| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Exeter City í FA bikarnum á Anfield annað kvöld. Liverpool slapp með skrekkinn í síðasta leik gegn D-deildarliðinu og fær því annan sjéns á morgun.
Það er í sjálfu sér ekki mikið um þennan leik að segja. Liverpool verður að vinna og á að vinna, næstum því óháð því hverjir standa vaktina annað kvöld.
Liverpool stillti upp algjöru varaliði í fyrri leiknum fyrir tveimur vikum, ef frá er talinn 32 milljóna maðurinn Christian Benteke sem að öðrum ólöstuðum var versti maður liðsins í þeim leik. Væntanlega stillir Klopp upp svipuðu liði annað kvöld, mér finnst að minnsta kosti ósennilegt að margir aðalliðsmenn byrji leikinn, enda leikjaálagið mikið um þessar mundir. Mér segir þó svo hugur að þeir verði eilítið fleiri en í fyrri leiknum.
Christian Benteke hefur lítið spilað að undanförnu og mun væntanlega fá sjénsinn annað kvöld. Sömuleiðis finnst mér trúlegt að landi hans Simon Mignolet, sem er nýbúinn að skrifa undir fimm ára samning við félagið, standi í markinu. Adam Bogdan var það slappur í fyrri leiknum að ég efast um að við komum til með að sjá hann aftur í Liverpool búningi. Danny Ward, sem var kallaður úr láni frá Aberdeen á dögunum er ekki löglegur í FA bikarnum, en annars hefði hann að öllum líkindum byrjað leikinn. Steven Caulker er ekki heldur gjaldgengur, þannig að ekki minnkar álagið á miðverðina okkar í bili.
Jon Flanagan er allur að koma til og svo gæti farið að hann verði í hópnum á morgun. Hann mun örugglega ekki byrja, en Klopp sagði á blaðamannafundi að ef hann yrði í standi þá gæti hugsast að hann fengi sæti á bekknum. Ánægjuleg tíðindi að það styttist í endurkomu Flanno.
Ég held að liðið á morgun muni að mestu verða skipað ungum strákum, en það verða ábyggilega sterkir leikmenn til taks á bekknum. Joe Allen gæti byrjað leikinn, sem og Jordon Ibe og væntanlega neyðist Klopp til að nota annað hvort Sakho eða Toure, ef ekki báða. Að öðru leyti hugsa ég að liðið verði skipað kjúklingum. Það verður að minnsta kosti ekki eins sterkt og liðið sem Bob Paisley stillti upp gegn Exeter í október 1981.
Hvernig sem Klopp stillir upp liðinu annað kvöld geri ég skýlausa kröfu um sigur. Það er ekkert flókið við það. Liverpool hefur aldrei tapað fyrir Exeter og er ekkert að fara að taka upp á því á morgun. Ég spái þrennu frá Benteke í 3-0 sigri.
YNWA!
Það er í sjálfu sér ekki mikið um þennan leik að segja. Liverpool verður að vinna og á að vinna, næstum því óháð því hverjir standa vaktina annað kvöld.
Liverpool stillti upp algjöru varaliði í fyrri leiknum fyrir tveimur vikum, ef frá er talinn 32 milljóna maðurinn Christian Benteke sem að öðrum ólöstuðum var versti maður liðsins í þeim leik. Væntanlega stillir Klopp upp svipuðu liði annað kvöld, mér finnst að minnsta kosti ósennilegt að margir aðalliðsmenn byrji leikinn, enda leikjaálagið mikið um þessar mundir. Mér segir þó svo hugur að þeir verði eilítið fleiri en í fyrri leiknum.
Christian Benteke hefur lítið spilað að undanförnu og mun væntanlega fá sjénsinn annað kvöld. Sömuleiðis finnst mér trúlegt að landi hans Simon Mignolet, sem er nýbúinn að skrifa undir fimm ára samning við félagið, standi í markinu. Adam Bogdan var það slappur í fyrri leiknum að ég efast um að við komum til með að sjá hann aftur í Liverpool búningi. Danny Ward, sem var kallaður úr láni frá Aberdeen á dögunum er ekki löglegur í FA bikarnum, en annars hefði hann að öllum líkindum byrjað leikinn. Steven Caulker er ekki heldur gjaldgengur, þannig að ekki minnkar álagið á miðverðina okkar í bili.
Jon Flanagan er allur að koma til og svo gæti farið að hann verði í hópnum á morgun. Hann mun örugglega ekki byrja, en Klopp sagði á blaðamannafundi að ef hann yrði í standi þá gæti hugsast að hann fengi sæti á bekknum. Ánægjuleg tíðindi að það styttist í endurkomu Flanno.
Ég held að liðið á morgun muni að mestu verða skipað ungum strákum, en það verða ábyggilega sterkir leikmenn til taks á bekknum. Joe Allen gæti byrjað leikinn, sem og Jordon Ibe og væntanlega neyðist Klopp til að nota annað hvort Sakho eða Toure, ef ekki báða. Að öðru leyti hugsa ég að liðið verði skipað kjúklingum. Það verður að minnsta kosti ekki eins sterkt og liðið sem Bob Paisley stillti upp gegn Exeter í október 1981.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan