| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Southampton á Anfield á morgun, sunnudag. Það verður þriðji leikur liðsins undir stjórn Jurgen Klopp og vonandi kemur fyrsti sigurinn í hús.
Liverpool og Southampton eru bæði með 13 stig eftir 9 umferðir í deildinni, en Southampton situr tveimur sætum ofar með betri markatölu. Síðan suðurstrandarliðið komst aftur í efstu deild vorið 2012 hafa liðin mæst sex sinnum og leikar standa þannig að Liverpool hefur unnið fjóra leiki en Southampton tvo. Þess má geta að síðasti leikmaður Southampton til að skora gegn Liverpool var enginn annar en Nathaniel Clyne, sem verður væntanlega í byrjunarliði Liverpool á morgun.
Liðin hafa semsagt ekki gert jafntefli síðan Southampton kom aftur upp, en líkurnar á að Liverpool geri jafntefli þessa dagana eru þó að verða ansi magnaðar því liðið hefur gert jafntefli í 7 af síðustu 8 leikjum! Southampton hefur líka verið drjúgt við jafnteflin, sérstaklega á útivöllum, þannig að það er hreint ekki útilokað að enn eitt jafnteflið líti dagsins ljós á morgun. Stuðningsmenn Liverpool vona þó auðvitað heitt og innilega að morgundagurinn beri í skauti sér skemmtilegri tíma og fyrsti sigurinn undir stjórn Jurgen Klopp verði að veruleika.
Það hafa sést ákveðin batamerki á liðinu undir stjórn Klopp, en enn sem komið er hefur liðið ekki náð að sýna fyllilega hvað í því býr.
Meiðsli hafa auðvitað sett strik í reikninginn, en liðið þolir einstaklega illa að vera án Daniel Sturridge og Jordan Henderson. Þar við bætist svo auðvitað að fleiri menn hafa meiðst og kannski blóðugast að missa Danny Ings í langvarandi meiðsli, en hann var með sprækari mönnum þar til hann meiddist.
Firmino og Benteke komu báðir inn á gegn Rubin Kazan á fimmtudaginn og Dejan Lovren er líka kominn á ferðina, þannig að ástandið er aðeins að skána. Það er heldur ekki alveg útilokað að Sturridge verði orðinn leikfær á morgun, en af biturri reynslu vitum við að sú von er veik.
Á blaðamannafundi í gær talaði Klopp um að það væri alveg inni í myndinni að hann myndi stilla upp tveimur framherjum á morgun, það væri allavega raunhæfur valkostur, ef ekki á morgun þá síðar meir. Það fer þó einfaldlega eftir því hverjir eru tiltækir og hvernig Þjóðverjanum og aðstoðarmönnum hans finnst líklegast að liðinu gangi best.
Firmino og Benteke náðu báðir að skapa nokkurn usla með innkomu sinni á fimmtudaginn og ég vona að þeir byrji leikinn báðir. Vitað er að Klopp er hrifinn af báðum þessum leikmönnum og eitt er víst að okkur stuðningsmennina er farið að þyrsta í að sjá meintan galdramátt í fótum Firmino.
Joe Allen hlýtur að detta út úr byrjunarliðinu eftir enn einn vonbrigðaleikinn af hans hálfu á fimmtudag og svo er alveg spurning hvort það þarf ekki að fara að hvíla Martin Skrtel. Hann hefur verið frekar slappur í síðustu tveimur leikjum og alveg eins líklegt að Dejan Lovren taki sæti hans ef hann er kominn í gott stand.
Adam Lallana, fyrrum leikmaður Southampton, hefur verið mjög viljugur síðan Klopp tók við og ef það er eitthvað eftir á hans tanki ætti hann að vera öruggur með sæti í byrjunarliðinu. Þá sýnist mér á öllu að Klopp bindi vonir við Coutinho þannig að þrátt fyrir að ekki hafi komið mikið út úr honum að undanförnu held ég að hann byrji leikinn á morgun.
Ég veit mæta vel að við þurfum að sýna þolonmæði og það mun ég auðvitað gera. Ég trúi því að það séu bjartari tímar framundan á Anfield. Og ég trúi því líka að við náum þremur stigum á morgun, þótt langmestar líkur séu á enn einu jafnteflinu. Ég ætla að spá hreinu búri á morgun og 2-0 sigri. Mörkin koma frá Lallana og Firmino.
YNWA!
Liverpool og Southampton eru bæði með 13 stig eftir 9 umferðir í deildinni, en Southampton situr tveimur sætum ofar með betri markatölu. Síðan suðurstrandarliðið komst aftur í efstu deild vorið 2012 hafa liðin mæst sex sinnum og leikar standa þannig að Liverpool hefur unnið fjóra leiki en Southampton tvo. Þess má geta að síðasti leikmaður Southampton til að skora gegn Liverpool var enginn annar en Nathaniel Clyne, sem verður væntanlega í byrjunarliði Liverpool á morgun.
Liðin hafa semsagt ekki gert jafntefli síðan Southampton kom aftur upp, en líkurnar á að Liverpool geri jafntefli þessa dagana eru þó að verða ansi magnaðar því liðið hefur gert jafntefli í 7 af síðustu 8 leikjum! Southampton hefur líka verið drjúgt við jafnteflin, sérstaklega á útivöllum, þannig að það er hreint ekki útilokað að enn eitt jafnteflið líti dagsins ljós á morgun. Stuðningsmenn Liverpool vona þó auðvitað heitt og innilega að morgundagurinn beri í skauti sér skemmtilegri tíma og fyrsti sigurinn undir stjórn Jurgen Klopp verði að veruleika.
Það hafa sést ákveðin batamerki á liðinu undir stjórn Klopp, en enn sem komið er hefur liðið ekki náð að sýna fyllilega hvað í því býr.
Meiðsli hafa auðvitað sett strik í reikninginn, en liðið þolir einstaklega illa að vera án Daniel Sturridge og Jordan Henderson. Þar við bætist svo auðvitað að fleiri menn hafa meiðst og kannski blóðugast að missa Danny Ings í langvarandi meiðsli, en hann var með sprækari mönnum þar til hann meiddist.
Firmino og Benteke komu báðir inn á gegn Rubin Kazan á fimmtudaginn og Dejan Lovren er líka kominn á ferðina, þannig að ástandið er aðeins að skána. Það er heldur ekki alveg útilokað að Sturridge verði orðinn leikfær á morgun, en af biturri reynslu vitum við að sú von er veik.
Á blaðamannafundi í gær talaði Klopp um að það væri alveg inni í myndinni að hann myndi stilla upp tveimur framherjum á morgun, það væri allavega raunhæfur valkostur, ef ekki á morgun þá síðar meir. Það fer þó einfaldlega eftir því hverjir eru tiltækir og hvernig Þjóðverjanum og aðstoðarmönnum hans finnst líklegast að liðinu gangi best.
Firmino og Benteke náðu báðir að skapa nokkurn usla með innkomu sinni á fimmtudaginn og ég vona að þeir byrji leikinn báðir. Vitað er að Klopp er hrifinn af báðum þessum leikmönnum og eitt er víst að okkur stuðningsmennina er farið að þyrsta í að sjá meintan galdramátt í fótum Firmino.
Joe Allen hlýtur að detta út úr byrjunarliðinu eftir enn einn vonbrigðaleikinn af hans hálfu á fimmtudag og svo er alveg spurning hvort það þarf ekki að fara að hvíla Martin Skrtel. Hann hefur verið frekar slappur í síðustu tveimur leikjum og alveg eins líklegt að Dejan Lovren taki sæti hans ef hann er kominn í gott stand.
Adam Lallana, fyrrum leikmaður Southampton, hefur verið mjög viljugur síðan Klopp tók við og ef það er eitthvað eftir á hans tanki ætti hann að vera öruggur með sæti í byrjunarliðinu. Þá sýnist mér á öllu að Klopp bindi vonir við Coutinho þannig að þrátt fyrir að ekki hafi komið mikið út úr honum að undanförnu held ég að hann byrji leikinn á morgun.
Ég veit mæta vel að við þurfum að sýna þolonmæði og það mun ég auðvitað gera. Ég trúi því að það séu bjartari tímar framundan á Anfield. Og ég trúi því líka að við náum þremur stigum á morgun, þótt langmestar líkur séu á enn einu jafnteflinu. Ég ætla að spá hreinu búri á morgun og 2-0 sigri. Mörkin koma frá Lallana og Firmino.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan