| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Enn eitt tapið á Old Trafford
Liverpool heimsótti nágranna sína og erkifjendur í Manchester United seinnipartinn í dag. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik litu fjögur mörk dagsins ljós í þeim seinni og okkar menn steinlágu.
Brendan Rodgers gerði aðeins eina breytingu á byrjunarliðinu frá tapleiknum gegn West Ham í síðustu umferð. Danny Ings kom inn í liðið fyrir Philippe Coutinho sem nældi sér í rautt spjald gegn West Ham og tók því út leikbann í dag.
Það er eiginlega ekkert um fyrri hálfleikinn að segja. Liverpool var varla með í leiknum og þrátt fyrir að United væri miklu meira með boltann þá kom ekki mikið út úr þeirra sóknaraðgerðum. Þeir reyndu einkum tvennt, annarsvegar að fara upp vinstri kantinn með Luke Shaw og Memphis Depay, en Nathaniel Clyne réð ágætlega við þá félaga og fékk stundum fína hjálp frá Firmino.
Hinsvegar reyndu United menn að dæla háum boltum inn á Fellaini, sem var þeirra fremsti maður megnið af leiknum, og Skrtel og Lovren réðu ágætlega við það.
Það er varla hægt að segja að nokkur skapaður hlutur hafi gerst í fyrri hálfleik og liðin héldu til búningsherbergja sæmilega sátt með 0-0 að því er virtist.
Síðari hálfleikur var talsvert fjörugri og það voru ekki liðnar nema rétt um fjórar mínútur þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Ashley Young, sem kom inná fyrir Depay í hálfleik, keyrði þá á Clyne og uppskar enn eina ódýru aukaspyrnuna á sínum ferli, rétt við vítateiginn vinstra megin. Mata tók spyrnuna og renndi boltanum út í teig á Daley Blind sem á einhvern óskiljanlegan hátt var aleinn og dauðafrír fyrir utan teiginn. Blind smellti boltanum í skeytin, óverjandi fyrir Mignolet. Staðan 1-0.
Á 56. mínútu varð maður var við fyrsta lífsmarkið hjá Liverpool fram að þessu þegar boltinn barst til Firmino eftir misheppnað útspark De Gea, en Firmino og Benteke náðu ekki að gera sér mat úr því. Mínútu síðar kom ágæt sókn sem endaði með því að Danny Ings tók boltann laglega á brjóstið í teignum og skaut að marki. Skotið var að vísu misheppnað, en engu að síður stórhættulegt og De Gea varð að hafa sig allan við til að verja boltann í horn. Fín rispa og ekki annað að sjá en að liðið væri loksins að mæta í leikinn.
Á 65. mínútu bjargaði Daley Blind á línu frá Martin Skrtel og örfáum andartökum síðar kom boltinn beint í lappirnar á Firmino á markteignum, en Brassin var aðeins of lengi að athafna sig og varnarmenn United náðu að bjarga málunum.
Á 70. mínútu felldi Gomez Herrera klaufalega inn í teignum og Michael Oliver gat ekki annað en dæmt víti. Herrera tók vítið sjálfur og skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 2-0 og útlitið dökkt.
Á 76. mínútu átti Milner góða sendingu fyrir markið beint á ennið á Benteke, en Belginn skallaði yfir. Á 83. mínútu tók Jordon Ibe góðu rispu á hægri kantinum og smellti sér inn í teig þar sem átti gott skot með vinstri í fjærhornið, sem De Gea varði mjög vel í horn.
Aðeins mínútu síðar vaknaði smá von hjá okkar mönnum þegar Christian Benteke skoraði algjörlega stórkostlegt mark með bakfallsspyrnu. Ótrúleg afgreiðsla hjá Belganum. Staðan 2-1 og nokkrar mínútur eftir til að bjarga stigi.
Einungis tveimur mínútum síðar voru þær vonir að engu orðnar en þá skoraði nýjasti leikmaður Manchester United, Anthony Martial, frábært mark eftir að hafa sólað Skrtel og Clyne algjörlega upp úr skónum.
Niðurstaðan á Old Trafford 3-1 sigur heimamanna í leik þar sem okkar menn voru engan veginn nægilega góðir.
Manchester United: De Gea, Darmian, Blind, Shaw, Smalling, Carrick (Schneiderlin á 72. mín.), Schweinsteiger, Fellaini, Mata (Martial á 66. mín.), Herrera, Depay (Young á 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Romero, Valencia, McNair, Rojo.
Mörk Manchester United: Blind á 49. mín., Herrera á 70. mín. og Martial á 86. mín.
Gult spjald: Darmian.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Gomez, Lucas (Moreno á 88. mín.), Can, Milner, Ings (Origi á 74. mín.), Firmino (Ibe á 66. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Sakho, Toure, Rossiter.
Mark Liverpool: Benteke á 84. mín.
Gult spjald: Lucas
Áhorfendur á Old Trafford:
Maður leiksins: Það er varla að maður geti valið mann leiksins eftir svo slæmt tap og mikið andleysi. Mér fannst Nathaniel Clyne þó einna bestur okkar manna, þrátt fyrir að hann hafi alls ekki átt fullkominn leik.
Brendan Rodgers: „Mér fannst við verjast vel í fyrri hálfleik, en við vorum engan veginn nægilega skapandi. Í síðari hálfleik fengum við á okkur klaufamörk. Mér fannst aukaspyrnan sem fyrsta markið kom upp úr afar hæpin og svo verður vítaspyrnan að skrifast á reynsluleysi Gomez. Við verðum að bæta sóknarleik okkar til muna. Við erum ekki að skapa nóg. Það er fyrst og fremst það sem við þurfum að laga."
Brendan Rodgers gerði aðeins eina breytingu á byrjunarliðinu frá tapleiknum gegn West Ham í síðustu umferð. Danny Ings kom inn í liðið fyrir Philippe Coutinho sem nældi sér í rautt spjald gegn West Ham og tók því út leikbann í dag.
Það er eiginlega ekkert um fyrri hálfleikinn að segja. Liverpool var varla með í leiknum og þrátt fyrir að United væri miklu meira með boltann þá kom ekki mikið út úr þeirra sóknaraðgerðum. Þeir reyndu einkum tvennt, annarsvegar að fara upp vinstri kantinn með Luke Shaw og Memphis Depay, en Nathaniel Clyne réð ágætlega við þá félaga og fékk stundum fína hjálp frá Firmino.
Hinsvegar reyndu United menn að dæla háum boltum inn á Fellaini, sem var þeirra fremsti maður megnið af leiknum, og Skrtel og Lovren réðu ágætlega við það.
Það er varla hægt að segja að nokkur skapaður hlutur hafi gerst í fyrri hálfleik og liðin héldu til búningsherbergja sæmilega sátt með 0-0 að því er virtist.
Síðari hálfleikur var talsvert fjörugri og það voru ekki liðnar nema rétt um fjórar mínútur þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Ashley Young, sem kom inná fyrir Depay í hálfleik, keyrði þá á Clyne og uppskar enn eina ódýru aukaspyrnuna á sínum ferli, rétt við vítateiginn vinstra megin. Mata tók spyrnuna og renndi boltanum út í teig á Daley Blind sem á einhvern óskiljanlegan hátt var aleinn og dauðafrír fyrir utan teiginn. Blind smellti boltanum í skeytin, óverjandi fyrir Mignolet. Staðan 1-0.
Á 56. mínútu varð maður var við fyrsta lífsmarkið hjá Liverpool fram að þessu þegar boltinn barst til Firmino eftir misheppnað útspark De Gea, en Firmino og Benteke náðu ekki að gera sér mat úr því. Mínútu síðar kom ágæt sókn sem endaði með því að Danny Ings tók boltann laglega á brjóstið í teignum og skaut að marki. Skotið var að vísu misheppnað, en engu að síður stórhættulegt og De Gea varð að hafa sig allan við til að verja boltann í horn. Fín rispa og ekki annað að sjá en að liðið væri loksins að mæta í leikinn.
Á 65. mínútu bjargaði Daley Blind á línu frá Martin Skrtel og örfáum andartökum síðar kom boltinn beint í lappirnar á Firmino á markteignum, en Brassin var aðeins of lengi að athafna sig og varnarmenn United náðu að bjarga málunum.
Á 70. mínútu felldi Gomez Herrera klaufalega inn í teignum og Michael Oliver gat ekki annað en dæmt víti. Herrera tók vítið sjálfur og skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 2-0 og útlitið dökkt.
Á 76. mínútu átti Milner góða sendingu fyrir markið beint á ennið á Benteke, en Belginn skallaði yfir. Á 83. mínútu tók Jordon Ibe góðu rispu á hægri kantinum og smellti sér inn í teig þar sem átti gott skot með vinstri í fjærhornið, sem De Gea varði mjög vel í horn.
Aðeins mínútu síðar vaknaði smá von hjá okkar mönnum þegar Christian Benteke skoraði algjörlega stórkostlegt mark með bakfallsspyrnu. Ótrúleg afgreiðsla hjá Belganum. Staðan 2-1 og nokkrar mínútur eftir til að bjarga stigi.
Einungis tveimur mínútum síðar voru þær vonir að engu orðnar en þá skoraði nýjasti leikmaður Manchester United, Anthony Martial, frábært mark eftir að hafa sólað Skrtel og Clyne algjörlega upp úr skónum.
Niðurstaðan á Old Trafford 3-1 sigur heimamanna í leik þar sem okkar menn voru engan veginn nægilega góðir.
Manchester United: De Gea, Darmian, Blind, Shaw, Smalling, Carrick (Schneiderlin á 72. mín.), Schweinsteiger, Fellaini, Mata (Martial á 66. mín.), Herrera, Depay (Young á 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Romero, Valencia, McNair, Rojo.
Mörk Manchester United: Blind á 49. mín., Herrera á 70. mín. og Martial á 86. mín.
Gult spjald: Darmian.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Gomez, Lucas (Moreno á 88. mín.), Can, Milner, Ings (Origi á 74. mín.), Firmino (Ibe á 66. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Sakho, Toure, Rossiter.
Mark Liverpool: Benteke á 84. mín.
Gult spjald: Lucas
Áhorfendur á Old Trafford:
Maður leiksins: Það er varla að maður geti valið mann leiksins eftir svo slæmt tap og mikið andleysi. Mér fannst Nathaniel Clyne þó einna bestur okkar manna, þrátt fyrir að hann hafi alls ekki átt fullkominn leik.
Brendan Rodgers: „Mér fannst við verjast vel í fyrri hálfleik, en við vorum engan veginn nægilega skapandi. Í síðari hálfleik fengum við á okkur klaufamörk. Mér fannst aukaspyrnan sem fyrsta markið kom upp úr afar hæpin og svo verður vítaspyrnan að skrifast á reynsluleysi Gomez. Við verðum að bæta sóknarleik okkar til muna. Við erum ekki að skapa nóg. Það er fyrst og fremst það sem við þurfum að laga."
Fróðleikur:
-Leikurinn í dag var 400. deildarleikur James Milner á ferlinum.
-Mark Christian Benteke í dag var fyrsta markið sem United fær á sig á Old Trafford á leiktíðinni.
-Þetta var 16. viðureign Manchester United og Liverpool í Úrvalsdeild á Old Trafford frá árinu 2000. United hefur unnið 11 sinnum og Liverpool fimm sinnum.
-Frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð snemma á 10. áratug síðustu aldar hafa liðin mæst 47 sinnum í deildinni. Liverpool hefur unnið 13 sinnum en Manchester United helmingi oftar, eða 26 sinnum. Aðeins átta viðureignir liðanna í úrvalsdeild hafa endað með jafntefli.
-Frá stofnun Úrvalsdeildar hefur Liverpool hvergi tapað fleiri útileikjum en einmitt á Old Trafford. Með tapinu í dag eru tapleikirnir á Old Trafford í Úrvalsdeild orðnir 15 talsins. Stamford Bridge kemur þar á eftir, en þar hafa okkar menn tapað 13 sinnum í Úrvalsdeildinni.
-Þess má geta að aðeins tveir leikmenn í byrjunarliðinu í dag voru í byrjunarliðinu á Old Trafford í desember s.l., síðast þegar liðin mættust á Old Trafford. Þeir Martin Skrtel og Dejan Lovren. Það segir sitt um breytingarnar sem hafa orðið á Liverpool liðinu á undanförnum mánuðum.
-Joe Gomes, Roberto Firmino, Emre Can, Divock Origi og Jordon Ibe voru allir að leika sinn fyrsta leik á Old Trafford í dag. Þess má geta að hinn sykursæti 1-4 sigur okkar manna á Manchester United 2009 var fyrsti leikur Lucas Leiva á Old Trafford. Ekki amaleg byrjun það.
-Mark Christian Benteke í dag var fyrsta markið sem United fær á sig á Old Trafford á leiktíðinni.
-Þetta var 16. viðureign Manchester United og Liverpool í Úrvalsdeild á Old Trafford frá árinu 2000. United hefur unnið 11 sinnum og Liverpool fimm sinnum.
-Frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð snemma á 10. áratug síðustu aldar hafa liðin mæst 47 sinnum í deildinni. Liverpool hefur unnið 13 sinnum en Manchester United helmingi oftar, eða 26 sinnum. Aðeins átta viðureignir liðanna í úrvalsdeild hafa endað með jafntefli.
-Frá stofnun Úrvalsdeildar hefur Liverpool hvergi tapað fleiri útileikjum en einmitt á Old Trafford. Með tapinu í dag eru tapleikirnir á Old Trafford í Úrvalsdeild orðnir 15 talsins. Stamford Bridge kemur þar á eftir, en þar hafa okkar menn tapað 13 sinnum í Úrvalsdeildinni.
-Þess má geta að aðeins tveir leikmenn í byrjunarliðinu í dag voru í byrjunarliðinu á Old Trafford í desember s.l., síðast þegar liðin mættust á Old Trafford. Þeir Martin Skrtel og Dejan Lovren. Það segir sitt um breytingarnar sem hafa orðið á Liverpool liðinu á undanförnum mánuðum.
-Joe Gomes, Roberto Firmino, Emre Can, Divock Origi og Jordon Ibe voru allir að leika sinn fyrsta leik á Old Trafford í dag. Þess má geta að hinn sykursæti 1-4 sigur okkar manna á Manchester United 2009 var fyrsti leikur Lucas Leiva á Old Trafford. Ekki amaleg byrjun það.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan