| Sf. Gutt
TIL BAKA
Lygileg endalok og ótrúlegur sigur!
Níu mörk voru skoruð í lygilegum leik Liverpool og Norwich City á Carrow Road. Sem betur fer náði Liverpool að skora fimm af þeim og það síðasta kom á síðustu stundu. Liverpool vann 5:4 og hangir enn í efstu liðunum.
Jürgen Klopp sendi að sjálfsögðu aðalliðið til leiks á móti Norwich eftir að hafa hvílt lykilmennina á móti Exeter. Fátt kom á óvart í uppstillingunni.
Upphafskafli leiksins var tíðindasnauður en það var Liverpool sem braut ísinn á 18. mínútu. James Milner sendi fyrir markið og Roberto Firmino náði að sneiða boltann niður í fjærhornið í stöng og inn. Laglegt mark. Litlu síðar slapp James í gegn eftir sendingu frá Roberto og var með Jordan Henderson með sér en varnarmaður náði að bjarga. Þarna hefði James átt að geta gert betur.
Í stað þess að Liverpool tryggði stöðu sína jöfnuðu heimamenn á 29. mínútu. Eins og venjulega lenti vörn Liverpool í vandræðum eftir horn. Mamadou Sakho var ekki nógu ákveðinn að koma boltanum í burtu fyrir miðju marki og Dieumerci Mbokani nýtti sér óákveðni hans og skoraði með því að þruma boltanum með hælnum í markið við markteiginn. Vel gert en það er rannsóknarefni hvers vegna vörn Liverpool á svo erfitt með að verjast hornum. Næsta skot á rammann fór í markið eins og hin tvö á undan. Laglegt spil hægra megin, fjórum mínútum fyrir leikhlé, endaði með því að Steven Naismith skoraði með hárnákvæmu skoti neðst í hornið fjær. Eins og í fyrra markinu átti Simon Mignolet ekki möguleika. Steven fagnaði vel enda var þetta fyrsti leikur hans og svo var hann áður leikmaður Everton. Liverpool allt í einu marki undir og það upp úr þurru. Það er eins og mótherjarnir skori úr hverju skoti þessa mánuðina!
Ekki lagaðist það þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Alberto Moreno sótti þá tvívegis að Steven og dómarinn dæmdi víti sem var reyndar furðulegur dómur en Spánverjinn hefði ekki þurft að angra Skotann neitt. Brotið sem dæmt var á var varla hægt að skilgreina sem brot því Alberto tók sér stöðu fyrir aftan Steven og stóð hreyfingarlaus þegar Skotinn lét sig detta. Wes Hoolahan tók vítið og skoraði. Liverpool svaraði sem betur fer í næstu sókn og það var eins gott að komast aftur strax inn í leikinn. Gefið var fyrir frá hægri, Roberto kom boltanum áfram og Jordan var mættur inn í miðjan vítateiginn til að smella boltanum viðstöðulaust í markið. Mjög vel gert hjá fyrirliðanum. Nú höfðu fimm fyrstu skot leikmanna liðanna á rammann farið inn í markið!
Átta mínútum síðar jafnaði Liverpool verðskuldað. Eftir góðan samleik sendi Adam Lallana sem kom inn á sem varamaður fyrir frá vinstri. Roberto fékk boltann einn í miðjum vítateginum, sýndi mikla yfirvegun með því að taka boltann niður og skora af öryggi. Vel að verki staðið og svona hefði hann átt að afgreiða svipað færi á móti Manchester United um síðustu helgi. Staðan orðin 3:3 í ótrúlegum leik og það var mikið eftir enn.
Þegar stundarfjórðungur var eftir gaf Russel Martin aftur að marki sínu. Félagi hans skyggði á James sem fékk þessa fínu stungusendingu, lék inn í vítateginn og skoraði af miklu öryggi framhjá Declan Rudd. Liverpool virtist nú hafa sigurinn í hendi sér því heimamenn voru ráðalitlir enda leikurinn snúist gersamlega við frá því þeir leiddu með tveimur mörkum.
Það fór þó svo að þeir fengu færi á að jafna. Komið var fram í viðbótartíma þegar löng aukaspyrna sveif í átt að marki Liverpool. Varnarmenn Liverpool voru margir fyrir en tókst ekki að koma boltanum frá við vítateiginn. Hann féll fyrir fætur Sebastian Bassong og miðvörðurinn skoraði með skoti neðst í hornið og enn kom Simon engum vörnum við. Heimamenn fögnuðu ógurlega og ekki að ástæðulausu.
En Rauði herinn átti eftir að fagna ennþá meira þó að liðið væri vel á viðbótartímann. Emre sendi inn í vítateiginn frá vinstri. Þar var hart barist um boltann sem hrökk til og frá. Það endaði með að hann hrökk í átt að Adam Lallana sem hitti boltann skrýtilega. Boltinn skoppaði í jörðina og sveif svo í boga í markið. Tryllingslegur fögnuður upphófst hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og þjálfaraliði Liverpool. Leikmenn æddu í átt að Jürgen Klopp og í öllum hamaganginum fóru gleraugun hans út í loftið og brotnuðu. Gestgjafarnir voru miður sín þegar flautað var til leiksloka en fögnuður Liverpool hélt bara áfram!
Lygileg endalok á Carrow Road og sigur sem Liverpool virtist hafa hent frá sér náðist á allra síðustu stundu. Ef þessi sigur færir ekki leikmönnum Liverpool sjálfstraust þá veit ekki hvað til þarf til að koma trú og krafti í liðið!
Norwich City: Rudd; Pinto, Martin, Bassong, Brady; Redmond (Jarvis 70. mín.), Dorrans, Howson, Hoolahan (Olsson 70. mín.); Naismith (Jerome 82. mín) og Mbokani. Ónotaðir varamenn: Ruddy, Klose, Mulumbu og Odjidja.
Mörk Norwich: Dieumerci Mbokani (29. mín.) Steven Naismith (41. mín.), Wes Hoolahan, víti, (54. mín.) og Sebastian Bassong (90. mín.).
Liverpool: Mignolet; Clyne, Toure, Sakho, Moreno (Caulker 90. mín.); Leiva, Henderson (Benteke 76. mín.); Can, Milner, Ibe (Lallana 59. mín.) og Firmino. Ónotaðir varamenn: Ward, Flanagan, Allen og Teixeira.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (18. og 63. mín.), Jordan Henderson (55. mín.), James Milner (75.mín.) og Adam Lallana (90. mín.).
Gul spjöld: Adma Lallana.
Áhorfendur á Carrow Road: 27.108.
Maður leiksins: Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann var að auki mjög duglegur og hann er sannarlega að finna sig í ensku knattspyrnunni.
Jürgen Klopp: Við getum verið ánægðir með flest þegar upp er staðið og þá sérstaklega stigin þrjú. Liðin hefðu reyndar verðskuldað jafntefli. Við þurftum allan tímann til að hafa þetta en fyrir nokkrum dögum töpuðum við ósanngjarnt á móti Manchester United. En við náðum einhverju út úr þessu í dag og það var flott. Ég er venjulega með önnur gleraugu en það er mjög erfitt að finna gleraugu þegar maður hefur engin gleraugu.
- Roberto Firmino er nú búinn að skora fimm mörk á leiktíðinni.
- Jordan Henderson skoraði í annað sinn.
- James Milner skoraði í þriðja sinn á sparktíðinni.
- Adam Lallana skoraði fjórða mark sitt.
- Liverpool skoraði fimm deildarmörk í sama leiknum í fyrsta sinn á leiktiðinni.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool árinu.
- Allir mótherjar Liverpool í deildinni á árinu hafa skorað úr sínu fyrsta skoti á rammann.
- Adam Lallana lék sinn 70. leik með Liverpool. Hann hefur skorað níu sinnum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Jürgen Klopp sendi að sjálfsögðu aðalliðið til leiks á móti Norwich eftir að hafa hvílt lykilmennina á móti Exeter. Fátt kom á óvart í uppstillingunni.
Upphafskafli leiksins var tíðindasnauður en það var Liverpool sem braut ísinn á 18. mínútu. James Milner sendi fyrir markið og Roberto Firmino náði að sneiða boltann niður í fjærhornið í stöng og inn. Laglegt mark. Litlu síðar slapp James í gegn eftir sendingu frá Roberto og var með Jordan Henderson með sér en varnarmaður náði að bjarga. Þarna hefði James átt að geta gert betur.
Í stað þess að Liverpool tryggði stöðu sína jöfnuðu heimamenn á 29. mínútu. Eins og venjulega lenti vörn Liverpool í vandræðum eftir horn. Mamadou Sakho var ekki nógu ákveðinn að koma boltanum í burtu fyrir miðju marki og Dieumerci Mbokani nýtti sér óákveðni hans og skoraði með því að þruma boltanum með hælnum í markið við markteiginn. Vel gert en það er rannsóknarefni hvers vegna vörn Liverpool á svo erfitt með að verjast hornum. Næsta skot á rammann fór í markið eins og hin tvö á undan. Laglegt spil hægra megin, fjórum mínútum fyrir leikhlé, endaði með því að Steven Naismith skoraði með hárnákvæmu skoti neðst í hornið fjær. Eins og í fyrra markinu átti Simon Mignolet ekki möguleika. Steven fagnaði vel enda var þetta fyrsti leikur hans og svo var hann áður leikmaður Everton. Liverpool allt í einu marki undir og það upp úr þurru. Það er eins og mótherjarnir skori úr hverju skoti þessa mánuðina!
Ekki lagaðist það þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Alberto Moreno sótti þá tvívegis að Steven og dómarinn dæmdi víti sem var reyndar furðulegur dómur en Spánverjinn hefði ekki þurft að angra Skotann neitt. Brotið sem dæmt var á var varla hægt að skilgreina sem brot því Alberto tók sér stöðu fyrir aftan Steven og stóð hreyfingarlaus þegar Skotinn lét sig detta. Wes Hoolahan tók vítið og skoraði. Liverpool svaraði sem betur fer í næstu sókn og það var eins gott að komast aftur strax inn í leikinn. Gefið var fyrir frá hægri, Roberto kom boltanum áfram og Jordan var mættur inn í miðjan vítateiginn til að smella boltanum viðstöðulaust í markið. Mjög vel gert hjá fyrirliðanum. Nú höfðu fimm fyrstu skot leikmanna liðanna á rammann farið inn í markið!
Átta mínútum síðar jafnaði Liverpool verðskuldað. Eftir góðan samleik sendi Adam Lallana sem kom inn á sem varamaður fyrir frá vinstri. Roberto fékk boltann einn í miðjum vítateginum, sýndi mikla yfirvegun með því að taka boltann niður og skora af öryggi. Vel að verki staðið og svona hefði hann átt að afgreiða svipað færi á móti Manchester United um síðustu helgi. Staðan orðin 3:3 í ótrúlegum leik og það var mikið eftir enn.
Þegar stundarfjórðungur var eftir gaf Russel Martin aftur að marki sínu. Félagi hans skyggði á James sem fékk þessa fínu stungusendingu, lék inn í vítateginn og skoraði af miklu öryggi framhjá Declan Rudd. Liverpool virtist nú hafa sigurinn í hendi sér því heimamenn voru ráðalitlir enda leikurinn snúist gersamlega við frá því þeir leiddu með tveimur mörkum.
Það fór þó svo að þeir fengu færi á að jafna. Komið var fram í viðbótartíma þegar löng aukaspyrna sveif í átt að marki Liverpool. Varnarmenn Liverpool voru margir fyrir en tókst ekki að koma boltanum frá við vítateiginn. Hann féll fyrir fætur Sebastian Bassong og miðvörðurinn skoraði með skoti neðst í hornið og enn kom Simon engum vörnum við. Heimamenn fögnuðu ógurlega og ekki að ástæðulausu.
En Rauði herinn átti eftir að fagna ennþá meira þó að liðið væri vel á viðbótartímann. Emre sendi inn í vítateiginn frá vinstri. Þar var hart barist um boltann sem hrökk til og frá. Það endaði með að hann hrökk í átt að Adam Lallana sem hitti boltann skrýtilega. Boltinn skoppaði í jörðina og sveif svo í boga í markið. Tryllingslegur fögnuður upphófst hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og þjálfaraliði Liverpool. Leikmenn æddu í átt að Jürgen Klopp og í öllum hamaganginum fóru gleraugun hans út í loftið og brotnuðu. Gestgjafarnir voru miður sín þegar flautað var til leiksloka en fögnuður Liverpool hélt bara áfram!
Lygileg endalok á Carrow Road og sigur sem Liverpool virtist hafa hent frá sér náðist á allra síðustu stundu. Ef þessi sigur færir ekki leikmönnum Liverpool sjálfstraust þá veit ekki hvað til þarf til að koma trú og krafti í liðið!
Norwich City: Rudd; Pinto, Martin, Bassong, Brady; Redmond (Jarvis 70. mín.), Dorrans, Howson, Hoolahan (Olsson 70. mín.); Naismith (Jerome 82. mín) og Mbokani. Ónotaðir varamenn: Ruddy, Klose, Mulumbu og Odjidja.
Mörk Norwich: Dieumerci Mbokani (29. mín.) Steven Naismith (41. mín.), Wes Hoolahan, víti, (54. mín.) og Sebastian Bassong (90. mín.).
Liverpool: Mignolet; Clyne, Toure, Sakho, Moreno (Caulker 90. mín.); Leiva, Henderson (Benteke 76. mín.); Can, Milner, Ibe (Lallana 59. mín.) og Firmino. Ónotaðir varamenn: Ward, Flanagan, Allen og Teixeira.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (18. og 63. mín.), Jordan Henderson (55. mín.), James Milner (75.mín.) og Adam Lallana (90. mín.).
Gul spjöld: Adma Lallana.
Áhorfendur á Carrow Road: 27.108.
Maður leiksins: Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann var að auki mjög duglegur og hann er sannarlega að finna sig í ensku knattspyrnunni.
Jürgen Klopp: Við getum verið ánægðir með flest þegar upp er staðið og þá sérstaklega stigin þrjú. Liðin hefðu reyndar verðskuldað jafntefli. Við þurftum allan tímann til að hafa þetta en fyrir nokkrum dögum töpuðum við ósanngjarnt á móti Manchester United. En við náðum einhverju út úr þessu í dag og það var flott. Ég er venjulega með önnur gleraugu en það er mjög erfitt að finna gleraugu þegar maður hefur engin gleraugu.
Fróðleikur
- Roberto Firmino er nú búinn að skora fimm mörk á leiktíðinni.
- Jordan Henderson skoraði í annað sinn.
- James Milner skoraði í þriðja sinn á sparktíðinni.
- Adam Lallana skoraði fjórða mark sitt.
- Liverpool skoraði fimm deildarmörk í sama leiknum í fyrsta sinn á leiktiðinni.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool árinu.
- Allir mótherjar Liverpool í deildinni á árinu hafa skorað úr sínu fyrsta skoti á rammann.
- Adam Lallana lék sinn 70. leik með Liverpool. Hann hefur skorað níu sinnum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan