| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Strögl í deildabikarnum
Liverpool þurfti framlengingu og vítakeppni til þess að slá fjórðu deildarlið Carlisle út úr deildabikarnum á Anfield í gærkvöldi.
Liverpool stillti í rauninni upp ótrúlega sterku liði (á pappírnum a.m.k.) miðað við hver andstæðingurinn var að þessu sinni. Adam Bogdan fékk reyndar tækifæri í markinu, en allir aðrir leikmenn sem hófu leikinn í okkar liði geta talist byrjunarliðsmenn, nema kannski Joe Allen sem lék sinn fyrsta leik eftir meiðsli og Danny Ings.
Það er óskaplega fátt um þennan leik að segja í sjálfu sér. Liverpool var miklu betra liðið á vellinum og eftir að Danny Ings skoraði fyrsta markið á 23. mínútu, eftir góðan undirbúning Adam Lallana, vonaði maður að kné yrði látið fylgja kviði. En það var nú aldeilis ekki. 10 mínútum síðar voru gestirnir búnir að jafna metin. Það gerði Derek Asamoah eftir að hinn hárprúði Hery hafði labbað í gegnum vörn og miðju Liverpool án nokkurrar mótstöðu. Asamoah mætti ekki mikilli mótstöðu heldur, hvorki frá varnarmönnum Liverpool né Bogdan í markinu. Staðan 1-1 á Anfield og gestirnir við það að fara yfir um af fögnuði.
Það sem eftir lifði hálfleiksins gerðist fátt markvert, þrátt fyrir að Liverpool væri sem fyrr heldur meira með boltann.
Síðari hálfleikur var vissulega fjörlegur, því Liverpool sótti án afláts á þétta vörn fjórðu deildarliðsins. Sóknartilburðir okkar manna voru þó ekkert voðalega beittir og ótrúlegt var að horfa upp á hversu margar rangar ákvarðanir voru teknar þegar menn nálguðust vítateiginn. Þegar upp var staðið eftir venjulegan leiktíma höfðu leikmenn Liverpool átt 38 skot að marki, en einungis hitt rammann 14 sinnum. Langflest skotin voru tekin fyrir utan teig og í mínu sjónvarpi fóru þau flest lengst upp í stúku.
Það þurfti því að grípa til framlengingar, við mikinn fögnuð gestanna en mótmælabaul frá stuðningsmönnum Liverpool. Framlengingin var eiginlega beint framhald af síðari hálfleik, Liverpool var mun meira með boltann og leikmenn héldu áfram að bomba að marki úr hálffærum. Boltinn fór til skiptis yfir og framhjá og þá sjaldan að hann hitti rammann fór hann yfirleitt beint í Gillespie í marki Carlisle. Á 120 mínútum áttu leikmenn Liverpool 47 skot að marki, þar af 16 á rammann.
Eftir rúmlega 120 mínútna leik á Anfield þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar fór Adam Bogdan á kostum og varði vel 3 spyrnur frá gestunum. Milner, Can og Ings skoruðu fyrir Liverpool, en Lallana og Coutinho létu verja frá sér.
Það er alveg ljóst að frammistaða liðsins í þessum leik minnkar ekki pressuna á Brendan Rodgers. Liðið hefur ekki skorað fleiri en eitt mark í venjulegum leiktíma í háa herrans tíð og sóknarleikur liðsins er engan veginn ásættanlegur. Varnarleikurinn svosem ekki heldur. Það eru erfiðir tímar á Anfield þessa daga og þrátt fyrir að Rodgers hafi lýst því yfir að hann finni ekki fyrir aukinni pressu þá lét hann Gary McAllister mæta fyrir sig á blaðamannafundi, bæði fyrir og eftir þennan leik. Það er ákveðin vísbending um að hlutirnir séu ekki alveg í lagi. En öll él styttir upp um síðir, því megum við aldrei gleyma. YNWA.
Liverpool: Bogdan, Clyne (Ibe á 86. mín.), Skrtel, Lovren, Moreno, Can, Milner, Allen (Coutinho á 64. mín.), Firmino (Origi á 34. mín.), Lallana, Ings. Ónotaðir varamenn: Fulton, Rossiter, Brannagan, Gomez.
Mark Liverpool í venjulegum leiktíma: Danny Ings á 23. mínútu.
Mörk Liverpool í vítakeppni: Milner, Can og Ings.
Gult spjald: Origi.
Carlisle: Gillespie, Miller, Raynes, Grainger, McQueen, Kennedy (Gillesphey á 73. mín.), Dicker, Joyce, Sweeney (Ibehre á 64. mín.), Hery, Asamoah (Gilliead á 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Hanford, Atkinson, Balanta, Archibald-Henville
Mark Carlisle í venjulegum leiktíma: Asamoah á 34. mínútu.
Mörk Carlisle í vítakeppni: Dicker og McQueen
Áhorfendur á Anfield Road: 42,518.
Maður leiksins: Adam Bogdan bjargaði okkur í kvöld með frábærri frammistöðu í vítakeppninni, en hann hefði alveg mátt gera betur í jöfnunarmarki Carlisle. Danny Ings fannst mér líflegastur okkar manna. Hann og Bogdan hreppa hnossið sameiginlega í þetta sinn.
Gary McAllister: "Þetta er erfitt hjá okkur. Við þurfum að ná betra flæði í okkar leik og sjálfstraustið þarf líka að verða betra. Við höfum hvatt leikmenn til þess að taka meiri áhættur í sínum leik, við sáum það kannski í fjölda skota í kvöld að menn eru tilbúnir til þess. Það þarf hinsvegar að huga betur að flæðinu, ákvarðanatöku og fleiri atriðum sem við erum að vinna í að reyna að bæta. En þegar upp er staðið fögnum við því að vera komnir áfram og höldum áfram að reyna að bæta okkur."
Liverpool stillti í rauninni upp ótrúlega sterku liði (á pappírnum a.m.k.) miðað við hver andstæðingurinn var að þessu sinni. Adam Bogdan fékk reyndar tækifæri í markinu, en allir aðrir leikmenn sem hófu leikinn í okkar liði geta talist byrjunarliðsmenn, nema kannski Joe Allen sem lék sinn fyrsta leik eftir meiðsli og Danny Ings.
Það er óskaplega fátt um þennan leik að segja í sjálfu sér. Liverpool var miklu betra liðið á vellinum og eftir að Danny Ings skoraði fyrsta markið á 23. mínútu, eftir góðan undirbúning Adam Lallana, vonaði maður að kné yrði látið fylgja kviði. En það var nú aldeilis ekki. 10 mínútum síðar voru gestirnir búnir að jafna metin. Það gerði Derek Asamoah eftir að hinn hárprúði Hery hafði labbað í gegnum vörn og miðju Liverpool án nokkurrar mótstöðu. Asamoah mætti ekki mikilli mótstöðu heldur, hvorki frá varnarmönnum Liverpool né Bogdan í markinu. Staðan 1-1 á Anfield og gestirnir við það að fara yfir um af fögnuði.
Það sem eftir lifði hálfleiksins gerðist fátt markvert, þrátt fyrir að Liverpool væri sem fyrr heldur meira með boltann.
Síðari hálfleikur var vissulega fjörlegur, því Liverpool sótti án afláts á þétta vörn fjórðu deildarliðsins. Sóknartilburðir okkar manna voru þó ekkert voðalega beittir og ótrúlegt var að horfa upp á hversu margar rangar ákvarðanir voru teknar þegar menn nálguðust vítateiginn. Þegar upp var staðið eftir venjulegan leiktíma höfðu leikmenn Liverpool átt 38 skot að marki, en einungis hitt rammann 14 sinnum. Langflest skotin voru tekin fyrir utan teig og í mínu sjónvarpi fóru þau flest lengst upp í stúku.
Það þurfti því að grípa til framlengingar, við mikinn fögnuð gestanna en mótmælabaul frá stuðningsmönnum Liverpool. Framlengingin var eiginlega beint framhald af síðari hálfleik, Liverpool var mun meira með boltann og leikmenn héldu áfram að bomba að marki úr hálffærum. Boltinn fór til skiptis yfir og framhjá og þá sjaldan að hann hitti rammann fór hann yfirleitt beint í Gillespie í marki Carlisle. Á 120 mínútum áttu leikmenn Liverpool 47 skot að marki, þar af 16 á rammann.
Eftir rúmlega 120 mínútna leik á Anfield þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar fór Adam Bogdan á kostum og varði vel 3 spyrnur frá gestunum. Milner, Can og Ings skoruðu fyrir Liverpool, en Lallana og Coutinho létu verja frá sér.
Það er alveg ljóst að frammistaða liðsins í þessum leik minnkar ekki pressuna á Brendan Rodgers. Liðið hefur ekki skorað fleiri en eitt mark í venjulegum leiktíma í háa herrans tíð og sóknarleikur liðsins er engan veginn ásættanlegur. Varnarleikurinn svosem ekki heldur. Það eru erfiðir tímar á Anfield þessa daga og þrátt fyrir að Rodgers hafi lýst því yfir að hann finni ekki fyrir aukinni pressu þá lét hann Gary McAllister mæta fyrir sig á blaðamannafundi, bæði fyrir og eftir þennan leik. Það er ákveðin vísbending um að hlutirnir séu ekki alveg í lagi. En öll él styttir upp um síðir, því megum við aldrei gleyma. YNWA.
Mark Liverpool í venjulegum leiktíma: Danny Ings á 23. mínútu.
Mörk Liverpool í vítakeppni: Milner, Can og Ings.
Gult spjald: Origi.
Carlisle: Gillespie, Miller, Raynes, Grainger, McQueen, Kennedy (Gillesphey á 73. mín.), Dicker, Joyce, Sweeney (Ibehre á 64. mín.), Hery, Asamoah (Gilliead á 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Hanford, Atkinson, Balanta, Archibald-Henville
Mark Carlisle í venjulegum leiktíma: Asamoah á 34. mínútu.
Mörk Carlisle í vítakeppni: Dicker og McQueen
Áhorfendur á Anfield Road: 42,518.
Maður leiksins: Adam Bogdan bjargaði okkur í kvöld með frábærri frammistöðu í vítakeppninni, en hann hefði alveg mátt gera betur í jöfnunarmarki Carlisle. Danny Ings fannst mér líflegastur okkar manna. Hann og Bogdan hreppa hnossið sameiginlega í þetta sinn.
Gary McAllister: "Þetta er erfitt hjá okkur. Við þurfum að ná betra flæði í okkar leik og sjálfstraustið þarf líka að verða betra. Við höfum hvatt leikmenn til þess að taka meiri áhættur í sínum leik, við sáum það kannski í fjölda skota í kvöld að menn eru tilbúnir til þess. Það þarf hinsvegar að huga betur að flæðinu, ákvarðanatöku og fleiri atriðum sem við erum að vinna í að reyna að bæta. En þegar upp er staðið fögnum við því að vera komnir áfram og höldum áfram að reyna að bæta okkur."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan