| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Jafntefli gegn WBA
Liverpool tók á móti WBA á Anfield í dag. Lélegur varnarleikur í föstum leikatriðum kostaði okkar menn tvö dýrmæt stig.
Jürgen Klopp gerði nokkrar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Sion á fimmtudagskvöld. Eins og við var að búast komu Skrtel og Moreno aftur inn í vörnina fyrir Toure og Smith. Þá komu Coutinho og Benteke inn í sóknina fyrir Firmino og Origi.
Leikurinn byrjaði fjörlega og mikill kraftur í liðunum. WBA var heldur sterkara fyrstu mínúturnar en smám saman tókst okkar mönnum að ná tökum á leiknum. Á 14. mínútu fékk Coutinho dauðafæri þegar boltinn barst til hans inni í teignum, en þrumuskot hans fór rétt yfir markið.
Á 21. mínútu komst Liverpool yfir í leiknum með laglegu marki frá Jordan Henderson. Coutinho sendi boltann inn í teiginn, þar skallaði Lallana boltann fyrir fætur fyrirliðans sem renndi honum framhjá Myhill í markinu. Staðan orðin 1-0 á Anfield og fyrirliðinn kominn til baka af fullum krafti. Velkominn aftur!
Á 30. mínútu jafnaði WBA eftir slæmt úthlaup frá Mignolet. Belginn hljóp þá beint í bakið á landa sínum Benteke sem stóð eins og nátttröll á markteignum og gerði ekki nokkurt einasta gagn. Eftir mikinn darraðadans í teignum barst boltinn til Dawson sem renndi honum í netið framhjá bjargarlausum Belganum. Ömurlegt mark og staðan orðin jöfn.
Á 33. mínútu var Mignolet næstum búinn að gera aðra bommertu. Hann elti þá sakleysislegan bolta út að hliðarlínunni en fyrsta snerting hans á boltann var svo hrikalega klaufaleg að James Morrison var rétt búinn að fá boltann á silfurfati. Sem betur fer náði Mignolet með naumindum að bjarga sér.
Liverpool var betra liðið í fyrri hálfleiknum og Coutinho fékk til að mynda nokkur skotfæri, en hafði ekki heppnina með sér. Undir lok hálfleiksins voru það hinsvegar gestirnir sem skoruðu, eftir fast leikatriði að sjálfsögðu og þá fór heldur betur um stuðningsmenn Liverpool á pöllunum. En eftir tæplega mínútu löng fagnaðarlæti gestanna var markið dæmt af vegna rangstöðu - til allrar hamingju. Í endursýningu sást að dómurinn var hárréttur, en undarlegt hversu lengi tríóið var að taka ákvörðun.
Staðan 1-1 í hálfleik á Anfield.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn miklu betur en gestirnir og eftir 15 mínútna leik voru okkar menn búnir að vera 83% með boltann. Liverpool skapaði sér kannski ekki mörg dauðafæri, en nokkur ágæt hálffæri komu á fyrsta korterinu. Lovren skallaði rétt yfir af stuttu færi, Henderson skaut yfir rétt fyrir utan vítateig og Benteke skaut framhjá svo eitthvað sé nefnt.
Næstu mínúturnar róaðist leikurinn aðeins og gestirnir fengu að koma heldur meira við boltann. Á 73. mínútu komust þeir síðan yfir, þvert gegn gangi leiksins. Enn og aftur voru föst leikatriði að vefjast fyrir okkar mönnum. WBA tók hornspyrnu frá hægri og boltinn sigldi inn í markteiginn þar sem Olsson setti hann óáreittur í markið. Ömurleg varnarvinna enn og aftur og staðan 1-2 á Anfield.
Aðeins mínútu síðar lenti Lovren í harkalegu samstuði og var borinn af velli eftir langa legu í grasinu, að því er virtist sárþjáður. Hrikaleg tækling hjá Craig Gardner, en dómarinn sá ekkert athugavert við aðfarirnar. Ekki það besta sem gat komið fyrir okkar menn. Origi kom inn á fyrir Lovren og Can fór í miðvörðinn.
Andartaki eftir að leikurinn komst í gang aftur fékk Lallana algjört dauðafæri. Benteke renndi boltanum inn fyrir vörnina á Lallana sem var einn á markteig, en Myhill kom vel út og bjargaði meistaralega.
Það sem eftir lifði leiks sótti Liverpool án afláts og var oft nálægt því að skora. En það var þó ekki fyrr en í 6. mínútu uppbótartíma sem markið kom loksins. Henderson vann boltann þá á miðju vallarins og sendi á Origi sem skeiðaði af stað framhjá varnarmanni WBA, sem braut reyndar á honum en Belginn stóð einfaldlega aftur á fætur, og þrumaði boltanum í markið frá vítateigshorninu. Heppnin var með Origi því boltinn hafði viðkomu í varnarmanni WBA, en staðan í það minnsta orðin aðeins skárri. 2-2 og tvær mínútur til stefnu.
Því miður náði Liverpool ekki að bæta einu marki enn við og jafntefli varð niðurstaðan. Mjög svekkjandi því Liverpool lék nokkuð vel fram á við. Frammistaða okkar manna í föstum leikatriðum var hinsvegar algjörlega óásættanleg og því fór sem fór.
Það var fallegt að sjá Klopp smala leikmönnunum saman eftir leikinn fyrir framan Kop stúkuna og þakka áhorfendum fyrir góðan stuðning. Hann vill greinilega leggja sitt af mörkum til þess að rífa upp stemninguna á Anfield.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren (Origi á 78. mín.), Moreno, Milner, Can, Henderson, Lallana (Firmino á 85. mín.), Coutinho (Ibe á 72. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Toure, Leiva, Allen.
Mörk Liverpool: Henderson á 21. mínútu og Origi á 96. mínútu.
WBA: Myhill, Dawson, Olsson, McAuley, Evans, Brunt, Fletcher, Gardner, McClean, Morrison, Rondon (Lambert á 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Lindegaard, Berahino, Anichebe, McManaman, Chester, Gnabry.
Mörk WBA: Dawson á 30. mínútu og Olsson á 73. mínútu.
Áhorfendur á Anfield Road: 44,147.
Maður leiksins: Ég veit varla hvað segja skal. Varnarleikurinn var vissulega vonbrigði en það var samt sem áður margt jákvætt í leik Liverpool í dag. Henderson, Milner og Can fannst mér allir s´milega sprækir á miðjunni og mjög ánægjulegt að sjá Henderson spila á fullu í næstum 100 mínútur. Mér fannst Clyne og Lallana líka sprækir hægra megin og ég held að ég velji Clyne mann leiksins. Virkilega góð kaup sem við gerðum í honum.
Jürgen Klopp: „Augljóslega munum við æfa föst leikatriði alla næstu viku! Þetta var dálítið svekkjandi, en ég get lifað með jafnteflinu - eða ég verð auðvitað að sætta mig við það, en það er ekkert mjög erfitt. Við vorum að mínu viti mun betra liðið í leknum og skoruðum tvö góð mörk og sköpuðum okkur mörg færi gegn liði sem var komið hingað til að verjast og gerði það vel. Það var margt jákvætt í þessu hjá okkur í dag og stuðningur áhorfenda var frábær."
-Fyrir leikinn í dag hafði WBA aðeins fengið á sig 5 mörk á útivelli í deildinni og skorað 4, þannig að það voru kannski ekki miklar líkur á 4 mörkum, en svona getur fótboltinn verið óútreiknanlegur.
-Í dag stýrði Tony Pulis liði í 250. skipti í Úrvalsdeild.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Jürgen Klopp gerði nokkrar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Sion á fimmtudagskvöld. Eins og við var að búast komu Skrtel og Moreno aftur inn í vörnina fyrir Toure og Smith. Þá komu Coutinho og Benteke inn í sóknina fyrir Firmino og Origi.
Leikurinn byrjaði fjörlega og mikill kraftur í liðunum. WBA var heldur sterkara fyrstu mínúturnar en smám saman tókst okkar mönnum að ná tökum á leiknum. Á 14. mínútu fékk Coutinho dauðafæri þegar boltinn barst til hans inni í teignum, en þrumuskot hans fór rétt yfir markið.
Á 21. mínútu komst Liverpool yfir í leiknum með laglegu marki frá Jordan Henderson. Coutinho sendi boltann inn í teiginn, þar skallaði Lallana boltann fyrir fætur fyrirliðans sem renndi honum framhjá Myhill í markinu. Staðan orðin 1-0 á Anfield og fyrirliðinn kominn til baka af fullum krafti. Velkominn aftur!
Á 30. mínútu jafnaði WBA eftir slæmt úthlaup frá Mignolet. Belginn hljóp þá beint í bakið á landa sínum Benteke sem stóð eins og nátttröll á markteignum og gerði ekki nokkurt einasta gagn. Eftir mikinn darraðadans í teignum barst boltinn til Dawson sem renndi honum í netið framhjá bjargarlausum Belganum. Ömurlegt mark og staðan orðin jöfn.
Á 33. mínútu var Mignolet næstum búinn að gera aðra bommertu. Hann elti þá sakleysislegan bolta út að hliðarlínunni en fyrsta snerting hans á boltann var svo hrikalega klaufaleg að James Morrison var rétt búinn að fá boltann á silfurfati. Sem betur fer náði Mignolet með naumindum að bjarga sér.
Liverpool var betra liðið í fyrri hálfleiknum og Coutinho fékk til að mynda nokkur skotfæri, en hafði ekki heppnina með sér. Undir lok hálfleiksins voru það hinsvegar gestirnir sem skoruðu, eftir fast leikatriði að sjálfsögðu og þá fór heldur betur um stuðningsmenn Liverpool á pöllunum. En eftir tæplega mínútu löng fagnaðarlæti gestanna var markið dæmt af vegna rangstöðu - til allrar hamingju. Í endursýningu sást að dómurinn var hárréttur, en undarlegt hversu lengi tríóið var að taka ákvörðun.
Staðan 1-1 í hálfleik á Anfield.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn miklu betur en gestirnir og eftir 15 mínútna leik voru okkar menn búnir að vera 83% með boltann. Liverpool skapaði sér kannski ekki mörg dauðafæri, en nokkur ágæt hálffæri komu á fyrsta korterinu. Lovren skallaði rétt yfir af stuttu færi, Henderson skaut yfir rétt fyrir utan vítateig og Benteke skaut framhjá svo eitthvað sé nefnt.
Næstu mínúturnar róaðist leikurinn aðeins og gestirnir fengu að koma heldur meira við boltann. Á 73. mínútu komust þeir síðan yfir, þvert gegn gangi leiksins. Enn og aftur voru föst leikatriði að vefjast fyrir okkar mönnum. WBA tók hornspyrnu frá hægri og boltinn sigldi inn í markteiginn þar sem Olsson setti hann óáreittur í markið. Ömurleg varnarvinna enn og aftur og staðan 1-2 á Anfield.
Aðeins mínútu síðar lenti Lovren í harkalegu samstuði og var borinn af velli eftir langa legu í grasinu, að því er virtist sárþjáður. Hrikaleg tækling hjá Craig Gardner, en dómarinn sá ekkert athugavert við aðfarirnar. Ekki það besta sem gat komið fyrir okkar menn. Origi kom inn á fyrir Lovren og Can fór í miðvörðinn.
Andartaki eftir að leikurinn komst í gang aftur fékk Lallana algjört dauðafæri. Benteke renndi boltanum inn fyrir vörnina á Lallana sem var einn á markteig, en Myhill kom vel út og bjargaði meistaralega.
Það sem eftir lifði leiks sótti Liverpool án afláts og var oft nálægt því að skora. En það var þó ekki fyrr en í 6. mínútu uppbótartíma sem markið kom loksins. Henderson vann boltann þá á miðju vallarins og sendi á Origi sem skeiðaði af stað framhjá varnarmanni WBA, sem braut reyndar á honum en Belginn stóð einfaldlega aftur á fætur, og þrumaði boltanum í markið frá vítateigshorninu. Heppnin var með Origi því boltinn hafði viðkomu í varnarmanni WBA, en staðan í það minnsta orðin aðeins skárri. 2-2 og tvær mínútur til stefnu.
Því miður náði Liverpool ekki að bæta einu marki enn við og jafntefli varð niðurstaðan. Mjög svekkjandi því Liverpool lék nokkuð vel fram á við. Frammistaða okkar manna í föstum leikatriðum var hinsvegar algjörlega óásættanleg og því fór sem fór.
Það var fallegt að sjá Klopp smala leikmönnunum saman eftir leikinn fyrir framan Kop stúkuna og þakka áhorfendum fyrir góðan stuðning. Hann vill greinilega leggja sitt af mörkum til þess að rífa upp stemninguna á Anfield.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren (Origi á 78. mín.), Moreno, Milner, Can, Henderson, Lallana (Firmino á 85. mín.), Coutinho (Ibe á 72. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Toure, Leiva, Allen.
Mörk Liverpool: Henderson á 21. mínútu og Origi á 96. mínútu.
WBA: Myhill, Dawson, Olsson, McAuley, Evans, Brunt, Fletcher, Gardner, McClean, Morrison, Rondon (Lambert á 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Lindegaard, Berahino, Anichebe, McManaman, Chester, Gnabry.
Mörk WBA: Dawson á 30. mínútu og Olsson á 73. mínútu.
Áhorfendur á Anfield Road: 44,147.
Maður leiksins: Ég veit varla hvað segja skal. Varnarleikurinn var vissulega vonbrigði en það var samt sem áður margt jákvætt í leik Liverpool í dag. Henderson, Milner og Can fannst mér allir s´milega sprækir á miðjunni og mjög ánægjulegt að sjá Henderson spila á fullu í næstum 100 mínútur. Mér fannst Clyne og Lallana líka sprækir hægra megin og ég held að ég velji Clyne mann leiksins. Virkilega góð kaup sem við gerðum í honum.
Jürgen Klopp: „Augljóslega munum við æfa föst leikatriði alla næstu viku! Þetta var dálítið svekkjandi, en ég get lifað með jafnteflinu - eða ég verð auðvitað að sætta mig við það, en það er ekkert mjög erfitt. Við vorum að mínu viti mun betra liðið í leknum og skoruðum tvö góð mörk og sköpuðum okkur mörg færi gegn liði sem var komið hingað til að verjast og gerði það vel. Það var margt jákvætt í þessu hjá okkur í dag og stuðningur áhorfenda var frábær."
Fróðleikur:
-Fyrir leikinn í dag hafði WBA aðeins fengið á sig 5 mörk á útivelli í deildinni og skorað 4, þannig að það voru kannski ekki miklar líkur á 4 mörkum, en svona getur fótboltinn verið óútreiknanlegur.
-Í dag stýrði Tony Pulis liði í 250. skipti í Úrvalsdeild.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan