| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur gegn Sunderland
Það náðist að sækja sigur í síðasta leik ársins gegn Sunderland á útivelli. Eins og í leiknum þar á undan skoraði Christian Benteke eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Byrjunarliðið frá því í síðasta leik var óbreytt fyrir utan eina breytingu en þar sem Divock Origi var meiddur kom Benteke inn í hans stað. Klopp setti svo ungliðana Brad Smith, Joao Teixeira og Connor Randall á bekkinn ásamt þeim Kolo Toure, Lucas, Jordon Ibe og Adam Bogdan.
Fyrri hálfleikur var svolítið sveiflukenndur og hvorugt liðið náði tökum á leiknum. Gestirnir ógnuðu fyrst um sinn með langskotum, Nathaniel Clyne átti eitt sem Mannone í marki heimamanna varði. Eftir tæpar 10 mínútur hefði svo Firmino átt að gera betur er Coutinho vann boltann ofarlega á vellinum, sendi til vinstri á samlanda sinn sem náði engum tökum á boltanum og hann skoppaði í hné hans og aftur fyrir markið. Eftir korters leik gerði Jermaine Defoe sig líklegan er hann fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Liverpool, skeiðaði í átt að marki og skaut föstu skoti rétt fyrir utan teig sem Mignolet gerði vel í að slá yfir markið.
Um miðjan hálfleikinn átti svo Firmino fast skot fyrir utan teig sem Mannone gerði ótrúlega vel í að verja lítillega. Það var nóg til að breyta stefnum boltans sem hafnaði í stönginni. Nokkrum mínútum síðar skallaði svo Firmino að marki úr teignum eftir góða fyrirgjöf frá Clyne en Mannone varði vel á ný. Það síðasta markverða sem gerðist fyrir hálfleik var svo aukaspyrna sem heimamenn fengu beint fyrir utan vítateig en Adam Johnson skaut vel yfir markið.
Hafi menn misst af fyrsta og eina marki leiksins er það vel skiljanlegt því að eftir aðeins tæpa mínútu lá boltinn í netinu hjá Mannone og félögum. Leikmenn Liverpool unnu boltann á miðjunni af harðfylgi og Clyne fékk svo sendingu út til hægri. Hann sendi lágan bolta inn að vítateig þar sem Lallana gerði vel í að snerta hann lauslega sem gerði varnarmönnum Sunderland erfitt fyrir og Christian Benteke var skyndilega kominn í frábært færi í miðjum teignum sem hann kláraði vel. Frábær byrjun á seinni hálfleik.
Eins og svo oft áður bökkuðu okkar menn alltof mikið eftir markið en Sunderland menn náðu varla að ógna markinu að neinu ráði. Fabio Borini átti ágætt skot úr teignum eftir að hafa komist framhjá tveimur varnarmönnum, skotið var hinsvegar beint á Mignolet í markinu. Um miðjan síðari hálfleik þurfti svo Jordan Henderson að fara af velli en hann hafði kennt sér meins í fyrri hálfleik en hélt engu að síður leik áfram. Vonandi er fyrirliðinn ekki mikið meiddur fyrir þá leikjatörn sem fyrir höndum er. Helsta ógn gestanna eftir markið kom með skotum fyrir utan vítateig frá Coutinho sem var einstaklega mislagðar fætur og hitti hann örsjaldan markið með þessum tilraunum sínum. Á 78. mínútu kom kannski besta færi heimamanna þegar Firmino hreinsaði boltann í vítateignum beint upp í loftið. Mignolet reyndi að ná til boltans en hann barst til Watmore sem skaut að marki. Skotið fór í Mignolet sem vissi þó varla af því og hættunni var þar með lokið.
Undir lokin fengu svo gestirnir tvö frábær færi til að loka leiknum en nýttu hvorugt. Í fyrra skiptið komst Firmino einn uppað vítateig en hann sendi á Ibe í óeigingirni sinni. Ibe hafði skömmu áður komið inná fyrir Coutino. Hann tók of margar snertingar í teignum og þrumaði svo boltanum yfir markið. Í uppbótartíma komst svo Benteke einn í gegn eftir sendingu innfyrir frá Firmino en Mannone varði skot hans. Klárlega besta færi leiksins en líkt og gegn Leicester á 2. jóladag gat Benteke ekki bætt við öðru marki sínu í leiknum þrátt fyrir frábært færi.
Eftir 6 langar uppbótartíma mínútur flautaði svo dómarinn leikinn af og þrjú góð stig voru því tryggð í síðasta leik ársins. Það er svo vel við hæfi að okkar menn hefja svo árið í Úrvalsdeildinni með því að mæta West Ham United á útivelli á laugardaginn kemur.
Sunderland: Mannone, Jones, Coates (Yedlin, 72. mín.), Brown, van Aanholt, Cattermole, M'Vila, Rodwell (Watmore, 30. mín.), Johnson (Lens, 63. mín.), Defoe, Borini. Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Graham, Toivonen, Beadling.
Gult spjald: Jeremaine Lens.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Moreno, Henderson (Lucas, 61. mín.), Can, Lallana, Coutinho (Ibe, 83. mín.), Firmino (Toure, 93. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Randall, Smith, Teixeira.
Mark Liverpool: Christian Benteke (46. mín.).
Gul spjöld: Alberto Moreno, Christian Benteke og Emre Can.
Maður leiksins: Það er ekki auðvelt að velja mann leiksins en undirritaður velur Dejan Lovren sem mann leiksins að þessu sinni. Annan leikinn í röð er hann hluti af vörn sem heldur hreinu og honum virðist líða ágætlega með Mamadou Sakho sér við hlið. Hann vinnur marga skallabolta og stendur vaktina, loksins, af stakri prýði. Vonandi hefur hann fundið sitt rétta form núna og heldur áfram að spila vel.
Jurgen Klopp: ,,Þetta er ekki það besta sem við getum gert, en við þurftum að berjast. Við vissum stöðu Sunderland. Allir vilja enda árið á jákvæðum nótum, við getum það en Sunderland ekki og við tökum þessi stig með okkur, förum heim, sofum í tvær nætur og mætum svo í næsta leik."
Fróðleikur:
- Christian Benteke skoraði fljótasta mark tímabilsins í seinni hálfleik en boltinn lá í netinu eftir aðeins 22 sekúndur.
- Benteke tryggði liðinu sigur með marki sínu annan leikinn í röð.
- Belginn hefur nú skorað alls 6 mörk í deildinni það sem af er tímabili og er markahæstur leikmanna félagsins með 7 mörk alls.
- Liverpool hafa unnið fimm 1-0 sigra á tímabilinu, aðeins West Brom hafa gert jafn vel af öllum liðum deildarinnar.
- Enginn markvörður hefur haldið marki sínu oftar hreinu á árinu 2015 í Úrvalsdeildinni eins og Simon Mignolet.
- Liverpool eru nú komnir í 7. sæti deildarinnar með 30 stig, jafn mörg og Manchester United en þeir eru með betri markatölu og sitja í 6. sætinu.
- Í lok árs 2014 voru okkar menn í 8. sæti deildarinnar með 28 stig eftir 4-1 sigur á Swansea í síðasta leik ársins það árið.
Byrjunarliðið frá því í síðasta leik var óbreytt fyrir utan eina breytingu en þar sem Divock Origi var meiddur kom Benteke inn í hans stað. Klopp setti svo ungliðana Brad Smith, Joao Teixeira og Connor Randall á bekkinn ásamt þeim Kolo Toure, Lucas, Jordon Ibe og Adam Bogdan.
Fyrri hálfleikur var svolítið sveiflukenndur og hvorugt liðið náði tökum á leiknum. Gestirnir ógnuðu fyrst um sinn með langskotum, Nathaniel Clyne átti eitt sem Mannone í marki heimamanna varði. Eftir tæpar 10 mínútur hefði svo Firmino átt að gera betur er Coutinho vann boltann ofarlega á vellinum, sendi til vinstri á samlanda sinn sem náði engum tökum á boltanum og hann skoppaði í hné hans og aftur fyrir markið. Eftir korters leik gerði Jermaine Defoe sig líklegan er hann fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Liverpool, skeiðaði í átt að marki og skaut föstu skoti rétt fyrir utan teig sem Mignolet gerði vel í að slá yfir markið.
Um miðjan hálfleikinn átti svo Firmino fast skot fyrir utan teig sem Mannone gerði ótrúlega vel í að verja lítillega. Það var nóg til að breyta stefnum boltans sem hafnaði í stönginni. Nokkrum mínútum síðar skallaði svo Firmino að marki úr teignum eftir góða fyrirgjöf frá Clyne en Mannone varði vel á ný. Það síðasta markverða sem gerðist fyrir hálfleik var svo aukaspyrna sem heimamenn fengu beint fyrir utan vítateig en Adam Johnson skaut vel yfir markið.
Hafi menn misst af fyrsta og eina marki leiksins er það vel skiljanlegt því að eftir aðeins tæpa mínútu lá boltinn í netinu hjá Mannone og félögum. Leikmenn Liverpool unnu boltann á miðjunni af harðfylgi og Clyne fékk svo sendingu út til hægri. Hann sendi lágan bolta inn að vítateig þar sem Lallana gerði vel í að snerta hann lauslega sem gerði varnarmönnum Sunderland erfitt fyrir og Christian Benteke var skyndilega kominn í frábært færi í miðjum teignum sem hann kláraði vel. Frábær byrjun á seinni hálfleik.
Eins og svo oft áður bökkuðu okkar menn alltof mikið eftir markið en Sunderland menn náðu varla að ógna markinu að neinu ráði. Fabio Borini átti ágætt skot úr teignum eftir að hafa komist framhjá tveimur varnarmönnum, skotið var hinsvegar beint á Mignolet í markinu. Um miðjan síðari hálfleik þurfti svo Jordan Henderson að fara af velli en hann hafði kennt sér meins í fyrri hálfleik en hélt engu að síður leik áfram. Vonandi er fyrirliðinn ekki mikið meiddur fyrir þá leikjatörn sem fyrir höndum er. Helsta ógn gestanna eftir markið kom með skotum fyrir utan vítateig frá Coutinho sem var einstaklega mislagðar fætur og hitti hann örsjaldan markið með þessum tilraunum sínum. Á 78. mínútu kom kannski besta færi heimamanna þegar Firmino hreinsaði boltann í vítateignum beint upp í loftið. Mignolet reyndi að ná til boltans en hann barst til Watmore sem skaut að marki. Skotið fór í Mignolet sem vissi þó varla af því og hættunni var þar með lokið.
Undir lokin fengu svo gestirnir tvö frábær færi til að loka leiknum en nýttu hvorugt. Í fyrra skiptið komst Firmino einn uppað vítateig en hann sendi á Ibe í óeigingirni sinni. Ibe hafði skömmu áður komið inná fyrir Coutino. Hann tók of margar snertingar í teignum og þrumaði svo boltanum yfir markið. Í uppbótartíma komst svo Benteke einn í gegn eftir sendingu innfyrir frá Firmino en Mannone varði skot hans. Klárlega besta færi leiksins en líkt og gegn Leicester á 2. jóladag gat Benteke ekki bætt við öðru marki sínu í leiknum þrátt fyrir frábært færi.
Eftir 6 langar uppbótartíma mínútur flautaði svo dómarinn leikinn af og þrjú góð stig voru því tryggð í síðasta leik ársins. Það er svo vel við hæfi að okkar menn hefja svo árið í Úrvalsdeildinni með því að mæta West Ham United á útivelli á laugardaginn kemur.
Sunderland: Mannone, Jones, Coates (Yedlin, 72. mín.), Brown, van Aanholt, Cattermole, M'Vila, Rodwell (Watmore, 30. mín.), Johnson (Lens, 63. mín.), Defoe, Borini. Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Graham, Toivonen, Beadling.
Gult spjald: Jeremaine Lens.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Moreno, Henderson (Lucas, 61. mín.), Can, Lallana, Coutinho (Ibe, 83. mín.), Firmino (Toure, 93. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Randall, Smith, Teixeira.
Mark Liverpool: Christian Benteke (46. mín.).
Gul spjöld: Alberto Moreno, Christian Benteke og Emre Can.
Maður leiksins: Það er ekki auðvelt að velja mann leiksins en undirritaður velur Dejan Lovren sem mann leiksins að þessu sinni. Annan leikinn í röð er hann hluti af vörn sem heldur hreinu og honum virðist líða ágætlega með Mamadou Sakho sér við hlið. Hann vinnur marga skallabolta og stendur vaktina, loksins, af stakri prýði. Vonandi hefur hann fundið sitt rétta form núna og heldur áfram að spila vel.
Jurgen Klopp: ,,Þetta er ekki það besta sem við getum gert, en við þurftum að berjast. Við vissum stöðu Sunderland. Allir vilja enda árið á jákvæðum nótum, við getum það en Sunderland ekki og við tökum þessi stig með okkur, förum heim, sofum í tvær nætur og mætum svo í næsta leik."
Fróðleikur:
- Christian Benteke skoraði fljótasta mark tímabilsins í seinni hálfleik en boltinn lá í netinu eftir aðeins 22 sekúndur.
- Benteke tryggði liðinu sigur með marki sínu annan leikinn í röð.
- Belginn hefur nú skorað alls 6 mörk í deildinni það sem af er tímabili og er markahæstur leikmanna félagsins með 7 mörk alls.
- Liverpool hafa unnið fimm 1-0 sigra á tímabilinu, aðeins West Brom hafa gert jafn vel af öllum liðum deildarinnar.
- Enginn markvörður hefur haldið marki sínu oftar hreinu á árinu 2015 í Úrvalsdeildinni eins og Simon Mignolet.
- Liverpool eru nú komnir í 7. sæti deildarinnar með 30 stig, jafn mörg og Manchester United en þeir eru með betri markatölu og sitja í 6. sætinu.
- Í lok árs 2014 voru okkar menn í 8. sæti deildarinnar með 28 stig eftir 4-1 sigur á Swansea í síðasta leik ársins það árið.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan