| Heimir Eyvindarson
Liverpool mætir toppliði Leicester í kvöld á King Power Stadium. Einungis rétt rúmur mánuður er liðinn síðan mættust síðast og á þeim tíma hefur Leicester ekki tapað leik í deildinni.
Liverpool fékk Leicester í heimsókn á Anfield á 2. í jólum og þá sýndu okkur menn góðan leik og náðu kærkomnum 1-0 sigri, með marki frá Christian Benteke. Sigurinn var fyrst og fremst að þakka góðu skipulagi og mikilli baráttu, en þetta var fyrsti leikurinn í deildinni fram að þessu þar sem Leicester náði ekki að skora.
Margir héldu að leikurinn á annan jóladag myndi marka tímamót í tvennum skilningi. Liverpool liðið færi fyrir alvöru að blómstra undir stjórn Klopp og Leicester ævintýrinu væri lokið. Hvorugt hefur gengið eftir. Síðan 26. desember hefur Liverpool leikið 5 leiki í deildinni, tapað tveimur, unnið tvo og gert eitt jafntefli. Leicester liðið hefur hinsvegar ekki tapað leik í deildinni síðan liðin mættust á Anfield og trónir enn á toppnum. Hverjum hefði dottið það í hug, svo það sé nú sagt enn einu sinni.
Leikjaálagið á Liverpool hefur verið meira en á Leicester. Síðan liðin mættust síðast hefur Liverpool leikið 10 leiki en Leicester 7. Liverpool er með í Evrópudeildinni og báðum bikarkeppnunum, en Leicester getur einbeitt sér að deildinni. Tottenham sló liðið út úr FA bikarkeppninni í janúar, sem er eina tap Leicester frá því á Anfield um jólin.
Eins og næstum því alltaf er sagan með okkur í liði, en Leicester hefur ekki unnið Liverpool í 15 ár. Það væri óskandi að okkar menn færu ekki að taka upp á því í kvöld að snúa sögunni á hvolf. Liverpool hefur verið heldur betra úti en heima í vetur og Leicester líka, þannig að það getur gefið smá von líka.
Það er ljóst að Liverpool liðið teflir ekki fram neinum nýjum leikmanni eftir lokadag janúargluggans. Alex Texeira reyndist of dýr biti, í bili a.m.k. Við munum því áfram þurfa að reiða okkur á fremur þunnskipað lið, en meiðslalistinn er reyndar aðeins að styttast þannig að við verðum að trúa því nú sem endranær að það sé bjart framundan.
Jordan Henderson verður að öllum líkindum með í kvöld og sjálfsagt sest Benteke á bekkinn og leyfir Firmino að hrella varnarmenn Leicester. Annað er ómögulegt að segja til um, en það skiptir heldur ekki öllu máli. Aðalatriðið er að menn mæti einbeittir og hungraðir til leiks og nái stigi, helst stigum.
Ég er hóflega bjartsýnn og spái 0-0 jafntefli.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool fékk Leicester í heimsókn á Anfield á 2. í jólum og þá sýndu okkur menn góðan leik og náðu kærkomnum 1-0 sigri, með marki frá Christian Benteke. Sigurinn var fyrst og fremst að þakka góðu skipulagi og mikilli baráttu, en þetta var fyrsti leikurinn í deildinni fram að þessu þar sem Leicester náði ekki að skora.
Leikjaálagið á Liverpool hefur verið meira en á Leicester. Síðan liðin mættust síðast hefur Liverpool leikið 10 leiki en Leicester 7. Liverpool er með í Evrópudeildinni og báðum bikarkeppnunum, en Leicester getur einbeitt sér að deildinni. Tottenham sló liðið út úr FA bikarkeppninni í janúar, sem er eina tap Leicester frá því á Anfield um jólin.
Eins og næstum því alltaf er sagan með okkur í liði, en Leicester hefur ekki unnið Liverpool í 15 ár. Það væri óskandi að okkar menn færu ekki að taka upp á því í kvöld að snúa sögunni á hvolf. Liverpool hefur verið heldur betra úti en heima í vetur og Leicester líka, þannig að það getur gefið smá von líka.
Það er ljóst að Liverpool liðið teflir ekki fram neinum nýjum leikmanni eftir lokadag janúargluggans. Alex Texeira reyndist of dýr biti, í bili a.m.k. Við munum því áfram þurfa að reiða okkur á fremur þunnskipað lið, en meiðslalistinn er reyndar aðeins að styttast þannig að við verðum að trúa því nú sem endranær að það sé bjart framundan.
Jordan Henderson verður að öllum líkindum með í kvöld og sjálfsagt sest Benteke á bekkinn og leyfir Firmino að hrella varnarmenn Leicester. Annað er ómögulegt að segja til um, en það skiptir heldur ekki öllu máli. Aðalatriðið er að menn mæti einbeittir og hungraðir til leiks og nái stigi, helst stigum.
Ég er hóflega bjartsýnn og spái 0-0 jafntefli.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan