| Sf. Gutt
Liverpool v Rubin Kazan
Jürgen Klopp stýrir Liverpool í fyrsta skipti á Anfield Road í kvöld og það verður spennandi að sjá hvernig frumraun hans á heimavelli gengur fyrir sig. Fyrsti leikur hans, gegn Tottenham á laugardaginn, þótti að mörgu lofa góðu. Liðsmenn voru snarpari, duglegri og það var meiri yfirferð á þeim en í síðustu leikjunum sem Brendan Rodgers stjórnaði. Þetta kom ekki á óvart því þetta var yfirbragðið á liðunum sem Jürgen var framkvæmdastjóri hjá í Þýskalandi.
Líklega mun Jürgen halda áfram á sömu braut í kvöld. Hann þarf á því að halda að Liverpool komist sem fyrst í gang og þá þýðir ekki að stilla upp veikara liði. Brendan leyfði nokkrum ungliðum að spreyta í fyrstu leikjunum og það var jákvætt í sjálfu sér en trúlega verður sterku liði teflt fram í kvöld. Rubin Kazan er meðallið í Rússlandi og hefur aðeins eitt stig í riðlinum sem er reyndar aðeins einu stigi minna en Liverpool. Leikurinn í kvöld er annar heimaleikur af þremur og Liverpool þarf nauðsynlega á sigri að halda ef það á að komast upp úr riðlinum.
Jürgen hefur ekki úr miklu að velja í framlínunni og þó að Daniel Sturridge og Christain Benteke séu á batavegi þá er líklegt að Divock Origi leiði sóknina. Jerome Sinclair gæti líka komið við sögu en hann var varamaður á móti Tottenham. Þó svo Brendan hafi átt í vandræðum með að koma lagi á varnarleikinn þá var sóknarleikurinn honum kannski að falli. Liverpool á að þola að fá á sig eitt mark í leik þó betra sé að halda hreinu. Eitt mark andstæðinga Liverpool þýðir að liðið á bara að svara með tveimur eða þremur mörkum. Ég spái því að Liverpool vinni 3:1. Divock, Jerome og James Milner skora.
Eitt er víst. Stuðningsmenn Liverpool verða líka að rífa sig í gang því ein ástæðan fyrir slöku gengi liðins er sú að stuðningsmennirnir hafa verið líflausir. Þeir þurfa á líta í eigin barm eins og leikmennirnir. Þetta helst auðvitað allt í hendur en stuðningsmenn Liverpool geta gert miklu betur eins og liðið þeirra. Það verður eftirminnilegt Evrópukvöld í kvöld.
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Rubin Kazan
Jürgen Klopp stýrir Liverpool í fyrsta skipti á Anfield Road í kvöld og það verður spennandi að sjá hvernig frumraun hans á heimavelli gengur fyrir sig. Fyrsti leikur hans, gegn Tottenham á laugardaginn, þótti að mörgu lofa góðu. Liðsmenn voru snarpari, duglegri og það var meiri yfirferð á þeim en í síðustu leikjunum sem Brendan Rodgers stjórnaði. Þetta kom ekki á óvart því þetta var yfirbragðið á liðunum sem Jürgen var framkvæmdastjóri hjá í Þýskalandi.
Líklega mun Jürgen halda áfram á sömu braut í kvöld. Hann þarf á því að halda að Liverpool komist sem fyrst í gang og þá þýðir ekki að stilla upp veikara liði. Brendan leyfði nokkrum ungliðum að spreyta í fyrstu leikjunum og það var jákvætt í sjálfu sér en trúlega verður sterku liði teflt fram í kvöld. Rubin Kazan er meðallið í Rússlandi og hefur aðeins eitt stig í riðlinum sem er reyndar aðeins einu stigi minna en Liverpool. Leikurinn í kvöld er annar heimaleikur af þremur og Liverpool þarf nauðsynlega á sigri að halda ef það á að komast upp úr riðlinum.
Jürgen hefur ekki úr miklu að velja í framlínunni og þó að Daniel Sturridge og Christain Benteke séu á batavegi þá er líklegt að Divock Origi leiði sóknina. Jerome Sinclair gæti líka komið við sögu en hann var varamaður á móti Tottenham. Þó svo Brendan hafi átt í vandræðum með að koma lagi á varnarleikinn þá var sóknarleikurinn honum kannski að falli. Liverpool á að þola að fá á sig eitt mark í leik þó betra sé að halda hreinu. Eitt mark andstæðinga Liverpool þýðir að liðið á bara að svara með tveimur eða þremur mörkum. Ég spái því að Liverpool vinni 3:1. Divock, Jerome og James Milner skora.
Eitt er víst. Stuðningsmenn Liverpool verða líka að rífa sig í gang því ein ástæðan fyrir slöku gengi liðins er sú að stuðningsmennirnir hafa verið líflausir. Þeir þurfa á líta í eigin barm eins og leikmennirnir. Þetta helst auðvitað allt í hendur en stuðningsmenn Liverpool geta gert miklu betur eins og liðið þeirra. Það verður eftirminnilegt Evrópukvöld í kvöld.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan