| Heimir Eyvindarson
Liverpool og Everton skildu jöfn á Goodison Park í dag. Það reyndist síðasti naglinn í líkkistu Brendan Rodgers, sem var rekinn klukkutíma eftir leik.
Það er í sjálfu sér ekki mikið um leikinn sjálfan að segja, aðalfrétt dagsins er auðvitað að Rodgers skyldi vera látinn taka pokann sinn. En hér verður stiklað á stóru um gang leiksins.
Brendan stillti upp sama liði og sigraði Aston Villa um síðustu helgi og leikurinn fór ágætlega af stað. Greinilegur baráttuhugur í báðum liðum, að minnsta kosti í fyrri hálfleik. Fyrsta almennilega færi leiksins kom á 28. mínútu þegar Ross Barkley sendi aukaspyrnu beint á kollinn á Naismith sem Sakho hafði alveg gleymt að dekka. Naismith átti góðan skalla að markinu, en Mignolet varði vel.
Tveimur mínútum síðar átti McCarthy hörkuskot að marki Liverpool en Mignolet varði aftur mjög vel. Liverpool stálheppið að fá ekki á sig tvö mörk á tveimur mínútum.
Á 41. mínútu skoraði Danny Ings svo fyrsta mark leiksins, með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Milner. Tim Howard hefði átt að gera mun betur, en mark er mark og staðan orðin 0-1 á Goodison.
Eins og venjulega voru okkar menn snöggir að glutra forystunni niður. Í uppbótartíma skoraði Lukaku skelfilega slysalegt mark þar sem Moreno leyfði Delofeu að gefa fyrir óáreittur, Can fékk boltann aleinn í miðjum teignum, sparkaði honum beint í hælana á Skrtel og þaðan skoppaði hann fyrir fætur Lukaku sem átti ekki í erfiðleikum með að skora. Einstaklega aulalegt mark í alla staði. Staðan 1-1 í hálfleik.
Af síðari hálfleik er síðan eiginlega ekkert að segja. Mignolet varði einu sinni vel frá Lukaku, Lucas Leiva var stálheppinn að fjúka ekki útaf og Lukaku og Sakho lenti heiftarlega saman.
Niðurstaðan 1-1 jafntefli á Goodison Park og nú biðu stuðningsmenn bara eftir því hvort úrslit dagsins hefðu eitthvað að segja um framtíð stjórans. Það kom svo á daginn að jafnteflið var kornið sem fyllti mælinn og Rodgers var látinn taka pokann sinn fljótlega eftir leikinn.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Clyne, Moreno, Lucas (Allen á 79. mín.), Milner, Coutinho, Ings (Lallana á 76. mín.), Sturridge. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Rossiter, Ibe, Origi og Gomez.
Mark Liverpool: Danny Ings á 41. mín.
Gul spjöld: Lucas, Sakho, Can.
Everton: Howard, Galloway, Funes Mori, Jagielka, Browning, Barry, McCarthy, Naismith(Kone á 79. mín.), Barry, Delofeu (Lennon á 60. mín.), Barkley, Lukaku. Ónotaðir varamenn: Osman, Gibson, Oviedo, Robles, Holgate.
Mark Everton: Lukaku á 48. mín.
Gul spjöld: Lukaku, McCarthy, Barkley.
Maður leiksins: Simon Mignolet fannst mér besti maður Liverpool í leiknum. Markvörslurnar tvær í fyrri hálfleik voru dýrmætar og fyrir þær hlýtur hann nafnbótina maður leiksins.
Brendan Rodgers: „Ég er stoltur af framlagi leikmanna í dag. Þetta er erfiður útivöllur og við komumst verðskuldað yfir í fyrri hálfleik en óheppnin elti okkur í jöfnunarmarkinu. Í síðari hálfleik fannst mér við gera vel að standast pressuna frá Everton."
Þess má geta að Brendan neitaði að kannast við að finna fyrir nokkurri pressu í starfinu. Hann sagðist ekkert hugsa um það, enda væri það hans hlutverk að hlúa að liðinu. Í fréttum nú undir kvöld kemur síðan fram að honum hafi verið tilkynnt um uppsöginina í síma u.þ.b. klukkustund eftir leikinn.
TIL BAKA
Jafntefli í grannaslagnum
Liverpool og Everton skildu jöfn á Goodison Park í dag. Það reyndist síðasti naglinn í líkkistu Brendan Rodgers, sem var rekinn klukkutíma eftir leik.
Það er í sjálfu sér ekki mikið um leikinn sjálfan að segja, aðalfrétt dagsins er auðvitað að Rodgers skyldi vera látinn taka pokann sinn. En hér verður stiklað á stóru um gang leiksins.
Tveimur mínútum síðar átti McCarthy hörkuskot að marki Liverpool en Mignolet varði aftur mjög vel. Liverpool stálheppið að fá ekki á sig tvö mörk á tveimur mínútum.
Á 41. mínútu skoraði Danny Ings svo fyrsta mark leiksins, með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Milner. Tim Howard hefði átt að gera mun betur, en mark er mark og staðan orðin 0-1 á Goodison.
Eins og venjulega voru okkar menn snöggir að glutra forystunni niður. Í uppbótartíma skoraði Lukaku skelfilega slysalegt mark þar sem Moreno leyfði Delofeu að gefa fyrir óáreittur, Can fékk boltann aleinn í miðjum teignum, sparkaði honum beint í hælana á Skrtel og þaðan skoppaði hann fyrir fætur Lukaku sem átti ekki í erfiðleikum með að skora. Einstaklega aulalegt mark í alla staði. Staðan 1-1 í hálfleik.
Af síðari hálfleik er síðan eiginlega ekkert að segja. Mignolet varði einu sinni vel frá Lukaku, Lucas Leiva var stálheppinn að fjúka ekki útaf og Lukaku og Sakho lenti heiftarlega saman.
Niðurstaðan 1-1 jafntefli á Goodison Park og nú biðu stuðningsmenn bara eftir því hvort úrslit dagsins hefðu eitthvað að segja um framtíð stjórans. Það kom svo á daginn að jafnteflið var kornið sem fyllti mælinn og Rodgers var látinn taka pokann sinn fljótlega eftir leikinn.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Clyne, Moreno, Lucas (Allen á 79. mín.), Milner, Coutinho, Ings (Lallana á 76. mín.), Sturridge. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Rossiter, Ibe, Origi og Gomez.
Mark Liverpool: Danny Ings á 41. mín.
Gul spjöld: Lucas, Sakho, Can.
Everton: Howard, Galloway, Funes Mori, Jagielka, Browning, Barry, McCarthy, Naismith(Kone á 79. mín.), Barry, Delofeu (Lennon á 60. mín.), Barkley, Lukaku. Ónotaðir varamenn: Osman, Gibson, Oviedo, Robles, Holgate.
Mark Everton: Lukaku á 48. mín.
Gul spjöld: Lukaku, McCarthy, Barkley.
Maður leiksins: Simon Mignolet fannst mér besti maður Liverpool í leiknum. Markvörslurnar tvær í fyrri hálfleik voru dýrmætar og fyrir þær hlýtur hann nafnbótina maður leiksins.
Brendan Rodgers: „Ég er stoltur af framlagi leikmanna í dag. Þetta er erfiður útivöllur og við komumst verðskuldað yfir í fyrri hálfleik en óheppnin elti okkur í jöfnunarmarkinu. Í síðari hálfleik fannst mér við gera vel að standast pressuna frá Everton."
Þess má geta að Brendan neitaði að kannast við að finna fyrir nokkurri pressu í starfinu. Hann sagðist ekkert hugsa um það, enda væri það hans hlutverk að hlúa að liðinu. Í fréttum nú undir kvöld kemur síðan fram að honum hafi verið tilkynnt um uppsöginina í síma u.þ.b. klukkustund eftir leikinn.
Fróðleikur:
-Þetta var 225. viðureign Liverpool og Everton frá upphafi og 71. jafnteflið. Liverpool hefur unnið 88 sinnum og Everton 66 sinnum.
-Þetta var sjötta jafnteflið í síðustu sjö viðureignum liðanna.
-Þetta var í fyrsta sinn í 29 ár sem enginn heimamaður var í liði Liverpool í Merseyside Derby. Jordan Rossiter var eini uppaldi Liverpool búinn í hópi okkar manna í dag, en hann kom ekki við sögu í leiknum. Þess má geta að Rossiter hélt með Everton í æsku.
-Leikurinn í dag var 166. og jafnframt síðasti alvöru leikur Liverpool undir stjórn Brendan Rodgers.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
-Hér má sjá Brendan Rodgers sitja fyrir svörum á sínum síðasta blaðamannafundi sem stjóri Liverpool
-Hér má sjá yfirlýsingu FSG um starfslok Brendan Rodgers.
-Þetta var sjötta jafnteflið í síðustu sjö viðureignum liðanna.
-Þetta var í fyrsta sinn í 29 ár sem enginn heimamaður var í liði Liverpool í Merseyside Derby. Jordan Rossiter var eini uppaldi Liverpool búinn í hópi okkar manna í dag, en hann kom ekki við sögu í leiknum. Þess má geta að Rossiter hélt með Everton í æsku.
-Leikurinn í dag var 166. og jafnframt síðasti alvöru leikur Liverpool undir stjórn Brendan Rodgers.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
-Hér má sjá Brendan Rodgers sitja fyrir svörum á sínum síðasta blaðamannafundi sem stjóri Liverpool
-Hér má sjá yfirlýsingu FSG um starfslok Brendan Rodgers.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan