| Sf. Gutt

Heiður að skora fyrir Liverpool!

Ástralinn Brad Smith segir það heiður að hafa skorað fyrir Liverpool. Hann jafnaði leikinn 2:2 á móti Exeter og færði Liverpool þar með aukaleik.

,,Það var heiður að skora í fyrsta sinn fyrir Liverpool. Við hefðum átt að vinna undir lokin en við mætum þeim aftur á Anfield og þar getum við vonandi sýnt hvað í okkur býr."

,,Við sýndum styrk með því að jafna eftir að hafa lent undir 1:0 og svo 2:1 og vinna okkur þar með inn aukaleik. Það var gott að jafna 2:2 og ég er ánægður með að hafa skorað og hjálpað til við að gefa liðinu möguleika á að komast í næstu umferð."

Á liðinu sumri leit allt út fyrir að Brad, sem leikur jafnan sem vinstri bakvörður eða þá framar vinstra megin, væri á leiðinni frá Liverpool því hann hafði neitað nýjum samningi. Í haust varð úr að hann yrði áfram og hann hefur staðið sig vel í þeim fjórum leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Brad lagði upp mark á móti Southampton þegar Liverpool vann 1:6 í Deildarbikarnum og hann jafnaði svo 2:2 á móti Exeter.

Brad kom til Englands á unga aldri með foreldrum sínum og hefur lagt allt í sölurnar til að verða atvinnumaður. Hann hefur verið nokkrum sinnum verið valinn í ástralska landsliðið og hefur spilað fjóra landsleiki.



 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan