| Sf. Gutt
Sigur Liverpol á Aston Villa í gær var sérstaklega kærkominn eftir að gagnrýni hafði bulið á Brendan Rodgers jafnt og leikmönnum Liverpool síðustu vikur. James segir að gagnrýnin hafi þjappað leikmönnum Liverpool saman.
,,Þegar illa gengur er auðvitað von á mikilli pressu og það er mikilvægt að standa saman á slíkum tímum. Það hefur margt verið sagt. En það eru alltaf miklir öfgar í umræðunni jafnt þegar vel gengur og illa. Við erum fimm stigum frá efsta sætinu svo hlutirnir geta verð fljótir að breytast."
Brendan Rodgers hefur verið gagnrýndur harðlega og margir vilja að skipt verði um framkvæmdastjóra. James segist vera hrifinn af því hvernig Brendan vinnur.
,,Ég hef hrifist af framkvæmdastjóranum. Undirbúningurinn fyrir leiki er mikill og það er lagt upp í hvern leik með ákveðið skipulag. Hann er mjög vel með á nótunum og er jafnan búinn að segja það á undan mér það sem ég hef ætlað að leggja til mála."
,,Það er enn verk að vinna en ég held að við séum að þokast í rétta átt. Menn hafa verið að meiðast og það var gott að fá Joe Allen og Studge aftur. Það á eftir að taka tíma fyrir nýju leikmennina að ná saman en við ætlum okkur að vinna leiki á meðan þeir eru að því. Við eigum eftir að verða betri eftir því sem við spilum lengur saman."
James Milner er fyrirliði Liverpool nú á meðan Jordan Henderson er að ná sér af ristarbortinu. Hann, eins og margir aðrir, hefur mátt þola gagnrýni eftir síðustu leiki en hann náði að skora sitt fyrsta mark á móti Aston Villa og lék betur en upp á síðkastið.
,,Það var mikilvægt að ná góðri byrjun. Ég vil leggja eins mikið til liðsins eins og ég mögulega get. Ég veit að ég get skorað og það er mikilvægt að ég geri það. Vonandi er þetta bara fyrsta markið af mörgum."
Nú er að halda áfram að skora og safna stigum.
TIL BAKA
Gagnrýnin þjappaði okkur saman
Sigur Liverpol á Aston Villa í gær var sérstaklega kærkominn eftir að gagnrýni hafði bulið á Brendan Rodgers jafnt og leikmönnum Liverpool síðustu vikur. James segir að gagnrýnin hafi þjappað leikmönnum Liverpool saman.
,,Þegar illa gengur er auðvitað von á mikilli pressu og það er mikilvægt að standa saman á slíkum tímum. Það hefur margt verið sagt. En það eru alltaf miklir öfgar í umræðunni jafnt þegar vel gengur og illa. Við erum fimm stigum frá efsta sætinu svo hlutirnir geta verð fljótir að breytast."
Brendan Rodgers hefur verið gagnrýndur harðlega og margir vilja að skipt verði um framkvæmdastjóra. James segist vera hrifinn af því hvernig Brendan vinnur.
,,Ég hef hrifist af framkvæmdastjóranum. Undirbúningurinn fyrir leiki er mikill og það er lagt upp í hvern leik með ákveðið skipulag. Hann er mjög vel með á nótunum og er jafnan búinn að segja það á undan mér það sem ég hef ætlað að leggja til mála."
,,Það er enn verk að vinna en ég held að við séum að þokast í rétta átt. Menn hafa verið að meiðast og það var gott að fá Joe Allen og Studge aftur. Það á eftir að taka tíma fyrir nýju leikmennina að ná saman en við ætlum okkur að vinna leiki á meðan þeir eru að því. Við eigum eftir að verða betri eftir því sem við spilum lengur saman."
James Milner er fyrirliði Liverpool nú á meðan Jordan Henderson er að ná sér af ristarbortinu. Hann, eins og margir aðrir, hefur mátt þola gagnrýni eftir síðustu leiki en hann náði að skora sitt fyrsta mark á móti Aston Villa og lék betur en upp á síðkastið.
,,Það var mikilvægt að ná góðri byrjun. Ég vil leggja eins mikið til liðsins eins og ég mögulega get. Ég veit að ég get skorað og það er mikilvægt að ég geri það. Vonandi er þetta bara fyrsta markið af mörgum."
Nú er að halda áfram að skora og safna stigum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan