| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Slæmt tap gegn nýliðum
Liverpool sótti ekki gull í greipar Watford manna á Vicarage Road er liðið steinlá 3-0 fyrir einum af nýliðum deildarinnar. Adam Bogdan stóð í markinu í fyrsta skipti í deildinni fyrir félagið og mistök hans kostuðu fyrsta mark leiksins.
Jurgen Klopp stillti liðinu upp þannig að Adam Bodgan og Mamadou Sakho komu inn í stað Simon Mignolet og Dejan Lovren sem voru meiddir. Einnig komu þeir Roberto Firmino og Lucas inní byrjunarliðið að nýju en þeir voru ekki með í síðasta leik gegn W.B.A.
Eftir aðeins 3 mínútur voru heimamenn komnir yfir, þeir fengu hornspyrnu og boltanum var spyrnt fyrir markið þar sem Bogdan gerði sig líklegan til að grípa boltann, það tókst ekki betur en svo að hann náði engum tökum á boltanum og Aké var fyrstur til að átta sig og náði að sparka í boltann og setja hann í markið. Margir vildu meina að Bogdan hafi verið búinn að ná tökum á boltanum í seinna skiptið og að dæma hefði átt brot á Aké fyrir að sparka boltanum úr höndunum á Bogdan en dómarinn dæmdi ekkert. Heimamenn því komnir yfir og brekka framundan hjá gestunum.
Leikmenn Liverpool voru slakir í öllum sínum aðgerðum og það kom því ekki á óvart er Ighalo skoraði annað mark leiksins eftir aðeins korters leik. Boltinn tapaðist á miðjunni og sending kom innfyrir þar sem Ighalo var í kapphlaupi við Skrtel. Ighalo var sterkari og náði að koma skoti á marki innanúr teignum, skotið var heldur betur hnitmiðað og boltinn endaði í fjærhorninu alveg út við stöng. Þarna var ljóst að heimamenn voru með leikinn í sínum höndum og ekkert benti til þess að leikmenn Liverpool myndu gera sig líklega til að snúa þessu sér í hag. Martin Skrtel þurfti svo að fara meiddur af velli á 41. mínútu leiksins og í hans stað setti Klopp Divock Origi inná sem þýddi að Lucas fór í miðvarðarstöðuna.
Heimamenn fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að bæta við en tókst það ekki, staðan því 2-0 og útlitið dökkt. Gestirnir virtust ætla að byrja seinni hálfleikinn af krafti, voru mættir á undan Watford út á völlinn og vildu greinilega bæta fyrir slakan fyrri hálfleik. Það má kannski segja að gestirnir hafi litið út fyrir það áður en dómarinn flautaði til seinni hálfleiks en þegar alvararn byrjaði var lítið að frétta inná vellinum sjálfum. Ighalo var nálægt því að skora snemma í seinni hálfleik en varnarmenn Liverpool náðu að bægja hættunni frá.
Ekki svo löngu síðar komst hann einn í gegn en góð markvarsla frá Bogdan varð til þess að forysta heimamanna yrði ekki stærri. Strax á eftir náði Henderson góðu skoti að marki sem Gomes hinumegin varði vel. Klopp sendi þá Benteke og Ibe inná til að fríska uppá leikinn en það kom lítið útúr þeim skiptingum. Heimamenn ráku svo endahnútinn á leikinn á 85. mínútu þegar Ighalo skoraði sitt annað mark í leiknum með skalla eftir fyrirgjöf. Niðurstaðan 3-0 tap og niðurlægingin töluverð, liðið þarf núna að rífa sig upp og fara að ná einhverjum úrslitum ætli þeir sér ekki að enda neðar en 10. sæti í deildinni.
Watford: Gomes, Nyom, Cathcart, Britos, Aké, Abdi (Behrami, 80. mín.), Watson, Capoue, Jurado (Anya, 76. mín.), Ighalo (Guédioura, 88. mín.), Deeney. Ónotaðir varamenn: Arlauskis, Oularé, Holebas, Diamanti.
Mörk Watford: Aké (3. mín.) og Ighalo (15. og 85. mín.).
Gult spjald: Britos.
Liverpool: Bogdan, Clyne, Skrtel (Origi, 41. mín.), Sakho, Moreno, Henderson, Lucas, Can, Lallana (Ibe, 74. mín.), Firmino (Benteke, 74. mín.), Coutinho. Ónotaðir varamenn: Fulton, Randall, Toure, Allen.
Áhorfendur á Vicarage Road: 20.707.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var slæm byrjun - og í rauninni alls ekki þau viðbrögð við byrjuninni og mörkunum se við fengum á okkur. Fyrri hálfleikur var mjög erfiður. Seinni hálfleikur byrjaði betur eftir smá breytingar og með smá heppni hefðum við getað skorað mark og þá hefði leikurinn opnast á ný. En það gerðum við ekki og skyndisókn batt svo enda á leikinn. Þannig var þetta."
Fróðleikur:
- Eftir leikinn sitja okkar menn í 9. sæti deildarinnar með 24 stig og -2 í markatölu.
- Liðið fékk á sig jafnmörg mörk í þessum leik og í síðustu fjórum deildarleikjum til samans.
- Aldrei áður hafði liðið tapað svo stórt gegn Watford.
- Þeir Nathaniel Clyne og Martin Skrtel eru einu leikmenn liðsins sem hafa spilað alla 17 deildarleiki á tímabilinu.
- Emre Can og Nathaniel Clyne hafa svo spilað flesta leiki á tímabilinu eða 24 talsins í öllum keppnum.
Jurgen Klopp stillti liðinu upp þannig að Adam Bodgan og Mamadou Sakho komu inn í stað Simon Mignolet og Dejan Lovren sem voru meiddir. Einnig komu þeir Roberto Firmino og Lucas inní byrjunarliðið að nýju en þeir voru ekki með í síðasta leik gegn W.B.A.
Eftir aðeins 3 mínútur voru heimamenn komnir yfir, þeir fengu hornspyrnu og boltanum var spyrnt fyrir markið þar sem Bogdan gerði sig líklegan til að grípa boltann, það tókst ekki betur en svo að hann náði engum tökum á boltanum og Aké var fyrstur til að átta sig og náði að sparka í boltann og setja hann í markið. Margir vildu meina að Bogdan hafi verið búinn að ná tökum á boltanum í seinna skiptið og að dæma hefði átt brot á Aké fyrir að sparka boltanum úr höndunum á Bogdan en dómarinn dæmdi ekkert. Heimamenn því komnir yfir og brekka framundan hjá gestunum.
Leikmenn Liverpool voru slakir í öllum sínum aðgerðum og það kom því ekki á óvart er Ighalo skoraði annað mark leiksins eftir aðeins korters leik. Boltinn tapaðist á miðjunni og sending kom innfyrir þar sem Ighalo var í kapphlaupi við Skrtel. Ighalo var sterkari og náði að koma skoti á marki innanúr teignum, skotið var heldur betur hnitmiðað og boltinn endaði í fjærhorninu alveg út við stöng. Þarna var ljóst að heimamenn voru með leikinn í sínum höndum og ekkert benti til þess að leikmenn Liverpool myndu gera sig líklega til að snúa þessu sér í hag. Martin Skrtel þurfti svo að fara meiddur af velli á 41. mínútu leiksins og í hans stað setti Klopp Divock Origi inná sem þýddi að Lucas fór í miðvarðarstöðuna.
Heimamenn fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að bæta við en tókst það ekki, staðan því 2-0 og útlitið dökkt. Gestirnir virtust ætla að byrja seinni hálfleikinn af krafti, voru mættir á undan Watford út á völlinn og vildu greinilega bæta fyrir slakan fyrri hálfleik. Það má kannski segja að gestirnir hafi litið út fyrir það áður en dómarinn flautaði til seinni hálfleiks en þegar alvararn byrjaði var lítið að frétta inná vellinum sjálfum. Ighalo var nálægt því að skora snemma í seinni hálfleik en varnarmenn Liverpool náðu að bægja hættunni frá.
Ekki svo löngu síðar komst hann einn í gegn en góð markvarsla frá Bogdan varð til þess að forysta heimamanna yrði ekki stærri. Strax á eftir náði Henderson góðu skoti að marki sem Gomes hinumegin varði vel. Klopp sendi þá Benteke og Ibe inná til að fríska uppá leikinn en það kom lítið útúr þeim skiptingum. Heimamenn ráku svo endahnútinn á leikinn á 85. mínútu þegar Ighalo skoraði sitt annað mark í leiknum með skalla eftir fyrirgjöf. Niðurstaðan 3-0 tap og niðurlægingin töluverð, liðið þarf núna að rífa sig upp og fara að ná einhverjum úrslitum ætli þeir sér ekki að enda neðar en 10. sæti í deildinni.
Watford: Gomes, Nyom, Cathcart, Britos, Aké, Abdi (Behrami, 80. mín.), Watson, Capoue, Jurado (Anya, 76. mín.), Ighalo (Guédioura, 88. mín.), Deeney. Ónotaðir varamenn: Arlauskis, Oularé, Holebas, Diamanti.
Mörk Watford: Aké (3. mín.) og Ighalo (15. og 85. mín.).
Gult spjald: Britos.
Liverpool: Bogdan, Clyne, Skrtel (Origi, 41. mín.), Sakho, Moreno, Henderson, Lucas, Can, Lallana (Ibe, 74. mín.), Firmino (Benteke, 74. mín.), Coutinho. Ónotaðir varamenn: Fulton, Randall, Toure, Allen.
Áhorfendur á Vicarage Road: 20.707.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var slæm byrjun - og í rauninni alls ekki þau viðbrögð við byrjuninni og mörkunum se við fengum á okkur. Fyrri hálfleikur var mjög erfiður. Seinni hálfleikur byrjaði betur eftir smá breytingar og með smá heppni hefðum við getað skorað mark og þá hefði leikurinn opnast á ný. En það gerðum við ekki og skyndisókn batt svo enda á leikinn. Þannig var þetta."
Fróðleikur:
- Eftir leikinn sitja okkar menn í 9. sæti deildarinnar með 24 stig og -2 í markatölu.
- Liðið fékk á sig jafnmörg mörk í þessum leik og í síðustu fjórum deildarleikjum til samans.
- Aldrei áður hafði liðið tapað svo stórt gegn Watford.
- Þeir Nathaniel Clyne og Martin Skrtel eru einu leikmenn liðsins sem hafa spilað alla 17 deildarleiki á tímabilinu.
- Emre Can og Nathaniel Clyne hafa svo spilað flesta leiki á tímabilinu eða 24 talsins í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan