| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ekki fullkomið, en ekki leiðinlegt heldur
Jürgen Klopp fékk góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann stýrði liðinu í fyrsta sinn á Anfield. Úrslit leiksins voru ákveðin vonbrigði, en Þjóðverjinn sá þó margt jákvætt.
,,Við byrjuðum leikinn vel og svo skoruðu þeir mark, sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Það er alltaf erfitt að lenda undir, en við komum sem betur fer strax til baka."
,,Það er auðvitað kostur að spila manni fleiri stóran hluta leiksins, en það sem gerðist var að þeir pökkuðu einfaldlega í vörn og við réðum ekki við að brjóta múrinn niður."
,,Við hefðum átt að gera betur sóknarlega. Það komu smá glætur inn á milli, t.d. þegar Benteke skaut í stöngina, en við áttum að gera betur. Þetta var alls enginn heimsendir, en það vantaði aðeins upp á að menn tækju réttar ákvarðanir í sókninni. Það lærist og við höldum áfram að vinna í að bæta okkar leik."
Klopp var ánægður með móttökurnar sem hann fékk á Anfield í upphafi leiks.
,,Mér þótti mjög vænt um að finna stuðninginn frá áhorfendum. Það var eitt það besta við kvöldið, en auðvitað ekki það mikilvægasta. Leikurinn sjálfur skipti öllu máli og þar hefðum við þurft að gera aðeins betur. Við eigum samt ennþá góða möguleika á því að komast upp úr riðlinum, en það verður erfitt. Það verður t.d. ekkert grín að spila í kuldanum í Kazan í næsta leik."
,,Við byrjuðum leikinn vel og svo skoruðu þeir mark, sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Það er alltaf erfitt að lenda undir, en við komum sem betur fer strax til baka."
,,Það er auðvitað kostur að spila manni fleiri stóran hluta leiksins, en það sem gerðist var að þeir pökkuðu einfaldlega í vörn og við réðum ekki við að brjóta múrinn niður."
,,Við hefðum átt að gera betur sóknarlega. Það komu smá glætur inn á milli, t.d. þegar Benteke skaut í stöngina, en við áttum að gera betur. Þetta var alls enginn heimsendir, en það vantaði aðeins upp á að menn tækju réttar ákvarðanir í sókninni. Það lærist og við höldum áfram að vinna í að bæta okkar leik."
Klopp var ánægður með móttökurnar sem hann fékk á Anfield í upphafi leiks.
,,Mér þótti mjög vænt um að finna stuðninginn frá áhorfendum. Það var eitt það besta við kvöldið, en auðvitað ekki það mikilvægasta. Leikurinn sjálfur skipti öllu máli og þar hefðum við þurft að gera aðeins betur. Við eigum samt ennþá góða möguleika á því að komast upp úr riðlinum, en það verður erfitt. Það verður t.d. ekkert grín að spila í kuldanum í Kazan í næsta leik."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan