| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Slæmt tap gegn West Ham
Liverpool heimsótti West Ham á Upton Park í hádeginu í dag og sá aldrei til sólar. Lokatölur urðu 2-0, sem þýðir að samanlagt lá Liverpool 5-0 fyrir West Ham á þessari leiktíð!
Jurgen Klopp gerði tvær breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn Sunderland. Lucas kom inn fyrir Henderson sem er meiddur og Ibe kom inn fyrir Lallana.
Leikurinn fór rólega af stað og okkar menn virkuðu frekar hægir. Fyrstu tíu mínúturnar voru fremur tíðindalitlir en þá kom hár bolti fyrir mark Liverpool og að sjálfsögðu varð mark úr því. Aðdragandi marksins var verulega svekkjandi því nokkrum andartökum áður geystist Moreno upp vinstri kantinn og var tekinn niður af Michail Antonio við vítateig West Ham. Klár aukaspyrna, en dómarinn sá enga ástæðu til þess að flauta. West Ham menn hlupu upp kantinn, Valencia gaf boltann fyrir og þar kom téður Antonio aðvífandi og stangaði boltinn í netið, yfir varnarlausan Clyne. Staðan 1-0. Markið hefði aldrei átt að standa, en svona er fótboltinn. Það verður líka að gera athugasemd við það hversu mikinn tíma Valencia fékk til að athafna sig á kantinum. Alls ekki nógu góð varnarvinna hjá okkar mönnum.
Á 17. mínútu var West Ham næstum því komið í 2-0, en þá skaut Lanzini í stöngina einhvernveginn öllum að óvörum. Liverpool stálheppið að vera ekki 2-0 undir.
2-3 mínútum síðar voru Valencia og Antonio aftur á ferðinni en snarræði Moreno afstýrði hættunni. West Ham miklu beittara liðið á þessum tímapunkti og okkar menn virtust illa áttaðir. West Ham áttu fleiri hættuleg móment, t.d. gerði Clyne vel á 42. mínútu þegar hann blokkeraði skot frá Cresswell inni í teignum.
Undir lok fyrri hálfleiksins kom besta færi Liverpool. Lagleg sókn endaði þá með innanfótarskoti frá Emre Can sem hafnaði í slánni. Það hefði getað breytt ansi miklu ef sá bolti hefði legið inni. Liverpool liðið var á þessum tíma komið betur inn í leikinn og staðan var alls ekki vonlaus. 1-0 í hálfleik og okkar menn virtust vera að vakna til lífsins.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn mjög vel. Fyrstu tíu mínúturnar voru eiginlega skuldlaus eign Liverpool, en þá kom rothöggið. Noble sendi þá góðan bolta inn í teiginn og hver annar en Andy Carroll var mættur þar, illa dekkaður, og skallaði í netið. Yfir Clyne og framhjá Mignolet. Staðan 2-0 á Upton Park.
Það sem eftir lifði leiks var West Ham með leikinn í hendi sér. Þeir lágu í vörn og beittu skyndisóknum. Okkar menn voru afar hugmyndasnauðir og sköpuðu litla sem enga hættu. Lucas var þó óheppinn að skora ekki á 78. mínútu, en þá bjargaði Noble skalla hans á línu eftir hornspyrnu. Í blálokin var Joe Allen líka óheppinn með skalla, en hann skallaði rétt framhjá markinu eftir góða sókn.
Fátt annað markvert gerðist í seinni hálfleik nema kannski að Mignolet varði 2-3 sinnum vel frá heimamönnum, eftir snarpar skyndisóknir. Niðurstaðan á Upton Park 2-0 tap og frammistaða okkar manna allt annað en ásættanleg. Liðið virkar ótrúlega hægt og hugmyndasnautt þegar Benteke er einn frammi og eins er virkilega vont að vera án Henderson. Hann er eini miðjumaðurinn í liðinu sem býr yfir nægilegum hraða og krafti sýnist manni.
West Ham: Adrían, Tomkins, Collins, Ogbonna, Cresswell, Lanzini (Obiang á 39. mín.), Kouyate, Noble, Antonio (Jenkinson á 86. mín.), Valencia (Payet á 64. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Song, Zarate, Randolph, Jelavic.
Mörk West Ham: Antonio á 10. mín. og Carroll á 55. mín.
Gult spjald: Lanzini.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho (Allen á 82. mín.), Moreno (Smith á 61. mín.), Lucas, Ibe, Coutinho (Lallana á 61. mín.), Firmino, Can, Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Toure, Brannagan og Randall.
Gult spjald: Lucas Leiva.
Áhorfendur á Upton Park: 34977
Maður leiksins: Það er eiginlega ekki til neins að velja mann leiksins eftir svona frammistöðu, en ef ég þarf að velja einhvern þá er það Alberto Moreno. Hann lá að vísu allt of lengi á vellinum eftir brot Antonio sem leiddi til fyrsta marks leiksins, en að öðru leyti var hann að mínu viti besti maður liðsins þennan rúma klukkutíma sem hann var inná í dag. Ég átti frekar von á því að hann yrði færður framar á völlinn þegar Brad Smith kom inná því allt sem gerðist á vinstri vængnum fór í gegnum hann. Hann hefur hraða og notar hann, það er meira en sagt er að segja um aðra leikmenn í þessu liði í dag.
Jurgen Klopp: „Við eigum ekki að vera vonsviknir með úrslitin í dag. Við eigum að vera reiðir yfir frammistöðu okkar. Þetta var alls ekki nógu gott. Við tókum allt of margar vondar ákvarðanir og vorum alls ekki nógu góðir. Dýr mistök kostuðu okkur bæði mörkin í dag. Ef dómarinn dæmir ekki brot þá verðum við að standa upp og verjast. Í seinna markinu voru fimm leikmenn í kringum boltann úti á kanti, en samt fékk leikmaðurinn að senda fyrir. Það er ekki pressa, það er eitthvað allt annað."
Hér má sjá viðtal við Klopp af Liverpoolfc.com
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
Jurgen Klopp gerði tvær breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn Sunderland. Lucas kom inn fyrir Henderson sem er meiddur og Ibe kom inn fyrir Lallana.
Leikurinn fór rólega af stað og okkar menn virkuðu frekar hægir. Fyrstu tíu mínúturnar voru fremur tíðindalitlir en þá kom hár bolti fyrir mark Liverpool og að sjálfsögðu varð mark úr því. Aðdragandi marksins var verulega svekkjandi því nokkrum andartökum áður geystist Moreno upp vinstri kantinn og var tekinn niður af Michail Antonio við vítateig West Ham. Klár aukaspyrna, en dómarinn sá enga ástæðu til þess að flauta. West Ham menn hlupu upp kantinn, Valencia gaf boltann fyrir og þar kom téður Antonio aðvífandi og stangaði boltinn í netið, yfir varnarlausan Clyne. Staðan 1-0. Markið hefði aldrei átt að standa, en svona er fótboltinn. Það verður líka að gera athugasemd við það hversu mikinn tíma Valencia fékk til að athafna sig á kantinum. Alls ekki nógu góð varnarvinna hjá okkar mönnum.
Á 17. mínútu var West Ham næstum því komið í 2-0, en þá skaut Lanzini í stöngina einhvernveginn öllum að óvörum. Liverpool stálheppið að vera ekki 2-0 undir.
2-3 mínútum síðar voru Valencia og Antonio aftur á ferðinni en snarræði Moreno afstýrði hættunni. West Ham miklu beittara liðið á þessum tímapunkti og okkar menn virtust illa áttaðir. West Ham áttu fleiri hættuleg móment, t.d. gerði Clyne vel á 42. mínútu þegar hann blokkeraði skot frá Cresswell inni í teignum.
Undir lok fyrri hálfleiksins kom besta færi Liverpool. Lagleg sókn endaði þá með innanfótarskoti frá Emre Can sem hafnaði í slánni. Það hefði getað breytt ansi miklu ef sá bolti hefði legið inni. Liverpool liðið var á þessum tíma komið betur inn í leikinn og staðan var alls ekki vonlaus. 1-0 í hálfleik og okkar menn virtust vera að vakna til lífsins.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn mjög vel. Fyrstu tíu mínúturnar voru eiginlega skuldlaus eign Liverpool, en þá kom rothöggið. Noble sendi þá góðan bolta inn í teiginn og hver annar en Andy Carroll var mættur þar, illa dekkaður, og skallaði í netið. Yfir Clyne og framhjá Mignolet. Staðan 2-0 á Upton Park.
Það sem eftir lifði leiks var West Ham með leikinn í hendi sér. Þeir lágu í vörn og beittu skyndisóknum. Okkar menn voru afar hugmyndasnauðir og sköpuðu litla sem enga hættu. Lucas var þó óheppinn að skora ekki á 78. mínútu, en þá bjargaði Noble skalla hans á línu eftir hornspyrnu. Í blálokin var Joe Allen líka óheppinn með skalla, en hann skallaði rétt framhjá markinu eftir góða sókn.
Fátt annað markvert gerðist í seinni hálfleik nema kannski að Mignolet varði 2-3 sinnum vel frá heimamönnum, eftir snarpar skyndisóknir. Niðurstaðan á Upton Park 2-0 tap og frammistaða okkar manna allt annað en ásættanleg. Liðið virkar ótrúlega hægt og hugmyndasnautt þegar Benteke er einn frammi og eins er virkilega vont að vera án Henderson. Hann er eini miðjumaðurinn í liðinu sem býr yfir nægilegum hraða og krafti sýnist manni.
West Ham: Adrían, Tomkins, Collins, Ogbonna, Cresswell, Lanzini (Obiang á 39. mín.), Kouyate, Noble, Antonio (Jenkinson á 86. mín.), Valencia (Payet á 64. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Song, Zarate, Randolph, Jelavic.
Mörk West Ham: Antonio á 10. mín. og Carroll á 55. mín.
Gult spjald: Lanzini.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho (Allen á 82. mín.), Moreno (Smith á 61. mín.), Lucas, Ibe, Coutinho (Lallana á 61. mín.), Firmino, Can, Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Toure, Brannagan og Randall.
Gult spjald: Lucas Leiva.
Áhorfendur á Upton Park: 34977
Maður leiksins: Það er eiginlega ekki til neins að velja mann leiksins eftir svona frammistöðu, en ef ég þarf að velja einhvern þá er það Alberto Moreno. Hann lá að vísu allt of lengi á vellinum eftir brot Antonio sem leiddi til fyrsta marks leiksins, en að öðru leyti var hann að mínu viti besti maður liðsins þennan rúma klukkutíma sem hann var inná í dag. Ég átti frekar von á því að hann yrði færður framar á völlinn þegar Brad Smith kom inná því allt sem gerðist á vinstri vængnum fór í gegnum hann. Hann hefur hraða og notar hann, það er meira en sagt er að segja um aðra leikmenn í þessu liði í dag.
Jurgen Klopp: „Við eigum ekki að vera vonsviknir með úrslitin í dag. Við eigum að vera reiðir yfir frammistöðu okkar. Þetta var alls ekki nógu gott. Við tókum allt of margar vondar ákvarðanir og vorum alls ekki nógu góðir. Dýr mistök kostuðu okkur bæði mörkin í dag. Ef dómarinn dæmir ekki brot þá verðum við að standa upp og verjast. Í seinna markinu voru fimm leikmenn í kringum boltann úti á kanti, en samt fékk leikmaðurinn að senda fyrir. Það er ekki pressa, það er eitthvað allt annað."
Hér má sjá viðtal við Klopp af Liverpoolfc.com
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan