| Heimir Eyvindarson

Lawro skilur ekkert í ruglinu í kringum Sakho

Mark Lawrenson skrifar pistil í Liverpool Echo í gærkvöldi þar sem hann veltir m.a. fyrir sér hinni stórundarlegu stöðu sem Mamadou Sakho virðist vera í hjá Liverpool.

Lawro setur eiginlega niður á blað það sem við stuðningsmennirnir höfum verið að hugsa hver í sínu horni. Þannig að svarið við fyrstu spurningu hans er alveg örugglega nei. Gefum Lawrenson orðið:

„Er ég sá eini sem er aðeins undrandi á stöðu Sakho hjá Liverpool og þróun mála hjá honum undanfarnar vikur og mánuði? Hann hefur verið algjörlega út úr myndinni hjá stjóranum alla leiktíðina, en er svo allt í einu gerður að fyrirliða í Evrópuleik þar sem stjórinn stillir upp hálfgerðu varaliði. Hann stendur sig ágætlega í leiknum og skrifar undir fimm ára samning daginn eftir og núna er talað um hann sem fyrsta kost í vörninni!"

„Ég er mjög undrandi á þessu. Ég veit vel að Liverpool vildi framlengja samningnum við hann, en afhverju var ekki löngu búið að því? Stjórinn veit alveg hvað hann getur. Varla var leikur gegn miðlungsliði úr frönsku deildinni einhver endanleg mælistika á gæði Sakho? Ég meina Sakho hefur verið fyrirliði franska landsliðsins!"

„Sakho var greinilega ekki í plönum Rodgers fyrir nokkrum dögum síðan, en núna er hann allt í einu aðalmaðurinn. Þetta eru mjög misvísandi skilaboð."

„Það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra Lovren og Skrtel verður látinn víkja fyrir Sakho í leiknum gegn Norwich. Það er líklegt að það verði Dejan Lovren, sem hefur gengið illa að vinna traust stuðningsmannanna. Mér hefur reyndar fundist hann betri heilt yfir en Skrtel, jafnvel þótt hann hafi gert afdrifaríkari mistök. Kannski stillir hann þeim öllum þremur upp. Ég held að það geti verið ágæt lausn."

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan