| Sf. Gutt
TIL BAKA
Það rétt hafðist að komast á Wembley!
Það rétt hafðist hjá Liverpool að komast á Wembley í úrslitaleikinn um enska Deildarbikarinn! Vítaspyrnukeppni þurfti til en Liverpool er komið á Wembley! Stoke City jafnaði fyrri leikinn með marki í venjulegum leiktíma og leiddi 0:1 eftir framlengingu. Eftir samsvarandi sigur Liverpool í fyrri leiknum þurfti vítaspyrnukeppni og Liverpool hafði betur i henni 6:5! Liverpool fer alltaf torfærar leiðir!
Það var mikil stemmning á Anfield þegar flautað var til seinni leiks Liverpool og Stoke. Snemma var ljóst að gestirnir voru ekki búnir að gefa úrslitasæti upp á bátinn þrátt fyrir tap í heimaleik sínum. Um leið var ljóst að lítið yrði um færi enda börðust liðin hart en fóru um leið varlega. Eftir 12 mínútur klöppuðu áhorfendur til minningar um ungan stuðningsmann Liverpool sem lést nýlega. Um leið var You´ll Never Walk Alone sungið. Mögnuð stund!
Stoke fékk fyrsta færið. Á 22. mínútu en þá komst Jon Walters einn inn í vítateginn en hann skaut framhjá. Liverpool gekk, eins og svo oft á Anfield á leiktíðinni, illa að skapa sér færi og eina góða marktilraunin kom eftir rúman hálftíma en þá átti Emre Can langskot framhjá.
Allt leit út fyrir að jafnt yrði í hálfleik en þegar komið var fram í viðbótartíma kom óvænt mark. Eftir snöggan samleik og sendingu frá hægri skoraði Marko Arnautovic með öruggu skoti af stuttu færi. Á einhvern ótrúlegan hátt náði línuvörðurinn ekki að sjá að um augljósa rangstöðu var að ræða.
Síðari hálfleikur hófst með miklum krafti og Roberto Firmino átti skot sem fór í utanverða stöngina. Leikmenn Stoke voru sem fyrr harðskeyttir og Mamadou Sakho henti sér tvívegis á síðustu stundu fyrir skot frá Jon. Annars gerðist fátt til leiksloka nema hvað Liverpool hefði getað fengið víti þegar stutt var eftir þegar boltinn fór í hendi á varnarmanni. En línuvörðurinn sem ekki sá rangstöðuna, þegar mark Stoke kom, sá ekki þetta heldur. Spennan jókst með hverri mínútunni sem leið og ljóst var að ekkert mátti út af bera. Framlenging varð heldur ekki umflúin.
Framlengingin var tíðindalítil enda var farið að draga af mönnum og eins spilaði ótti um mistök inn í eftir því sem á leið. Besta færið átti Marco Van Ginkel en skot hans fór í stöng og framhjá. Jordan Ibe fékk gott skotfæri en mokaði boltanum yfir. Það var því ekki um annað að gera en að nota vítaspyrnukeppni til að útkljá viðureignina. Fór hún fyrir framan Anfield Road stúkuna þar sem stuðningsmenn Stoke voru.
Fyrstu menn skoruðu en svo varði Simon frá Peter Crouch á gamla heimavellinum hans. Emre Can hefði getað tekið frumkvæðið í næstu spyrnu en hann skaut í stöng. Spennan var orðin óbærileg. Allir skoruðu úr næstu átta spyrnum. Simon náði þá að verja frá Marc Muniesa og þar með fékk Joe Allen tækifæri til að koma Liverpool í úrslitaleikinn. Veilsverjinn sýndi gríðarlegt öryggi, sendi markmanninn í rangt horn og boltann efst í hitt hornið. Allt gekk af göflunum og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ógulega en þó með blöndu af létti. Mögnuð stund og fögnuðurinn náði hámarki þegar leikmenn fögnuðu fyrir framan Kop stúkuna!
Það er sannarlega kominn tími til að Liverpool kæmist í úrslitaleik. Liðið fór að venju torfæra leið en það hafðist eftir að liðið hafði ekki leikið vel. En nú þarf að ljúka verkefninu og ná Deildarbikarnum heim á Anfield. Það verður erfitt en fyrst svo langt er komið má það ekki bregðast!
Liverpool: Mignolet, Flanagan (Ibe 105. mín.), Toure (Allen 85. mín.), Sakho, Moreno, Leiva, Can: Henderson (Benteke 59. mín.), Lallana, Milner og Firmino. Ónotaðir varamenn: Ward, Lovren, Smith og Teixeira.
Gul spjöld: Jon Flanagan og Joe Allen.
Stoke City: Butland, Johnson, Muniesa, Wollschied, Pieters, Whelan, Affelay, Walters, Bojan (Adam 71. mín.) (Van Ginkel 98. mín.), Arnautovic (Shaqiri 77. mín.) og Crouch. Ónotaðir varamenn: Haugaard, Bardsley, Joselu og Wilson.
Mark Stoke: Marko Arnautovic (45. mín.).
Gult spjald: Marc Muniesa.
Liðin skildu jöfn 1:1 eftir tvo leiki en Liverpool vann 6:5 í vítaspyrnukeppni.
Jon Walters (0-1)
Adam Lallana (1-1)
Peter Crouch, varið, (1-1)
Emre Can, skaut í stöng, (1-1)
Glenn Whelan (1-2)
Christian Benteke (2-2)
Ibrahim Affelay (2-3)
Roberto Firmino (3-3)
Xherdan Shaqiri (3-4)
James Milner (4-4)
Marco Van Ginkel (4-5)
Lucas Leiva (5-5)
Marc Muniesa, varið, (5-5)
Joe Allen (6-5)!!!!!!!!!
Áhorfendur á Anfield: 43.091.
Maður leiksins: Simon Mignolet. Belginn varði tvær vítaspyrnur og kom Liverpool í úrslitaleikinn um Deildarbikarinn!
Jürgen Klopp: Þetta var frábært og stemmningin var einstök. Markið þeirra var kolrangstaða en þegar upp var staðið höfðum við heppnina með okkur í vítaspyrnukeppninni. En þegar allar 120 mínúturnar eru teknar þá verðskulduðu leikmennirnir, áhorfendur og Liverpool að komast áfram. Wembley er flottur staður til að spila knattspyrnu og við ætlum að vinna þar. En það er ekki gaman að tapa þar.
- Liverpool leikur til úrslita um Deildarbikarinn í tólfta sinn.
- Liverpool hefur unnið keppnina átta sinnum.
- Liverpool mætir annað hvort Everton eða Manchester City á Wembley 28. febrúar.
- Liverpool vann keppnina síðast 2012. Martin Skrtel, Jordan Henderson og Jose Enrique eru einir eftir hjá Liverpool sem léku þann leik. Lucas Leiva var meiddur þegar úrslitaleikurinn fór fram.
- Í liði Stoke voru tveir Deildarbikarmeistarar frá 2012. Það voru þeir Glen Johnson og Charlie Adam.
- Lucas Leiva lék sinn 300. leik með Liverpool í kvöld. Hann hefur skorað sex mörk.
- Þetta er í annað sinn sem Liverpool kemst áfram í vítakeppni í Deildarbikarnum á leiktíðinni. Áður sló liðið Carlisle út.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Það var mikil stemmning á Anfield þegar flautað var til seinni leiks Liverpool og Stoke. Snemma var ljóst að gestirnir voru ekki búnir að gefa úrslitasæti upp á bátinn þrátt fyrir tap í heimaleik sínum. Um leið var ljóst að lítið yrði um færi enda börðust liðin hart en fóru um leið varlega. Eftir 12 mínútur klöppuðu áhorfendur til minningar um ungan stuðningsmann Liverpool sem lést nýlega. Um leið var You´ll Never Walk Alone sungið. Mögnuð stund!
Stoke fékk fyrsta færið. Á 22. mínútu en þá komst Jon Walters einn inn í vítateginn en hann skaut framhjá. Liverpool gekk, eins og svo oft á Anfield á leiktíðinni, illa að skapa sér færi og eina góða marktilraunin kom eftir rúman hálftíma en þá átti Emre Can langskot framhjá.
Allt leit út fyrir að jafnt yrði í hálfleik en þegar komið var fram í viðbótartíma kom óvænt mark. Eftir snöggan samleik og sendingu frá hægri skoraði Marko Arnautovic með öruggu skoti af stuttu færi. Á einhvern ótrúlegan hátt náði línuvörðurinn ekki að sjá að um augljósa rangstöðu var að ræða.
Síðari hálfleikur hófst með miklum krafti og Roberto Firmino átti skot sem fór í utanverða stöngina. Leikmenn Stoke voru sem fyrr harðskeyttir og Mamadou Sakho henti sér tvívegis á síðustu stundu fyrir skot frá Jon. Annars gerðist fátt til leiksloka nema hvað Liverpool hefði getað fengið víti þegar stutt var eftir þegar boltinn fór í hendi á varnarmanni. En línuvörðurinn sem ekki sá rangstöðuna, þegar mark Stoke kom, sá ekki þetta heldur. Spennan jókst með hverri mínútunni sem leið og ljóst var að ekkert mátti út af bera. Framlenging varð heldur ekki umflúin.
Framlengingin var tíðindalítil enda var farið að draga af mönnum og eins spilaði ótti um mistök inn í eftir því sem á leið. Besta færið átti Marco Van Ginkel en skot hans fór í stöng og framhjá. Jordan Ibe fékk gott skotfæri en mokaði boltanum yfir. Það var því ekki um annað að gera en að nota vítaspyrnukeppni til að útkljá viðureignina. Fór hún fyrir framan Anfield Road stúkuna þar sem stuðningsmenn Stoke voru.
Fyrstu menn skoruðu en svo varði Simon frá Peter Crouch á gamla heimavellinum hans. Emre Can hefði getað tekið frumkvæðið í næstu spyrnu en hann skaut í stöng. Spennan var orðin óbærileg. Allir skoruðu úr næstu átta spyrnum. Simon náði þá að verja frá Marc Muniesa og þar með fékk Joe Allen tækifæri til að koma Liverpool í úrslitaleikinn. Veilsverjinn sýndi gríðarlegt öryggi, sendi markmanninn í rangt horn og boltann efst í hitt hornið. Allt gekk af göflunum og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ógulega en þó með blöndu af létti. Mögnuð stund og fögnuðurinn náði hámarki þegar leikmenn fögnuðu fyrir framan Kop stúkuna!
Það er sannarlega kominn tími til að Liverpool kæmist í úrslitaleik. Liðið fór að venju torfæra leið en það hafðist eftir að liðið hafði ekki leikið vel. En nú þarf að ljúka verkefninu og ná Deildarbikarnum heim á Anfield. Það verður erfitt en fyrst svo langt er komið má það ekki bregðast!
Liverpool: Mignolet, Flanagan (Ibe 105. mín.), Toure (Allen 85. mín.), Sakho, Moreno, Leiva, Can: Henderson (Benteke 59. mín.), Lallana, Milner og Firmino. Ónotaðir varamenn: Ward, Lovren, Smith og Teixeira.
Gul spjöld: Jon Flanagan og Joe Allen.
Stoke City: Butland, Johnson, Muniesa, Wollschied, Pieters, Whelan, Affelay, Walters, Bojan (Adam 71. mín.) (Van Ginkel 98. mín.), Arnautovic (Shaqiri 77. mín.) og Crouch. Ónotaðir varamenn: Haugaard, Bardsley, Joselu og Wilson.
Mark Stoke: Marko Arnautovic (45. mín.).
Gult spjald: Marc Muniesa.
Liðin skildu jöfn 1:1 eftir tvo leiki en Liverpool vann 6:5 í vítaspyrnukeppni.
Jon Walters (0-1)
Adam Lallana (1-1)
Peter Crouch, varið, (1-1)
Emre Can, skaut í stöng, (1-1)
Glenn Whelan (1-2)
Christian Benteke (2-2)
Ibrahim Affelay (2-3)
Roberto Firmino (3-3)
Xherdan Shaqiri (3-4)
James Milner (4-4)
Marco Van Ginkel (4-5)
Lucas Leiva (5-5)
Marc Muniesa, varið, (5-5)
Joe Allen (6-5)!!!!!!!!!
Áhorfendur á Anfield: 43.091.
Maður leiksins: Simon Mignolet. Belginn varði tvær vítaspyrnur og kom Liverpool í úrslitaleikinn um Deildarbikarinn!
Jürgen Klopp: Þetta var frábært og stemmningin var einstök. Markið þeirra var kolrangstaða en þegar upp var staðið höfðum við heppnina með okkur í vítaspyrnukeppninni. En þegar allar 120 mínúturnar eru teknar þá verðskulduðu leikmennirnir, áhorfendur og Liverpool að komast áfram. Wembley er flottur staður til að spila knattspyrnu og við ætlum að vinna þar. En það er ekki gaman að tapa þar.
Fróðleikur
- Liverpool leikur til úrslita um Deildarbikarinn í tólfta sinn.
- Liverpool hefur unnið keppnina átta sinnum.
- Liverpool mætir annað hvort Everton eða Manchester City á Wembley 28. febrúar.
- Liverpool vann keppnina síðast 2012. Martin Skrtel, Jordan Henderson og Jose Enrique eru einir eftir hjá Liverpool sem léku þann leik. Lucas Leiva var meiddur þegar úrslitaleikurinn fór fram.
- Í liði Stoke voru tveir Deildarbikarmeistarar frá 2012. Það voru þeir Glen Johnson og Charlie Adam.
- Lucas Leiva lék sinn 300. leik með Liverpool í kvöld. Hann hefur skorað sex mörk.
- Þetta er í annað sinn sem Liverpool kemst áfram í vítakeppni í Deildarbikarnum á leiktíðinni. Áður sló liðið Carlisle út.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan