| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur liðsins er í FA bikarnum gegn Exeter City á heimavelli þeirra, St James Park. Það er ljóst að liðsuppstilling Jurgen Klopp verður athyglisverð í kvöld enda eru fjölmargir leikmenn meiddir og mikilvægir leikir í deildinni á næstu dögum.
Það eru hvorki fleiri né færri en 11 leikmenn á sjúkralistanum núna en eftir leikinn við Stoke hafa þeir Philippe Coutinho, Dejan Lovren og Jordon Ibe bæst á þennan lista auk þess sem að Kolo Toure er ekki klár í slaginn eftir að hafa fengið krampa í vöðva undir lok leiksins á Brittannia leikvanginum.
Þeir Ryan Kent, Sheyi Ojo og Tiago Ilori hafa verið kallaðir til baka úr láni á síðustu dögum og eru allir líklegir til þess að koma beint inní liðið gegn Exeter. Vinstri bakvörðurinn José Enrique sem lítið hefur verið viðriðinn aðalleikmannahópinn undanfarna mánuði er einnig talinn líklegur til þess að byrja leikinn sem miðvörður. Staðan er það slæm á leikmönnum vegna meiðsla að aðalmiðverðir U-21 árs liðsins hafa einnig verið að glíma við meiðsli og verða líklega ekki tiltækir. Klopp hefur sjálfur sagt að þeir leikmenn sem hafa spilað síðustu 5-6 leiki muni ekki koma við sögu í kvöld og menn bíða spenntir eftir því að sjá hvernig byrjunarliðið verður.
Liverpool og Exeter City hafa alls mæst 5 sinnum í gegnum tíðina og hafa okkar menn aldrei tapað gegn þeim. Allt eru þetta leikir í bikarkeppnum eins og gefur að skilja enda hafa Exeter aldrei spilað í efstu deild Englands. Síðast mættust liðin í 2. umferð enska Deildarbikarsins árið 2011 á heimvelli Exeter og endaði leikurinn 1-3. Þeir Luis Suarez, Maxi Rodriguez og Andy Carroll skoruðu mörkin. Eini leikur liðanna í ensku bikarkeppninni var jafnframt fyrsta viðureign liðanna í sögunni, árið 1950 mættust liðin á Anfield og þá vannst 3-1 sigur. Í liðinu þann dag voru goðsagnir á borð við Bob Paisley, Albert Stubbins og Billy Liddell svo einhverjir séu nefndir.
Exeter City spila í neðstu atvinnumannadeild Englands, League Two, sem telst vera fjórða neðsta deild Englands. Eftir 24 umferðir í deildinni sitja þeir í 16. sæti en 24 lið eru í deildinni. Liðið er með 30 stig og markatöluna -6, hafa þeir unnið 8 leiki, gert 6 jafntefli og tapað 10 leikjum. Síðasti sigurleikur þeirra kom 6. desember síðastliðinn er þeir unnu Port Vale í 2. umferð bikarkeppninnar, síðan þá hafa þeir spilað fjóra leiki og tapað þeim öllum.
Það er svo sannarlega óskandi að leikurinn í kvöld endi ekki með jafntefli enda hafa okkar menn hreinlega ekki efni á því að bæta enn einum leiknum við leikjadagskrána. Spáin að þessu sinni er sú að ungliðar Klopp knýi fram sigur í kvöld 1-2. Exeter City munu svo sannarlega reyna allt sem þeir geta til að nýta tækifæri gegn meiðslum hrjáðu liði Liverpool á sínum eigin heimavelli og mæta væntanlega fullir sjálfstrausts til leiks. Þetta verður ekki léttur leikur fyrir þá leikmenn sem spila en þeir ná að klára verkefnið með sóma.
Fróðleikur:
- Það er ljóst að ansi margir leikmenn munu spila sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í kvöld.
- Á síðasta tímabili komust okkar menn alla leið í undanúrslit FA bikarsins en sá leikur tapaðist 2-1 gegn Aston Villa.
- Jurgen Klopp stýrir liðinu í fyrsta sinn í ensku bikarkeppninni.
- Þetta er fjórði útileikur liðsins í röð á aðeins 10 dögum.
- Á meiðslalistanum eru eftirfarandi leikmenn: Jordon Ibe, Dejan Lovren, Philippe Coutinho, Mamadou Sakho, Jordan Henderson, Divock Origi, Martin Skrtel, Jordan Rossiter, Daniel Sturridge, Danny Ings og Joe Gomez.
- Þar af eru 7 leikmenn að glíma við meiðsli aftan í læri.
Það eru hvorki fleiri né færri en 11 leikmenn á sjúkralistanum núna en eftir leikinn við Stoke hafa þeir Philippe Coutinho, Dejan Lovren og Jordon Ibe bæst á þennan lista auk þess sem að Kolo Toure er ekki klár í slaginn eftir að hafa fengið krampa í vöðva undir lok leiksins á Brittannia leikvanginum.
Þeir Ryan Kent, Sheyi Ojo og Tiago Ilori hafa verið kallaðir til baka úr láni á síðustu dögum og eru allir líklegir til þess að koma beint inní liðið gegn Exeter. Vinstri bakvörðurinn José Enrique sem lítið hefur verið viðriðinn aðalleikmannahópinn undanfarna mánuði er einnig talinn líklegur til þess að byrja leikinn sem miðvörður. Staðan er það slæm á leikmönnum vegna meiðsla að aðalmiðverðir U-21 árs liðsins hafa einnig verið að glíma við meiðsli og verða líklega ekki tiltækir. Klopp hefur sjálfur sagt að þeir leikmenn sem hafa spilað síðustu 5-6 leiki muni ekki koma við sögu í kvöld og menn bíða spenntir eftir því að sjá hvernig byrjunarliðið verður.
Liverpool og Exeter City hafa alls mæst 5 sinnum í gegnum tíðina og hafa okkar menn aldrei tapað gegn þeim. Allt eru þetta leikir í bikarkeppnum eins og gefur að skilja enda hafa Exeter aldrei spilað í efstu deild Englands. Síðast mættust liðin í 2. umferð enska Deildarbikarsins árið 2011 á heimvelli Exeter og endaði leikurinn 1-3. Þeir Luis Suarez, Maxi Rodriguez og Andy Carroll skoruðu mörkin. Eini leikur liðanna í ensku bikarkeppninni var jafnframt fyrsta viðureign liðanna í sögunni, árið 1950 mættust liðin á Anfield og þá vannst 3-1 sigur. Í liðinu þann dag voru goðsagnir á borð við Bob Paisley, Albert Stubbins og Billy Liddell svo einhverjir séu nefndir.
Exeter City spila í neðstu atvinnumannadeild Englands, League Two, sem telst vera fjórða neðsta deild Englands. Eftir 24 umferðir í deildinni sitja þeir í 16. sæti en 24 lið eru í deildinni. Liðið er með 30 stig og markatöluna -6, hafa þeir unnið 8 leiki, gert 6 jafntefli og tapað 10 leikjum. Síðasti sigurleikur þeirra kom 6. desember síðastliðinn er þeir unnu Port Vale í 2. umferð bikarkeppninnar, síðan þá hafa þeir spilað fjóra leiki og tapað þeim öllum.
Það er svo sannarlega óskandi að leikurinn í kvöld endi ekki með jafntefli enda hafa okkar menn hreinlega ekki efni á því að bæta enn einum leiknum við leikjadagskrána. Spáin að þessu sinni er sú að ungliðar Klopp knýi fram sigur í kvöld 1-2. Exeter City munu svo sannarlega reyna allt sem þeir geta til að nýta tækifæri gegn meiðslum hrjáðu liði Liverpool á sínum eigin heimavelli og mæta væntanlega fullir sjálfstrausts til leiks. Þetta verður ekki léttur leikur fyrir þá leikmenn sem spila en þeir ná að klára verkefnið með sóma.
Fróðleikur:
- Það er ljóst að ansi margir leikmenn munu spila sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í kvöld.
- Á síðasta tímabili komust okkar menn alla leið í undanúrslit FA bikarsins en sá leikur tapaðist 2-1 gegn Aston Villa.
- Jurgen Klopp stýrir liðinu í fyrsta sinn í ensku bikarkeppninni.
- Þetta er fjórði útileikur liðsins í röð á aðeins 10 dögum.
- Á meiðslalistanum eru eftirfarandi leikmenn: Jordon Ibe, Dejan Lovren, Philippe Coutinho, Mamadou Sakho, Jordan Henderson, Divock Origi, Martin Skrtel, Jordan Rossiter, Daniel Sturridge, Danny Ings og Joe Gomez.
- Þar af eru 7 leikmenn að glíma við meiðsli aftan í læri.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan