| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Öruggur sigur á Exeter
Liverpool sigraði Exeter 3-0 á Anfield í 3. umferð FA bikarsins. Liðið mætir West Ham í 4. umferð 30. janúar n.k.
Jürgen Klopp stillti upp örlítið sterkara liði en í fyrri leiknum fyrir tveimur vikum. Í þeim leik var Christian Benteke eini maðurinn sem getur talist aðalliðsmaður, en nú bættust þeir Simon Mignolet, Joe Allen og Jordon Ibe í hópinn. Mignolet kom inn fyrir Bogdan og Allen og Ibe fyrir Kent og Sinclair. Það vakti nokkra athygli að Jose Enrique var fyrirliði í kvöld og er þar með 7. leikmaðurinn sem hefur borið fyrirliðabandið í vetur. Öllu jákvæðari athygli vakti, að Jon Flanagan var í hópnum í kvöld, eftir 630 daga fjarveru vegna meiðsla.
Á 8. mínútu var fyrirliðinn Jose Enrique rétt búinn að gefa Exeter mark, með afar vanhugsaðri sendingu, en tveimur mínútum síðar skoraði Liverpool fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Joe Allen, eftir góða sendingu frá Brad Smith. Allen sjóðheitur, með tvö mörk í þremur leikjum!
Christian Benteke átti tvo skalla að marki Exeter á næstu mínútum og átti einfaldlega að skora í fyrra skiptið, en það er ekki margt sem gengur upp hjá Belganum þessa dagana.
Á 25. mínútu átti Cameron Brannagan gott skot sem markvörður Exeter gerði vel í að verja í horn. Þremur mínútum síðar var Brannagan aftur á ferðinni með hörkuskot, en í það skiptið fór boltinn yfir markið. Örfáum andartökum síðar náði Brannagan að stela boltanum af miðverði Exeter, en Olejnik í markinu náði að bjarga málunum.
Á lokamínútum hálfleiksins átti Jordon Ibe tvær ágætar skottilraunir, en án árangurs. 1-0 í leikhléi á Anfield og Liverpool með ágæt tök á leiknum.
Á 51. mínútu kom Jon Flanagan inn fyrir Randall, við mikinn fögnuð áhorfenda á Anfield. Þremur mínútum síðar hefði Liverpool átt að komast í 2-0 þegar bylmingsskot Jordon Ibe fór í slána og niður á marklínuna, þar kom Kevin Stewart aðvífandi og gerði sig líklegan til að skalla í autt markið en einhvernveginn fór það nú öðruvísi en ætlað var. Mér fannst brotið á Stewart, en dómarinn var ekki á sama máli.
Á 74. mínútu skoraði Sheyi Ojo laglegt mark eftir sendingu frá Ibe. Virkilega vel að verki staðið hjá stráknum. Staðan 2-0 og sigurinn svo að segja í höfn.
Á 82. mínútu gerði Texeira svo endanlega út um leikinn þegar hann skoraði einn á móti markmanni eftir mjög góðan undirbúning Benteke.
Texeira og Benteke áttu báðir möguleika á því að auka muninn enn frekar á lokamínútunum, en niðurstaðan var 3-0 sigur og liðið er því komið áfram í 4. umferð þar sem West Ham verður næsti andstæðingur.
Það var margt jákvætt í þessum leik þótt andstæðingurinn hafi vissulega ekki verið sá sterkasti. Liðið átti fína spretti sóknarlega og það var sérstaklega gaman að Texeira og Allen á miðjunni fannst mér. Texeira er ótrúlega skemmtilegur leikmaður, en maður veit svosem ekki hvort hann nær að stíga skrefið upp á næsta level. Eins var auðvitað frábært að sjá Flanagan spila næstum heilan hálfleik.
Liverpool: Mignolet, Randall (Flanagan á 51. mín.), Enrique, Ilori, Smith, Allen (Ojo á 65. mín.), Texeira, Brannagan, Stewart, Ibe (Chirivella á 79. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdán, Sinclair, Kent og Maguire.
Mörk Liverpool: Allen á 10. mínútu, Ojo á 74. mínútu og Texeira á 82. mínútu.
Exeter City: Olejnik, Ribeiro, Brown, Moore-Taylor, Woodman, Butterfield (Nichols á 46. mín.), Nicholls, Davies, Oakley (Wheeler á 64. mín.), Holmes og Morrison (Hoskins á 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Tillson, McAllister, Hamon, Grant.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.292.
Maður leiksins: Mér fannst Texeira og Allen bestu menn liðsins í kvöld, en þar sem Texeira lék allan leikinn fær hann heiðurinn að þessu sinni.
Jürgen Klopp: ,,Ég átti ekki von á því fyrir tveimur vikum að ég myndi njóta þess að stjórna liðinu í endurtektarleik í FA bikarnum, en þar hafði ég rangt fyrir mér! Þetta var skemmtilegt kvöld. Ég vil þakka áhorfendum fyrir frábæra stemningu á vellinum og ég vil einnig þakka Exeter fyrir verðuga baráttu. Ég þekki ekki mikið til D-deildarinnar, en þetta hlýtur að vera góð deild! Ég var ánægður með liðið í kvöld. Strákarnir sköpuðu fullt af færum, gerðu nokkur mistök, en brugðust rétt við þeim. Það er hægt að taka margt jákvætt heim með sér í kvöld."
-Þetta var 7. viðureign Liverpool og Exeter í sögunni. Sex sinnum hefur Liverpool unnið og einu sinni hefur orðið jafntefli, það var á heimavelli Exeter fyrir tveimur vikum og gerði það að verkum að Liverpool þurfti að fara í þennan endurtektarleik.
-Þetta var 92. endurtektarleikur (ljótt orð!) Liverpool í FA bikarnum. 61 hefur unnist, 24 tapast og 7 hafa endað með jafntefli og þar með öðrum endurtektarleik.
-Leikurinn í kvöld var fyrsti alvöru leikur Jon Flanagan í 630 daga.
-Sheyi Ojo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og varð yngsti markaskorari félagsins í FA bikarnum frá upphafi.
- João Carlos Teixeira skoraði líka í fyrsta sinn fyrir Liverpool.
-Hér má sjá viðtal við Klopp, af Liverpoolfc.com
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
Jürgen Klopp stillti upp örlítið sterkara liði en í fyrri leiknum fyrir tveimur vikum. Í þeim leik var Christian Benteke eini maðurinn sem getur talist aðalliðsmaður, en nú bættust þeir Simon Mignolet, Joe Allen og Jordon Ibe í hópinn. Mignolet kom inn fyrir Bogdan og Allen og Ibe fyrir Kent og Sinclair. Það vakti nokkra athygli að Jose Enrique var fyrirliði í kvöld og er þar með 7. leikmaðurinn sem hefur borið fyrirliðabandið í vetur. Öllu jákvæðari athygli vakti, að Jon Flanagan var í hópnum í kvöld, eftir 630 daga fjarveru vegna meiðsla.
Á 8. mínútu var fyrirliðinn Jose Enrique rétt búinn að gefa Exeter mark, með afar vanhugsaðri sendingu, en tveimur mínútum síðar skoraði Liverpool fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Joe Allen, eftir góða sendingu frá Brad Smith. Allen sjóðheitur, með tvö mörk í þremur leikjum!
Christian Benteke átti tvo skalla að marki Exeter á næstu mínútum og átti einfaldlega að skora í fyrra skiptið, en það er ekki margt sem gengur upp hjá Belganum þessa dagana.
Á 25. mínútu átti Cameron Brannagan gott skot sem markvörður Exeter gerði vel í að verja í horn. Þremur mínútum síðar var Brannagan aftur á ferðinni með hörkuskot, en í það skiptið fór boltinn yfir markið. Örfáum andartökum síðar náði Brannagan að stela boltanum af miðverði Exeter, en Olejnik í markinu náði að bjarga málunum.
Á lokamínútum hálfleiksins átti Jordon Ibe tvær ágætar skottilraunir, en án árangurs. 1-0 í leikhléi á Anfield og Liverpool með ágæt tök á leiknum.
Á 74. mínútu skoraði Sheyi Ojo laglegt mark eftir sendingu frá Ibe. Virkilega vel að verki staðið hjá stráknum. Staðan 2-0 og sigurinn svo að segja í höfn.
Á 82. mínútu gerði Texeira svo endanlega út um leikinn þegar hann skoraði einn á móti markmanni eftir mjög góðan undirbúning Benteke.
Texeira og Benteke áttu báðir möguleika á því að auka muninn enn frekar á lokamínútunum, en niðurstaðan var 3-0 sigur og liðið er því komið áfram í 4. umferð þar sem West Ham verður næsti andstæðingur.
Það var margt jákvætt í þessum leik þótt andstæðingurinn hafi vissulega ekki verið sá sterkasti. Liðið átti fína spretti sóknarlega og það var sérstaklega gaman að Texeira og Allen á miðjunni fannst mér. Texeira er ótrúlega skemmtilegur leikmaður, en maður veit svosem ekki hvort hann nær að stíga skrefið upp á næsta level. Eins var auðvitað frábært að sjá Flanagan spila næstum heilan hálfleik.
Liverpool: Mignolet, Randall (Flanagan á 51. mín.), Enrique, Ilori, Smith, Allen (Ojo á 65. mín.), Texeira, Brannagan, Stewart, Ibe (Chirivella á 79. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdán, Sinclair, Kent og Maguire.
Mörk Liverpool: Allen á 10. mínútu, Ojo á 74. mínútu og Texeira á 82. mínútu.
Exeter City: Olejnik, Ribeiro, Brown, Moore-Taylor, Woodman, Butterfield (Nichols á 46. mín.), Nicholls, Davies, Oakley (Wheeler á 64. mín.), Holmes og Morrison (Hoskins á 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Tillson, McAllister, Hamon, Grant.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.292.
Maður leiksins: Mér fannst Texeira og Allen bestu menn liðsins í kvöld, en þar sem Texeira lék allan leikinn fær hann heiðurinn að þessu sinni.
Jürgen Klopp: ,,Ég átti ekki von á því fyrir tveimur vikum að ég myndi njóta þess að stjórna liðinu í endurtektarleik í FA bikarnum, en þar hafði ég rangt fyrir mér! Þetta var skemmtilegt kvöld. Ég vil þakka áhorfendum fyrir frábæra stemningu á vellinum og ég vil einnig þakka Exeter fyrir verðuga baráttu. Ég þekki ekki mikið til D-deildarinnar, en þetta hlýtur að vera góð deild! Ég var ánægður með liðið í kvöld. Strákarnir sköpuðu fullt af færum, gerðu nokkur mistök, en brugðust rétt við þeim. Það er hægt að taka margt jákvætt heim með sér í kvöld."
Fróðleikur:
-Þetta var 7. viðureign Liverpool og Exeter í sögunni. Sex sinnum hefur Liverpool unnið og einu sinni hefur orðið jafntefli, það var á heimavelli Exeter fyrir tveimur vikum og gerði það að verkum að Liverpool þurfti að fara í þennan endurtektarleik.
-Þetta var 92. endurtektarleikur (ljótt orð!) Liverpool í FA bikarnum. 61 hefur unnist, 24 tapast og 7 hafa endað með jafntefli og þar með öðrum endurtektarleik.
-Leikurinn í kvöld var fyrsti alvöru leikur Jon Flanagan í 630 daga.
-Sheyi Ojo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og varð yngsti markaskorari félagsins í FA bikarnum frá upphafi.
- João Carlos Teixeira skoraði líka í fyrsta sinn fyrir Liverpool.
-Hér má sjá viðtal við Klopp, af Liverpoolfc.com
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan