| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jafnt gegn toppliðinu í mikilli rimmu!
Liverpool náði verðskulduðu jafntefli gegn toppliði deildarinnar í mikilli rimmu á Anfield. Liverpool lék á köflum stórvel og sýndi mikla baráttu sem skilaði jöfnunarmarki á síðustu stundu.
Eins og vitað var umbylti Jürgen Klopp liðinu frá leiknum við Exeter og nú var sterkasta liði stillt upp á nýjan leik. Christan Benteke var settur á bekkinn og þess í stað fékk Roberto Firmino að leiða sóknina eins og hann hefur stundum gert. Kolou Toure og Mamadou Sakho voru miðverðir en þeir voru orðnir leikfærir á nýjan leik. Það sama mátti segja um Jordan Henderson og það var mikilvægt að fá hann til leiks á nýjan leik. Danny Ward var varamarkmaður og kom í staðinn fyrir Adam Bogdan sem hefur sennilega færst aftur fyrir Danny sem var kallaður úr láni frá Aberdeen.
Það var greinilegt að lykilmenn höfðu haft gott af hvíldinni síðustu vikuna og frá því leikurinn var flautaður á var mikill kraftur í mönnum. Ekki spillti góður stuðningur áhorfenda fyrir. Þetta skilaði sér í því að Liverpool komst yfir eftir tíu mínútur. Theo Walcott missti boltann utan við vítateiginn vinstra megin. Eftir snaggarlegt spil átti Emre Can fast skot frá vítateigshorninu sem Petr Cech varði. Tékkinn hélt ekki boltinum sem hrökk út í vítateiginn. Roberto Firmino náði frákastinu og skoraði með góðu skoti.
Liverpool náði aðeins að halda forystunni í fjórar mínútur. Vörninni tókst þá ekki að hreinsa og Joel Cambell læddi boltanum inn á vítateiginn þar sem Aaron Ramsley skoraði neðst í hornið. Vörn Liverpool var illa á verði og Simon Mignolet hefði átt að geta gert betur.
Enn kom mark á 19. mínútu. Liverpool vann boltann skammt fyrir utan vítateiginn. James Milner kom boltanum á Roberto sem var rétt utan við vítateginn. Brasilíumaðurinn tók miðið og smellti boltanum upp í vinstra hornið með mögnuðu bogaskoti. Petr hreyfði sig ekki og það sagði sínu sögu um hve skotið var gott! Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ógurlega og ekki var fögnuður Roberto minni. Hann passaði sig þó á að fara ekki úr treyjunni eins og hann gerði þegar hann skoraði fyrra markið og var auðvitað bókaður fyrir. Merkilegt að rífa sig úr treyjunni þegar vitað er að gult spjald bíður og svo eru menn í annarri treyju innan undir!
Liverpool hélt ekki forystunni lengi frekar en eftir fyrsta markið. Sex mínútum seinna varði Simon með úthaupi eftir að Aaron komst inn í vítateginn. Boltinn skaust upp í loftið og Mamadou Sakho skallaði í horn. Hornspyrnan kom fyrir frá vinstri og boltinn sigldi framhjá Simon og neðst í mrkhornið nær. Það var varla hægt að sjá hvað gerðist en Olivier Giroud náði að sneiða boltann í markið með því að teygja sig fram. Vel gert en Simon hefði átt að geta varið og eins var spurning af hverju ekki var maður við stöngina.
Þremur mínútum seinna munaði engu að Olivier skoraði aftur. Eftir gott spila hægra megin sendi Theo fyrir og boltinn fór framhjá öllum og að Frakkanum sem var einn við fjærstöngina en í stað þess að hann stýrði boltanum í autt markið hrökk boltinn af honum og til baka í sömu átt og þar var málinu bjargað. Ótrúlegt en jafnframt gott að Olivier skyldi skora.
Baráttan hélt áfram í rigningunni og hvougt liðið dró af sér á rennblautum vellinum. Á lokamínútu hálfleiksins mátti litlu muna að Roberto skoraði þriðja mark sitt. Hann fékk sendingu í miðjum vítateginum, sneri sér við og skaut að marki en boltinn strauk slána og fór yfir. Glæsileg tilþrif hjá Brasilíumanninum sem sýndi vel hvað í honum býr.
Bæði lið hefðu getað skorað á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Færin komu eins til. Sendingar yfir á fjærstöng og þar komu menn í góðu færi en hittu ekki markið. Fyrst Joel við mark Liverpool og svo Alberto Moreno hinu megin. Á 55. mínútu komst toppliðið yfir í fyrsta sinn. Olivier fékk boltann í miðjum vítateignum, sneri Kolo Toure af sér og læddi boltanum neðst út í hornið. Vel gert og Frakkinn skorar enn einu á móti Liverpool.
Rigningin var nú orðin að slyddu og aðstæður erfiðar en leikmenn Liverpool hertu sig. Það stóð ekki til að leggja árar í bát í þetta skiptið. Þrátt fyrir harða sókn gekk Liverpoool illa að skapa opin færi. Steven Caulker kom inn á í sinn fyrsta leik og hann var látinn í framlínuna síðustu mínúturnar.
Á síðustu mínútunni uppskar Liverpool verðskuldað mark. Jordan Henderson, sem fór fyrir sínum mönnum allan leikinn, sendi háa sendingu inn í vítateginn. Varamaðurinn Christian Benteke skökk hæst og skallaði boltann til baka. Boltinn rataði beint á annan varamann Joe Allen sem náði skoti sem Petr réði ekki við. Allt gekk af göflunum á The Kop og víðar í snjókomunni! Joe hafði ekki verið lengi inn á en hann skoraði þarna gríðarlega mikilvægt mark sem færði eitt stig.
Þegar allt er tekið var þetta einn besti leikur Liverpool hingað til á leiktíðinni. Liðið lék af miklum krafti og enginn hengdi haus. Það eru veikleikar í liðinu og hópurinn er þunnskipaður en það er hægt að komast yfir erfiðar hindranir ef menn leggja allt í sölurnar. Þessi kraftur gæti skipt miklu í næstu leikjum sem eru hver öðrum mikilvægari! Áhorfendur léku líka stór hlutverk og það munar um allt þegar mikið er í húfi!
Liverpool: Mignolet; Clyne, Toure, Sakho, Moreno; Can (Allen 82. mín.); Ibe, Lallana (Caulker 88. mín.), Henderson, Milner (Benteke 66. mín.) og Firmino. Ónotaðir varamenn: Leiva, Smith, Ward og Teixeira.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (10. og 19. mín.) og Joe Allen (90. mín.).
Gul spjöld: Nathaniel Clyne og Roberto Firmino.
Arsenal: Cech, Bellerin, Mertesacker, Koscielny, Monreal; Ramsey, Flamini; Campbell (Oxlade-Chamberlain 75. mín.), Ozil (Arteta 87. mín.), Walcott (Gibbs, 79. mín.) og Giroud. Ónotaðir varamenn: Gabriel, Chambers, Iwobi og Macey.
Mörk Arsenal: Aaron Ramsey (14. mín.) og Olivier Giroud (25. og 55. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 44.109.
Maður leiksins: Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn lék sinn besta leik frá því hann kom til Liverpool. Fyrir utan að skora tvö falleg mörk þá sýndi hann meiri baráttu en áður og það skilaði sér í stórgóðum leik.
Jürgen Klopp: Við byrjuðum leikinn mjög vel og þá sýndum við öllum hversu góðir við getum verið. Það var mjög margt gott í leiknum hjá okkur.
- Roberto Firmino skoraði tvö mörk og hefur nú skorað þrjú mörk fyrir Liverpool.
- Joe Allen skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var aðeins í annað sinn sem Liverpol skorar þrjú mörk í heimaleik á sparktíðinni. Áður var það þegar liðið vann Aston Villa 3:2.
- Kolo Toure lék sinn fyrsta leik í ensku knattspyrnunni fyrir Arsenal gegn Liverpool í ágúst 2002.
- Steven Caulkar lék sinn fyrsta leik sinn með Liverpool.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu níu heimaleikjum í deildinni á móti Arsenal.
Hérna eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hérna er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Eins og vitað var umbylti Jürgen Klopp liðinu frá leiknum við Exeter og nú var sterkasta liði stillt upp á nýjan leik. Christan Benteke var settur á bekkinn og þess í stað fékk Roberto Firmino að leiða sóknina eins og hann hefur stundum gert. Kolou Toure og Mamadou Sakho voru miðverðir en þeir voru orðnir leikfærir á nýjan leik. Það sama mátti segja um Jordan Henderson og það var mikilvægt að fá hann til leiks á nýjan leik. Danny Ward var varamarkmaður og kom í staðinn fyrir Adam Bogdan sem hefur sennilega færst aftur fyrir Danny sem var kallaður úr láni frá Aberdeen.
Það var greinilegt að lykilmenn höfðu haft gott af hvíldinni síðustu vikuna og frá því leikurinn var flautaður á var mikill kraftur í mönnum. Ekki spillti góður stuðningur áhorfenda fyrir. Þetta skilaði sér í því að Liverpool komst yfir eftir tíu mínútur. Theo Walcott missti boltann utan við vítateiginn vinstra megin. Eftir snaggarlegt spil átti Emre Can fast skot frá vítateigshorninu sem Petr Cech varði. Tékkinn hélt ekki boltinum sem hrökk út í vítateiginn. Roberto Firmino náði frákastinu og skoraði með góðu skoti.
Liverpool náði aðeins að halda forystunni í fjórar mínútur. Vörninni tókst þá ekki að hreinsa og Joel Cambell læddi boltanum inn á vítateiginn þar sem Aaron Ramsley skoraði neðst í hornið. Vörn Liverpool var illa á verði og Simon Mignolet hefði átt að geta gert betur.
Enn kom mark á 19. mínútu. Liverpool vann boltann skammt fyrir utan vítateiginn. James Milner kom boltanum á Roberto sem var rétt utan við vítateginn. Brasilíumaðurinn tók miðið og smellti boltanum upp í vinstra hornið með mögnuðu bogaskoti. Petr hreyfði sig ekki og það sagði sínu sögu um hve skotið var gott! Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ógurlega og ekki var fögnuður Roberto minni. Hann passaði sig þó á að fara ekki úr treyjunni eins og hann gerði þegar hann skoraði fyrra markið og var auðvitað bókaður fyrir. Merkilegt að rífa sig úr treyjunni þegar vitað er að gult spjald bíður og svo eru menn í annarri treyju innan undir!
Liverpool hélt ekki forystunni lengi frekar en eftir fyrsta markið. Sex mínútum seinna varði Simon með úthaupi eftir að Aaron komst inn í vítateginn. Boltinn skaust upp í loftið og Mamadou Sakho skallaði í horn. Hornspyrnan kom fyrir frá vinstri og boltinn sigldi framhjá Simon og neðst í mrkhornið nær. Það var varla hægt að sjá hvað gerðist en Olivier Giroud náði að sneiða boltann í markið með því að teygja sig fram. Vel gert en Simon hefði átt að geta varið og eins var spurning af hverju ekki var maður við stöngina.
Þremur mínútum seinna munaði engu að Olivier skoraði aftur. Eftir gott spila hægra megin sendi Theo fyrir og boltinn fór framhjá öllum og að Frakkanum sem var einn við fjærstöngina en í stað þess að hann stýrði boltanum í autt markið hrökk boltinn af honum og til baka í sömu átt og þar var málinu bjargað. Ótrúlegt en jafnframt gott að Olivier skyldi skora.
Baráttan hélt áfram í rigningunni og hvougt liðið dró af sér á rennblautum vellinum. Á lokamínútu hálfleiksins mátti litlu muna að Roberto skoraði þriðja mark sitt. Hann fékk sendingu í miðjum vítateginum, sneri sér við og skaut að marki en boltinn strauk slána og fór yfir. Glæsileg tilþrif hjá Brasilíumanninum sem sýndi vel hvað í honum býr.
Bæði lið hefðu getað skorað á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Færin komu eins til. Sendingar yfir á fjærstöng og þar komu menn í góðu færi en hittu ekki markið. Fyrst Joel við mark Liverpool og svo Alberto Moreno hinu megin. Á 55. mínútu komst toppliðið yfir í fyrsta sinn. Olivier fékk boltann í miðjum vítateignum, sneri Kolo Toure af sér og læddi boltanum neðst út í hornið. Vel gert og Frakkinn skorar enn einu á móti Liverpool.
Rigningin var nú orðin að slyddu og aðstæður erfiðar en leikmenn Liverpool hertu sig. Það stóð ekki til að leggja árar í bát í þetta skiptið. Þrátt fyrir harða sókn gekk Liverpoool illa að skapa opin færi. Steven Caulker kom inn á í sinn fyrsta leik og hann var látinn í framlínuna síðustu mínúturnar.
Á síðustu mínútunni uppskar Liverpool verðskuldað mark. Jordan Henderson, sem fór fyrir sínum mönnum allan leikinn, sendi háa sendingu inn í vítateginn. Varamaðurinn Christian Benteke skökk hæst og skallaði boltann til baka. Boltinn rataði beint á annan varamann Joe Allen sem náði skoti sem Petr réði ekki við. Allt gekk af göflunum á The Kop og víðar í snjókomunni! Joe hafði ekki verið lengi inn á en hann skoraði þarna gríðarlega mikilvægt mark sem færði eitt stig.
Þegar allt er tekið var þetta einn besti leikur Liverpool hingað til á leiktíðinni. Liðið lék af miklum krafti og enginn hengdi haus. Það eru veikleikar í liðinu og hópurinn er þunnskipaður en það er hægt að komast yfir erfiðar hindranir ef menn leggja allt í sölurnar. Þessi kraftur gæti skipt miklu í næstu leikjum sem eru hver öðrum mikilvægari! Áhorfendur léku líka stór hlutverk og það munar um allt þegar mikið er í húfi!
Liverpool: Mignolet; Clyne, Toure, Sakho, Moreno; Can (Allen 82. mín.); Ibe, Lallana (Caulker 88. mín.), Henderson, Milner (Benteke 66. mín.) og Firmino. Ónotaðir varamenn: Leiva, Smith, Ward og Teixeira.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (10. og 19. mín.) og Joe Allen (90. mín.).
Gul spjöld: Nathaniel Clyne og Roberto Firmino.
Arsenal: Cech, Bellerin, Mertesacker, Koscielny, Monreal; Ramsey, Flamini; Campbell (Oxlade-Chamberlain 75. mín.), Ozil (Arteta 87. mín.), Walcott (Gibbs, 79. mín.) og Giroud. Ónotaðir varamenn: Gabriel, Chambers, Iwobi og Macey.
Mörk Arsenal: Aaron Ramsey (14. mín.) og Olivier Giroud (25. og 55. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 44.109.
Maður leiksins: Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn lék sinn besta leik frá því hann kom til Liverpool. Fyrir utan að skora tvö falleg mörk þá sýndi hann meiri baráttu en áður og það skilaði sér í stórgóðum leik.
Jürgen Klopp: Við byrjuðum leikinn mjög vel og þá sýndum við öllum hversu góðir við getum verið. Það var mjög margt gott í leiknum hjá okkur.
Fróðleikur
- Roberto Firmino skoraði tvö mörk og hefur nú skorað þrjú mörk fyrir Liverpool.
- Joe Allen skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var aðeins í annað sinn sem Liverpol skorar þrjú mörk í heimaleik á sparktíðinni. Áður var það þegar liðið vann Aston Villa 3:2.
- Kolo Toure lék sinn fyrsta leik í ensku knattspyrnunni fyrir Arsenal gegn Liverpool í ágúst 2002.
- Steven Caulkar lék sinn fyrsta leik sinn með Liverpool.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu níu heimaleikjum í deildinni á móti Arsenal.
Hérna eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hérna er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan