| Sf. Gutt
TIL BAKA
Markalaust í fyrsta leik hjá Jürgen
Ekkert mark var skorað í fyrsta leiknum sem Jürgen Klopp stýrði Liverpool í. Það mátti sjá handbragð Þjóðverjans á Liverpool en mikið verk er óunnið.
Mikil eftirvænting ríkti fyrir fyrsta leikinn sem Jürgen Klopp stýrði Liverpool. Ekki síst var þess beðið hvaða leikmönnum hann myndi tefla fram og hvað leikkerfi yrði notað.
Meiðsli höfðu sitt að segja í sambandi við uppstillinguna og það sagði sína sögu að þrír unglingar voru á bekknum Daniel Sturridge var óleikfær þegar til kom og Divock Origi fékk því það hlutverk að leiða sóknina. Stillt var up með fjóra menn í vörn.
Það var alveg greinilegt þegar flautað var til leiks að það mátti sjá handbragð Jürgen á leik liðsins. Fyrstu 25 mínúturnar eða svo djöfluðust leikmenn Liverpool út um allan völl og sú pressa sem Þjóðverjinn hefur verið þekktur fyrir að nota fór ekki framhjá neinum. Liverpool fékk fyrsta færið. James Milner tók horn frá hægri. Emre Can framlengdi boltann með höfðinu nær makrinu á Divock Origo. Skalli Belgans fór í þverslá og niður. Mikill hamagangur fylgdi en heimamenn náðu að bjarga.
Leikmenn Spurs komust lítt áleiðis til að byrja með en á 28. mínútu fengu þeir gott færi. Varamaðurinn Clinton Njie komst í færi eftir að Liverpool missti boltann en Simon Mignolet varði meistaralega með því að henda sér til hægri og slá boltann framhjá. Mögnuð markvarsla. Um níu mínútum seinna komst Harry Kane í skotfæri en Simon kom út á móti og varði með fæti. Boltinn hrökk út en Mamadou Sakho varðist vel og komst fyrir skot. Ekkert mark var komið þegar flautað var til leikhlés.
Síðari hálfleikurinn var tíðindalítill. Heimamenn voru sterkari en leikmenn Liverpool börðust eins og ljón. Fá færi sköpuðust. Þegar 12 mínútur voru eftir náði Liverpool að brjóta sókn heimamanna á bak aftur. Divock komst inn í vítateiginn en skot hans var laust og beint á Hugo Lloris.
Spurs fékk síðasta færið. Harry átti þá skot frá vítateignum eftir undirbúning Christan Eriksen. Simon var sem fyrr vel vel vakandi og varði vel. Ekkert mark leit dagsins ljós og taldist það sanngjarnt.
Barátta leikmanna Liverpool var til mikillar fyrirmyndar. Varnarmennirnir voru grimmir og einbeittir. Það var sannarlega gott að sjá leikmenn Liverpool hlaupa og pressa andstæðinga sinna. Það voru batamerki á liðinu, vörnin sterk en mikið verk er óunnið. Það verður gaman að sjá hvernig liðinu fer fram hjá þýska foringjanum!
Tottenham Hotspur: Lloris, Walker, Alderweireld, Vertonghen, Rose, Dembele, Alli, Lamela (Townsend 87. mín.), Eriksen, Chadli (N'Jie 11. mín.) og Kane. Ónotaðir varamenn: Vorm, Trippier, Wimmer, Winks og Davies.
Gult spjald: Erik Lamela.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Can, Leiva, Milner, Coutinho (Ibe 87. mín.), Lallana (Allen 81. mín.) og Origi. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Toure, Randall, Sinclair og Teixeira.
Gul spjöld: James Milner og Lucas Leiva.
Áhorfendur á White Hart Lane: 35.926.
Maður leiksins: Simon Mignolet. Belginn var frábær í markinu og varði þrisvar sinnum glæsilega.
Jürgen Klopp: Ég er ánægður því ég sá margt gott. Fyrstu tuttugu mínúturnar pressuðum við á þá og vorum grimmir. Við eigum eftir að vera sterkari. Stundum vorum svolítið taugaóstyrkir þegar við vorum með boltann og ástæðan var sú að við vorum of æstir. Menn voru oft á fullum krafti í leiknum. Við þurfum að bæta okkur en eftir að hafa unnið með leikmönnunum í einungis þrjá daga þá er ég fullkomlega ánægður.
- Jürgen Klopp stýrði Liverpool í fyrsta sinn.
- Hann er þriðji útlendingurinn til að stýra Liverpool á eftir Frakkanum Gérard Houllier og Rafael Benítez.
- Liverpool hélt hreinu í fyrsta skipti í níu leikjum.
- Joe Allen spilaði sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað fjórum sinnum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp af vefsíðu BBC.
Mikil eftirvænting ríkti fyrir fyrsta leikinn sem Jürgen Klopp stýrði Liverpool. Ekki síst var þess beðið hvaða leikmönnum hann myndi tefla fram og hvað leikkerfi yrði notað.
Meiðsli höfðu sitt að segja í sambandi við uppstillinguna og það sagði sína sögu að þrír unglingar voru á bekknum Daniel Sturridge var óleikfær þegar til kom og Divock Origi fékk því það hlutverk að leiða sóknina. Stillt var up með fjóra menn í vörn.
Það var alveg greinilegt þegar flautað var til leiks að það mátti sjá handbragð Jürgen á leik liðsins. Fyrstu 25 mínúturnar eða svo djöfluðust leikmenn Liverpool út um allan völl og sú pressa sem Þjóðverjinn hefur verið þekktur fyrir að nota fór ekki framhjá neinum. Liverpool fékk fyrsta færið. James Milner tók horn frá hægri. Emre Can framlengdi boltann með höfðinu nær makrinu á Divock Origo. Skalli Belgans fór í þverslá og niður. Mikill hamagangur fylgdi en heimamenn náðu að bjarga.
Leikmenn Spurs komust lítt áleiðis til að byrja með en á 28. mínútu fengu þeir gott færi. Varamaðurinn Clinton Njie komst í færi eftir að Liverpool missti boltann en Simon Mignolet varði meistaralega með því að henda sér til hægri og slá boltann framhjá. Mögnuð markvarsla. Um níu mínútum seinna komst Harry Kane í skotfæri en Simon kom út á móti og varði með fæti. Boltinn hrökk út en Mamadou Sakho varðist vel og komst fyrir skot. Ekkert mark var komið þegar flautað var til leikhlés.
Síðari hálfleikurinn var tíðindalítill. Heimamenn voru sterkari en leikmenn Liverpool börðust eins og ljón. Fá færi sköpuðust. Þegar 12 mínútur voru eftir náði Liverpool að brjóta sókn heimamanna á bak aftur. Divock komst inn í vítateiginn en skot hans var laust og beint á Hugo Lloris.
Spurs fékk síðasta færið. Harry átti þá skot frá vítateignum eftir undirbúning Christan Eriksen. Simon var sem fyrr vel vel vakandi og varði vel. Ekkert mark leit dagsins ljós og taldist það sanngjarnt.
Barátta leikmanna Liverpool var til mikillar fyrirmyndar. Varnarmennirnir voru grimmir og einbeittir. Það var sannarlega gott að sjá leikmenn Liverpool hlaupa og pressa andstæðinga sinna. Það voru batamerki á liðinu, vörnin sterk en mikið verk er óunnið. Það verður gaman að sjá hvernig liðinu fer fram hjá þýska foringjanum!
Tottenham Hotspur: Lloris, Walker, Alderweireld, Vertonghen, Rose, Dembele, Alli, Lamela (Townsend 87. mín.), Eriksen, Chadli (N'Jie 11. mín.) og Kane. Ónotaðir varamenn: Vorm, Trippier, Wimmer, Winks og Davies.
Gult spjald: Erik Lamela.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Can, Leiva, Milner, Coutinho (Ibe 87. mín.), Lallana (Allen 81. mín.) og Origi. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Toure, Randall, Sinclair og Teixeira.
Gul spjöld: James Milner og Lucas Leiva.
Áhorfendur á White Hart Lane: 35.926.
Maður leiksins: Simon Mignolet. Belginn var frábær í markinu og varði þrisvar sinnum glæsilega.
Jürgen Klopp: Ég er ánægður því ég sá margt gott. Fyrstu tuttugu mínúturnar pressuðum við á þá og vorum grimmir. Við eigum eftir að vera sterkari. Stundum vorum svolítið taugaóstyrkir þegar við vorum með boltann og ástæðan var sú að við vorum of æstir. Menn voru oft á fullum krafti í leiknum. Við þurfum að bæta okkur en eftir að hafa unnið með leikmönnunum í einungis þrjá daga þá er ég fullkomlega ánægður.
Fróðleikur
- Jürgen Klopp stýrði Liverpool í fyrsta sinn.
- Hann er þriðji útlendingurinn til að stýra Liverpool á eftir Frakkanum Gérard Houllier og Rafael Benítez.
- Liverpool hélt hreinu í fyrsta skipti í níu leikjum.
- Joe Allen spilaði sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað fjórum sinnum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan