| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Frábær sigur á Brúnni
Okkar menn sóttu gull í greipar Chelsea manna á þeirra eigin heimavelli í dag er góður 1-3 sigur vannst. Philippe Coutinho skoraði tvö mörk og Christian Benteke eitt en heimamenn komust yfir snemma leiks með marki frá Ramires.
Liðsuppstilling Jurgen Klopp kom aðeins á óvart en Christian Benteke var ekki í byrjunarliðinu, margir héldu að hann væri klár til að byrja leikinn eftir að hafa náð sér af smávægilegum meiðslum. Aðeins þeir Roberto Firmino og Nathaniel Clyne héldu sæti sínu frá því í leiknum á miðvikudaginn, inn komu þeir Mignolet, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Can, Milner, Coutinho og Lallana.
Eftir aðeins tæpar fjórar mínútur lá boltinn í markinu hjá Liverpool og má því með sanni segja að byrjunin hafi verið hrein hörmung. Azpilicueta komst upp að endamörkum vinstra megin og fékk nægan tíma til að senda fyrir markið. Þar kom Ramires aðvífandi og skallaði boltann í netið. Alberto Moreno hefði átt að gera betur í vörninni en hann stóð alveg kyrr og gerði enga tilraun til að ná til boltans. Þarna héldu margir að okkar menn myndu hengja haus eins og svo oft áður og ekki hefur tölfræðin verið góð undanfarið þegar liðið hefur lent undir.
En liðinu óx ásmegin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, lítið bit var í sóknarleiknum þannig séð, flest skot eða tilraunir að marki enduðu framhjá eða í fanginu á Begovic í marki Chelsea. Liðið var þó mun meira með boltann og Chelsea menn ógnuðu ekki neitt eftir að hafa komist yfir. Þegar allt leit út fyrir að staðan yrði 1-0 í hálfleik og komið fram yfir tveggja mínútna uppbótartíma skoraði hinsvegar Coutinho frábært mark. Boltinn var úti hægra megin og sending kom inná Firmino, hann nikkaði boltanum yfir á Coutinho sem var fyrir utan vítateig, hann lék á Ramires og skaut svo hnitmiðuðu skoti í fjærhornið óverjandi. Staðan því 1-1 í hálfleik og klárlega von í brjósti leikmanna Liverpool.
Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri, Chelsea menn vildu skora snemma en tókst það ekki og mikil barátta einkenndi leikinn. Diego Costa var sennilega mjög heppinn að sleppa með rautt spjald eftir að hafa brotið á Skrtel á miðjum vellinum og þegar þeir báðir féllu við sparkaði Costa í Skrtel. Mark Clattenburg dómari gerði hinsvegar ekkert í þessu og flautaði bara aukaspyrnu fyrir upprunalega brotið hjá Costa. Lucas Leiva var líka heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald skömmu síðar þegar hann braut á Ramires en Clattenburg gaf honum síðasta séns við lítinn fögnuð Jose Mourinho og leikmanna Chelsea. Á 64. mínútu leiksins kom Benteke inná fyrir James Milner og tíu mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir. Há sending kom fram völlinn á Benteke sem skallaði boltann inná teiginn. Coutinho var fyrstur til boltans, stillti sig af og skaut góðu skoti í markið ! Staðan orðin 1-2 og allt ærðist af fögnuði hjá stuðningsmönnum Liverpool á vellinum.
Bæði lið gerðu breytingar eftir markið og ekki svo löngu síðar komst Moreno einn upp vinstra megin og skot hans úr teignum var vel varið af Begovic. Chelsea menn gerðu hvað þeir gátu til að jafna leikinn og komust nokkrum sinnum í ágætis stöðu uppvið vítateiginn en Skrtel og Sakho stóðu vaktina vel. Það var svo á 83. mínútu að náðarhöggið kom þegar Ibe lék upp hægra megin, sendi boltann inná vítateigslínuna þar sem Benteke tók við boltanum, hann var rólegur á boltanum og beið færis, skaut svo góðu skoti í fjærhornið og kláraði þar með leikinn 1-3 fyrir gestina !
Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og niðurstaðan því frábær útisigur á velli sem yfirleitt hefur ekki reynst happadrjúgur fyrir Liverpool í gegnum tíðina.
Chelsea: Begovic, Zouma, Cahill, Terry, Azpilicueta (Falcao, 76. mín.), Ramires, Mikel (Fabregas, 70. mín.), Willian, Hazard (Kenedy, 59. mín.), Oscar, Diego Costa. Ónotaðir varamenn: Amelia, Baba, Matic, Remy.
Mark Chelsea: Ramires (4. mín.).
Gult spjald: Mikel.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Can, Milner (Benteke, 64. mín.), Lallana (Lovren, 91. mín.), Coutinho, Firmino (Ibe, 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Bogdan, Randall, Allen, Teixeira.
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho (45. og 74. mín.) og Christian Benteke (83. mín.).
Gul spjöld: Lucas, Can, Coutinho og Benteke.
Áhorfendur á Stamford Bridge: 41.577.
Maður leiksins: Philippe Coutinho er maður leiksins klárlega eftir að hafa skorað þessi tvö frábæru mörk í leiknum. Bæði mörkin gríðarlega mikilvæg þar sem það fyrra jafnaði leikinn rétt í blálokin á fyrri hálfleik og það síðara kom á mikilvægu augnabliki í seinni hálfleik.
Jurgen Klopp: ,,Við byrjuðum ekki vel, það er augljóst. Við áttum okkar góðu stundi í leiknum, uppbygging í leik okkar með stuttum sendingum var góð. Þeir reyndu að pressa okkur en við náðum að nýta okkur plássið inná milli. Við stjórnuðum svo stöðunni, sköpuðum mark og áttum skilið að halda inní hálfleik í jafnri stöðu. Seinni hálfleikur var opinn og við náðum að skora mörkin á fullkomnum tíma fyrir okkur. Mér fannst við eiga sigurinn skilið. Við lögðum hart að okkur en það er eðlilegt að gera það ef maður ætlar sér að vinna Chelsea."
Fróðleikur:
- Þetta var í fyrsta skipti síðan 17. desember 2014 sem liðið skorar 3 mörk á útivelli en það var í Deildarbikarleik gegn Bournemouth.
- Í fyrsta sinn síðan 14. febrúar 2015 kom liðið til baka og vann leik eftir að hafa lent undir. Leikurinn var gegn Crystal Palace á útivelli í FA Bikarnum.
- Christian Benteke er markahæstur leikmanna félagsins í deildinni með 4 mörk.
- Philippe Coutinho og Danny Ings eru næstir með 3 mörk. Ings 2 í deild og 1 í Deildarbikar en Coutinho öll í deildinni.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Chelsea síðan 2011.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Klopp sem stjóri Liverpool.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Liðsuppstilling Jurgen Klopp kom aðeins á óvart en Christian Benteke var ekki í byrjunarliðinu, margir héldu að hann væri klár til að byrja leikinn eftir að hafa náð sér af smávægilegum meiðslum. Aðeins þeir Roberto Firmino og Nathaniel Clyne héldu sæti sínu frá því í leiknum á miðvikudaginn, inn komu þeir Mignolet, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Can, Milner, Coutinho og Lallana.
Eftir aðeins tæpar fjórar mínútur lá boltinn í markinu hjá Liverpool og má því með sanni segja að byrjunin hafi verið hrein hörmung. Azpilicueta komst upp að endamörkum vinstra megin og fékk nægan tíma til að senda fyrir markið. Þar kom Ramires aðvífandi og skallaði boltann í netið. Alberto Moreno hefði átt að gera betur í vörninni en hann stóð alveg kyrr og gerði enga tilraun til að ná til boltans. Þarna héldu margir að okkar menn myndu hengja haus eins og svo oft áður og ekki hefur tölfræðin verið góð undanfarið þegar liðið hefur lent undir.
En liðinu óx ásmegin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, lítið bit var í sóknarleiknum þannig séð, flest skot eða tilraunir að marki enduðu framhjá eða í fanginu á Begovic í marki Chelsea. Liðið var þó mun meira með boltann og Chelsea menn ógnuðu ekki neitt eftir að hafa komist yfir. Þegar allt leit út fyrir að staðan yrði 1-0 í hálfleik og komið fram yfir tveggja mínútna uppbótartíma skoraði hinsvegar Coutinho frábært mark. Boltinn var úti hægra megin og sending kom inná Firmino, hann nikkaði boltanum yfir á Coutinho sem var fyrir utan vítateig, hann lék á Ramires og skaut svo hnitmiðuðu skoti í fjærhornið óverjandi. Staðan því 1-1 í hálfleik og klárlega von í brjósti leikmanna Liverpool.
Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri, Chelsea menn vildu skora snemma en tókst það ekki og mikil barátta einkenndi leikinn. Diego Costa var sennilega mjög heppinn að sleppa með rautt spjald eftir að hafa brotið á Skrtel á miðjum vellinum og þegar þeir báðir féllu við sparkaði Costa í Skrtel. Mark Clattenburg dómari gerði hinsvegar ekkert í þessu og flautaði bara aukaspyrnu fyrir upprunalega brotið hjá Costa. Lucas Leiva var líka heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald skömmu síðar þegar hann braut á Ramires en Clattenburg gaf honum síðasta séns við lítinn fögnuð Jose Mourinho og leikmanna Chelsea. Á 64. mínútu leiksins kom Benteke inná fyrir James Milner og tíu mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir. Há sending kom fram völlinn á Benteke sem skallaði boltann inná teiginn. Coutinho var fyrstur til boltans, stillti sig af og skaut góðu skoti í markið ! Staðan orðin 1-2 og allt ærðist af fögnuði hjá stuðningsmönnum Liverpool á vellinum.
Bæði lið gerðu breytingar eftir markið og ekki svo löngu síðar komst Moreno einn upp vinstra megin og skot hans úr teignum var vel varið af Begovic. Chelsea menn gerðu hvað þeir gátu til að jafna leikinn og komust nokkrum sinnum í ágætis stöðu uppvið vítateiginn en Skrtel og Sakho stóðu vaktina vel. Það var svo á 83. mínútu að náðarhöggið kom þegar Ibe lék upp hægra megin, sendi boltann inná vítateigslínuna þar sem Benteke tók við boltanum, hann var rólegur á boltanum og beið færis, skaut svo góðu skoti í fjærhornið og kláraði þar með leikinn 1-3 fyrir gestina !
Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og niðurstaðan því frábær útisigur á velli sem yfirleitt hefur ekki reynst happadrjúgur fyrir Liverpool í gegnum tíðina.
Chelsea: Begovic, Zouma, Cahill, Terry, Azpilicueta (Falcao, 76. mín.), Ramires, Mikel (Fabregas, 70. mín.), Willian, Hazard (Kenedy, 59. mín.), Oscar, Diego Costa. Ónotaðir varamenn: Amelia, Baba, Matic, Remy.
Mark Chelsea: Ramires (4. mín.).
Gult spjald: Mikel.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Can, Milner (Benteke, 64. mín.), Lallana (Lovren, 91. mín.), Coutinho, Firmino (Ibe, 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Bogdan, Randall, Allen, Teixeira.
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho (45. og 74. mín.) og Christian Benteke (83. mín.).
Gul spjöld: Lucas, Can, Coutinho og Benteke.
Áhorfendur á Stamford Bridge: 41.577.
Maður leiksins: Philippe Coutinho er maður leiksins klárlega eftir að hafa skorað þessi tvö frábæru mörk í leiknum. Bæði mörkin gríðarlega mikilvæg þar sem það fyrra jafnaði leikinn rétt í blálokin á fyrri hálfleik og það síðara kom á mikilvægu augnabliki í seinni hálfleik.
Jurgen Klopp: ,,Við byrjuðum ekki vel, það er augljóst. Við áttum okkar góðu stundi í leiknum, uppbygging í leik okkar með stuttum sendingum var góð. Þeir reyndu að pressa okkur en við náðum að nýta okkur plássið inná milli. Við stjórnuðum svo stöðunni, sköpuðum mark og áttum skilið að halda inní hálfleik í jafnri stöðu. Seinni hálfleikur var opinn og við náðum að skora mörkin á fullkomnum tíma fyrir okkur. Mér fannst við eiga sigurinn skilið. Við lögðum hart að okkur en það er eðlilegt að gera það ef maður ætlar sér að vinna Chelsea."
Fróðleikur:
- Þetta var í fyrsta skipti síðan 17. desember 2014 sem liðið skorar 3 mörk á útivelli en það var í Deildarbikarleik gegn Bournemouth.
- Í fyrsta sinn síðan 14. febrúar 2015 kom liðið til baka og vann leik eftir að hafa lent undir. Leikurinn var gegn Crystal Palace á útivelli í FA Bikarnum.
- Christian Benteke er markahæstur leikmanna félagsins í deildinni með 4 mörk.
- Philippe Coutinho og Danny Ings eru næstir með 3 mörk. Ings 2 í deild og 1 í Deildarbikar en Coutinho öll í deildinni.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Chelsea síðan 2011.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Klopp sem stjóri Liverpool.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan