| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur okkar manna er gegn svissneska liðinu FC Sion í B-riðli Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:05 að íslenskum tíma fimmtudaginn 1. október.
Andrúmsloftið er eilítið léttara í kringum félagið eftir ágætan sigur á Aston Villa um helgina en þar sem næsti deildarleikur er gegn Everton á útivelli, þá eru margir að horfa á þann leik frekar en þennan sem mikilvægt innlegg í það hvort Rodgers haldi starfi sínu eða ekki.
En hver einasti leikur er mikilvægur og sigur gegn Sion ætti að einfaldlega að gera öllum hjá félaginu gott uppá framhaldið að gera. Það er þó ljóst að Rodgers verður með nágrannaslaginn í huga þegar hann stillir upp liði fyrir þennan leik. T.d. mun Daniel Sturridge ekki taka neinn þátt í leiknum og er það vel, sá leikmaður á eingöngu að spila deildarleiki á meðan allir eru með í maganum hvort hann meiðist aftur. Og reyndar má deila um það hvort að þessi magaverkur hverfi nokkurntímann á meðan Sturridge er Liverpool leikmaður. Á meiðslalistanum eru svo áfram þeir Dejan Lovren, Roberto Firmino, Christian Benteke, Jordan Henderson og Jon Flanagan og enginn þeirra á möguleika á því að ná þessum leik. Liðsuppstilling Brendan Rodgers verður því væntanlega fróðleg, það væri t.d. dýrt að missa fleiri menn í meiðsli í þessum leik. Að öllum líkindum mun hann kalla á unga leikmenn líkt og hann gerði í síðasta Evrópudeildarleik. Flestir af þeim ungliðum sem spiluðu gegn Bordeaux stóðu sig vel og mega því gjarnan fá tækifærið aftur.
Liðin hafa aðeins mæst tvisvar áður í sögu félaganna en það var í hinni sálugu keppni Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. Liverpool vann báða leikina. Þann fyrri 2-1 á útivelli þar sem Íslandsvinirnir Robbie Fowler og John Barnes skoruðu mörkin. Seinni leikurinn á Anfield var markaveisla sem endaði 6-3. Þar skoruðu Barnes og Fowler aftur og nú var Fowler með tvö mörk. Hin mörkin skoruðu þeir Steve McManaman, Stig Inge Björnebye og Patrik Berger.
FC Sion unnu sinn fyrsta leik í riðlakeppninni heima gegn Rubin Kazan 2-1 og eru því með 3 stig á meðan okkar menn gerðu eins og kunnugt er jafntefli úti gegn Bordeaux 1-1.
Andrúmsloftið er eilítið léttara í kringum félagið eftir ágætan sigur á Aston Villa um helgina en þar sem næsti deildarleikur er gegn Everton á útivelli, þá eru margir að horfa á þann leik frekar en þennan sem mikilvægt innlegg í það hvort Rodgers haldi starfi sínu eða ekki.
En hver einasti leikur er mikilvægur og sigur gegn Sion ætti að einfaldlega að gera öllum hjá félaginu gott uppá framhaldið að gera. Það er þó ljóst að Rodgers verður með nágrannaslaginn í huga þegar hann stillir upp liði fyrir þennan leik. T.d. mun Daniel Sturridge ekki taka neinn þátt í leiknum og er það vel, sá leikmaður á eingöngu að spila deildarleiki á meðan allir eru með í maganum hvort hann meiðist aftur. Og reyndar má deila um það hvort að þessi magaverkur hverfi nokkurntímann á meðan Sturridge er Liverpool leikmaður. Á meiðslalistanum eru svo áfram þeir Dejan Lovren, Roberto Firmino, Christian Benteke, Jordan Henderson og Jon Flanagan og enginn þeirra á möguleika á því að ná þessum leik. Liðsuppstilling Brendan Rodgers verður því væntanlega fróðleg, það væri t.d. dýrt að missa fleiri menn í meiðsli í þessum leik. Að öllum líkindum mun hann kalla á unga leikmenn líkt og hann gerði í síðasta Evrópudeildarleik. Flestir af þeim ungliðum sem spiluðu gegn Bordeaux stóðu sig vel og mega því gjarnan fá tækifærið aftur.
Liðin hafa aðeins mæst tvisvar áður í sögu félaganna en það var í hinni sálugu keppni Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. Liverpool vann báða leikina. Þann fyrri 2-1 á útivelli þar sem Íslandsvinirnir Robbie Fowler og John Barnes skoruðu mörkin. Seinni leikurinn á Anfield var markaveisla sem endaði 6-3. Þar skoruðu Barnes og Fowler aftur og nú var Fowler með tvö mörk. Hin mörkin skoruðu þeir Steve McManaman, Stig Inge Björnebye og Patrik Berger.
FC Sion unnu sinn fyrsta leik í riðlakeppninni heima gegn Rubin Kazan 2-1 og eru því með 3 stig á meðan okkar menn gerðu eins og kunnugt er jafntefli úti gegn Bordeaux 1-1.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan