| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Bordeaux á Anfield annað kvöld í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Með sigri er liðið öruggt í 16 liða úrslitin.
Liverpool á tvo leiki eftir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Gegn Bordeaux annað kvöld og gegn toppliði Sion 10. desember. Sigur á morgun tryggir liðinu sæti í 16 liða úrslitum. Jafntefli gæti dugað en tap gerir stöðuna vitanlega aðeins erfiðari og flóknari.
Bordeaux hefur gengið afleitlega í vetur og ætti alls ekki að vera fyrirstaða fyrir okkar menn, en maður veit auðvitað aldrei. Liðið er sem stendur í 13. sæti frönsku deildarinnar og í 3. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar með 3 stig eftir 4 leiki. Aukinheldur er liðið í miklum meiðslavandræðum þannig að krafa um sigur annað kvöld er alls ekki ósanngjörn eða óraunhæf.
Liverpool vann sinn fyrsta sigur í Evrópudeildinni á leiktíðinni í Kazan 5. nóvember s.l. Eins og margoft hefur komið fram hefur liðið nú leikið 8 leiki undir stjórn Jurgen Klopp og unnið helming þeirra, gert þrjú jafntefli og tapað einum leik.
Útivallarformið hefur verið mjög gott. Liðið hefur unnið Manchester City, Chelsea og Rubin Kazan og gert jafntefli við Tottenham. Það er rúmlega ásættanlegt.
Heimavallarformið hefur hins vegar ekki verið eins glæsilegt, en fyrsti og eini tapleikur liðsins undir stjórn Klopp kom á Anfield þegar Crystal Palace kom í heimsókn fyrir rúmum tveimur vikum. Á Anfield hefur liðið aukinheldur gert jafntefli við Rubin Kazan og Southampton og lagt Bournemouth að velli í deildabikarnum. Alls ekki eins sannfærandi frammistaða heima og að heiman, en Jurgen Klopp hefur þó engar áhyggjur af heimavallaforminu.
,,Það ætti ekki að lesa of mikið í þetta. Það er ekki svo mikill munur á forminu heima og úti að það taki því að hafa áhyggjur af því. Vissulega töpuðum við fyrir Crystal Palace en við vorum ekkert endilega verra liðið í þeim leik. Við vorum verri fyrsta korterið en svo náðum við ágætum leik og sköpuðum í sannleika sagt nægilega mörg færi til að vinna leikinn, en það tókst því miður ekki. Stundum tapast leikir og það fer allt í reynslubankann."
,,Við erum að reyna að bæta okkur og læra af mistökunum, en við viljum líka læra af hlutunum sem við gerum vel og taka allt það góða með okkur í næsta leik. Þannig byggjum við okkur upp til framtíðar."
Meiðslalistinn hjá okkar mönnum er kannski aðeins að lagast, en Martin Skrtel og Coutinho verða þó hvorugir með á morgun. Skrtel er með vírussýkingu og Coutinho varð fyrir smá hnjaski í leiknum gegn City.
Það þykir líklegt að Kolo Toure verði þá við hlið Lovren í miðverðinum, en Klopp gaf svosem ekkert upp um hugsanlegt byrjunarlið á blaðamannafundi dagsins. Hann sagðist kannski ætla að nota Kolo og kannski myndi hann gera eitthvað allt annað. Eins gaf hann lítið út á það hvort Daniel Sturridge yrði í byrjunarliðinu, en sagði þó að Sturridge væri farinn að æfa á fullu og virtist vera klár í slaginn.
Meiðsli Coutinho eru sem betur fer ekki alvarleg og hann verður að öllum líkindum klár í Swansea leikinn á sunnudaginn, en verður nánast örugglega ekki með á morgun. Síðan eru Sakho, Henderson, Gomez, Ings og Flanagan allir meiddir ennþá. Fréttir af Jose Enrique eru eins og venjulega fremur óljósar og tekur því eiginlega ekki að eyða orðum í hann fyrr en hann birtist á vellinum. Ef það gerist þá einhverntíma aftur.
Bordeaux hefur leikið fimm leiki á Englandi í gegnum tíðina og aldrei náð sigri. Liðið hefur ekki einu sinni náð að skora mark á enskri grundu. Við þetta má bæta að það þarf að fara lengra aftur en ég nenni til að finna sigurleik hjá Bordeaux á útivelli í Evrópukeppni. Það er þessvegna eins og áður segir alls ekki til of mikils mælst að Liverpool leggi Frakkana að velli annað kvöld, en það væri auðvitað eftir öðru í vetur ef Bordeaux næði að brjóta blað í sögu félagsins með einhverjum stjörnuleik á Anfield. Vonandi gerist það ekki.
Ég er eins og að ég held flestir stuðningsmenn Liverpool gríðarlega ánægður með nýja stjórann okkar og ég sé mikil batamerki á liðinu. Sjálfstraustið er meira, leikskipulagið líka og liðið er í raun til alls líklegt, þótt Klopp vilji ekkert ræða mögulega stöðu í deildinni í vor eða gengi í einstaka keppnum. Það var segin saga undir stjórn Rodgers að leikmenn, sem og stjórinn sjálfur, voru gjarnir á að setja óþarfa pressu á liðið með því að koma með yfirlýsingar um möguleika liðsins eftir sigurleiki. Sá ósiður virðist heyra sögunni til eftir að Klopp kom til starfa. Ég fagna því.
Ég er ömurlegur spámaður þannig að það er kannski ekki góðs viti að ég sé bjartsýnn, en ég hef fulla trú á því að Liverpool leggi Bordeaux að velli annað kvöld og tryggi sér sæti í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Það er fullt af leikjum framundan og það væri ekkert verra að geta leyft sér að hvíla einhverja lykilmenn í síðasta leiknum, gegn Sion á útivelli. Tveimur dögum eftir ferðalagið til Sviss kemur WBA í heimsókn á Anfield og þá er ágætt að eiga dálítið af óþreyttum körlum.
Ég spái 3-1 sigri og stórleik frá Benteke. Ég ætla líka að spá því að Kolo Toure skori báðum megin. Hann verður allavega skrautlegur að vanda.
YNWA!
Liverpool á tvo leiki eftir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Gegn Bordeaux annað kvöld og gegn toppliði Sion 10. desember. Sigur á morgun tryggir liðinu sæti í 16 liða úrslitum. Jafntefli gæti dugað en tap gerir stöðuna vitanlega aðeins erfiðari og flóknari.
Bordeaux hefur gengið afleitlega í vetur og ætti alls ekki að vera fyrirstaða fyrir okkar menn, en maður veit auðvitað aldrei. Liðið er sem stendur í 13. sæti frönsku deildarinnar og í 3. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar með 3 stig eftir 4 leiki. Aukinheldur er liðið í miklum meiðslavandræðum þannig að krafa um sigur annað kvöld er alls ekki ósanngjörn eða óraunhæf.
Liverpool vann sinn fyrsta sigur í Evrópudeildinni á leiktíðinni í Kazan 5. nóvember s.l. Eins og margoft hefur komið fram hefur liðið nú leikið 8 leiki undir stjórn Jurgen Klopp og unnið helming þeirra, gert þrjú jafntefli og tapað einum leik.
Útivallarformið hefur verið mjög gott. Liðið hefur unnið Manchester City, Chelsea og Rubin Kazan og gert jafntefli við Tottenham. Það er rúmlega ásættanlegt.
Heimavallarformið hefur hins vegar ekki verið eins glæsilegt, en fyrsti og eini tapleikur liðsins undir stjórn Klopp kom á Anfield þegar Crystal Palace kom í heimsókn fyrir rúmum tveimur vikum. Á Anfield hefur liðið aukinheldur gert jafntefli við Rubin Kazan og Southampton og lagt Bournemouth að velli í deildabikarnum. Alls ekki eins sannfærandi frammistaða heima og að heiman, en Jurgen Klopp hefur þó engar áhyggjur af heimavallaforminu.
,,Það ætti ekki að lesa of mikið í þetta. Það er ekki svo mikill munur á forminu heima og úti að það taki því að hafa áhyggjur af því. Vissulega töpuðum við fyrir Crystal Palace en við vorum ekkert endilega verra liðið í þeim leik. Við vorum verri fyrsta korterið en svo náðum við ágætum leik og sköpuðum í sannleika sagt nægilega mörg færi til að vinna leikinn, en það tókst því miður ekki. Stundum tapast leikir og það fer allt í reynslubankann."
,,Við erum að reyna að bæta okkur og læra af mistökunum, en við viljum líka læra af hlutunum sem við gerum vel og taka allt það góða með okkur í næsta leik. Þannig byggjum við okkur upp til framtíðar."
Meiðslalistinn hjá okkar mönnum er kannski aðeins að lagast, en Martin Skrtel og Coutinho verða þó hvorugir með á morgun. Skrtel er með vírussýkingu og Coutinho varð fyrir smá hnjaski í leiknum gegn City.
Það þykir líklegt að Kolo Toure verði þá við hlið Lovren í miðverðinum, en Klopp gaf svosem ekkert upp um hugsanlegt byrjunarlið á blaðamannafundi dagsins. Hann sagðist kannski ætla að nota Kolo og kannski myndi hann gera eitthvað allt annað. Eins gaf hann lítið út á það hvort Daniel Sturridge yrði í byrjunarliðinu, en sagði þó að Sturridge væri farinn að æfa á fullu og virtist vera klár í slaginn.
Meiðsli Coutinho eru sem betur fer ekki alvarleg og hann verður að öllum líkindum klár í Swansea leikinn á sunnudaginn, en verður nánast örugglega ekki með á morgun. Síðan eru Sakho, Henderson, Gomez, Ings og Flanagan allir meiddir ennþá. Fréttir af Jose Enrique eru eins og venjulega fremur óljósar og tekur því eiginlega ekki að eyða orðum í hann fyrr en hann birtist á vellinum. Ef það gerist þá einhverntíma aftur.
Bordeaux hefur leikið fimm leiki á Englandi í gegnum tíðina og aldrei náð sigri. Liðið hefur ekki einu sinni náð að skora mark á enskri grundu. Við þetta má bæta að það þarf að fara lengra aftur en ég nenni til að finna sigurleik hjá Bordeaux á útivelli í Evrópukeppni. Það er þessvegna eins og áður segir alls ekki til of mikils mælst að Liverpool leggi Frakkana að velli annað kvöld, en það væri auðvitað eftir öðru í vetur ef Bordeaux næði að brjóta blað í sögu félagsins með einhverjum stjörnuleik á Anfield. Vonandi gerist það ekki.
Ég er eins og að ég held flestir stuðningsmenn Liverpool gríðarlega ánægður með nýja stjórann okkar og ég sé mikil batamerki á liðinu. Sjálfstraustið er meira, leikskipulagið líka og liðið er í raun til alls líklegt, þótt Klopp vilji ekkert ræða mögulega stöðu í deildinni í vor eða gengi í einstaka keppnum. Það var segin saga undir stjórn Rodgers að leikmenn, sem og stjórinn sjálfur, voru gjarnir á að setja óþarfa pressu á liðið með því að koma með yfirlýsingar um möguleika liðsins eftir sigurleiki. Sá ósiður virðist heyra sögunni til eftir að Klopp kom til starfa. Ég fagna því.
Ég er ömurlegur spámaður þannig að það er kannski ekki góðs viti að ég sé bjartsýnn, en ég hef fulla trú á því að Liverpool leggi Bordeaux að velli annað kvöld og tryggi sér sæti í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Það er fullt af leikjum framundan og það væri ekkert verra að geta leyft sér að hvíla einhverja lykilmenn í síðasta leiknum, gegn Sion á útivelli. Tveimur dögum eftir ferðalagið til Sviss kemur WBA í heimsókn á Anfield og þá er ágætt að eiga dálítið af óþreyttum körlum.
Ég spái 3-1 sigri og stórleik frá Benteke. Ég ætla líka að spá því að Kolo Toure skori báðum megin. Hann verður allavega skrautlegur að vanda.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan