| Sf. Gutt

Vill ná meiri stöðugleika

Roberto Firmino hefur ekki staðið undir væntingum frá því hann kom til Liverpool en hann skoraði tvö mörk á móti Arsenal og var mjög góður. Fyrir utan þennan stórleik hefur hann ekki leikið nógu vel en hann var þó frábær í stórsigri á Manchester City. Brasilíumaðurinn vill ná meiri stöðugleika í leik sinn og sýna oftar hvað í honum býr.  

,,Ég vona að ég geti spilað svona á móti öllum liðum en ekki bara stórliðunum. Það er auðvitað gott að spila vel gegn sterkustu liðunum en ég hef sett mér það markmið að hjálpa liðinu með því að skora mörk og gera allt sem í mínu valdi stendur þegar ég er kominn út á völlinn."

,,Það var meiri hugur í okkur fyrir leikinn á móti Arsenal en venjulega. Mér fannst leitt að við skyldum ekki geta unnið leikinn en ég er ánægður með að ég hjálpaði liðinu með því að skora tvö mörk og það var bót í máli að við skyldum ná jafntefli undir lokin."

,,Mér fannst við spila mun betur en Arsenal. Það hefði ekki verið sanngjarnt ef við hefðum tapað og stig var það minnsta sem við verðskulduðum og það náðist undir lokin."

Vonandi nær Roberto að fóta sig betur í ensku knattspyrnunni það sem eftir lifir leiktíðar. Það býr margt í Brasilíumanninum og það gæti munað verulega um hann ef hann nær meiri stöðugleika í leik sinn. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan