| Sf. Gutt
TIL BAKA
Bakslag í Newcastle
Það kom bakslag í gott gengi Liverpool, síðustu vikurnar, þegar liðið lék einn versta leik sinn á leiktíðinni og tapaði 2:0 í Newcastle.
Jürgen Klopp gerði nokkrar breytingar á liðinu eftir sýninguna í Southampton og kannski voru þær of margar þegar upp var staðið. Það má til dæmis spyrja sig hvort það sé réttlætanlegt að setja mann á bekkinn sem skoraði þrennu í næsta leik á undan?
Reyndar hefðu flestir búist við góðum leik Liverpool, hvernig sem liðið var skipað, á móti heimamönnum sem hafa verið mjög slakir í síðustu leikjum. Annað kom á daginn. Liverpool lék sinn versta leik á valdatíð Jürgen og Newcastle sýndi baráttu ólíkt því sem verið hefur. Reyndar gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik og aðeins eitt marktækifæri kom. Liverpool fékk það á 22. mínútu. Christain Benteku fékk þá boltann fyrir framan sig eftir horn en hann mokaði boltanum yfir af stuttu færi. Illa farið með upplagt færi og ekkert mark í leikhléi.
Síðari hálfleikur var lengi vel álíka tíðindalítill og sá fyrri. Þar kom þó að mark var skráð og því náði Newcastle á 69. mínútu. Georginio Wijnaldum komst í skotfæri og skaut að marki. Simon Mignolet hefði varið skotið nema hvað Martin Skrtel renndi sér fyrir og af honum fór boltinn í markið. Heita mátti að þetta væri fyrsta færi heimamanna og þeir fengu kærkomna hjálp við að nýta það.
Sex mínútum síðar unnu tveir varamenn Liverpool saman. Adam Lallana átti fína sendingu á Daniel Sturridge sem fékk boltann á góðum stað í vítateignum en hann skaut þvert fyrir markið og framhjá fjærstönginni. Þar hefði Daniel getað gert mun betur þótt færið væri þröngt. Þegar 11 mínútur voru eftir afgreiddi Alberto Moreno háa sendingu glæsilega í markið með því að lyfta boltanum yfir markmann Newcastle en var dæmdur rangstæður. Dómurinn var þó alrangur og mikilvægu jöfnunarmarki rænt af Liverpool.
Liverpool reyndi að herja á mark Skjóranna undir lokin og Dejan Lovren skallaði rétt framhjá eftir horn. Newcastle innsiglaði óvæntan sigur sinn þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Georginio komst inn í vítateiginn eftir gott spil og lyfti boltanum laglega yfir Simon þegar hann kom út á móti honum. Liverpool hefði ekki þurft að tapa þessum leik en liðið lék illa og tapið var bakslag eftir gott gengi síðustu vikur.
Newcastle United: Elliot, Janmaat, Mbemba, Coloccini, Dummett, Anita, Colback (Gouffran 77. mín.), Sissoko, De Jong (Perez 68. mín.), Wijnaldum og Cisse (Thauvin 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Sterry, Mbabu, Mitrovic og Darlow.
Mörk Newcastle United: Martin Skrtel, sm, (69. mín.) og Georginio Wijnaldum (90. mín.).
Gul spjöld: Jack Colback, Vernon Anita og Papiss Cisse.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Moreno, Milner, Lucas, Allen, Ibe (Origi 75. mín.), Benteke (Lallana 62. mín.) og Firmino (Sturridge 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Toure, Henderson, Bogdan og Randall.
Gult spjald: Lucas Leiva.
Áhorfendur á St James Park: 51.273.
Maður leiksins: Jordan Ibe. Strákurinn reyndi sitt besta og var mest ógnandi af leikmönnum Liverpool. Honum voru þó mislagðar fætur eins og öðrum.
Jürgen Klopp: Svo til allt fór úrskeiðis. Byrjunin, miðbikið og endirinn.
Fróðleikur
- Liverpool tapaði aðra leiktíðina í röð á St James Park.
- Í hvorugum leiknum náðist að skora mark.
- Martin Skrtel skoraði sjöunda sjálfsmark sitt á ferli sínum hjá Liverpool.
- Hann er þar með jafn Jamie Carragher í þeim efnum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Jürgen Klopp gerði nokkrar breytingar á liðinu eftir sýninguna í Southampton og kannski voru þær of margar þegar upp var staðið. Það má til dæmis spyrja sig hvort það sé réttlætanlegt að setja mann á bekkinn sem skoraði þrennu í næsta leik á undan?
Reyndar hefðu flestir búist við góðum leik Liverpool, hvernig sem liðið var skipað, á móti heimamönnum sem hafa verið mjög slakir í síðustu leikjum. Annað kom á daginn. Liverpool lék sinn versta leik á valdatíð Jürgen og Newcastle sýndi baráttu ólíkt því sem verið hefur. Reyndar gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik og aðeins eitt marktækifæri kom. Liverpool fékk það á 22. mínútu. Christain Benteku fékk þá boltann fyrir framan sig eftir horn en hann mokaði boltanum yfir af stuttu færi. Illa farið með upplagt færi og ekkert mark í leikhléi.
Síðari hálfleikur var lengi vel álíka tíðindalítill og sá fyrri. Þar kom þó að mark var skráð og því náði Newcastle á 69. mínútu. Georginio Wijnaldum komst í skotfæri og skaut að marki. Simon Mignolet hefði varið skotið nema hvað Martin Skrtel renndi sér fyrir og af honum fór boltinn í markið. Heita mátti að þetta væri fyrsta færi heimamanna og þeir fengu kærkomna hjálp við að nýta það.
Sex mínútum síðar unnu tveir varamenn Liverpool saman. Adam Lallana átti fína sendingu á Daniel Sturridge sem fékk boltann á góðum stað í vítateignum en hann skaut þvert fyrir markið og framhjá fjærstönginni. Þar hefði Daniel getað gert mun betur þótt færið væri þröngt. Þegar 11 mínútur voru eftir afgreiddi Alberto Moreno háa sendingu glæsilega í markið með því að lyfta boltanum yfir markmann Newcastle en var dæmdur rangstæður. Dómurinn var þó alrangur og mikilvægu jöfnunarmarki rænt af Liverpool.
Liverpool reyndi að herja á mark Skjóranna undir lokin og Dejan Lovren skallaði rétt framhjá eftir horn. Newcastle innsiglaði óvæntan sigur sinn þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Georginio komst inn í vítateiginn eftir gott spil og lyfti boltanum laglega yfir Simon þegar hann kom út á móti honum. Liverpool hefði ekki þurft að tapa þessum leik en liðið lék illa og tapið var bakslag eftir gott gengi síðustu vikur.
Newcastle United: Elliot, Janmaat, Mbemba, Coloccini, Dummett, Anita, Colback (Gouffran 77. mín.), Sissoko, De Jong (Perez 68. mín.), Wijnaldum og Cisse (Thauvin 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Sterry, Mbabu, Mitrovic og Darlow.
Mörk Newcastle United: Martin Skrtel, sm, (69. mín.) og Georginio Wijnaldum (90. mín.).
Gul spjöld: Jack Colback, Vernon Anita og Papiss Cisse.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Moreno, Milner, Lucas, Allen, Ibe (Origi 75. mín.), Benteke (Lallana 62. mín.) og Firmino (Sturridge 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Toure, Henderson, Bogdan og Randall.
Gult spjald: Lucas Leiva.
Áhorfendur á St James Park: 51.273.
Maður leiksins: Jordan Ibe. Strákurinn reyndi sitt besta og var mest ógnandi af leikmönnum Liverpool. Honum voru þó mislagðar fætur eins og öðrum.
Jürgen Klopp: Svo til allt fór úrskeiðis. Byrjunin, miðbikið og endirinn.
Fróðleikur
- Liverpool tapaði aðra leiktíðina í röð á St James Park.
- Í hvorugum leiknum náðist að skora mark.
- Martin Skrtel skoraði sjöunda sjálfsmark sitt á ferli sínum hjá Liverpool.
- Hann er þar með jafn Jamie Carragher í þeim efnum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan