| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Sion á útivelli í lokaleik riðlakeppni Evrópudeildar í kvöld. Liverpool er þegar öruggt í 32 liða úrslitin, en leikurinn sker úr um það hvort liðið endar í 1. eða 2. sæti riðilsins.
Í sjálfu sér er ekki stór munur á styrkleikaflokkunum. Það er engan veginn auðveldara að eiga við Valencia en Olympiakos svo dæmi sé tekið og svo er ómögulegt að segja hvernig riðlakeppnin endar í kvöld. Eins og staðan er núna er Dortmund t.d. í 2. sæti síns riðils. Sömuleiðis lið eins og Fiorentina og Fenerbache sem alltaf er erfitt að sækja heim.
Samkvæmt Liverpool Echo tók Jürgen Klopp nokkuð sterkan hóp með sér til Sviss, þannig að hann lítur greinilega ekki á leikinn sem algjört vinstri handar verkefni. Að vísu urðu Lucas Leiva, Joe Allen, Alberto Moreno og Jordon Ibe eftir heima í Liverpool. Ibe er eitthvað veikur, en hinir þrír eiga að vera í lagi þannig að Klopp hefur einfaldlega gefið þeim frí.
Coutinho fór með til Sviss, þannig að hann hlýtur að vera orðinn leikfær, en það er kannski líklegra að hann byrji á bekknum og komi svo inn á ef lítið er að gerast fram á við. Origi var við hlið Klopp á blaðamannafundi í gær þannig að það er sennilegt að hann byrji leikinn. Ungliðarnir Brad Smith, Connor Randall og Jordan Rossiter eru allir með í Sviss og ekki ólíklegt að þeir fái allir tækifæri.
Liverpool liðið getur ekki flogið heim beint eftir leikinn, því svissnesk lög banna flugtök eftir miðnætti frá flugvöllum sem eru við borgarmörk eða innan þeirra. Liverpool flýgur frá Genf, sem er í 160 km. fjarlægð frá Stade Tourbillon vellinum í Sion þannig að liðið mun aldrei ná að komast í loftið fyrir miðnætti. Það verður því gist í Sviss og flogið beint til Liverpool í fyrramálið. Það gerir það að verkum að liðið fær enn styttri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn gegn WBA á sunnudaginn.
Við þetta bætist að nú stendur yfir í Genf leit að fjórum mönnum sem eru grunaðir um að tengjast hryðjuverkunum í París á dögunum. Lögregla í Genf hefur uppi mikinn viðbúnað því talið er að mennirnir séu í borginni. Þetta ástand gæti gert heimferð okkar manna ennþá lengri og erfiðari.
Það er engin sérstök spenna í manni fyrir þennan leik. Jafntefli dugar Sion til að komast upp úr riðlinum og dugar Liverpool til sigurs í riðlinum, þannig að það er langlíklegasta niðurstaðan. Ég vona að leikmenn Liverpool eyði ekki alltof mikilli orku í þennan leik því ég get ekki séð að það skipti höfuðmáli hvort við vinnum riðilinn eða ekki. Tap er í það minnsta langt frá því að vera heimsendir.
Ég spái 1-1 jafntefli. Origi skorar fyrir okkar menn.
YNWA!
Það eru skiptar skoðanir um það hvort sigur í riðlinum skiptir einhverju máli. Áður en dregið er í 32 liða úrslitin er liðunum raðað í tvo styrkleikaflokka. Í fyrri hópnum eru sigurvegarar riðlanna 12, plús Porto, Olympiakos, Bayer Leverkusen og Manchester United, sem koma úr Meistaradeildinni. Í seinni hópnum verða liðin sem hafna í 2. sæti í sínum riðlum plús Sevilla, Valencia, Galatasaray og Shakhtar Donetsk úr Meistaradeild. Lið frá sama landi geta ekki dregist saman í 32 liða úrslitunum.
Í sjálfu sér er ekki stór munur á styrkleikaflokkunum. Það er engan veginn auðveldara að eiga við Valencia en Olympiakos svo dæmi sé tekið og svo er ómögulegt að segja hvernig riðlakeppnin endar í kvöld. Eins og staðan er núna er Dortmund t.d. í 2. sæti síns riðils. Sömuleiðis lið eins og Fiorentina og Fenerbache sem alltaf er erfitt að sækja heim.
Samkvæmt Liverpool Echo tók Jürgen Klopp nokkuð sterkan hóp með sér til Sviss, þannig að hann lítur greinilega ekki á leikinn sem algjört vinstri handar verkefni. Að vísu urðu Lucas Leiva, Joe Allen, Alberto Moreno og Jordon Ibe eftir heima í Liverpool. Ibe er eitthvað veikur, en hinir þrír eiga að vera í lagi þannig að Klopp hefur einfaldlega gefið þeim frí.
Coutinho fór með til Sviss, þannig að hann hlýtur að vera orðinn leikfær, en það er kannski líklegra að hann byrji á bekknum og komi svo inn á ef lítið er að gerast fram á við. Origi var við hlið Klopp á blaðamannafundi í gær þannig að það er sennilegt að hann byrji leikinn. Ungliðarnir Brad Smith, Connor Randall og Jordan Rossiter eru allir með í Sviss og ekki ólíklegt að þeir fái allir tækifæri.
Liverpool liðið getur ekki flogið heim beint eftir leikinn, því svissnesk lög banna flugtök eftir miðnætti frá flugvöllum sem eru við borgarmörk eða innan þeirra. Liverpool flýgur frá Genf, sem er í 160 km. fjarlægð frá Stade Tourbillon vellinum í Sion þannig að liðið mun aldrei ná að komast í loftið fyrir miðnætti. Það verður því gist í Sviss og flogið beint til Liverpool í fyrramálið. Það gerir það að verkum að liðið fær enn styttri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn gegn WBA á sunnudaginn.
Við þetta bætist að nú stendur yfir í Genf leit að fjórum mönnum sem eru grunaðir um að tengjast hryðjuverkunum í París á dögunum. Lögregla í Genf hefur uppi mikinn viðbúnað því talið er að mennirnir séu í borginni. Þetta ástand gæti gert heimferð okkar manna ennþá lengri og erfiðari.
Það er engin sérstök spenna í manni fyrir þennan leik. Jafntefli dugar Sion til að komast upp úr riðlinum og dugar Liverpool til sigurs í riðlinum, þannig að það er langlíklegasta niðurstaðan. Ég vona að leikmenn Liverpool eyði ekki alltof mikilli orku í þennan leik því ég get ekki séð að það skipti höfuðmáli hvort við vinnum riðilinn eða ekki. Tap er í það minnsta langt frá því að vera heimsendir.
Ég spái 1-1 jafntefli. Origi skorar fyrir okkar menn.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan