| Heimir Eyvindarson
Liverpool mætir Aston Villa á Anfield kl. 14.00 í dag. Nú er að duga eða drepast fyrir Brendan Rodgers.
Aston Villa hefur gengið afleitlega það sem af er leiktíðar og ætti undir öllum venjulegum kringumstæðum að vera tiltölulega viðráðanleg bráð, en eins og staðan er í dag er beinlínis óraunhæft að gera kröfu um sigur Liverpool í nokkrum einasta leik. Því miður.
Reyndar er það svo að þrátt fyrir að Aston Villa sé langt frá því að vera besta liðið í boltanum hefur okkar mönnum gengið heldur brösuglega með Birmingham liðið, sérstaklega undanfarin ár. Það þarf að fara allt aftur til daga Roy Hodgson til að finna heimasigur gegn Villa, en í desember 2010 lagði Liverpool Villa 3-0 á Anfield með mörkum frá Maxi Rodriguez, Ryan Babel og David NGog. Síðan þá hafa liðin mæst fjórum sinnum í deildinni á Anfield, tvisvar hefur orðið jafntefli og tvisvar hefur Aston Villa farið með sigur af hólmi. Við tölum svo ekkert um undanúrslitaleikinn í bikarnum í vor. Ok?
Sé litið lengra aftur í tímann þá má sjá þá athyglisverðu tölfræði að Aston Villa er í hópi þeirra liða sem oftast hefur lagt Liverpool að velli á Anfield í Úrvalsdeildinni. Manchester United trónir á toppnum með 11 sigra, en þar á eftir koma Arsenal, Chelsea og Aston Villa með 6 sigra. United hefur skorað flest mörk gegn okkar mönnum á Anfield í Úrvalsdeildinni, eða 31, en þar á eftir koma sömu 3 lið öll með 26 mörk.
Frammistaða Liverpool liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska og mikil óánægja er meðal stuðningsmanna liðsins. Liverpool hefur einungis fengið 16 stig úr síðustu 15 leikjum sínum í deildinni og óratími er síðan liðið skoraði síðast fleiri en eitt mark í leik.
Til að bæta gráu ofan á svart er meiðslalistinn hjá Liverpool orðinn heldur langur. Eins og greint var frá hér á síðunni í gær eru leikmenn að virði 100 milljón punda á listanum; Christian Benteke, Jordan Henderson, Roberto Firmino og Dejan Lovren. Þar að auki eru Jon Flanagan og Kolo Toure meiddir.
Þess má geta að Aston Villa er einnig í nokkrum meiðslavandræðum, Gabby Agbonlahor er til að mynda tæpur, en hann hefur oftar en ekki gert okkar mönnum lífið leitt með hraða sínum. Þá er Barcelona maðurinn Adame Traore eitthvað laskaður sem og Idrissa Gueye.
Brendan Rodgers sætir eðlilega mikilli gagnrýni þessa dagana og margir vilja meina að starf hans hangi hreinlega á bláþræði. Í gær lýsti Rodgers því yfir að hann myndi aldrei stíga sjálfviljugur til hliðar, en hann gerði sér grein fyrir þvi að starf sitt væri langt frá því að vera öruggt.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Brendan stillir upp liðinu í dag. Það er líklegt að hann haldi sig við þriggja miðvarða vörnina sem hann hefur gripið til að undanförnu. Það kerfi virðist í það minnsta henta liðinu heldur skár en flest þau afbrigði af 4-3-3 sem Rodgers hefur reynt hingað til.
Mamadou Sakho kemur örugglega inn í vörnina í stað Lovren og líklega heldur Moreno sæti sínu í liðinu. Þá er nokkuð víst að Daniel Sturridge verður látinn byrja frammi og vonandi verður Danny Ings við hlið hans, en hann er okkar hættulegasti maður þessa dagana, hefur skorað í síðustu tveimur leikjum. Þess má geta að Ings skoraði í báðum leikjum Burnley gegn Villa á síðustu leiktíð.
Það eina sem er öruggt í liðsvalinu er að miðjan verður hreint ekki spennandi. Það kemur afskaplega lítið sóknarlega út úr þeim sem líklegast er að Rodgers tefli fram; Milner, Lucas, Allen og Can - sem verður reyndar væntanlega í vörninni. Einu miðjumennirnir sem sýna einhverja sóknartilburði eru Lallana og Coutinho og líkurnar á að þeir fái báðir að vera inni á miðsvæðinu eru afskaplega litlar.
Hvað sem fólki finnst um framkvæmdastjórann hljótum við öll að vona að Liverpool liðið fari nú loks að girða sig í brók. Það er ekki nokkur frammistaða að vera fyrir neðan miðja deild eftir sex umferðir og sjá hreinlega ekki til sólar. Staðan er orðin svo gallsúr að á netmiðlum má sjá að margir stuðningsmenn óska þess helst að Liverpool tapi í dag, svo Brendan verði loksins látinn fara. Það er dapurlegt.
Ég viðurkenni það ég er farinn að efast um að Brendan geti snúið taflinu við. Ég hef haft miklar mætur á honum alveg frá því hann kom til félagsins og hef litið svo á að kostir hans séu fleiri en gallarnir. Það er erfitt að rökstyðja það eins og staðan er í dag. En hvað sem því líður vona ég að sjálfsögðu að Liverpool fari með sigur af hólmi í dag. Annað kemur ekki til greina. Ég ætla að venju að vera bjartsýnn og spá 3-0 sigri með mörkum frá Lallana, Sturridge og Ings.
YNWA!
-Martin Skrtel lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool þegar hann kom inná sem varamaður í leik gegn Aston Villa á Anfield í janúar 2008.
-Fari svo að okkar menn nái loksins að skora fleiri en eitt mark í leiknum í dag mun Liverpool ná þeim merka áfanga að skora yfir 200 mörk gegn Aston Villa á Anfield. Hingað til eru mörkin 198.
-Fari svo að Aston Villa skori mark í leiknum þá fara þeir yfir 100 marka múrinn á Anfield.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Aston Villa hefur gengið afleitlega það sem af er leiktíðar og ætti undir öllum venjulegum kringumstæðum að vera tiltölulega viðráðanleg bráð, en eins og staðan er í dag er beinlínis óraunhæft að gera kröfu um sigur Liverpool í nokkrum einasta leik. Því miður.
Reyndar er það svo að þrátt fyrir að Aston Villa sé langt frá því að vera besta liðið í boltanum hefur okkar mönnum gengið heldur brösuglega með Birmingham liðið, sérstaklega undanfarin ár. Það þarf að fara allt aftur til daga Roy Hodgson til að finna heimasigur gegn Villa, en í desember 2010 lagði Liverpool Villa 3-0 á Anfield með mörkum frá Maxi Rodriguez, Ryan Babel og David NGog. Síðan þá hafa liðin mæst fjórum sinnum í deildinni á Anfield, tvisvar hefur orðið jafntefli og tvisvar hefur Aston Villa farið með sigur af hólmi. Við tölum svo ekkert um undanúrslitaleikinn í bikarnum í vor. Ok?
Sé litið lengra aftur í tímann þá má sjá þá athyglisverðu tölfræði að Aston Villa er í hópi þeirra liða sem oftast hefur lagt Liverpool að velli á Anfield í Úrvalsdeildinni. Manchester United trónir á toppnum með 11 sigra, en þar á eftir koma Arsenal, Chelsea og Aston Villa með 6 sigra. United hefur skorað flest mörk gegn okkar mönnum á Anfield í Úrvalsdeildinni, eða 31, en þar á eftir koma sömu 3 lið öll með 26 mörk.
Frammistaða Liverpool liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska og mikil óánægja er meðal stuðningsmanna liðsins. Liverpool hefur einungis fengið 16 stig úr síðustu 15 leikjum sínum í deildinni og óratími er síðan liðið skoraði síðast fleiri en eitt mark í leik.
Til að bæta gráu ofan á svart er meiðslalistinn hjá Liverpool orðinn heldur langur. Eins og greint var frá hér á síðunni í gær eru leikmenn að virði 100 milljón punda á listanum; Christian Benteke, Jordan Henderson, Roberto Firmino og Dejan Lovren. Þar að auki eru Jon Flanagan og Kolo Toure meiddir.
Þess má geta að Aston Villa er einnig í nokkrum meiðslavandræðum, Gabby Agbonlahor er til að mynda tæpur, en hann hefur oftar en ekki gert okkar mönnum lífið leitt með hraða sínum. Þá er Barcelona maðurinn Adame Traore eitthvað laskaður sem og Idrissa Gueye.
Brendan Rodgers sætir eðlilega mikilli gagnrýni þessa dagana og margir vilja meina að starf hans hangi hreinlega á bláþræði. Í gær lýsti Rodgers því yfir að hann myndi aldrei stíga sjálfviljugur til hliðar, en hann gerði sér grein fyrir þvi að starf sitt væri langt frá því að vera öruggt.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Brendan stillir upp liðinu í dag. Það er líklegt að hann haldi sig við þriggja miðvarða vörnina sem hann hefur gripið til að undanförnu. Það kerfi virðist í það minnsta henta liðinu heldur skár en flest þau afbrigði af 4-3-3 sem Rodgers hefur reynt hingað til.
Mamadou Sakho kemur örugglega inn í vörnina í stað Lovren og líklega heldur Moreno sæti sínu í liðinu. Þá er nokkuð víst að Daniel Sturridge verður látinn byrja frammi og vonandi verður Danny Ings við hlið hans, en hann er okkar hættulegasti maður þessa dagana, hefur skorað í síðustu tveimur leikjum. Þess má geta að Ings skoraði í báðum leikjum Burnley gegn Villa á síðustu leiktíð.
Það eina sem er öruggt í liðsvalinu er að miðjan verður hreint ekki spennandi. Það kemur afskaplega lítið sóknarlega út úr þeim sem líklegast er að Rodgers tefli fram; Milner, Lucas, Allen og Can - sem verður reyndar væntanlega í vörninni. Einu miðjumennirnir sem sýna einhverja sóknartilburði eru Lallana og Coutinho og líkurnar á að þeir fái báðir að vera inni á miðsvæðinu eru afskaplega litlar.
Hvað sem fólki finnst um framkvæmdastjórann hljótum við öll að vona að Liverpool liðið fari nú loks að girða sig í brók. Það er ekki nokkur frammistaða að vera fyrir neðan miðja deild eftir sex umferðir og sjá hreinlega ekki til sólar. Staðan er orðin svo gallsúr að á netmiðlum má sjá að margir stuðningsmenn óska þess helst að Liverpool tapi í dag, svo Brendan verði loksins látinn fara. Það er dapurlegt.
Ég viðurkenni það ég er farinn að efast um að Brendan geti snúið taflinu við. Ég hef haft miklar mætur á honum alveg frá því hann kom til félagsins og hef litið svo á að kostir hans séu fleiri en gallarnir. Það er erfitt að rökstyðja það eins og staðan er í dag. En hvað sem því líður vona ég að sjálfsögðu að Liverpool fari með sigur af hólmi í dag. Annað kemur ekki til greina. Ég ætla að venju að vera bjartsýnn og spá 3-0 sigri með mörkum frá Lallana, Sturridge og Ings.
YNWA!
Fróðleikur:
-Martin Skrtel lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool þegar hann kom inná sem varamaður í leik gegn Aston Villa á Anfield í janúar 2008.
-Fari svo að okkar menn nái loksins að skora fleiri en eitt mark í leiknum í dag mun Liverpool ná þeim merka áfanga að skora yfir 200 mörk gegn Aston Villa á Anfield. Hingað til eru mörkin 198.
-Fari svo að Aston Villa skori mark í leiknum þá fara þeir yfir 100 marka múrinn á Anfield.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan