| Heimir Eyvindarson
Mark Liverpool: Benteke á 77. mínútu.
Gult spjald: James Milner
Southampton: Stekelenburg, Cédric, Fonte, van Dijk, Bertrand, Wanyama, Clasie (Juanmi á 76. mín.), S. Davis (Ramírez á 80.mín.), Mané, Tadic (Ward-Prowse á 64. mín.), Pellè. Ónotaðir varamenn: K. Davis, Yoshida, Romeu, Caulker.
Mark Southampton: Mané á 86. mín.
Rautt spjald: Mané (tvö gul)
Áhorfendur á Anfield Road:
Dómari: Andre Marriner
Maður leiksins: Valið að þessu sinni finnst mér standa á milli Alberto Moreno og Christian Benteke. Þar sem Benteke lék aðeins einn hálfleik vel ég Spánverjann að þessu sinni. Ekki síst fyrir tæklinguna á Mané.
Jürgen Klopp: „Þetta var svekkjandi en við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Southampton er með mjög gott lið. Við reyndum og börðumst en við tökum enn of mikið af slæmum ákvörðunum þegar við nálgumst markið. Markið hjá Benteke var mjög gott, en það var erfitt að fá jöfnunarmarkið á sig innan við 10 mínútum síðar. Ég sá á leikmönnum að vonin slökknaði þá, jafnvel þótt það hefði verið nægur tími eftir. Við þurfum að efla sjálfstraustið og vera aðeins meira cool."
TIL BAKA
Enn eitt jafnteflið
Enn þarf Jürgen Klopp að bíða eftir fyrsta sigri sínum hjá Liverpool. Í dag stýrði hann Liverpool í sínum fyrsta heimaleik í Úrvalsdeild og niðurstaðan var 1-1 jafntefli.
Klopp gerði aðeins breytingu á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Rubin Kazan á fimmtudagskvöld. Lucas Leiva kom inn í liðið fyrir Joe Allen.
Fyrsta hálftímann eða svo var Liverpool mun meira með boltann, en eins og stundum áður var ekki mikil ógn í leik okkar manna. Mesta hættan kom þegar James Milner átti ágætt skot rétt framhjá á 29. mínútu. Það sem eftir lifði hálfleiksins var Southampton hættulegra liðið á vellinum og Mané, Van Dijk og Bertrand áttu allir ágæt færi, en heppnin var ekki með þeim. Mesta hættan skapaðist þegar Van Dijk skallaði að marki eftir aukaspyrnu, en Mignolet varði vel.
Liverpool barðist vel og vann boltann oft hátt uppi á vellinum, en sóknartilburðir okkar manna voru ansi máttlausir og lítið sem ekkert sást til Divock Origi sem var einn og yfirgefinn frammi mest allan hálfleikinn.
Staðan markalaus í hálfleik og ósköp lítið að frétta.
Benteke kom inn á fyrir Origi í leikhléinu og við það hresstist framlína Liverpool til muna. Allt annað að sjá Benteke frammi en samlanda hans. Til að gera langa sögu stutta þá skoraði Belginn glæsilegt mark á 77. mínútu eftir stórgóða fyrirgjöf frá Milner af hægri kantinum. Boltinn söng í netinu, óverjandi fyrir Stekelenburg í marki gestanna. Staðan 1-0 og Jürgen Klopp fagnaði eins og óður maður á hliðarlínunni.
Reyndar var eitt flottasta atriðið í seinni hálfleik flugtækling Moreno á Mané inni í vítateig Liverpool á 59. mínútu. Það voru tilþrif sem minntu á Alexander Peterson! Þvílíkur hraði og þvílík nákvæmni. Ótrúleg tækling, clean as a whistle.
Á 85. mínútu fékk Liverpool á sig aukaspyrnu úti á vinstri kanti, eftir óþarfa brot James Milner. Boltinn barst inn í teig og eftir að varnarmenn Liverpool höfðu tapað tveimur skallaeinvígum fékk Mané boltann nánast á marklínunni og þurfti lítið annað að gera en að ýta boltanum inn. James Milner var illa staðsettur og sömuleiðis Mignolet og niðurstaðan hrikalega slysalegt mark. Staðan 1-1 á Anfield og skyndilega varð allt hljótt.
Það sem eftir lifði leiks gerðist fátt markvert annað en það að í uppbótartíma uppskar Mané sitt annað gula spjald, fyrir kjánalega tæklingu á Moreno og varð að fara af velli, en það breytti engu fyrir gestina. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og enn þarf Klopp að bíða eftir fyrsta sigrinum. Eins og við öll hélt hann ábyggilega að sigurinn væri í höfn þegar Benteke skoraði, en því miður náðu gestirnir að jafna og 8. jafnteflið í 9 leikjum staðreynd. En það verður ekki af Klopp tekið að maðurinn lifir sig inn í leikinn og kann að fagna mörkum. Vonandi fær hann að fagna góðu gengi okkar manna miklu, miklu oftar í framtíðinni.
Það er ljóst að við stuðningsmenn Liverpool þurfum að bíða rólegir eftir að liðið fari upp á næsta level. Það gerist ekki á einni nóttu. Liðið er greinilega rúið sjálfstrausti og svo má auðvitað setja spurningamerki við gæðin í sumum stöðum. Jamie Carragher og Graeme Souness töluðu um það á SKY eftir leikinn að innkaupastefna síðustu missera væri skrýtin, það er saga sem við þekkjum mætavel. Carra benti til dæmis á hið augljósa, að það er til hrúga af framherjum og framliggjandi miðjumönnum, en svo að segja engir kantmenn. Það gerir það að verkum að spil okkar manna er þröngt sem auðveldar andstæðingunum varnarvinnuna.
Það er samt margt jákvætt að gerast og alveg greinilegt að leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir nýjan stjóra. Vinnusemin er mikil og margt jákvætt í leik liðsins. En, eins og Klopp hefur sjálfur bent á þá vantar dálítið upp á að menn taki réttar ákvarðanir á síðasta þriðjungi vallarins. Ég hef tröllatrú á því að þetta lagist allt saman, en það þarf að gefa stjóranum tíma. Það er ljóst.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Can, Milner, Coutinho (Ibe á 83. mín.), Lallana (Firmino á 67. mín.) , Origi (Benteke á 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Bogdan, Toure, Allen, Randall.
Klopp gerði aðeins breytingu á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Rubin Kazan á fimmtudagskvöld. Lucas Leiva kom inn í liðið fyrir Joe Allen.
Fyrsta hálftímann eða svo var Liverpool mun meira með boltann, en eins og stundum áður var ekki mikil ógn í leik okkar manna. Mesta hættan kom þegar James Milner átti ágætt skot rétt framhjá á 29. mínútu. Það sem eftir lifði hálfleiksins var Southampton hættulegra liðið á vellinum og Mané, Van Dijk og Bertrand áttu allir ágæt færi, en heppnin var ekki með þeim. Mesta hættan skapaðist þegar Van Dijk skallaði að marki eftir aukaspyrnu, en Mignolet varði vel.
Liverpool barðist vel og vann boltann oft hátt uppi á vellinum, en sóknartilburðir okkar manna voru ansi máttlausir og lítið sem ekkert sást til Divock Origi sem var einn og yfirgefinn frammi mest allan hálfleikinn.
Staðan markalaus í hálfleik og ósköp lítið að frétta.
Benteke kom inn á fyrir Origi í leikhléinu og við það hresstist framlína Liverpool til muna. Allt annað að sjá Benteke frammi en samlanda hans. Til að gera langa sögu stutta þá skoraði Belginn glæsilegt mark á 77. mínútu eftir stórgóða fyrirgjöf frá Milner af hægri kantinum. Boltinn söng í netinu, óverjandi fyrir Stekelenburg í marki gestanna. Staðan 1-0 og Jürgen Klopp fagnaði eins og óður maður á hliðarlínunni.
Reyndar var eitt flottasta atriðið í seinni hálfleik flugtækling Moreno á Mané inni í vítateig Liverpool á 59. mínútu. Það voru tilþrif sem minntu á Alexander Peterson! Þvílíkur hraði og þvílík nákvæmni. Ótrúleg tækling, clean as a whistle.
Á 85. mínútu fékk Liverpool á sig aukaspyrnu úti á vinstri kanti, eftir óþarfa brot James Milner. Boltinn barst inn í teig og eftir að varnarmenn Liverpool höfðu tapað tveimur skallaeinvígum fékk Mané boltann nánast á marklínunni og þurfti lítið annað að gera en að ýta boltanum inn. James Milner var illa staðsettur og sömuleiðis Mignolet og niðurstaðan hrikalega slysalegt mark. Staðan 1-1 á Anfield og skyndilega varð allt hljótt.
Það sem eftir lifði leiks gerðist fátt markvert annað en það að í uppbótartíma uppskar Mané sitt annað gula spjald, fyrir kjánalega tæklingu á Moreno og varð að fara af velli, en það breytti engu fyrir gestina. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og enn þarf Klopp að bíða eftir fyrsta sigrinum. Eins og við öll hélt hann ábyggilega að sigurinn væri í höfn þegar Benteke skoraði, en því miður náðu gestirnir að jafna og 8. jafnteflið í 9 leikjum staðreynd. En það verður ekki af Klopp tekið að maðurinn lifir sig inn í leikinn og kann að fagna mörkum. Vonandi fær hann að fagna góðu gengi okkar manna miklu, miklu oftar í framtíðinni.
Það er samt margt jákvætt að gerast og alveg greinilegt að leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir nýjan stjóra. Vinnusemin er mikil og margt jákvætt í leik liðsins. En, eins og Klopp hefur sjálfur bent á þá vantar dálítið upp á að menn taki réttar ákvarðanir á síðasta þriðjungi vallarins. Ég hef tröllatrú á því að þetta lagist allt saman, en það þarf að gefa stjóranum tíma. Það er ljóst.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Can, Milner, Coutinho (Ibe á 83. mín.), Lallana (Firmino á 67. mín.) , Origi (Benteke á 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Bogdan, Toure, Allen, Randall.
Mark Liverpool: Benteke á 77. mínútu.
Gult spjald: James Milner
Southampton: Stekelenburg, Cédric, Fonte, van Dijk, Bertrand, Wanyama, Clasie (Juanmi á 76. mín.), S. Davis (Ramírez á 80.mín.), Mané, Tadic (Ward-Prowse á 64. mín.), Pellè. Ónotaðir varamenn: K. Davis, Yoshida, Romeu, Caulker.
Mark Southampton: Mané á 86. mín.
Rautt spjald: Mané (tvö gul)
Áhorfendur á Anfield Road:
Dómari: Andre Marriner
Maður leiksins: Valið að þessu sinni finnst mér standa á milli Alberto Moreno og Christian Benteke. Þar sem Benteke lék aðeins einn hálfleik vel ég Spánverjann að þessu sinni. Ekki síst fyrir tæklinguna á Mané.
Jürgen Klopp: „Þetta var svekkjandi en við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Southampton er með mjög gott lið. Við reyndum og börðumst en við tökum enn of mikið af slæmum ákvörðunum þegar við nálgumst markið. Markið hjá Benteke var mjög gott, en það var erfitt að fá jöfnunarmarkið á sig innan við 10 mínútum síðar. Ég sá á leikmönnum að vonin slökknaði þá, jafnvel þótt það hefði verið nægur tími eftir. Við þurfum að efla sjálfstraustið og vera aðeins meira cool."
Fróðleikur:
-Jürgen Klopp stjórnaði Liverpool í dag í sínum fyrsta deildarleik á Anfield. Rétt eins og þrír síðustu stjórar liðsins varð hann að gera sér jafntefli að góðu.
-Síðasti stjóri Liverpool til að vinna sigur í fyrsta deildarleik á Anfield var Rafa Benítez fyrir 11 árum síðan, en þá lagði Liverpool Manchester City (með Robbie Fowler innanborðs) 2-1.
-Síðasti stjórinn til að tapa sínum fyrsta heimaleik í deildinni var Gerard Houllier, en undir hans stjórn tapaði Liverpool fyrir Leeds í fyrsta leik tímabilsins 1998-1999.
-Leikurinn í dag var 100. viðureign Liverpool og Southampton frá upphafi. Liverpool hefur unnið 50 sinnum, Southampton 27 sinnum og 23 sinnum hefur orðið jafntefli.
-Frá stofnun Úrvalsdeildar árið 1992 hafa liðin mæst 33 sinnum. Liverpool hefur unnið 16 sinnum, Southampton 9 sinnum og 8 sinnum hafa liðin skilið jöfn.
-Þetta var fyrsta jafntefli milli liðanna frá því að Southampton kom aftur upp í Úrvalsdeild vorið 2012. Fram að leiknum í dag höfðu liðin mæst sex sinnum og Liverpool fagnað sigri fjórum sinnum en Southampton tvisvar.
-Síðast þegar Southampton skoraði mark á Anfield var í fyrstu umferð síðustu leiktíðar. Þar var að verki Nathaniel Clyne, sem lék allan leikinn í dag í búningi Liverpool. Þann leik vann Liverpool 2-1 með mörkum frá Sterling og Sturridge.
-Southampton er ósigrað á útivelli í Úrvalsdeild það sem af er þessari leiktíð.
-Hér má sjá viðtal við Jürgen Klopp, af Liverpoolfc.com
-Hér má sjá myndir úr leiknum frá sömu síðu.
-Síðasti stjóri Liverpool til að vinna sigur í fyrsta deildarleik á Anfield var Rafa Benítez fyrir 11 árum síðan, en þá lagði Liverpool Manchester City (með Robbie Fowler innanborðs) 2-1.
-Síðasti stjórinn til að tapa sínum fyrsta heimaleik í deildinni var Gerard Houllier, en undir hans stjórn tapaði Liverpool fyrir Leeds í fyrsta leik tímabilsins 1998-1999.
-Leikurinn í dag var 100. viðureign Liverpool og Southampton frá upphafi. Liverpool hefur unnið 50 sinnum, Southampton 27 sinnum og 23 sinnum hefur orðið jafntefli.
-Frá stofnun Úrvalsdeildar árið 1992 hafa liðin mæst 33 sinnum. Liverpool hefur unnið 16 sinnum, Southampton 9 sinnum og 8 sinnum hafa liðin skilið jöfn.
-Þetta var fyrsta jafntefli milli liðanna frá því að Southampton kom aftur upp í Úrvalsdeild vorið 2012. Fram að leiknum í dag höfðu liðin mæst sex sinnum og Liverpool fagnað sigri fjórum sinnum en Southampton tvisvar.
-Síðast þegar Southampton skoraði mark á Anfield var í fyrstu umferð síðustu leiktíðar. Þar var að verki Nathaniel Clyne, sem lék allan leikinn í dag í búningi Liverpool. Þann leik vann Liverpool 2-1 með mörkum frá Sterling og Sturridge.
-Southampton er ósigrað á útivelli í Úrvalsdeild það sem af er þessari leiktíð.
-Hér má sjá viðtal við Jürgen Klopp, af Liverpoolfc.com
-Hér má sjá myndir úr leiknum frá sömu síðu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan