyrir.
Á árunum 2000-2004 gekk okkar mönnum reyndar ljómandi vel á Old Trafford, en þá vann geysisterkt varnarlið Gérard Houllier þrjá 0-1 sigra á Old Trafford. Og Danny Murphy skoraði sigurmarkið í þeim öllum! Eitt úr víti, eitt úr aukaspyrnu og eitt úr opnum leik.
Á tímum Rafa Benítez gekk Liverpool yfirleitt afleitlega með Alex Ferguson og co. Fimm af sex leikjum á Old Trafford töpuðust, en reyndar var eini sigurleikurinn svo ótrúlega skemmtilegur að hann bætti næstum upp öll töpin. 1-4 leikurinn er leikur sem við gleymum líklega aldrei.
Brendan Rodgers hefur einu sinni stýrt Liverpool til sigurs á Old Trafford. Það var á leiktíðinni 2013-2014, en þá unnu okkar menn 0-3 í leik þar sem Mark Clattenburg dæmdi þrisvar sinnum víti á Manchester United! Það þarf ekki að taka það fram að þá var Sir Ferguson hættur, annars hefði Clattenburg þurft að leita sér að annarri vinnu.
Á síðustu leiktíð sigraði Manchester United viðureign liðanna á Old Trafford 3-0. Sá leikur var merkilegur fyrir margra hluta sakir, en í leiknum tók Rodgers þriggja manna vörnina í gagnið og hlutirnir fóru að ganga mun betur en áður. Raunar var liðið taplaust í deildinni frá tapinu á Old Trafford og alveg þangað til liðið mætti Manchester United aftur, á Anfiled í lok mars.
Í leiknum gegn United í desember s.l. var Simon Mignolet settur út úr liðinu eftir afar ósannfærandi frammistöðu allt haustið. Brad Jones tók við hönskunum og réð ekkert við Van Persie, Rooney og Mata. Hinum megin var David DeGea hinsvegar í miklum ham og varði meðal annars fjórum sinnum þegar okkar menn áttu hann einan eftir. Alveg örugglega besti maðurinn á vellinum þann daginn.
De Gea hefur verið mjög ósáttur að undanförnu og munaði ekki nema nokkrum mínútum að hann hefði farið til Real Madrid í lok ágústgluggans, eins og frægt er orðið. Hann og Van Gaal hafa ekki verið allt of sáttir hvor við annan, en í dag munu þeir eiga að setjast niður á sáttafundi. Ef sá fundur gengur vel er nokkuð öruggt að Spánverjinn fer rakleitt í byrjunarliðið, enda einn allra besti markvörður deildarinnar. Það væri eftir öðru að hann ætti endurkomu lífs síns á morgun. Mætti ég þá frekar biðja um Sergio Romero.
De Gea er reyndar ekki eini leikmaður United sem er ósáttur við Van Gaal þessa dagana. Fregnir frá Manchester herma að leikmenn, sérstaklega þeir eldri og reyndari, séu ansi ósáttir við æfingarnar hjá Hollendingnum og víst er að sumir í hópnum eru allt annað en sáttir við framkomu kallsins. Það breytir þó því ekki að þeir munu alveg örugglega leggja sig 100% fram á morgun.
Okkar menn munu líka alveg örugglega leggja sig alla fram, enda hlýtur þeim að vera mikið í mun að rétta skútuna við eftir áfallið gegn West Ham í síðustu umferð. Það tap var mikill skellur, eftir góða byrjun á leiktíðinni. Vörnin, sem fram að því hafði ekki fengið á sig mark í deildinni, var í algjöru rugli. Þá sérstaklega Dejan Lovren, sem minnti óþægilega á hversu mikill trúður hann getur verið blessaður kallinn. Ungstirnið Joe Gomez sem hefur að öðru leyti byrjað afar vel í vinstri bakverðinum var líka frekar slappur og raunar liðið allt, ef út í það er farið.
Kevin Friend vísaði Coutinho af velli fyrir litlar sakir í leiknum gegn West Ham og Brassinn verður þessvegna í banni á morgun, sem er auðvitað alveg ferlegt. Enskir sparkspekingar telja líklegt að Danny Ings taki stöðu Coutinho. Þá er talið næsta víst að Roberto Firmino verði í byrjunarliðinu og eins Christian Benteke, en hann hefur verið að glíma við einhver smávægileg meiðsli. Lallana og Henderson eru tæpir, en stóru fréttirnar eru kannski að talið er að Jose Enrique verði í hópnum á morgun í fyrsta sinn í mjög langan tíma.
Leikir Liverpool og Manchester United eru alltaf stórleikir, algjörlega óháð stöðu liðanna í deildinni í það og það skiptið. Liðin eru nokkurnveginn hnífjöfn í deildinni, bæði með sjö stig eftir fjórar umferðir, en United er með örlítið betra markahlutfall.
Ég veit ekki afhverju, en einhvernveginn er ég óþægilega bjartsýnn fyrir þennan leik. Ég ætla að spá öruggum 3-1 sigri og hananú. Benteke, Firmino og Clyne skora mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan