| Sf. Gutt
Eftir slæmt tap í síðasta deildarleik dugir ekki annað en að reyna komast aftur í gang. Liverpool hefur hent frá sér hverju tækifærinu á fætur öðru til að herja á efstu fjögur sætin í deildinni og nú er svo komið að það fer hver að verða síðastur. Reyndar er langt til vors og Þorrinn að hefja sitt skeið í dag en leikjunum fækkar og efstu liðin hafa jafnt og þétt aukið þann mun sem er í liðin sem á eftir koma.
Það vantar ekki að markmenn Liverpool og varnarmenn hafa verið gagnrýndir alla leiktíðina en eftir stendur að markaskorun hefur algjörlega brugðist. Danny Ings skoraði sitt fyrsta mark þegar Liverpool og Norwich léku á Anfield í haust en hann meiddist nokkrum vikum síðar og hans er sárt saknað því mörgum þykir líklegt að hann hafi fallið vel inn í það leikskipulag sem nú er tíðkað. Það er varla hægt að telja Daniel Sturridge með og Christian Benteke virðist ætla að fara í flokk með framherjum sem ekki hafa staðið undir væntingum. Líklegt var talið að Roberto Firmino myndi skila mörkum en þau hafa ekki verið mörg. Miðjumennirnir hafa heldur lítið skorað og það stendur líka upp á þá að skila sínu.
Síðast þegar Liverpool lék á Carrow Road vannst 2:3 sigur á páskum 2014. Eftir þann sigur var Englandsmeistaratitilinn innan seilingar en allir muna hvernig sá draumur fór. Nú er öldin önnur. Luis Suarez og Raheem Sterling sem sáu um mörkin þann daginn eru farnir og nýr framkvæmdastjóri stýrir skútunni. En ein uppbyggingin er framundan á Anfield. Norwich féll þá um vorið en vann sig upp á liðnu vori í gegnum umspil. Lið þeirra er býsna gott en Liverpool á að geta haft sigur á morgun. Ég spái því að Jordan Henderson og Christian Benteke skori í 1:2 sigri.
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Norwich City v Liverpool
Eftir slæmt tap í síðasta deildarleik dugir ekki annað en að reyna komast aftur í gang. Liverpool hefur hent frá sér hverju tækifærinu á fætur öðru til að herja á efstu fjögur sætin í deildinni og nú er svo komið að það fer hver að verða síðastur. Reyndar er langt til vors og Þorrinn að hefja sitt skeið í dag en leikjunum fækkar og efstu liðin hafa jafnt og þétt aukið þann mun sem er í liðin sem á eftir koma.
Það vantar ekki að markmenn Liverpool og varnarmenn hafa verið gagnrýndir alla leiktíðina en eftir stendur að markaskorun hefur algjörlega brugðist. Danny Ings skoraði sitt fyrsta mark þegar Liverpool og Norwich léku á Anfield í haust en hann meiddist nokkrum vikum síðar og hans er sárt saknað því mörgum þykir líklegt að hann hafi fallið vel inn í það leikskipulag sem nú er tíðkað. Það er varla hægt að telja Daniel Sturridge með og Christian Benteke virðist ætla að fara í flokk með framherjum sem ekki hafa staðið undir væntingum. Líklegt var talið að Roberto Firmino myndi skila mörkum en þau hafa ekki verið mörg. Miðjumennirnir hafa heldur lítið skorað og það stendur líka upp á þá að skila sínu.
Síðast þegar Liverpool lék á Carrow Road vannst 2:3 sigur á páskum 2014. Eftir þann sigur var Englandsmeistaratitilinn innan seilingar en allir muna hvernig sá draumur fór. Nú er öldin önnur. Luis Suarez og Raheem Sterling sem sáu um mörkin þann daginn eru farnir og nýr framkvæmdastjóri stýrir skútunni. En ein uppbyggingin er framundan á Anfield. Norwich féll þá um vorið en vann sig upp á liðnu vori í gegnum umspil. Lið þeirra er býsna gott en Liverpool á að geta haft sigur á morgun. Ég spái því að Jordan Henderson og Christian Benteke skori í 1:2 sigri.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan