| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sheyi Ojo kallaður til baka úr láni
Hinn 18 ára gamli sóknarmaður Sheyi Ojo hefur verið fenginn aftur til Liverpool en hann var á láni hjá Úlfunum í Wolverhampton Wanderers í næst efstu deild Englands.
Ojo var lánaður til Úlfanna í ágúst, sama dag og hann skrifaði undir langtímasamning við Liverpool. Hann spilaði alls 19 leiki á lánstímabilinu og skoraði þrjú mörk.
Hann hefur spilað landsleiki fyrir U-19 ára landslið Englands en hefur ekki komið við sögu hjá aðalliði félagsins áður. Hann skoraði eitt mark á undirbúningstímabilinu í sumar gegn Swindon Town og var hluti af leikmannahópnum sem ferðaðist um Asíu.
Ekki er ólíklegt að hann komi eitthvað við sögu gegn Exeter City en okkar menn mæta suðurstrandarliðinu í ensku bikarkeppninni á morgun, föstudag.
Ojo var lánaður til Úlfanna í ágúst, sama dag og hann skrifaði undir langtímasamning við Liverpool. Hann spilaði alls 19 leiki á lánstímabilinu og skoraði þrjú mörk.
Hann hefur spilað landsleiki fyrir U-19 ára landslið Englands en hefur ekki komið við sögu hjá aðalliði félagsins áður. Hann skoraði eitt mark á undirbúningstímabilinu í sumar gegn Swindon Town og var hluti af leikmannahópnum sem ferðaðist um Asíu.
Ekki er ólíklegt að hann komi eitthvað við sögu gegn Exeter City en okkar menn mæta suðurstrandarliðinu í ensku bikarkeppninni á morgun, föstudag.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan