| Sf. Gutt
Martin Skrtel náði þeim áfanga á móti Carlisle United í Deildarbikarnum að spila 300. leik sinn fyrir hönd Liverpool. Hann er nú leikjahæsti leikmaður Liverpool.
Rafael Benítez fékk Martin til Liverpool í janúar 2008 frá Zenit í Pétursborg. Alla tíð síðan hefur Martin spilað talsvert á hverri leiktíð og jafnan staðið fyrir sínu. Slóvakinn er ekki alltaf öryggið uppmálað en hann er þekktur fyrir baráttuanda og fórnfýsi. Helsti veikleiki hans er að hann er ekki nógu góður stjórnandi í vörninni. Reyndar hefur Liverpool vantað stjórnanda í öftustu línuna frá því Jamie Carragher hætti. En sumum þykir að Slóvakinn sé ekki nógu góður og þeir sem spili með honum í vörninni séu ekki nógu öruggir með honum.
Það segir sína sögu að Martin hefur leikið undir stjórn Roy Hodgson, Kenny Dalglish og Brendan Rodgers. Eins er það til marks um að Martin er býsna góður að hann hefur yfirleitt verið miðvörður með einhverjum öðrum í stað þess að detta út úr liðinu sjálfur. Hann hefur til dæmis spilað með Sami Hyypia, Daniel Agger og Jamie Carragher og nú Dejan Lovren og Mamadou Sakho.
Martin Skrtel hefur unnið einn titil á ferli sínum með Liverpool en hann vann Deildarbikarinn á leiktíðinni 2011/12 sem var kannski besta leiktíð hans. Hann varð í úrslitaleiknum við Cardiff City fyrsti leikmaður Liverpool til að skora á nýja Wembley. Martin gerði nýjan samning við Liverpool í sumar og Brendan virðist ætla að halda tryggð við hann. Hvað sem má segja um Martin þá hefur hann nú spilað 300 leiki með Liverpool og það verður ekki af honum tekið. Hann hefur skorað 17 mörk í rétt mark en þau munu vera sjö sem hann hefur skorað fyrir andstæðinga Liverpool.
TIL BAKA
Martin Skrtel með 300 leiki

Martin Skrtel náði þeim áfanga á móti Carlisle United í Deildarbikarnum að spila 300. leik sinn fyrir hönd Liverpool. Hann er nú leikjahæsti leikmaður Liverpool.

Rafael Benítez fékk Martin til Liverpool í janúar 2008 frá Zenit í Pétursborg. Alla tíð síðan hefur Martin spilað talsvert á hverri leiktíð og jafnan staðið fyrir sínu. Slóvakinn er ekki alltaf öryggið uppmálað en hann er þekktur fyrir baráttuanda og fórnfýsi. Helsti veikleiki hans er að hann er ekki nógu góður stjórnandi í vörninni. Reyndar hefur Liverpool vantað stjórnanda í öftustu línuna frá því Jamie Carragher hætti. En sumum þykir að Slóvakinn sé ekki nógu góður og þeir sem spili með honum í vörninni séu ekki nógu öruggir með honum.

Það segir sína sögu að Martin hefur leikið undir stjórn Roy Hodgson, Kenny Dalglish og Brendan Rodgers. Eins er það til marks um að Martin er býsna góður að hann hefur yfirleitt verið miðvörður með einhverjum öðrum í stað þess að detta út úr liðinu sjálfur. Hann hefur til dæmis spilað með Sami Hyypia, Daniel Agger og Jamie Carragher og nú Dejan Lovren og Mamadou Sakho.


Martin Skrtel hefur unnið einn titil á ferli sínum með Liverpool en hann vann Deildarbikarinn á leiktíðinni 2011/12 sem var kannski besta leiktíð hans. Hann varð í úrslitaleiknum við Cardiff City fyrsti leikmaður Liverpool til að skora á nýja Wembley. Martin gerði nýjan samning við Liverpool í sumar og Brendan virðist ætla að halda tryggð við hann. Hvað sem má segja um Martin þá hefur hann nú spilað 300 leiki með Liverpool og það verður ekki af honum tekið. Hann hefur skorað 17 mörk í rétt mark en þau munu vera sjö sem hann hefur skorað fyrir andstæðinga Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan