| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafntefli gegn Exeter
Liverpool mætti með ungt lið til leiks á útivelli gegn fjórðu deildarliði Exeter City í fyrsta leik 3. umferðar ensku bikarkeppninnar á föstudagskvöldi. Leikurinn endaði 2-2 og liðin þurfa því að mætast á ný, eitthvað sem var væntanlega ekki á óskalistanum hjá Jurgen Klopp og félögum.
Byrjunarlið Klopp var þannig skipað að Adam Bogdan var í markinu. Í vörninni stóðu þeir Connor Randall, Tiago Ilori, José Enrique og Brad Smith. Á miðjunni voru þeir Joao Teixeira, Kevin Stewart, Cameron Brannagan og Ryan Kent, í framlínunni voru svo þeir Jerome Sinclair og Christian Benteke. Þess má til gamans geta að samanlagður leikjafjöldi þessara leikmanna á tímabilinu var alls 34 leikir og á Benteke 21 af þeim, þetta var því reynslulítið lið og margir leikmenn að spila saman í fyrsta sinn, sumir höfðu meira að segja ekki æft saman enda voru leikmenn þarna sem höfðu nýlega verið kallaðir til baka úr láni frá öðrum félögum á Englandi.
Heimamenn í Exeter hafa því væntanlega séð fyrir sér að ef þeir legðu allt í sölurnar gætu þeir náð góðum úrslitum gegn meiðslum hrjáðu liði gestanna. Það kom því engu á óvar er þeir mættu sterkir til leiks og ætluðu svo sannarlega að láta unga leikmenn Liverpool finna fyrir sér. Gestirnir ógnuðu þó meira í upphafi og ágætur samleikur Teixeira og Smith á vinstri kanti skapaði smá hættu á teignum en markvörður heimamanna náði boltanum. Skömmu síðar sendi Sinclair góða sendingu á Benteke og hann var á leiðinni einn í gegn en önnur snerting hans á boltann var ekki góð og færið fór forgörðum.
Þessi ágæta byrjun gestanna var þó ekki til neins eftir aðeins átta mínútna leik er Jamie Reid sendi boltann fyrir markið frá hægri og á fjærstönginni mætti Tom Nichols á svæðið og setti boltann í netið. Allt ætlaði um koll að keyra á leikvanginum og byrjunin ákkúrat eins og Exeter hefði viljað. En aðeins þrem mínútum síðar höfðu gestirnir jafnað metin. Boltinn barst inní vítateig og þar náði Benteke til boltans er það virtist vera sparkað í hann þannig að hann datt. Varnarmenn náðu ekki að hreinsa frá og boltinn barst til Sinclair sem var yfirvegaður og sendi boltann neðst í markhornið. Þarna var þungu fargi af leikmönnum og stuðningsmönnum félagsins, staðan orðin 1-1 eftir aðeins 13. mínútur.
Bæði lið fengu sín færi eftir þetta en heimamenn komust aftur yfir í lok fyrri hálfleiks og var markið frekar slysalegt fyrir Adam Bogdan. Heimamenn fengu hornspyrnu frá vinstri og Lee Holmes spyrnti fyrir markið. Boltinn sigldi yfir Bogdan í markinu og hafnaði í fjærhorninu ! Það gerist ekki oft að mark er skorað beint úr hornspyrnu og þegar það gerist er markmönnum iðulega kennt um, það má svo sannarlega segja að Bogdan hafi ekki litið vel út í þessu marki og hefði hann átt að gera miklu betur. Staðan í hálfleik því 2-1 fyrir heimamenn.
Í seinni hálfleik skiptust liðin á að sækja, heimamenn vildu fá vítaspyrnu þegar Christian Ribeiro datt í vítateignum en endursýning sýndi að ákvörðun dómarans var hárrétt því Ribeiro rann á vellinum. Klopp gerði eina breytingu eftir tæplega klukkutíma leik, inná kom Chirivella fyrir Kent. Heimamenn voru áfram beittari og hefðu mögulega getað bætt við þriðja markinu með smá heppni, næst komust þeir þegar Nichols skaut rétt yfir markið úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Eftir 70 mínútna leik kom Sheyi Ojo inná fyrir markaskorarann Sinclair. Jöfnunarmark gestanna kom svo skömmu síðar þegar Ojo fékk boltann úti vinstra megin eftir ágætt samspil leikmanna, hann sendi boltann fyrir markið, varnarmenn náðu ekki að hreinsa almennilega frá og boltinn barst til Brad Smith á teignum og hann sendi boltann viðstöðulaust í markið. Tiago Ilori fór svo af leikvelli eftir að hafa, að því er virtist, hafa fengið krampa og inná kom Joe Maguire í vörnina í hans stað. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið en kannski voru það gestirnir sem komust næst því. Skot frá Teixeira var blokkað af varnarmanni og Ojo vildi fá vítaspyrnu þegar hann virtist hafa eitthvað smá til síns en dómarinn dæmdi ekkert.
Dómari leiksins flautaði svo til leiksloka og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, eins og áður sagði er það eitthvað sem Klopp hefur væntanlega alls ekki viljað en liðin mætast semsagt aftur á Anfield og verður leikurinn í vikunni sem hefst sunnudaginn 17. janúar. Væntanlega þá á miðvikudeginum 20. janúar því okkar menn eiga leik við Manchester United sunnudaginn 17. og svo útileik við Norwich laugardaginn 23. janúar.
Exeter City: Olejnik, Ribeiro (Davies, 66. mín.), Brown, Moore-Taylor, Woodman, Tillson, Nicholls, Noble (Oakley, 62. mín.), Holmes (Grant, 84. mín.), Read, Nichols. Ónotaðir varamenn: McAllister, Morrison, Hoskins, Hamon.
Mörk Exeter City: Nichols (9. mín.) og Holmes (45. mín.).
Liverpool: Bogdan, Randall, Ilori (Maguire, 77. mín.), José Enrique, Smith, Kent (Chirivella, 57. mín.), Brannagan, Stewart, J. Teixeira, Sinclair (Ojo, 71. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Fulton, Masterson, Lucas, Lallana.
Mörk Liverpool: Sinclair (12. mín.) og Smith (73. mín.).
Maður leiksins: Brad Smith. Ástralinn var ógnandi á vinstri kanti og átti góðan leik. Hann uppskar svo eins og hann sáði með sókndirfsku sinni þegar hann skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga í seinni hálfleik.
Jurgen Klopp: ,,Það er ljóst að við þurfum að læra í framtíðinni. Við verðum að vera beinskeittari. Völlurinn var erfiður. Exeter gerðu mjög vel. Kannski vissu þeir af svæðum vallarins sem voru betri en önnur og hægt var að spila knattspyrnu á. Þetta var mjög erfitt fyrir okkur í dag, í aðstæðum einn á einn gerðu þeir alltaf betur en mínir menn."
,,Fyrsta markið var ákveðin óheppni fyrir okkur - þetta var þeirra fyrsta sókn í leiknum. Ég ætla ekki að segja neitt um seinna markið - þetta var í beinni á BBC. En ég trúi því hreinlega ekki að við þurfum að spila annan leik en svona er þetta víst og við mætum í þann leik."
Fróðleikur:
- Þeir Kevin Stewart, Tiago Ilori og Ryan Kent spiluðu allir sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins.
- Jerome Sinclair og Brad Smith skoruðu sín fyrstu mörk fyrir félagið.
- Í síðustu þrem leikjum Liverpool þar sem liðið hefur þurft að spila endurtekinn leik í 3. umferð bikarkeppninnar á Anfield hafa leikirnir tapast.
- Í öll þessi þrjú skipti hefur verið um neðrideildarlið að ræða.
- Liðið hefur ekki unnið leik þar sem það hefur verið undir í hálfleik síðan í febrúar í fyrra.
- Alls eru 76 deildarsæti á milli Liverpool og Exeter.
Byrjunarlið Klopp var þannig skipað að Adam Bogdan var í markinu. Í vörninni stóðu þeir Connor Randall, Tiago Ilori, José Enrique og Brad Smith. Á miðjunni voru þeir Joao Teixeira, Kevin Stewart, Cameron Brannagan og Ryan Kent, í framlínunni voru svo þeir Jerome Sinclair og Christian Benteke. Þess má til gamans geta að samanlagður leikjafjöldi þessara leikmanna á tímabilinu var alls 34 leikir og á Benteke 21 af þeim, þetta var því reynslulítið lið og margir leikmenn að spila saman í fyrsta sinn, sumir höfðu meira að segja ekki æft saman enda voru leikmenn þarna sem höfðu nýlega verið kallaðir til baka úr láni frá öðrum félögum á Englandi.
Heimamenn í Exeter hafa því væntanlega séð fyrir sér að ef þeir legðu allt í sölurnar gætu þeir náð góðum úrslitum gegn meiðslum hrjáðu liði gestanna. Það kom því engu á óvar er þeir mættu sterkir til leiks og ætluðu svo sannarlega að láta unga leikmenn Liverpool finna fyrir sér. Gestirnir ógnuðu þó meira í upphafi og ágætur samleikur Teixeira og Smith á vinstri kanti skapaði smá hættu á teignum en markvörður heimamanna náði boltanum. Skömmu síðar sendi Sinclair góða sendingu á Benteke og hann var á leiðinni einn í gegn en önnur snerting hans á boltann var ekki góð og færið fór forgörðum.
Þessi ágæta byrjun gestanna var þó ekki til neins eftir aðeins átta mínútna leik er Jamie Reid sendi boltann fyrir markið frá hægri og á fjærstönginni mætti Tom Nichols á svæðið og setti boltann í netið. Allt ætlaði um koll að keyra á leikvanginum og byrjunin ákkúrat eins og Exeter hefði viljað. En aðeins þrem mínútum síðar höfðu gestirnir jafnað metin. Boltinn barst inní vítateig og þar náði Benteke til boltans er það virtist vera sparkað í hann þannig að hann datt. Varnarmenn náðu ekki að hreinsa frá og boltinn barst til Sinclair sem var yfirvegaður og sendi boltann neðst í markhornið. Þarna var þungu fargi af leikmönnum og stuðningsmönnum félagsins, staðan orðin 1-1 eftir aðeins 13. mínútur.
Bæði lið fengu sín færi eftir þetta en heimamenn komust aftur yfir í lok fyrri hálfleiks og var markið frekar slysalegt fyrir Adam Bogdan. Heimamenn fengu hornspyrnu frá vinstri og Lee Holmes spyrnti fyrir markið. Boltinn sigldi yfir Bogdan í markinu og hafnaði í fjærhorninu ! Það gerist ekki oft að mark er skorað beint úr hornspyrnu og þegar það gerist er markmönnum iðulega kennt um, það má svo sannarlega segja að Bogdan hafi ekki litið vel út í þessu marki og hefði hann átt að gera miklu betur. Staðan í hálfleik því 2-1 fyrir heimamenn.
Í seinni hálfleik skiptust liðin á að sækja, heimamenn vildu fá vítaspyrnu þegar Christian Ribeiro datt í vítateignum en endursýning sýndi að ákvörðun dómarans var hárrétt því Ribeiro rann á vellinum. Klopp gerði eina breytingu eftir tæplega klukkutíma leik, inná kom Chirivella fyrir Kent. Heimamenn voru áfram beittari og hefðu mögulega getað bætt við þriðja markinu með smá heppni, næst komust þeir þegar Nichols skaut rétt yfir markið úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Eftir 70 mínútna leik kom Sheyi Ojo inná fyrir markaskorarann Sinclair. Jöfnunarmark gestanna kom svo skömmu síðar þegar Ojo fékk boltann úti vinstra megin eftir ágætt samspil leikmanna, hann sendi boltann fyrir markið, varnarmenn náðu ekki að hreinsa almennilega frá og boltinn barst til Brad Smith á teignum og hann sendi boltann viðstöðulaust í markið. Tiago Ilori fór svo af leikvelli eftir að hafa, að því er virtist, hafa fengið krampa og inná kom Joe Maguire í vörnina í hans stað. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið en kannski voru það gestirnir sem komust næst því. Skot frá Teixeira var blokkað af varnarmanni og Ojo vildi fá vítaspyrnu þegar hann virtist hafa eitthvað smá til síns en dómarinn dæmdi ekkert.
Dómari leiksins flautaði svo til leiksloka og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, eins og áður sagði er það eitthvað sem Klopp hefur væntanlega alls ekki viljað en liðin mætast semsagt aftur á Anfield og verður leikurinn í vikunni sem hefst sunnudaginn 17. janúar. Væntanlega þá á miðvikudeginum 20. janúar því okkar menn eiga leik við Manchester United sunnudaginn 17. og svo útileik við Norwich laugardaginn 23. janúar.
Exeter City: Olejnik, Ribeiro (Davies, 66. mín.), Brown, Moore-Taylor, Woodman, Tillson, Nicholls, Noble (Oakley, 62. mín.), Holmes (Grant, 84. mín.), Read, Nichols. Ónotaðir varamenn: McAllister, Morrison, Hoskins, Hamon.
Mörk Exeter City: Nichols (9. mín.) og Holmes (45. mín.).
Liverpool: Bogdan, Randall, Ilori (Maguire, 77. mín.), José Enrique, Smith, Kent (Chirivella, 57. mín.), Brannagan, Stewart, J. Teixeira, Sinclair (Ojo, 71. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Fulton, Masterson, Lucas, Lallana.
Mörk Liverpool: Sinclair (12. mín.) og Smith (73. mín.).
Maður leiksins: Brad Smith. Ástralinn var ógnandi á vinstri kanti og átti góðan leik. Hann uppskar svo eins og hann sáði með sókndirfsku sinni þegar hann skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga í seinni hálfleik.
Jurgen Klopp: ,,Það er ljóst að við þurfum að læra í framtíðinni. Við verðum að vera beinskeittari. Völlurinn var erfiður. Exeter gerðu mjög vel. Kannski vissu þeir af svæðum vallarins sem voru betri en önnur og hægt var að spila knattspyrnu á. Þetta var mjög erfitt fyrir okkur í dag, í aðstæðum einn á einn gerðu þeir alltaf betur en mínir menn."
,,Fyrsta markið var ákveðin óheppni fyrir okkur - þetta var þeirra fyrsta sókn í leiknum. Ég ætla ekki að segja neitt um seinna markið - þetta var í beinni á BBC. En ég trúi því hreinlega ekki að við þurfum að spila annan leik en svona er þetta víst og við mætum í þann leik."
Fróðleikur:
- Þeir Kevin Stewart, Tiago Ilori og Ryan Kent spiluðu allir sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins.
- Jerome Sinclair og Brad Smith skoruðu sín fyrstu mörk fyrir félagið.
- Í síðustu þrem leikjum Liverpool þar sem liðið hefur þurft að spila endurtekinn leik í 3. umferð bikarkeppninnar á Anfield hafa leikirnir tapast.
- Í öll þessi þrjú skipti hefur verið um neðrideildarlið að ræða.
- Liðið hefur ekki unnið leik þar sem það hefur verið undir í hálfleik síðan í febrúar í fyrra.
- Alls eru 76 deildarsæti á milli Liverpool og Exeter.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan