| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Einn mánuður undir stjórn Klopp
Á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Crystal Palace var Jürgen Klopp spurður að því hvernig honum finndist fyrsti mánuður sinn í starfi hafa gengið.
Klopp svaraði því til að hann hefði ekki haft tíma til að horfa til baka og greina þessar fjórar vikur í starfi sem knattspyrnustjóri Liverpool - en viðurkennir þó að það hafi verið nokkrar frábærar stundir sem hafi litið dagsins ljós.
Í dag, sunnudaginn 8. nóvember er ákkúrat mánuður síðan Klopp tók til starfa hjá Liverpool og liðið á leik við Crystal Palace. Er þetta sjöundi leikur Klopp með liðið á aðeins fjórum vikum. Liðið hefur ennþá ekki tapað leik undir hans stjórn og síðustu þrír leikir hafa allir unnist.
Klopp leyfir sér ekki að setjast niður í rólegheitum og horfa um öxl á þá vinnu sem unnin hefur verið hingað til en hann segir að töluverð bæting hafi átt sér stað hjá liðinu inná vellinum. Þetta sagði hann m.a. á blaðamannafundinum:
,,Það hefur ekki gefist tími til að greina (minn fyrsta mánuð hér) og ég vil það í raun ekki því við erum í miðju kapphlaupi og það gefst enginn tími til að slaka á. Það verður ekki tími til að slaka á í næstu viku því flestir okkar leikmenn fara til verkefna með landsliðum sínum og við sem eftir erum þurfum að gera eitthvað annað."
,,Ég hef átt frábærar stundir hér auðvitað, fyrir mig þá er ekki rétti tíminn til að hugsa um slíkt. Þetta hefur verið mjög viðburðaríkur mánuður. Á morgun (í dag sunnudag) eru komnir sjö leikir á fjórum vikum og í raun finnst mér eins og að þetta sé lengri tími en bara fjórar vikur. Staðan hefur sífellt verið að batna og við erum að nálgast það sem við viljum, við erum að ná úrslitum en okkur þarf að líða betur og liðið þarf að vera með meira sjálfstraust."
,,Það góða eftir leiki þessarar viku er að allir leikmenn vilja spila næsta leik. Okkur líður vel og við viljum spila á morgun (í dag), viljum æfa og það er ákkúrat það sem ég hef séð frá leikmönnunum. Við höfum reynt að gefa þeim leikmönnum sem það þurfa hvíld eftir leikinn við Kazan með því að hafa æfingarnar styttri en venjulegt til undirbúnings fyrir leikinn við Crystal Palace.
,,Þetta snýst allt um hvað er mikilvægt að gera því Palace spila öðruvísi en önnur lið sem við höfum mætt hingað til, þetta þurfa leikmenn að vita og svo getum við byrjað undirbúning."
Mikið leikjaáálag síðan Klopp tók við hefur þýtt að hann og þjálfarateymi hans hafa aðallega einbeitt sér að greina þá leikmenn sem eru í aðalliðshópi félagsins frekar en að láta menn æfa mikið og stíft á æfingasvæðinu.
,,Við höfum spilað okkar leiki, höfum rætt þá leiki sem við höfum spilað, tekið fundi, tekið greiningarfundi og átt góðar æfingar. Æfingarnar hafa ekki verið erfiðar því það er ekki hægt þegar aðeins þrír dagar eru á milli leikja, við höfum því hugsað meira um hvað við getum sagt," bætti Klopp við. ,,Eins og ég sagði í byrjun, við verðum að herða á litlu skrúfunum og það er það sem við erum að gera, því grunnurinn var ekki svo slæmur. Brendan gerði virkilega gott starf hér, þetta snýst því ekki um það að sýna mönnum hvernig knattspyrna virkar. Það er góður grunnur í þessu liði vegna þeirrar vinnu sem Brendan lagði af hendi."
,,Við getum byrjað að þróast og tengjast betur vegna þess að knattspyrna er öðruvísi á milli knattspyrnustjóra og hver er með sínar hugmyndir. Það er það sem við höfum gert og við höfum náð upp stöðugleika, það er mjög mikilvægt uppá sóknarleik okkar að gera því manni getur ekki liðið vel í sóknarleiknum þegar maður hugsar um að næsta færi hjá andstæðingnum geti orðið að marki. Okkur líður vel núna en við vitum hver ábyrgð okkar er í næsta leik og hver frammistaðan þarf að vera."
Eitt atriði sem Klopp og hans menn hafa unnið að, og leikmenn hafa komið inná í viðtölum í fjölmiðlum, er að styrkja andlega þáttinn hjá leikmönnum og þá sérstaklega hvað menn gera þegar þeir fá á sig mark.
Klopp útskýrir: ,,Við lentum í þeim aðstæðum gegn Southampton að fá á okkur jöfnumark mjög seint í leiknum og þá var auðvelt að sjá að allt breyttist inná vellinum, það var því auðvelt að ræða það. En viðbrögðin verða að koma frá leikmönnunum. Ef maður sér vandamál þá er ekki alltaf ástæða til að benda með fingri á það og segja að þarna sé vandamál. En ef þetta er stórt mál, þá verður maður að ræða það, finna lausnir og tala um það sem maður getur gert öðruvísi."
,,Það er það sem við gerðum og leikmenn gerðu þetta í næsta leik (gegn Chelsea) og það var vegna þess að leikmennirnir hafa hæfileika. Þeir bregðast oftar rétt við frekar en rangt. Þeir gerðu þetta gegn Chelsea og það hjálpaði okkur mikið. Fyrir næsta leik var staðan öðruvísi, gegn Kazan. Að okkar mati áttum við mjög góðan fyrri hálfleik á erfiðum velli. Til að vera inní leik, halda einbeitingu og verða ekki taugaóstyrkur er mikil áskorun í knattspyrnu ef maður er að stjórna leiknum. Maður getur ekki alltaf stjórnað leiknum, en ef maður gerir það, þá má maður ekki láta sér leiðast og hugsa hvað á ég eiginlega að gera næst ?"
,,Við ræddum um það í hálfleik hvað menn geta gert betur með því að horfa á myndbönd. Leikmennirnir brugðust vel við upplýsingum okkar og það er gott."
Klopp leiðist ekki að fagna sigri með sínum mönnum eftir leik og gengur hann á milli manna og faðmar þá innilega oft á tíðum. Aðspurður um hvað sé á bakvið þetta sagði hann brosandi: ,,Leikmennirnir hafa ekkert val, ég sé að eftir leik vilja þeir ekki faðmlag, en þetta er það sem ég geri og ég veit ekki hvað gerist fyrir mig á stundum sem þessum."
,,Mér líkar það vel þegar fólk gefur allt sem það á - og þeir gera það í leikjunum þessir leikmenn. Þeir gerðu mjög vel og ég get ekki gert mjög mikið á meðan á leik stendur. Svo gef ég þeim lítið faðmlag eftir leik, þeir byrja strax að jafna sig fyrir næsta leik og kannski hjálpar þetta eitthvað til !"
Klopp svaraði því til að hann hefði ekki haft tíma til að horfa til baka og greina þessar fjórar vikur í starfi sem knattspyrnustjóri Liverpool - en viðurkennir þó að það hafi verið nokkrar frábærar stundir sem hafi litið dagsins ljós.
Í dag, sunnudaginn 8. nóvember er ákkúrat mánuður síðan Klopp tók til starfa hjá Liverpool og liðið á leik við Crystal Palace. Er þetta sjöundi leikur Klopp með liðið á aðeins fjórum vikum. Liðið hefur ennþá ekki tapað leik undir hans stjórn og síðustu þrír leikir hafa allir unnist.
Klopp leyfir sér ekki að setjast niður í rólegheitum og horfa um öxl á þá vinnu sem unnin hefur verið hingað til en hann segir að töluverð bæting hafi átt sér stað hjá liðinu inná vellinum. Þetta sagði hann m.a. á blaðamannafundinum:
,,Það hefur ekki gefist tími til að greina (minn fyrsta mánuð hér) og ég vil það í raun ekki því við erum í miðju kapphlaupi og það gefst enginn tími til að slaka á. Það verður ekki tími til að slaka á í næstu viku því flestir okkar leikmenn fara til verkefna með landsliðum sínum og við sem eftir erum þurfum að gera eitthvað annað."
,,Ég hef átt frábærar stundir hér auðvitað, fyrir mig þá er ekki rétti tíminn til að hugsa um slíkt. Þetta hefur verið mjög viðburðaríkur mánuður. Á morgun (í dag sunnudag) eru komnir sjö leikir á fjórum vikum og í raun finnst mér eins og að þetta sé lengri tími en bara fjórar vikur. Staðan hefur sífellt verið að batna og við erum að nálgast það sem við viljum, við erum að ná úrslitum en okkur þarf að líða betur og liðið þarf að vera með meira sjálfstraust."
,,Það góða eftir leiki þessarar viku er að allir leikmenn vilja spila næsta leik. Okkur líður vel og við viljum spila á morgun (í dag), viljum æfa og það er ákkúrat það sem ég hef séð frá leikmönnunum. Við höfum reynt að gefa þeim leikmönnum sem það þurfa hvíld eftir leikinn við Kazan með því að hafa æfingarnar styttri en venjulegt til undirbúnings fyrir leikinn við Crystal Palace.
,,Þetta snýst allt um hvað er mikilvægt að gera því Palace spila öðruvísi en önnur lið sem við höfum mætt hingað til, þetta þurfa leikmenn að vita og svo getum við byrjað undirbúning."
Mikið leikjaáálag síðan Klopp tók við hefur þýtt að hann og þjálfarateymi hans hafa aðallega einbeitt sér að greina þá leikmenn sem eru í aðalliðshópi félagsins frekar en að láta menn æfa mikið og stíft á æfingasvæðinu.
,,Við höfum spilað okkar leiki, höfum rætt þá leiki sem við höfum spilað, tekið fundi, tekið greiningarfundi og átt góðar æfingar. Æfingarnar hafa ekki verið erfiðar því það er ekki hægt þegar aðeins þrír dagar eru á milli leikja, við höfum því hugsað meira um hvað við getum sagt," bætti Klopp við. ,,Eins og ég sagði í byrjun, við verðum að herða á litlu skrúfunum og það er það sem við erum að gera, því grunnurinn var ekki svo slæmur. Brendan gerði virkilega gott starf hér, þetta snýst því ekki um það að sýna mönnum hvernig knattspyrna virkar. Það er góður grunnur í þessu liði vegna þeirrar vinnu sem Brendan lagði af hendi."
,,Við getum byrjað að þróast og tengjast betur vegna þess að knattspyrna er öðruvísi á milli knattspyrnustjóra og hver er með sínar hugmyndir. Það er það sem við höfum gert og við höfum náð upp stöðugleika, það er mjög mikilvægt uppá sóknarleik okkar að gera því manni getur ekki liðið vel í sóknarleiknum þegar maður hugsar um að næsta færi hjá andstæðingnum geti orðið að marki. Okkur líður vel núna en við vitum hver ábyrgð okkar er í næsta leik og hver frammistaðan þarf að vera."
Eitt atriði sem Klopp og hans menn hafa unnið að, og leikmenn hafa komið inná í viðtölum í fjölmiðlum, er að styrkja andlega þáttinn hjá leikmönnum og þá sérstaklega hvað menn gera þegar þeir fá á sig mark.
Klopp útskýrir: ,,Við lentum í þeim aðstæðum gegn Southampton að fá á okkur jöfnumark mjög seint í leiknum og þá var auðvelt að sjá að allt breyttist inná vellinum, það var því auðvelt að ræða það. En viðbrögðin verða að koma frá leikmönnunum. Ef maður sér vandamál þá er ekki alltaf ástæða til að benda með fingri á það og segja að þarna sé vandamál. En ef þetta er stórt mál, þá verður maður að ræða það, finna lausnir og tala um það sem maður getur gert öðruvísi."
,,Það er það sem við gerðum og leikmenn gerðu þetta í næsta leik (gegn Chelsea) og það var vegna þess að leikmennirnir hafa hæfileika. Þeir bregðast oftar rétt við frekar en rangt. Þeir gerðu þetta gegn Chelsea og það hjálpaði okkur mikið. Fyrir næsta leik var staðan öðruvísi, gegn Kazan. Að okkar mati áttum við mjög góðan fyrri hálfleik á erfiðum velli. Til að vera inní leik, halda einbeitingu og verða ekki taugaóstyrkur er mikil áskorun í knattspyrnu ef maður er að stjórna leiknum. Maður getur ekki alltaf stjórnað leiknum, en ef maður gerir það, þá má maður ekki láta sér leiðast og hugsa hvað á ég eiginlega að gera næst ?"
,,Við ræddum um það í hálfleik hvað menn geta gert betur með því að horfa á myndbönd. Leikmennirnir brugðust vel við upplýsingum okkar og það er gott."
Klopp leiðist ekki að fagna sigri með sínum mönnum eftir leik og gengur hann á milli manna og faðmar þá innilega oft á tíðum. Aðspurður um hvað sé á bakvið þetta sagði hann brosandi: ,,Leikmennirnir hafa ekkert val, ég sé að eftir leik vilja þeir ekki faðmlag, en þetta er það sem ég geri og ég veit ekki hvað gerist fyrir mig á stundum sem þessum."
,,Mér líkar það vel þegar fólk gefur allt sem það á - og þeir gera það í leikjunum þessir leikmenn. Þeir gerðu mjög vel og ég get ekki gert mjög mikið á meðan á leik stendur. Svo gef ég þeim lítið faðmlag eftir leik, þeir byrja strax að jafna sig fyrir næsta leik og kannski hjálpar þetta eitthvað til !"
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan