| Heimir Eyvindarson
Liverpool tók á móti Aston Villa á Anfield í dag og lék sinn líflegasta leik í langan tíma. Langþráður sigur og langþráð mörk frá Daniel Sturridge.
Brendan Rodgers gerði 5 breytingar á liðinu frá deildabikarleiknum gegn Carlisle á miðvikudaginn. Mignolet kom inn fyrir Bogdan og Sakho fyrir Lovren, eins og við var að búast. Þá komu Lucas, Coutinho og Sturridge inn fyrir Allen, Lallana og Firmino.
Liverpool fékk sannkallaða óskabyrjun því strax á 2. mínútu var fyrirliðinn James Milner búinn að koma liðinu yfir. Milner fékk þá sendingu frá Coutinho og skoraði með vinstri frá vítateigslínunni um það bil. Hnitmiðað skot og staðan 1-0. Frábær byrjun.
Næstu mínúturnar var mikið fjör á vellinum, báðum megin á vellinum. Rudy Gestede var aðgangsharður í loftinu upp við okkar mark og Emre Can og Danny Ings létu báðir að sér kveða hinum megin.
Á 22. mínútu átti Can undarlega hreinsun frá vítateigshorni okkar megin og beint fyrir eigið mark. Þar kom Gestede aðvífandi og skaut framhjá úr opnu marki. Undarlegir taktar hjá Can sem mátti þakka sínum sæla fyrir hvað afgreiðslan hjá Gestede var slöpp.
Liverpool var mun sterkara liðið í fyrri hálfleik, en það skapaðist þó óþarflega oft hætta okkar megin þegar við töpuðum boltanum því bæði voru Moreno og Clyne mjög sókndjarfir og eins var Emre Can ansi gjarn á að fara fram. Það skildi eftir talsvert pláss fyrir Sakho og Skrtel að verja, en sem betur fer náðu gestirnir ekki að nýta sér það fyrir hlé og Liverpool leiddi verðskuldað þegar gengið var til búningsherbergjanna.
Í síðari hálfleik var jafnvel enn meiri kraftur í sóknarleik okkar manna og fyrstu mínúturnar voru skuldlaus eign Liverpool. Coutinho var mjög hættulegur og Sturridge og Ings héldu Micah Richards og Joleon Lescott fullkomlega við efnið í vörn Villa.
Á 59. mínútu gerðist það sem við höfum verið að bíða eftir allt of lengi, að Liverpool skoraði meira en eitt mark. Þá skoraði Daniel Sturridge gull af marki eftir laglegan þríhyrning við James Milner. Mikið vorum við líka búin að bíða eftir Sturridge. Staðan 2-0 á Anfield og útlitið ekki verið eins bjart í háa herrans tíð.
Næstu mínúturnar hélt Liverpool áfram að sækja og Sturridge og Coutinho voru báðir líklegir til afreka, en á 66. mínútu náðu gestirnir að skora upp úr svo að segja sinni fyrstu sókn í hálfleiknum. Ef sókn skyldi kalla. Alan Hutton náði þá einhvernveginn að klafsast upp að endalínu og koma boltanum framhjá Lucas sem var að pönkast í honum. Boltinn fór framhjá steinsofandi varnarmönnum Liverpool og frosnum Mignolet í markinu, beint fyrir fætur Rudy Gestede sem lagði hann fyrirhafnarlítið í netið af tveggja metra færi. Ömurleg varnarvinna og skyndilega var sigurinn langþráði í stórhættu.
En það var ekki liðin mínúta þegar Sturridge var búinn að skora aftur og létta pressunni af okkar mönnum. Hann átti þá frábæran þríhyrning við Coutinho sem endaði með því að Sturridge renndi boltanum í fjærhornið með hægri. Glæsileg afgreiðsla og staðan 3-1.
Einungis fjórum mínútum síðar var Aston Villa aftur komið inn í leikinn! Jordan Amavi negldi boltanum inn í teiginn utan af vinstri kantinum þar sem Gestede kom á fleygiferð yfir Sakho og skallaði boltann af þvílíkum krafti í markið að Mignolet sá hann ekki fyrr en hann lá í netinu. Ekki hægt að kenna Belganum um eitt eða neitt, en það var ótrúlegt að sjá hvað Sakho skíttapaði þessu skallaeinvígi - eins og reyndar fleirum í leiknum. Staðan 3-2 og aftur farið að fara um sjóðheitan Brendan Rodgers á hliðarlínunni.
Leikmenn Liverpool eiga hrós skilið fyrir að detta ekki strax of mikið til baka. Þeir héldu áfram að sækja og freistuðu þess að ná fjórða markinu. Coutinho átti tvær ágætar tilraunir en hættulegustu færin fékk Daniel Sturridge. Hann hefði í tvígang getað fullkomnað þrennuna ef heppnin hefði verið með honum. Undir lokin náði Villa að setja svolitla pressu á okkar menn en liðið stóðst álagið og landaði kærkomnum sigri.
Alls ekki fullkominn leikur og varnarvinnan í raun alls ekki nógu góð, sérstaklega í fyrra marki Villa, en það var virkilega ánægjulegt að sjá ákefðina og baráttuviljann í leikmönnum í dag. Liðið skapaði sér fullt af færum og menn börðust til síðasta blóðdropa. Pressan var góð og flæðið betra en oft áður.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Can, Lucas, Milner, Coutinho, Ings, Sturridge (Allen á 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Bogdán, Gomez,Toure, Lallana, Origi, Ibe.
Mörk Liverpool: Milner á 2. mín, Sturridge á 59. og 67. mín.
Aston Villa: Guzan, Hutton, Richards, Lescott, Amavi, Sanchez, Gana Gueye, Westwood, Sinclair, Grealish, Gestede. Ónotaðir varamenn: Clark, Baguna, Gil, Bunn, Veretout, Traore, Ayew.
Mörk Aston Villa: Gestede á 66. og 71. mín.
Áhorfendur á Anfield Road: 44,228.-
Maður leiksins: Bæði Lucas og Milner voru óvenju góðir í dag og hefðu báðir á venjulegum degi getað hreppt nafnbótina maður leiksins. En dagurinn í dag var bara enginn venjulegur dagur, því í dag kom Daniel Sturridge til baka með látum og Guð minn almáttugur hvað við höfum saknað hans. Hann var kannski ekki heilt yfir besti maðurinn á vellinum en það er ekki hægt annað en að verðlauna hann fyrir þessi frábæru mörk sem hann gerði í dag. Velkominn aftur!
Brendan Rodgers: „Stuðningur áhorfenda var frábær í dag og loksins gáfum við þeim eitthvað til að syngja um. Nú eru aðeins fimm stig í toppinn, en það er mikil vinna framundan."
TIL BAKA
Kærkominn sigur og kærkomin mörk
Brendan Rodgers gerði 5 breytingar á liðinu frá deildabikarleiknum gegn Carlisle á miðvikudaginn. Mignolet kom inn fyrir Bogdan og Sakho fyrir Lovren, eins og við var að búast. Þá komu Lucas, Coutinho og Sturridge inn fyrir Allen, Lallana og Firmino.
Liverpool fékk sannkallaða óskabyrjun því strax á 2. mínútu var fyrirliðinn James Milner búinn að koma liðinu yfir. Milner fékk þá sendingu frá Coutinho og skoraði með vinstri frá vítateigslínunni um það bil. Hnitmiðað skot og staðan 1-0. Frábær byrjun.
Næstu mínúturnar var mikið fjör á vellinum, báðum megin á vellinum. Rudy Gestede var aðgangsharður í loftinu upp við okkar mark og Emre Can og Danny Ings létu báðir að sér kveða hinum megin.
Á 22. mínútu átti Can undarlega hreinsun frá vítateigshorni okkar megin og beint fyrir eigið mark. Þar kom Gestede aðvífandi og skaut framhjá úr opnu marki. Undarlegir taktar hjá Can sem mátti þakka sínum sæla fyrir hvað afgreiðslan hjá Gestede var slöpp.
Liverpool var mun sterkara liðið í fyrri hálfleik, en það skapaðist þó óþarflega oft hætta okkar megin þegar við töpuðum boltanum því bæði voru Moreno og Clyne mjög sókndjarfir og eins var Emre Can ansi gjarn á að fara fram. Það skildi eftir talsvert pláss fyrir Sakho og Skrtel að verja, en sem betur fer náðu gestirnir ekki að nýta sér það fyrir hlé og Liverpool leiddi verðskuldað þegar gengið var til búningsherbergjanna.
Í síðari hálfleik var jafnvel enn meiri kraftur í sóknarleik okkar manna og fyrstu mínúturnar voru skuldlaus eign Liverpool. Coutinho var mjög hættulegur og Sturridge og Ings héldu Micah Richards og Joleon Lescott fullkomlega við efnið í vörn Villa.
Á 59. mínútu gerðist það sem við höfum verið að bíða eftir allt of lengi, að Liverpool skoraði meira en eitt mark. Þá skoraði Daniel Sturridge gull af marki eftir laglegan þríhyrning við James Milner. Mikið vorum við líka búin að bíða eftir Sturridge. Staðan 2-0 á Anfield og útlitið ekki verið eins bjart í háa herrans tíð.
Næstu mínúturnar hélt Liverpool áfram að sækja og Sturridge og Coutinho voru báðir líklegir til afreka, en á 66. mínútu náðu gestirnir að skora upp úr svo að segja sinni fyrstu sókn í hálfleiknum. Ef sókn skyldi kalla. Alan Hutton náði þá einhvernveginn að klafsast upp að endalínu og koma boltanum framhjá Lucas sem var að pönkast í honum. Boltinn fór framhjá steinsofandi varnarmönnum Liverpool og frosnum Mignolet í markinu, beint fyrir fætur Rudy Gestede sem lagði hann fyrirhafnarlítið í netið af tveggja metra færi. Ömurleg varnarvinna og skyndilega var sigurinn langþráði í stórhættu.
Leikmenn Liverpool eiga hrós skilið fyrir að detta ekki strax of mikið til baka. Þeir héldu áfram að sækja og freistuðu þess að ná fjórða markinu. Coutinho átti tvær ágætar tilraunir en hættulegustu færin fékk Daniel Sturridge. Hann hefði í tvígang getað fullkomnað þrennuna ef heppnin hefði verið með honum. Undir lokin náði Villa að setja svolitla pressu á okkar menn en liðið stóðst álagið og landaði kærkomnum sigri.
Alls ekki fullkominn leikur og varnarvinnan í raun alls ekki nógu góð, sérstaklega í fyrra marki Villa, en það var virkilega ánægjulegt að sjá ákefðina og baráttuviljann í leikmönnum í dag. Liðið skapaði sér fullt af færum og menn börðust til síðasta blóðdropa. Pressan var góð og flæðið betra en oft áður.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Can, Lucas, Milner, Coutinho, Ings, Sturridge (Allen á 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Bogdán, Gomez,Toure, Lallana, Origi, Ibe.
Mörk Liverpool: Milner á 2. mín, Sturridge á 59. og 67. mín.
Aston Villa: Guzan, Hutton, Richards, Lescott, Amavi, Sanchez, Gana Gueye, Westwood, Sinclair, Grealish, Gestede. Ónotaðir varamenn: Clark, Baguna, Gil, Bunn, Veretout, Traore, Ayew.
Mörk Aston Villa: Gestede á 66. og 71. mín.
Áhorfendur á Anfield Road: 44,228.-
Maður leiksins: Bæði Lucas og Milner voru óvenju góðir í dag og hefðu báðir á venjulegum degi getað hreppt nafnbótina maður leiksins. En dagurinn í dag var bara enginn venjulegur dagur, því í dag kom Daniel Sturridge til baka með látum og Guð minn almáttugur hvað við höfum saknað hans. Hann var kannski ekki heilt yfir besti maðurinn á vellinum en það er ekki hægt annað en að verðlauna hann fyrir þessi frábæru mörk sem hann gerði í dag. Velkominn aftur!
Brendan Rodgers: „Stuðningur áhorfenda var frábær í dag og loksins gáfum við þeim eitthvað til að syngja um. Nú eru aðeins fimm stig í toppinn, en það er mikil vinna framundan."
Fróðleikur:
-Þetta var fyrsti sigur Liverpool í deildinni síðan 17. ágúst, þegar liðið sigraði Bournemouth 1-0.
-Þetta var í fyrsta sinn síðan í febrúar sem Liverpool liðið skorar 3 mörk í leik, en þá voru lokatölur einnig 3-2 á Anfield og andstæðingurinn Tottenham.
-Þetta var í fyrsta sinn síðan í byrjun maí sem Liverpool skorar meira en eitt mark í alvöruleik.
-Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Aston Villa á Anfield síðan í desember 2010. Þá stjórnaði Roy Hodgson liðinu og Maxi Rodriguez, David NGog og Ryan Babel skoruðu mörkin í 3-0 sigri.
-Fyrra mark Daniel Sturridge í dag var 200. markið sem Liverpool skorar á móti Aston Villa á heimavelli í deildakeppni.
-Fyrra mark Rudy Gestede í dag var 100. markið sem Aston Villa skorar á Anfield í deildakeppni.
-Aston Villa hefur nú skorað 28 mörk á Anfield frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð. Aðeins Manchester United hefur gert betur (31 mark).
-Joe Allen lék í dag sinn 200. deildaleik á ferlinum.
-Adam Bogdan fagnar 28 ára afmæli í dag.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
-Þetta var í fyrsta sinn síðan í febrúar sem Liverpool liðið skorar 3 mörk í leik, en þá voru lokatölur einnig 3-2 á Anfield og andstæðingurinn Tottenham.
-Þetta var í fyrsta sinn síðan í byrjun maí sem Liverpool skorar meira en eitt mark í alvöruleik.
-Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Aston Villa á Anfield síðan í desember 2010. Þá stjórnaði Roy Hodgson liðinu og Maxi Rodriguez, David NGog og Ryan Babel skoruðu mörkin í 3-0 sigri.
-Fyrra mark Daniel Sturridge í dag var 200. markið sem Liverpool skorar á móti Aston Villa á heimavelli í deildakeppni.
-Fyrra mark Rudy Gestede í dag var 100. markið sem Aston Villa skorar á Anfield í deildakeppni.
-Aston Villa hefur nú skorað 28 mörk á Anfield frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð. Aðeins Manchester United hefur gert betur (31 mark).
-Joe Allen lék í dag sinn 200. deildaleik á ferlinum.
-Adam Bogdan fagnar 28 ára afmæli í dag.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan