| Sf. Gutt
Jürgen Klopp sendir stuðningsmönnum Liverpool þessi skilaboð í leikskránni sem gefin er út fyrir Evrópudeildarleikinn við Rubin Kazan í kvöld. Hann segir stuðningsmenn Liverpool hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Hann hvetur okkur til að hafa trú á liðinu og því verki sem hann og samverkamenn hans eru að hefjast handa um.
,,Þetta er í fyrsta sinn sem ég stýri Liverpool sem framkvæmdastjóri á Anfield og þetta verður mikilvæg stund fyrir mig og starfslið mitt. Þið eigið mikilvægu hlutverki að gegna í því verki sem við ætlum að vinna hérna. Þið eruð einstakur hópur stuðningsmanna og andrúmsloftið sem þið skapið hérna er einstakt."
,,Ég bið ykkur að hafa trú á liðinu og eins hafa trú á því að við getum afrekað magnaða hluti saman. Við verðum öll að standa saman og njóta þeirrar upplifunar sem fylgir því að styðja svona stórfenglegt félag. Knattspyrna á að snúast um gleði og ánægju og hún á að endurspeglast í öllu starfi félagsins."
,,Liðið mun fara til leiks og berjast fyrir ykkur. Það stefnir að því, með framgöngu sinni, að vera fulltrúar ykkar, félagsins og borgarinnar. Þetta er von mín og trú."
Jürgen Klopp er spenntur fyrir kvöldinu. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að hann hlakkaði mikið til fyrsta leiksins á Anfield og að upplifa þá mögnuðu stemmningu sem stuðningsmenn Liverpool mynduðu þar! Uppselt er á leikinn og ég held að hann verði ekki fyrir vonbrigðum!
TIL BAKA
Þið eigið mikilvægu hlutverki að gegna!
Jürgen Klopp sendir stuðningsmönnum Liverpool þessi skilaboð í leikskránni sem gefin er út fyrir Evrópudeildarleikinn við Rubin Kazan í kvöld. Hann segir stuðningsmenn Liverpool hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Hann hvetur okkur til að hafa trú á liðinu og því verki sem hann og samverkamenn hans eru að hefjast handa um.
,,Þetta er í fyrsta sinn sem ég stýri Liverpool sem framkvæmdastjóri á Anfield og þetta verður mikilvæg stund fyrir mig og starfslið mitt. Þið eigið mikilvægu hlutverki að gegna í því verki sem við ætlum að vinna hérna. Þið eruð einstakur hópur stuðningsmanna og andrúmsloftið sem þið skapið hérna er einstakt."
,,Ég bið ykkur að hafa trú á liðinu og eins hafa trú á því að við getum afrekað magnaða hluti saman. Við verðum öll að standa saman og njóta þeirrar upplifunar sem fylgir því að styðja svona stórfenglegt félag. Knattspyrna á að snúast um gleði og ánægju og hún á að endurspeglast í öllu starfi félagsins."
,,Liðið mun fara til leiks og berjast fyrir ykkur. Það stefnir að því, með framgöngu sinni, að vera fulltrúar ykkar, félagsins og borgarinnar. Þetta er von mín og trú."
Jürgen Klopp er spenntur fyrir kvöldinu. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að hann hlakkaði mikið til fyrsta leiksins á Anfield og að upplifa þá mögnuðu stemmningu sem stuðningsmenn Liverpool mynduðu þar! Uppselt er á leikinn og ég held að hann verði ekki fyrir vonbrigðum!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan