| Sf. Gutt
Stoke City v Liverpool
Knattspyrnufélagið Liverpool snýst um að vinna titla. Liverpool er nú komið í undanúrslit í Deildarbikarnum og þetta er þriðji stærsti titillinn sem hægt er að vinna á Englandi. Síðast vannst þessi titill á leiktíðinni 2011/12 undir stjórn Kenny Dalglish. Allir muna gleðina sem fylgdi sigri Liverpool á Cardiff City á Wembley. Hver væri ekki til í að upplifa slíka gleði núna á nýjan leik? Liverpool komst í undanúrslit í keppninni á síðustu leiktíð og Brendan Rodgers var réttilega svekktur yfir að komast ekki í úrslit eftir naumt brottfall fyrir Chelsea sem vann svo keppnina eftir 2:0 sigur á Tottenham Hotspur. Jürgen Klopp fær nú tækifæri á að gera það sem Brendan tókst ekki fyrir ári.
Jürgen Klopp fékk nóg eftir tapið á Upton Park á laugardaginn. Hann sagði menn eiga að vera reiða eftir tapið en ekki vonsvikna. Það var þungt í Þjóðverjanum og vonandi rífa leikmenn Liverpool sig upp í kjölfarið. Liðið hefur einfaldlega ekki leikið vel frá því það burstaði Southampton og komst í undanúrslitin í byrjun desember. Ef það á að takst að komast í úrslitaleikinn verður liðið að bæta sig. Jürgen hefur ekki mikil færi á að breyta liðinu vegna meiðsla og því verður hann að vonast til að þeir sem hann hefur verið að nota í síðustu leikjum herði sig. Leikmenn Liverpool hljóta að vilja komast í úrslitaleik!
Ég spái því að leikmenn Liverpool rífi sig í gang og nái að vinna 0:1 með marki Emre Can. Það verður ekki neinn hægðarleikur að vinna í Stoke en það mun takst!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Stoke City v Liverpool
Knattspyrnufélagið Liverpool snýst um að vinna titla. Liverpool er nú komið í undanúrslit í Deildarbikarnum og þetta er þriðji stærsti titillinn sem hægt er að vinna á Englandi. Síðast vannst þessi titill á leiktíðinni 2011/12 undir stjórn Kenny Dalglish. Allir muna gleðina sem fylgdi sigri Liverpool á Cardiff City á Wembley. Hver væri ekki til í að upplifa slíka gleði núna á nýjan leik? Liverpool komst í undanúrslit í keppninni á síðustu leiktíð og Brendan Rodgers var réttilega svekktur yfir að komast ekki í úrslit eftir naumt brottfall fyrir Chelsea sem vann svo keppnina eftir 2:0 sigur á Tottenham Hotspur. Jürgen Klopp fær nú tækifæri á að gera það sem Brendan tókst ekki fyrir ári.
Jürgen Klopp fékk nóg eftir tapið á Upton Park á laugardaginn. Hann sagði menn eiga að vera reiða eftir tapið en ekki vonsvikna. Það var þungt í Þjóðverjanum og vonandi rífa leikmenn Liverpool sig upp í kjölfarið. Liðið hefur einfaldlega ekki leikið vel frá því það burstaði Southampton og komst í undanúrslitin í byrjun desember. Ef það á að takst að komast í úrslitaleikinn verður liðið að bæta sig. Jürgen hefur ekki mikil færi á að breyta liðinu vegna meiðsla og því verður hann að vonast til að þeir sem hann hefur verið að nota í síðustu leikjum herði sig. Leikmenn Liverpool hljóta að vilja komast í úrslitaleik!
Ég spái því að leikmenn Liverpool rífi sig í gang og nái að vinna 0:1 með marki Emre Can. Það verður ekki neinn hægðarleikur að vinna í Stoke en það mun takst!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan